NT - 12.04.1985, Blaðsíða 10
■ Þegar ég var að glíma við
mannkynssöguna á unglingsár-
um mínum, fannst mér kaflinn
um germönsku þjóðflutningana
vera einna torlærðastur. Mér
gekk illa að læra öll nöfn hinna
mörgu þjóðflokka, sem þar
komu við sögu, og greina flæk-
ing þeirra fram og aftur um
Evrópu. Þessir þjóðflutningar
þóttu mér eigi að síður eftir-
minnilegir.
Það hefði verið ómetanlegur
fengur á þeim árum að hafa við
höndina rit eins og áttunda
bindið af Veraldarsögu Fjölva,
en það nefnist Villiþjóðir úr
norðri og segir einmitt frá þess-
um sögulegu þjóðflutningum.
Raunar fjallar það um margt
fleira eins og hrun Rómar, upp-
haf Miklagarðs, deilur um ver-
und og eðli Krists og merka
atburði í Persíu og Indlandi.
Germönsku þjóðflutningarnir
eru þó veigamesti þátturinn.
Þorsteinn Thorarensen er
höfundur þessa rits, sem er
samið með hliðsjón af ítalskri
frumgerð, en hefur verið aukin
og breytt svo mikið, að nánast
mun vera um nýtt rit að ræða,
og mun það þó einkum gilda um
germönsku þjóðirnar.
Þorsteinn Thorarensen er
mikilvirkur rithöfundur,
skemmtilega stílfær og kann
flestum betur að blása frásögn
sína lífi. Þessu til sönnunar er
skemmst að minna á hið mikla
ritverk hans um myndir úr lífi
og viðhorfum þeirra, sem uppi
voru um aldamótin (I fótspor
feðranna, Eldur í æðum
o.s.frv.). Þessum sögulega kafla
í sögu íslendinga hafði ekki
verið gerð eins greinileg skil
áður og vann Þorsteinn hér því
mikið og gott verk. Að vísu
munu ýmsar af ályktunum hans
vera umdeilanlegar, en það ætti
að geta verið ýmsum komandi
sagnfræðingum hvati til aðfjalla
enn nánara um þetta tímabil.
Eftir að hafa lesiö frásögu
Þorsteins um villiþjóðirnar í
norðri og sögulegt flakk þeirra
um Evrópu, tel ég mig margs
vísari um þessi mál. Það er
óhætt að mæla með þessu riti
sem skemmtilegum og fræðandi
lestri.
Eins og áður segir styðst Þor-
steinn við ítalska útgáfu á ver-
aldarsögu og þangað er mynda-
valið sótt, sem er fjölbreytt og
eykur stórlega gildi ritsins. Það
er prcntað í Verona á ftalíu og
er frágangur allur hinn vandað-
asti.
Aftast í ritinu er kafli, sem
nefnist Aldarspegill og er ber-
sýnilega frumsaminn af Þor-
steini. Þar segir m.a. frá hinni
frumlegu kenningu Barða
Guðmundssonar að íslendingar
væru afkomendur flökkuþjóð-
arinnar Herúla, en heimildir
um hana finnast bæði í Dan-
mörku og sunnar í álfu. Barði
Guðmundsson taldi sig geta fært
mörg rök fyrir því, að forfeður
íslendinga hefðu ekki verið
Norðmenn, heldur aust-norr-
ænir menn frá Danmörku og
Svíþjóð, sem aðeins hefðu liaft
stuttan stans í Noregi.
Fræðimenn hafa ekki tekið
undir þessa kenningu Barða, og
komið sér hjá því að ræða hana.
Sé kenning Barða hins vegar
rétt, eru íslendingar komnir af
miklum görpum, því að Herúl-
um er m.a. svo lýst, að þeir hafi
gengið til orustu allsnaktir og
liafi talið það merki um rag-
mennsku að brynja sig.
Ég eignaðist fyrir nokkru
Þjóðmenningarsögu Norður-
álfunnar eftir séra Ólaf Ólafsson
í Arnarbæli, en hún kom út
aldamótaárið 1900 á vegum
Þjóðvinafélagsins, og byggist að
verulegu leyti á riti eftir danska
sagnfræðinginn Gustav Bang.
Þar er að finna kafla um ger-
mönsku þjóðflutningana, sem
mér finnst í senn gagnorður og
greinargóður og málfarið gott.
Til fróðleiks fyrir þá, sem hafa
verið líkt á vegi staddir og ég,
og vilja vita meira um það efni,
sem rit Þorsteins Thorarensen
fjallar um, leyfi ég mér að
endurprenta hann hér:
„Þegar hér er komið sögunni,
hafði Rómarborg notið friðar
margar aldir. Á útjöðrum ríkis-
ins hafði oft verið stormasamt;
aðrar þjóðir höfðu hvað eftir
annað leitast við að komast inn
yfir landamærin, en orðið frá að
hverfa. Rómverjar létu sér ekki
þá fjarstæðu til hugar koma, að
útlendar þjóðir myndu troða
þeim um tær; því síður kom
þeim í hug, að siðlausir utan-
ríkismenn myndu nokkurn tíma
fara ránshendi um Rómarborg.
Nú víkur sögunni til Ger-
mana; þeir bjuggu þar, er nú
heitir Þjóðverjaland. Þeir höfðu
endur fyrir löngu komið aust-
an úr Ansturálfu og smáþokast
vestur yfir Rússland og þangað,
er þeir voru nú niður komnir. Á
eftir þeim komu slafneskar
þjóðir og mongólskar; fóru þær
í för Germana, settust þar að, er
þeir höfðu upp staðið, ýttu þeim
áfram og fyrirmunuðu þeim að
hverfa aftur. Hundrað árum
f.Kr. leituðu Germanir inn á
Frakkland; en þar var um miðja
öldina »Þrándur í Götu«; það
var Cæsar með einvalaliði sínu.
Hannr rak Germani austur yfir
Rín aftur; fengu þeir þá ráðn-
ingu í þeim viðskiftum, að
langa hríð litu þeir ekki í þá átt
aftur.
Eftir þetta breyttist hagur
Germana að mörgu leyti. Með
þeim og Rómverjum hófst
verzlun og margvísleg viðskifti;
bárust þá mörg menningarfræ-
korn til Þjóðverjalands frá
Rómverjum. Germanir tóku að
festa sér bústaði, ryðja skóga,
virkja land og rækja störf sið-
aðra manna.
Nú liðu langar stundir og
fjölgaði Germönum óðum; kom
þá loks þar, að landið gat ekki
framfært þá. Vaknaði þá með
þeim ferðahugurinn gamli; var
nú hægara um vik en áður,
Ijónin voru orðin færri á vegin-
um en þá, er ríki Rómverja stóð
með mestum blóma. Var nú
öldin önnur með Rómverjum
en þá, er Cæsar sat þar í dyrum
með köppum sínum; þjóðinni
var nú horfin dáð og dugur; til
landvarnar var haft útlent mála-
lið, sem lítt mátti treysta. Al-
þýða manna bjó við þunga kosti
og hreyfði ekki hönd né fót
ríkinu til varnar; vænti hún sér
í engu verri kosta, þótt hún
fengi útlenda húsbændur í stað
hinna innlendu.
Á 2. öld eftir Krists fæðingu
tóku útlendar þjóðir að gjörast
nærgöngular ríki Rómverja,
einkum meðfram stóránum Rín
og Duná; en af því að þá var
nýtum mönnum á að skipa,
tókst Rómverjum að reka þá af
höndum sér. En er leið að
lokum 4. aldar, leituðu Ger-
manir svo fast inn yfir landa-
mærin, að Rómverjar fengu
ekki rönd við reist. Það var oröið
svo þröngt um Germani heima
fyrir, að þeim var ekki lengur
vært; hin sælu og sólarmiklu
lönd í suðurhluta álfunnar
teygðu þá að sér með óvið-
ráðanlegu afli, og margt lagðist
fleira á eitt. En það rak þó mest
á eftir Germönum, að hálftryllt-
ur þjóðflokkur af Mongólakyni,
er Húnar hétu, ruddist að þeim
að austan. Húnar komu austan
úr austurálfu og héldu vestur
eftir; þeir fóru sem logi yfir
akur, brutu suma þjóðflokka á
Þjóðverjalandi undir sig, en
stöktu hinum undan sér.
Þá komst allt í uppnám; þjóð-
flutningaflóið steyptist yfir
suðurhluta álfunnar, eins og
geysimikil brimalda, og varð
allt undan að láta.
Hver þjóðflokkurinn eftir
annan ruddist inn á Frakkland,
Spán, ftalíu og Tyrkland, og
sumir komust alla leið suður á
norðurströnd suðurálfunnar.
Þjóðflokkar þessir voru af ýmsu
bergi brotnir og hétu ýmsum
nöfnum, svo sem Austurgotar,
Vesturgotar, Alánar, Vandalir,
Búrgundar, Longóbarðar,
Frakkar o.s.frv. Þeir fluttu með
sér konur, börn og kvikfénað,
og kölluðu til landa hvað sem
þeir komu; fengu þeir fasta
bústaði fyrir sig og sína, en
tókust á hendur landvarnir allar
þar, sem þeir settust að. Fram-
an af voru Germanir landvarn-
armenn keisarans og fyrirliði
þeirra var hershöfðingi hans.
En víðast lauk svo, að konung-
arnir innlendu veltust úr
völdum, en höfðingjar Ger-
mana settust í sæti þeirra.
Þegar Germanir voru sestir
um kyrrt, leið víðast skammt áður
þeir tóku að blandast saman við
þjóðir þær, sem fyrir voru. Hinir
fornu íbúar landanna voru alls-
staðar fleiri en Germanir; var
því eðlilegt, að þeirra gætti
meira í öllum friðsamlegum við-
skiftum; Germanir tóku og alls-
staðar upp tungu þeirra, er fyrir
voru, trú þeirra, siði og lífernis-
háttu. Með tímanum runnu
þjóðirnar hvorutveggja saman,
og eftir 2-3 aldir voru Germanir
alveg dottnir úr sögunni á Ítalíu,
Frakklandi og Spáni.
Þórarinn
Þórarinsson
skrifar:
Sumstaðar var þjóðflutning-
unum öðru vísi háttað en hér
hefir sagt verið, Raunar voru
það Germanir, sem lögðu þar
land undir sig; en þeir fóru þar
að engu geyst, heldur smáfærðu
sig upp á skaftið; þeir lögðu
undir sig eina og eina sveit, eitt
og eitt þorp í einu, en ráku
hvert mannsbarn burtu.
í þessum héruðum urðu
Germanir alveg einir um hituna;
tunga, menntun og siðir Róm-
verja hurfu þar með öllu. Þessi
lönd voru kölluð »þjóðnumin«
og bera þau menjar Germana
fram á þennan dag.
í öldugangi þjóðflutninganna
leið vesturrómverska ríkið und-
ir lok. Risu upp af rústum þess
mörg þjóðríki og stýrðu þeim
germanskir höfðingjar. Þjóð-
menning Rómverja dreifðist þá
í ýmsar áttir og hlutu Germanir
drýgstan skerf af arfi þeim. Þjóð-
menningu Rómverja var að vísu
tekið að hnigna á þjóðflutninga-
tímunum og menntamenn
þeirra tíma stóðu langt að baki
menntamönnum fyrri tíma, og
segja má, að það væri dreggjar
einar, sem Germönum hlotnuð-
ust. En Germanir voru myndar-
þjóð, og menningararfurinn,
sem þeir tóku eftir Rómverja,
varð með tímanum drjúgur í
höndum þeirra, þótt rýr væri,
þegar þeir tóku við honum.
Með þjóðflutningunum er
fornöldinni lokið og þá hefjast
miðaldirnar."
GERMONSKU i*JÓt>FI,UT'NlNGAK!VIR
■ ■ ■■
fi vctpp, tyif i'átn ? v?r> í&ffáxs
<*» *wí«4íw»#»f0*, f»»sds m* t
tggVfeS i»A*s # ?v,í*á$>
i.r'&fíís; $>!>.&> J yis; f.)
vUfuxti kk&u
ÍijMii VarftSttí .:<»:sxfo$.w» i'st
fv >,£,), . 'V > ) ,, v >. , . u,
i i Motívt i m* itáifMUi 'Ki>3* *.?'<#>» ?
M V«íí#>X»í>;s;. »» iss
i\n fim&i táf k-»íwfo»
i Mti&íuiiw. tt* & íi-ísv
mnm mrdHíyiM
itetyktem im i.m'nem
jam tré
vsl? \vcuixi,
Ra'itótwt vip iiííi
?«I <tg. ^d'isÍHisM
sú MOtm.
&****■
41
ffiwttó
'ÚEPÍOAR
’S.
ÍRULAB
►Öjar i Sv*rtah»fsj
m&Q * AMturtanO*-
mmtv»ms ism tím* o« «ynr< #£6****
itttfltmt* *k*ií yfá 3178 P* riktí $pt{sur H yfr Htwtv
O0 hnmt* ©0 ktHxm. mmm £n i
Hrn* m m «m**! ****»
mmn «0 tíi pbimrtttteft* t