NT - 12.04.1985, Blaðsíða 22

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 22
w Föstudagur 12. apríl 1985 22 Frækinn árangur ungs íslendings í Svíþjóð: Bestur á Norðurlöndum Herbert Arnarson kosinn besti leikmaðurinn í sínum aldursflokki á óopinberu Norðurlandamóti unglinga í körfuknattleik ■ Herbert Arnarson, 14 ára körfuknattleiksmaður úr ÍR með verðlaunagripi sína, skjöld fyrir að hafa verið kosinn í „All-Star“ lið Norðurlanda skipuðu fímm bestu leikmönnum fæddum árið 19711, og svo bikar fyrir að hafa verið kjörinn besti leikmaðurinn í þeim hópi. Herbert er í íslenska unglingalandsliðinu í körfuknatt- leik, 16 ára og yngri, og er tveimur árum yngri en flestir félagar hans í liðinu. NT-mynd: Sverrir. ■ Herbert Arnarson, 14 ára körfuknattleiksmaður úr ÍR var valinn „besti körfuknattleiks- maður fæddur árið 1970 á Norðurlöndum í páskavikunni, er hann keppti ásamt liði sínu á Scania Cup, móti bestu liða í yngri flokkum á Norðurlönd- umm sent lialdið var í Södertálje í Svíþjóð. Það er bílafram- leiðandinn Scania sem býður til þesa móts og gefur verðlaun. Tíu lið tóku þátt í mótinu, tvö bestu lið Finnlands, meistararn- ir Pussihukat og KFUM Hels- inki, sænsku meistararnir Ock- ' elbo, dönsku meistararnir Hörsholm, og íslensku meistar- arnir ÍR, og svo fimmsterkustu lið Svíþjóðar, auk áðurnefndra meistara. Leikið var í tveimur fimm liða riðlum. ÍR sigraði sænsku liðin KFUM Uppsala 41-32, og Lobas 40-34, en tapaði naumt fyrir Södertálje 33-35, og síðan fyrir Pussihukat 38-54. Pussihukat sigraði í riðlinum, og í R varð í öðru sæti með betra stigahlutfall en tvö næstu lið, Södertálje og Uppsala. ÍR lék því í undanúrslitum gegn KFUM Helsinki, sem sigraði í hinum riðlinum, og tapaði naumlega 51-54. Pussihukat vann svo Helsinkiliðið 59-37 í úrslitum, en ÍR vann Ockelbo, sænsku meistarana, 33-31 í keppni um þriója sætið, eftir að hafa haft yfir 19-10 í hálfleik. Eftir mótið kusu þjálfarar liðanna fimm manna úrvalslið drengja sent tók.u þátt, og þar var einn íslendingur, Herbert Arnarson. Besti leikmaður mótsins var svo kjörinn úr þess- um hópi, og Herbert varð fyrir Maraþonhlaup: Jones hyggst slá metið ■ Stcvc Joncs frá Brctlandi, hcimsmcthafi í maraþonhlaupi ntun taka þátl í Lundúna-mar- aþonltlaupinu 21. apríl næst- komandi. Jones sctti hcimsmctió í Chic- ago 21. októbcr á síðasta ári og hijóp þá á 2 klukkustundum 8 mínútum og 5 sekúndum. Hann scgist ætla að Itlaupa undir 2:08,0 í þctta skipti. „Eg mun hita mig upp mcð 8 og 10 kílómetra hlaupum á- næstunni," sagði Jones. Brctinn Charlie Spedding vann Lundúnantaraþonið í fyrra og varð þriðji í maraþonhlaup- inu á Ólympíuleikunum í Los Angelcs. Hann mun taka þátt í íþróttir Heimsbikarkeppnin í alpagreinum: Verður næst í Argentínu ■ Nú þegar hefur verið ákveðið að næsta heims- bikarkeppni á skíðuni, þ.e.a.s. keppnin í alpa- greinum, niuni hefjast í Argentínu 17. ágúst. Keppt verður í Las Lenas í bruni karla. Viku seinna verður næsta brunkeppni í Bari- loche, einnig í Argentínu en það þriðja verður 31. ágúst í Las parva í Chile. Lundúnahlaupinu í apríl og Jones viðurkcnnir að hann verði erfiður andstæðingur. En það vcrða fleiri en Spcdding setti eiga eftir að hlaupa hratt og lengi með Jones. Meðal kepp- enda verður cinnig Mike Gratt- on sem sigraði í hlaupinu 1983. Ingrid Kristiansen frá Noregi vann kvennakeppnina í fyrra ætlar sér cinnig að setja nýtt heimsniet. Hcimsmetið á nú Ól- ympíumeistarinn Joan Benoit USA, 2:22,43 klst. sett í Boston 4. apríl 1983. Kristiansen setur stefnuna á að verða fyrsta konan til að hlaupa á skcmmri tíma en 2 klukkutímum og 20 mínútum. valinu. Nafnbótin: „Besti körfu- knattleiksmaður Norðurlanda, fæddur 1970", fylgdi þessu kjöri. Herbert hlaut að launum fal- legan bikar fyrir titilinn og verð- launaskjöld fyrtr að hafa vertð kjörinn í úrvalsliðið. Árangur hans, og ÍR-liðsins er ntikill heiður fyrir íslenska körfuknatt- leiksæsku. Sveitakeppni drengja í júdó: Efnilegir Akureyringar ■ Fyrir stuttu fór fram sveita- keppni drengja í júdó. Til leiks mættu 11 sveitir frá fimm félög- um og sigraði A-sveit ÍBA, Akureyri. B-sveit félagsins varð í öðru sæti en A-sveit Ármanns varð þriðja. Sigursveit Akureyringa skip- uðu Kristján Ólafsson, Auðjón Guðmundsson, Gauti Sig- mundsson, Vernharður Þor- leifsson og Jóhann Gísli Sig- urðsson. Enski kappróðurinn: Oxford fagnað af topplausri ■ Oxford vann í kapp- róðrinum gegn Cambridge í kappróðri þessara tveggja háskóla um páskana. Þessi róðrarkeppni er ár- legur viðburður á milli þessara skóla, og fór nú fram í 131. sinn. Oxford hafði tæpra fimm bátslengda forystu þegar upp var staðið að þessu sinni. Sigurvegurunum frá Ox- ford var vel tekið eftir sigurinn. Fyrst þeirra sem fögnuðu köppunuin á bakka Temsár var 24 ára gömul sýningarstúlka sem mætti „topplaus“ á svæðið. Vakti þetta mikla athygli á meðal siðaðra sein ósið- aðra Breta. JÓN PÁLL YFIR ADRA ÍÞRÓTTAMENN HAFINN? ■ Á íþróttaþingi 1984 var samþykkt að herða lyfjaeftirlit hérlendis. Aö þeirri samþykkt stóðu fulltrúar sérsamband- anna innan Í.S.Í. Lyfjanefnd l. S.I. er gcrt að sjá um fram- kvæntd eftirlitsins og fyrir- byggjandi aðgeröir. Hefur hún þ.a.l. fullt umboð til að grípa til þeirra aðgerða er hún telur þörf á hverju sinni. í því felst m. a. að öllum íslenskum íþróttamönnum er skylt að gangast undir lyfjapróf ef þess er óskað. Þessi ákvæði eru skýr og ættu ekki að vefjast fyrir neinum innan íþrótta- hreyfingarinnar. Lyfjanefndin hefur í nokkur skipti tekið úrtak íþrótta- manna til lyfjaprófs. Svo var það einnig 20. íebrúar s.l. að boðaðir voru 13 íþróttamenn til lyfjaprófs. Sérsamböndun- unt var gert að boða sitt fólk. Allir mættu nema einn er var erlendis. Ekkert var við það að athuga, en sá „ágæti" maður hefur hins vegar ekki ennþá fengist til að fara í prófið og er það í fyrsta sinn sem siíkt hendir lyfjanefnd Í.S.Í. Um þetta mál hafa orðið nokkur blaðaskrif. Undarlegur málflutningur Ólafur Sigurgeirsson, lyft- ingamaður, hefur undanfarið reynt að réttlæta gjörðir sínar og Jóns Páls í blaðagreinum. Það hefur óneitanlega vakið athygli að málfutningur Ólafs hefir öðru frentur byggst á útúrsnúningum og skætingi út í Alfreð Þorsteinsson, for- mann lyfjanefndar Í.S.Í. Þeir sem bregða fyrir sig slíkunt málflutningi eru gjarnan taldir hafa veikan málstað að verja. Að því slepptu er einkum tvennt sem Ólafur hengir sig á. í fyrsta lagi að ekki hafi verið rétt staðið að boðun Jóns Páls og í öðru lagi að hið nýstofnaða kraftlyftingasamband heyri ekki undir Í.S.l. Að mínum dómi og þess íþróttafólks sem ég umgengst eru þessar rök- semdir aðeins tilraunir til að klóra í bakkann. Hvort Jón Páll fékk að vita um lyfjaprófið dcginunt fyrr eða seinna skiptir ekki máli. Hafi hann ætlað að fara í það þá hefði hann gert það refjalaust. Stofnun kraft- lyftingasambandsins á þessum tíma virðist einnig gerð til að slá ryki í augu fólks og búa til ódýra afsökun. Hvort Jón Páll telst nú innan eða utan lögsögu Í.S.Í. ere.t.v. ekki aðalatriðið. Eftir sem áður er það siðferði- leg skylda hans að mæta í lyfjaprófið. Ég veit ekki til þess að Jón Páll hafi neina sérstöðu meðal tslenskra ■ Sigurður P. Sigmundsson. íþróttamanna. Ég var einn þeirra sem boðaður var í títt- nefnt lyfjapróí. Fyrir mér og örugglega hinum einnig var þetta sjálfsagt mál, enda liður í mikilvægu starfi jjegn þeim illa vágesti, sem ólögleg lyfja- notkun er. Hefðunt við haft slæma sam- visku áttum við þá að fá „lepp" til að setja á stofn hin og þessi sambönd, - Langhlauparasam- band íslands í mínu tilviki? Ekki þarf fleiri orð til að sýna frant á lítilvægi röksemda Ólafs. Sú röksemd Ólafs að lyft- ingamenn hafi oft staðist lyfja- próf í keppnum erlendis er ekki mælikvarði á hreinleika þeirra, m.a. vegna þess að þeir vita þá að hverju þeir ganga og þeir svikulu hafa möguleika á að „hreinsa" sig í tæka tíð. Fyrirvaralaus lyfjapróf eins og lyfjanefnd Í.S.Í. hefurnúhafið eru þeint svikulu hins vegar öllu erfiðari raun. Furðuleg staðhæfing Af skrifum Ólafs Sigurgeirs- sonar má ljóst vera að hann hefur engan áhuga á að fjalla um eða takast á við aðalatriðið þ.e. lyfjamisnotkunina sjálfa. Hann afgreiðir það mál með eftirfarandi staðhæfingu: „Aldrei hefur neinn íþrótta- maður, er æfir íþrótt sína hér- lendis, verið staðinn að lyfja- neyslu, og ég og aðrir þeir forystumenn íslenskra íþrótta- rnála, sem erum í tengslum við íþróttamennina sjálfa vita mæta vel, að engin lyf eru notuð hérlendis í íþróttum," (Mbl.20.3.‘85). Hvernig getur maður sem þekkir jafn vel til og Ólafur borið slíkt á borð og hvaða tilgangi jrjónar það? Lyfjanefnd LS.f. væri varla starfandi nema full ástæða sé til þess. Ólafur á kannski eftir að fræða okkur um það að hormónalyfin sem fundust í einu millilandaskipanna á dögunum hafi verið ætluð gamalmennum á elliheimilinu? Lokaorð Það keppnisfólk sem notar ólöglega lyf sér til framdráttar í keppni á ekki rétt á því að kallast íþróttafólk. íþróttahug- sjónin byggir á allt öðru en lágu siðferði. Því ntiður er alltaf til fólk sem fer rangt að pg sáir eitri í kringum sig. fþróttaforystunni í landinu er I %urður P. S'Smundsson Málsíþrótta- maður skrifar: lögð sú ábyrgð á hendur að standa vörð um heilbrigði íþróttaæskunnar. Það hefur sýnt sig að aðhald er nauðsyn- legt og ættu sérsamböndin að taka höndum saman við lyfja- nefnd Í.S.Í. og vinna markvisst að því að réttlæti og heiðarleiki verði öðrum hvötum yfirsterk- ari í íþróttastarfinu um ókomna framtíð. Um mál Jóns Páls vil ég að lokum segja eftirfarandi: Lausnin er einföld þ.e. hann getur farið hið fyrsta í lyfja- próf. Ef hann er hreinn þá á þetta ekki að vera mikið mál, fyrir utan það að væntanlegt keppnisbann myndi þá falla niður. Fari Jón Páll ekki í lyfjaprófið gefur hann öðrum ríka ástæðu til að álykta að ekki sé allt með felldu. Jón Páll er hraustur og skemmti- legur íþróttamaður. Það er því algjör óþarfi fyrir hann að fela I sig á bak við götótt virki.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.