NT - 04.05.1985, Blaðsíða 2

NT - 04.05.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 4. maí 1985 2' ■ Úlför Björns Jónssonar fyrrverandi forseta ASI fór i'rani frá Dómkirkjunni í Keykjavík síödegis í gxr aö viðstöddu fjölmenni. For- ystumcnn úr verkalýðs- hreyflngunni báru kistu hins látna, þeir Ásmundur Stef- ánsson, Björn Þórhallsson, Karl Steinar Guðnason, Þórir Daníelsson, Jón Helgason, Snorri Jónsson, Karvel Páimason og Guð- mundur J. Guðmundsson. Séra Karl Sigurbjörnsson jarðsöng, Hörður Áskclsson lék á orgel, Garðar Cortes söng einsöng og Ljóðakór- inn söng. NT-mynd: Sverrir Um fimm miljarðar króna í vexti af erlendum lánum 1984: Greidsla af erlendum lánum meira en annar hver fiskur og um sjötti hver í ferðalög erlendis ölluni útflutningstekjum ís- lendinga fyrir vörur og þjónustu; um fjórðungi af heildar gjaideyristekjum þjóðarinnar á árinu. Hafði þetta hlutfall þá hækkað úr 20,6% árið 1983. Til sam- anburðar má geta þess að tekjur af útfluttum sjávar- afurðum 1984 námu alls rúmum 15,8 milljörðum króna og hefur því töluvert meira en annar hver fiskur farið beint í afborganir og vexti af erlendum skuldum þetta ár. I árslok 1984 námu skuldir íslendinga (nettó) við útlönd- 43.508 milljónum króna reiknað á meðalgengi ársins 1984 (rúm- um 53 milljörðum á gengi um áramót), sem jafngildir 63.3% af þjóðarframleiðslu ársins að því er fram kemur í nýjustu Hagtölum Seðlabankans. Er þetta sagt hæsta nettóskulda- stöðuhlutfall sem verið hefur - hafi hækkað úr 58,7% árið 1983 og 48,1% árið 1982, en hafi þar áður haldist um 32% um fimm ára skeið, eða um helmingi lægra en það er nú. Viðskitpahalli sem jafngilti um 6% af þjóðarframleiðslu á árinu 1984 segir Seðlabankinn að lang mestu leyti vegna mikils halla á þjónustujöfnuði, sem jókst verulega á síðasta ári, „einkum vegna aukninga á vaxtagreiðslum af erlendum skuldum, og vegna ferða og dvalarkostnaðar (íslendinga erlendis) “ segir í Hagtölum. Vaxtagreiðslur af erlendum skuldum 1984 námu um 5.010 milljónum króna, sem fyrr segir ( um 21 þús. krónum á hvern einasta Islending, eða nær þriðja hvern af útfluttum fiski) og höfðu hækkað um 1.040 nrilljónir frá árinu áður, hvoru- tveggja reiknað á meðalgengi ársins 1984, eða um 26,2%. Hækkun vaxtagreiðslna var hlutfallslega mun meiri vegna skammtímalána. Gjaldeyrisútgjöld vegna ferða- og dvalarkostnaðar ís- lendinga erlendis námu á síð- asta ári 2.690 milljónum króna (um 45 þús. kr. á hverja vísitölu- fjölskyldu), og höfðu hækkað um nær 39% á milli ára reiknuð á föstu gengi. Tekjur af erlend- um ferðamönnum hækkuðu að vísu næstum eins mikið hlut- fallslega, en þær námu hins vegar aðeins 1.100 milljónum króna. Til þjónustujafnaðar teljast tekjur og gjöld af ferðalögum, samgöngum, tryggingum, vaxtagreiðslum, varnarliði og ■ Mynd frá Seðlabanka um skuldastöðu og greiðslubvrði ís- lendinga af erlendum skuldum. Skuldirnar voru um síðustu ára- mót komnar í 63,3% af þjóðar- framleiðslu og greiðslubyrði af þeim í um 25% af heildar út- flutningstekjum þjóðarinnar fyrir vörur og þjónustu. fleiru. Námu tekjurnar á síðasta ári rúmuni 11,2 milljörðum en útgjöldin rúmum 15 milljörð- um. Auk þess sem að framan segir um vexti og ferðamenn má geta þess að tekjur af samgöng- um námu um 5,2 milljörðum, en gjöld tæpum 5 milljörðum. Þá gaf varnarliðið okkur 2.766 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, eða nær sömu upphæð og við eyddum í ferðalög erlendis, sem að framan greinir. ■ Greiðslubyrði íslend- 8,5 milljörðum króna - þar inga af erlendum lánum á af rúmum 5 milljörðum í árinu 1984 nam samtals nær vexti - eða um 24,3% af Löng erlend lán og greidslubyrði þeirra Skuld i árstok i % þjóðarframleiðslu SviðsMyndir hf: Fyrirtæki sérhæfir sig í leikmyndagerð ■ SviðsMyndir er nýtt fyrir- tæki sem tekur til starfa þann 9. maí. Fyrirtækið hefur sér- hæft sig í gerð leiktjalda, leik- mynda, bakgrunna, smíði sýn- ingardeilda á vörusýningum, auk annarra sérverkefna. Starfsmenn fyrirtækisins hafa samanlagða 97 ára starfs- reynslu við gerð ofantalinna atriða. Eigcndur fyrirtækisins eru þrír - þeir Birgir Sveinbergs- son, Sigurður Kr. Finnsson og Snorri Björnsson. í samtali NT við Birgi Svein- bergsson, kom fram að hug- myndin hefur lengi verið í bígerð, en nú fyrst verður hún að veruleika. Birgir sagði að mikill kostnaður væri sam- fara fyrirtæki á borð við þetta, og færi sá kostnaður fyrst og fremst í tækjakaup. „Við höfum látið fara fram könnun á hversu mikil verkefni væru fyrir fyrirtæki á borð við SviðsMyndir, og í ljós kom að þörfin er brýn. Hugmyndin er fengin frá svipuðum fyrirtækj- um bæði í Bandaríkjunum og Englandi." Flest allir starfs- menn eru fyrrverandi leik- myndagerðarmenn hjá Þjóð- leikhúsinu. Birgir sagði að ekkert væri í veginum fyrir því að þeir myndu vinna fyrir leikhúsið ef þess yrði óskað. ■ Birgir Sveinbergsson einn af eigendum hins nýstofnaða fyrirtæk- is. I baksýn er plakat það sem fyrirtækið hefur geflð út til kynningar starfseminni. NT-mynd: Ámi Bjarna Ritstjóri NT og starfsmenn Deilur við útgáfustjórn — 12 öðrum 'íö^>'&at)a4e<5N Jón og séra Jón ■ Þótt íslendingar hrósi sér af því í hátíðarræðum að þeir búi í stéttlausu þjóðfé- lagi er það alkunna að gerður er mannamunur og menn meta hin ýmsu verkefni eftir því hver á þar hlut að máli. Er það oftast svo að því framandlegri og „fínni“ sem hlutirnir eru því auðveldar ganga þeir í landann ogþykja fínir. Þettahefurverið kallað snobb. Gott dæmi um þetta var ferðakynning Vestfirðinga á Hótel Loftleiðum í gær þangað sem boðið var fulltrú- um söluaðila í Reykjavík til þess að kynna þeim það helsta sem þessi fjórðungur hefði uppá að bjóða fyrir ferðamenn. Jafnframt var boðið til þessarar stefnu full- trúum fjölmiðla. Það verður að segjast eins og er að þarna mættu ekki nema örfá- ir fulltrúar allra þeirra söluaðila sem eru í ferða- mannabisnessnum og verð- ur að telja það lítilsvirðingu við Vestfirðingana, sem eru búnir að leggja á sig ferð suður og undirbúning kynn- ingarfundar með takmörk- uðu fjármagni. Þarf ekki að fjölyrða um að annað hefði verið upp á teningnum, ef hér hefði verið um að ræða eitthvert útland- ið, með sólarströrid og framandleika, þá hefði snobblandinn í ferðabisn- essnum án efa dubbað sig upp í sitt fínasta skart og sýnt á sér andlitið - og þá hefði pressan e.t.v. látið svo lítið að sýna sig líka! Go Johnny go ■ Jón Baldvin var annars assi góður í útvarpinu í gær, ekki satt. Það sem gerði óneitanlega hvað mesta lukku í þættinum - fyrir utan það auðvitað þegar hann sagðist ætla að reka Jóhannes Nordal - var þegar þeir Ingó Margeirsson og Ami Þórarins- son dleinkuðu Jóni Baldvini lag, hvað annað en Johnny B. Good með þeim ástæla Chuck Berry. í íslenskri þýð- ingu Helgarpóstritstjóranna útleggst það víst Góði dátinn Jón Baldvin. Go...go...Johnny...go... WMIIÝIJI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.