NT - 12.04.1985, Blaðsíða 24

NT - 12.04.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sfðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsinjgar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 é ritstjórn 686392 og 687695 O iþróttir 686495 Pólitískir umhleypingar: - sagði Þorsteinn við setningu Landsfundar sjálfstæðismanna flokksins í stjórnarsamstarfi." Við andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins sagði Porsteinn: „Andstæðingum okkar í stjórnmálum ætla ég að valda vonbrigðum með því að lýsa því yfir að við hlaupum ekki í fang ’ þeirra fyrir það eitt að á móti hefur blásið um stund.“ Um Framsóknarflokkinn sagði Þorsteinn m.a. að sam- starf við hann væri alltaf við- kvæmara en ýmsa aðra fyrir þá sök að hann hefur haft tilhneig- ingu til að sveiflast frá vinstri til hægri frá einu kjörtímabili til annars, í því skyni að skapa sér aðstöðu til viðverandi stjórnar- setu. Það er eðli milliflokks að vera ekki allur þar sem hann er séður að þessu leyti.“ Hann ræddi einnig um SÍS ásælnLsem hefði aukist upp á síðkastið og ræddi um „lausung samstarfsað- ilans“. En þrátt fyrir pólitíska um- hleypinga þá kalla þeir ekki einir sér á kosningar „þó að veður ráði jafnan akri“. Lands- fundurinn væri ekki rétti vett- vangurinn til að bera fram og svara spurningunni um kosning- ar, sagði Þorsteinn m.a. í ræðu sinni lagði hann ríka áherslu á að „frækorn efasemdanna í áróðri andstæðinganna yrðu ekki að illgresi í okkar eigin garði“. Aldrei var ræða Þorstcins rof- in með lófataki, en fundarmenn klöppuðu í tvær mínútur við lok hennar. ■ Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var settur í gær með því að sveit manna flutti tónlist Gunnars Þórðarsonar í 20 ár undir heitinu „Bláu augun þín“. Síðan flutti formaður flokksins Þorsteinn Pálsson alþingismað- ur ræðu. Að lokum léku blásar- ar úr skólahljómsveit Kópa- vogs. *■ Ræða Þorsteins Pálssonar var löng, tæpar 40 vélritaðar síður. Hún hófst þannig: „Veður ræð- ur akri, stundum gefur hann góðan ávöxt. í annan tíma lak- ari. í öllu lífi manna skiptast á skin og skúrir. Það er lögmál sem flestir eða allir verða að beygja sig fyrir. Svo er einnig um starf okkar að stjórnmálum, hvort heldur sern við lítum á okkur sem einstaklinga eða flokk manna. í einn tíma fleygir okkur fram við óskabyr vel- gengninnar. í annan tíma mæt- um við andstreymi og mótlæti.“ Um tilgang fundarins sagði Þorsteinn: „Við komum hingað á þessum tíma til þess fyrst og fremst að styrkja málefnastöðu ■ „Örninn flýgur fugla hæst/ í forsal vinda...“ Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur setningarræðu Landsfundar flokksins. Póiitísk framtíð Þorsteins ræðst nokkuð af atburðum á fundinum. NT-mynd: Sverrir Landsfundurinn: „Viljum Þorstein í ríkisstjórnina“ - ellegar enga stjórn ■ „Þorstein í stjórnina ellegar stjórnarslit strax.“ Þetta mun, samkvæmt heimildum NT, vera markmið allfjölmenns hóps landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn, sem mun telja um 100 manns, mun ætla að bera fram tillögu þess efnis að stjórnarsam- starfinu verði slitið tafar- laust, fáist ekki ráðherra- stóll fyrir Þorstein Pálsson, formann flokksins. Samkvæmt heimildum NT eru forsprakkar þess- arar hreyfingar þeir Friðrik Sóphusson, vara- formaður flokksins, og Jón Magnússon, en þeir hafa að undanförnu hald- ið fundi með stuðnings- mönnum Þorsteins innan flokksins. íeðrið IM heí 'gina ■ Það verður fremur hæg norð-austlæg átt um allt land um helgina. Élja- gangur norðanlands, frá Vestfjörðum til Aust- fjarða en léttskýjað ann- ars staðar. Hiti verður um og yfir frostmarki á Suðurlandi en kaldara norðanlands. Seinni part sunnudags þykknar upp með suðvestan átt á sunnanverðu landinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.