NT - 04.05.1985, Side 21

NT - 04.05.1985, Side 21
tilboð - utboð ÚTBOÐ Tilboö óskast í jarðvegsskipti og endurnýjunm holræsa og vatnslagna í eftirtaldar götur sumarið 1985. A. Lækjargötu. 170m. B. Brekkugötu. 230m. C. Höfðabraut. 120m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hvammstangahrepps gegn 1000. kr. skilatryggingu og þangað ber að skila tilboðum fyrir kl. 11. þann 15. maí n.k. en þá verða tilboðin opnuð. Tæknifræðingur Hvammstangahrepps. Eyrarbakkahreppur Stjórn verkamannabústaða, Eyrarbakkahreppi, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja einbýlishúsa 65 m2, 324 m3. Húsin verða byggð við Túngötu, Eyrarbakka, og skal skila fullfrágengnum 31. okt. 1986. Afhending útboðsgagnaerásveitarstjórnarskrifstofu Eyrar- bakkahrepps og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 7. maí nk., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, eigi síðar en miðvikudag- inn 29. maí nk. kl. 11.00 og verða þau oþnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. Stjórnar verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. _0pas,- ÚTBOÐ Tilboð óskast í prentun kennslubóka fyrir Námsgagnastofn- un. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00 f.h. 15. maí n.k. Iþrottahus Mosfellshreppi ÚTBOÐ Mosfellshreppur býður út 2. áfanga viöbyggingar við íjoróttahúsiö að Varmá. Botnplata hússins er þegar steypt. Utboðið gerir ráð fyrir uppsteypu og öllum ytri frágangi, bað og búningklefa, svo og frágangi á þaki og loftræstibúnaði sem þar kemur. Útboðsgögn eru til afhendingar á skrifstofu Mosfellshrepps Hlégarði gegn 2.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá tæknifræðingi Mosfellshrepps Hlégarði þann 15. maí 1985 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tæknifræðingur Mosfellshrepps. þjónusta Gler- og gluggaviðgerðir Utanhúsklæðning úr áli, stáli og timbri. Getum bætt við okkur nokkrum verkefnum í sumar. Höfum einnig til sölu sumarhús tilbúin til flutnings. Símar 33557-21433. fundir - mannfagnaðir Aðalfundur verkakvenna- félagsins Framsóknar verður haldinn í Hreyfilshúsinu sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin tapað - fundið Óskilahross Rautt, ómarkað hestfolald í óskilum. Verður boðið upp og selt þann 20. maí n.k. kl. 14 hafi réttur eigandi ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjóri Hvítársíðuhrepps. Laugardagur 4. maí 1985 21 ■ Hluti sænskra grunnskólakennara er í verkfalli svo kennsla hefur fallið niður á sumum stöðum. Þannig hafa þessi skólabörn í Táby ekki fengið fulla kennslu að undanförnu. Þegar blaðamenn Dagens Nyheter í Svíþjóð ræddu við þau við upphaf verkfallsins lýstu þau samt yfir eindregnum stuðningi við baráttu kennara sinna. Vinnudeilurnar í Svíþjóð: Milljarðatap á dag vegna verkfallsins Guðrún Garðarsdóttir fréttarítarí NT í Svíþjóð ■ Enn er með öllu óvíst hvað verkfall opinberra starfsmanna í Svíþjóð mun standa lengi. Sáttasemjari mun leggja sátta- tillögu fyrir deiluaðila nú á sunnudag. Verði hún samþykkt hættir verkfallið sjálfkrafa eftir aðeins eins og hálfs dags vinnu- stöðvun. Verði henni hins vegar hafnað er hætt við því að vinnu- deilan verði langdregin. Hið opinbera hefur ákveðið að setja verkbann á 80.000 starfsmenn eftir viku verði verk- fallið ekki leyst þá. Þá verða samtals 100.000 manns í verk- falli eða verkbanni. 55.000 þeirra sem þá yrðu settir í verkbann eru grunnskólakenn- arar. Kostnaður Sambands emb- ættismanna ríkisins, TCO-S, af verkfallinu mun vera um 4 millj- ónir sænskar krónur á dag þar sem forystumenn félagsins segj- ast munu greiða verkfallsmönn- um fullar bætur fyrir launatap sitt í verkfallinu. Verði verk- bann sett á verður kostnaður félagsins hins vegar um 20 millj- ónir á dag. Forystumenn TCO-S segja þenoan mikla kostnað vel við- ráðanlegan þar sem 180 milljón sænskar krónur eru í sjóðum félagsins og félagið getur fengið aðgang að um 160 milljónum í viðbót. Þessir sjóðir munu duga til að halda verkfallinu áfram út íþennan mánuð. Að auki getur félagið fengið bankalán ef verk- fallið dregst á langinn þannig að það gæti haldið verkfalli áfram allan næsta mánuð. Olov Palme forsætisráðherra Svía hefur lýst miklum von- brigðum vegna verkfallsins sem hann telur óréttmætt þar sem opinberir starfsmenn hafi sam- þykkt 5% launaþak fyrir rúmu ári. En hann segist samt ekki munu grípa til lagaboðs til að leysa deiluna þar sem verkalýðs- félögin verði að sýna samfélags- lega ábyrgð og leysa deiluna sjálf á ábyrgan hátt. Forystumenn verkfallsmanna halda því fram að verkfallið kosti sænskt þjóðfélag fimmtíu milljón sænskar krónur á hverri klukkustund eða einn milljarð á dag. Dragist það á langinn er hætt við að stjórnin verði að endurskoða allar efnahagsspár sínar og að hagvaxtarspár stand- ist engan veginn. Verkfall starfsmanna skattstofunnar get- ur líka leitt til fjármagnsskorts hjá ríkinu og stöðvun póstsam- gangna er sögð munu valda lausafjárskorti hjá fyrirtækjum sem ekki geta sent peninga á milli með póstgírói. Sænsk flugfélög og útflytjendur tapa einnig stórum fjárhæðum vegna verkfallsins á hverjum degi. Það er því mikill þrýstingur á stjórnvöld að reyna að leysa deiluna sem fyrst þótt ekki sé enn ljóst hvort það takist Efnahagsráðstefnan í Bonn: Enginn styður bann Reagans á Nicaragua Bonn-Reuter ■ Helstu bandalagsþjóðir Bandaríkjanna á vesturlöndum neituðu í gær að styðja við- skiptabann Bandaríkjastjórnar á Nicaragua á þeim forsendum að bannið gæti hugsanlega neytt stjórn Nicaragua til nánari sam- skipta við Sovétríkin og Kúbu. Enginn hinna sex utanríkis- ráðherra sem sækja efnahags- ráðstefnuna í Bonn, ásamt Bandaríkjamönnum, styður viðskiptabannið sem Reagan setti á Nicaragua síðastliðinn miðvikudag. Sir Geoffrey Howe frá Bret- landi og Roland Dumas frá Frakklandi sögðu að ríkisstjórn- ir þeirra kærðu sig ekki um að sandinistastjórnin í Nicaragua yrði „algjörlega háð“ Moskvu eða Havana „eða væri“ rekin upp í fangið á kommúnistaríkj- unum.“ Embættismenn ráðstefnunn- ar sögðu að á fundi utanríkis- ráðherranna hafi hinir ráðherr- amir látið í ljós svipaðar skoðan- ir, en á hinn bóginn hefði komið fram almennur stuðningur við það að reynt yrði að koma á friði í Mið-Ameríku. Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði á fundi með fréttamönnum að Evrópulöndin væru ekki hlynnt því að beita aðferðum á borð við viðskiptabann og hömlur. Þær Evrópuþjóðir sem sitja sjö landa ráðstefnuna í Bonn eru Bretland, Frakkland, Vest- ur-Þýskaland og Ítalía en aðrir þáttakendur eru Bandaríkin, Kanada og Japan. Utanríkisráðherrarnir frá Evrópu og Kanada létu í ljósi vanþóknun sína að lokinni mikilli varnarræðu Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, en meðal þess sem hann sagði í þeirri ræðu var það að Bandaríkin yrðu að beita stjóm- ina í Nicaragua þrýstingi til þess að hún „hagaði sér skikkan- lega.“ Að sögn kanadískra og evrópskra embættismanna á ráðstefnunni var Shultz bæði „einangraður og gagnrýndur.“

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.