NT - 12.04.1985, Blaðsíða 1
T alað á Ijóshrada!
síminn hyggst taka glerþræði í notkun í stað símastrengja
■ Undirbúningur er þegar haf-
inn hjá Pósti og síma fyrir lagn-
ingu svokallaðra glerþráða fyrir
símakerfi Reykjavíkur, og hefur
tilboða verið leitað í þræðina og
annan tilheyrandi búnað. Gler-
þræðir þessir hafa verið að ryðja
sér til rúms erlendis á undanförn-
um árum og er flutningsgeta
þeirra miklu meiri en hefðbund-
inna símaþráða.
Bergþór Halldórsson verk-
fræðingur hjá sambandadeild
Pósts og síma sagði í samtali við
NT, að vonir stæðu til, að hægt
yrði að leggja fyrstu leiðslurnar á
þessu ári, en nýi búnaðurinn
myndi þó ekki komast í notkun
fyrren seint á árinu 1986, þarsem
afgreiðslutími fyrir ljósgjafa og
ljósmóttakara væri alít að eitt og
hálft ár.
Fyrst í stað verður glerþráður
aðeins lagður á stærstu leiðunum,
sem eru úr gamla Landsímahús-
inu að símstöðinni í Múla, og í
beinu framhaldi í símstöðina í
Breiðholti. Pá verður glerþráður
jafnvel lagður upp á Vatnsenda
fyrir stafrænu stöðina til Keflavík-
ur. Kerfið verður síðan stækkað,
eftir því sem flutningsþörfin
kallar. Ekki þarf að grafa alls
staðar fyrir nýju þráðunum, þar
sem starfsmenn Pósts og síma
hafa lagt þar til gerð rör víða í
götur og bíða þau bara eftir því
að í þau verði dregið.
Bergþór Halldórsson sagði, að
notendur myndu ekki verða varir
við það, þegar nýju glerþræðirnir
verða teknir í notkun. Gæði staf-
ræna kerfisins, sem nú er verið að
innleiða, væru slík, að ekki væri
hægt að bæta þau.
Koma í vég
fyrir gjald-
þrot bænda
■ Undirbúningsfélag að stofnun
Landssamtaka sauðfjárbænda var
stofnað af fulltrúum bænda úr
öllum landsfjórðungum, á Hótel
Sögu í gær. Formaður var kjörinn
Jóhannes Kristjánsson bóndi í
Höfðabrekku, Mýrdal.
„Það verður kannski einhver
annar en maðurinn með ljáinn
sem mun sjá um breytingar í
bændaforystunni i framtíðinni,"
sagði Jóhannes í viðtali við NT en
þar gagnrýnir hann harkalega for-
ystumenn bændasamtakanna.
Meginmarkmið félagsins verður
hagsmunabarátta og þá einkum að
bæta hag þeirra bænda sem byggt
hafa upp eftir verðtryggingu lána
Qg riða nú á barmi gjaldþrots.
Stúdentaráð:
Samstarf
aftur!
■ Félag umbótasinnaðra stúd-
enta við Háskóla íslands sam-
þykkti á fámennum félagsfundi í
gærkvöld að ganga aftur til sam-
starfs við Vöku, félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, í Stúdentaráði.
Stöðuskipting þetta árið er um-
bótasinnum heldur óhagstæðari en
var á síðasta ári og vildu ákveðin
öfl í félaginu ganga til samstarfs
við vinstri menn sem buðu betur.
Formaður Stúdentaráðs verður
sem fyrr Vökumaður og þá fá
Vökumenn fulltrúann í stjórn LÍN
og einn mann í stjórn Félagsstofn-
unar, en þessum embættum
gegndu umbótasinnar.
Að öðru leyti voru stöðuskipt-
ingar óbreyttar nema hvað um-
bótasinnar fengu stöðu ritstjóra
Stúdentablaðsins.
Áburðurinn:
100 millj.
úr ríkiS'
kassa
■ Áburðarverð til bænda
mun hækka um 40% en
formleg ákvörðun um verð-
hækkunina verður tekin á
stjórnarfundi í verksmiðj-
unni. Ríkisstjórnin ákvað í
gær að veita fé til verksmiðj-
unnar þannig að hún geti
selt áburðinn á þessu verði
og hafa 100 milljónir króna
heyrst nefndar í því sam-
bandi.
Ekki hefur enn verið
reiknað út hvernig að aðstoð
við verksmiðjuna verður
staðið en í ályktun stjórnar-
innar er kveðið á um að hún
skuli duga til að hagur verk-
smiðjunnar versni ekki á ár-
inu.
sjá frásögn og myndir af blóðugum átökum bls. 2
NT-mynd: Sverrir