NT

Ulloq

NT - 04.05.1985, Qupperneq 7

NT - 04.05.1985, Qupperneq 7
fjr< { Laugardagur 4. maí 1985 7 ■ Ungur refur í loðdýrabúi. hvarflað að þeim, þegar þeir eru að hvetja okkur til að nýta þessi gömlu hús, að það væri gert án nokkurs tilkostnaðar. Pað er talað um offjárfestingu í landbúnaði og bændur eru átaldir fyrir slíkt, og má í einstaka tilvikum færa rök fyrir því að svo sé. En ég held ef þið ætlið að gera eitthvað raunhæft í þessu sé kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum og taka ærlega til hendi, svo þessi búgrein eigi framtíð fyrir sér í þessu landi. 16. apríl ’85 Guðm. Björn Hagalínsson Hrauni Um Araba Peter Mansfield: The Arabs. Penguin Books 1985 (3. útg.). 527 bls. ■ Arabar og aðrir Múham- eðstrúarmenn hafa verið mikið í sviðsljósi frétta og fjölmiðl- unar að undanförnu, og engum getur dulist, að á síðasta áratug eða svo hefur mikil vakning orðið í Arabaheiminum. Ar- abar hafa fyllst sjálfstrausti, áhrif þeirra í veröldinni hafa farið vaxandi og þrátt fyrir aldalanga innbyrðis. sundur- þykkju hafa þeir að undan- förnu oftar en ekki náð að koma fram sem ein heild, út á við a.m.k. Mörgum verður á að spyrja hvað valdi þessu, og er þá tíðum bent á olíuauðinn. Hann er vissulega einn hluti skýringarinnar, en þó engan veginn einhlítur til skilnings á því, sem er að gerast í löndum Araba. Par hefur orðið vakning, sem að sumu leyti má líkja við það, sem gerðist í Evrópu á 19. öld, menningar- leg og þjóðernisíeg vakning, sem teygir sig langt út fyrir raðir þeirra, sem beinlínis njóta olíugróðans. Höfundur þessarar bókar, Peter Mansfield, er breskur blaða- og fræðimaður og hefur sérhæft sig í málefnum Araba og Miðausturlanda. Hann dvaldist fyrst í Libanon á veg- um bresku utanríkisþjónust- unnar, en sagði starfi sínu þar lausu vegna Súezdeilunnar 1956. Næstu tíu árin starfaði hann sem blaðamaður í Beirút og Kaíró, en hefur frá 1967 helgað sig ritstörfum og rann- sóknum á sögu og menningu Araba og m.a. kennt arabíska menningarsögu við bandaríska háskóla. Hann hefur samið allmörg rit um Araba og Ar- abalönd, m.a. ævisögu Nassers. í þessari bók rekur Mansfi- eld sögu Araba frá elstu tíð og fram til vorra daga. Hann skiptir bókinni í þrjá hluta. í hinum fyrsta og lengsta, greinir frá sögu Araba frá því þeir koma fyrst fram í skímu sög- unnar og allt fram til 1973. Sá kafli er allur fróðlegur og læsi- legur, en höfundur leggur meg- ináherslu á að sýna fram á samfellda menningarþróun í Arabaheiminum, þrátt fyrir löng tímabíl ytri kyrrstöðu og jafnvel hnignunar. Jafnframt gerir hann glögga grein fyrir samkennd Araba og áhrifum trúarinnar á mótun arabísks samfélags. í öðrum hluta greinir frá Arabaheiminum og þróun mála þar síðustu 10-12 árin og er þar fjallað um hvert Araba- ríki út af fyrir sig, sagt frá helstu einkennum þeirra hvers um sig, hvað aðgreini þau og hvað tengi þau saman. Þriðji og síðasti hlutinn er svo um Araba á okkar dögum, hvernig þeir komi Vesturlandabúum fyrir sjónir og hvernig þeir líti sjálfa sig og hvaða hlutverki þeir telji sig hafa að gegna í veröldinni. Þetta er einkar fróðleg bók öllum þeim, sem kynnast vilja Aröbum og heimshluta þeirra, eftir því sem hægt er af bókum. Bókin er prýdd kortum til skýringar og í bókarlok eru nafnaskrár. Jón Þ. Þór Vestfirskur fróðleikur ■ Ársrit Sögurfélags ísfirðinga er komið út og og er það 27. árið sem ritinu er haldið úti. í því kennir margra grasa og er þar að finna fróðleiksmola frá ýmsum tímum. Meðal efnis er dagbók úr Miðjarðarhafsferð eftir Jón Auðunn Jónsson alþingismann, en árið 1904 fór hann á vegum Ásgeirsverslunar með gufuskipinu Ásgeiri Ásgeirssyni til Spánar og Ítalíu, sem flutti saltfiskfarm á markaði þar. Jón Þ. Þór sagnfræðingur skrifar um barnafræðslu á ísafirði fyrir 1907, og er það viðamesta ritgerðin sem birtist í ársritinu að þessu sinni. Birtar eru minningar eftir Pál Pálsson í Hnífsdal og grein er um Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri eftir Guðrúnu P. Helgadóttur og Ása Hjördís Þórðardóttir skrifar um fyrsta íslenska óperusöngvar- ann Ara Maurus Daníelsson Johnson. Þorsteinn Einarsson skrifar um fornt veiðitæki og fleira að Látrum bak Látrabjargi. Bjarni Guðmundsson ritar um barnaskólann í Haukadal á árunum 1885-1889 og Benedikt Pálsson tekur saman fréttir af Vesturlandi á árabilinu 1787-1792. Fleira efni er í ritinu sem ekki er hér upptalið. Ritstjóri Ársritsins er Jón Þ. Þór og aðrir í ritstjórn Eyjólfur Jónsson, Lýður Björnsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. Segjum gróðarhyggju stríð á hendur Og síðar segir Einar: „Við eigum að segja „gróðahyggju og ábyrgðarleysi“ stríð á hend- ur og standa vörð um velferð launamanna, afrakstur af bar- áttu félaga okkar á liðnum áratugum. Hornsteinar þeirrar velferðar eru þau margvíslegu félagslegu réttindi, sem tekist hefur að koma á með samning- um eða lagasetningum eftir langvarandi baráttu." Og Einar Ólafsson heitir á menn að reisa að nýju merki „einbeittrar framfarasóknar og félagshyggju". Hann heitir á menn að ganga sameinaða til þeirrar orrustu sem framundan er „um það þjóðfélag, sem við viljum búa börnum okkar“. Segi menn svo að framsókn- armenn tali einhverja tæpi- tungu, eða séu ekki félags- hyggjumenn. Það fór vel á þessari ræðu á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1985, hundruðustu ártíð Jónasar frá Hriflu, hins eldheita hugsjóna- manns stofnanda Framsóknar- flokksins. Baldur Kristjánsson ■ Einar Ólafsson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnanna beitti engri tæpitungu 1. maí. r 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nutiminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólalsson (ábm). Ma'rkaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur .Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjórnssoo Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideiid 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvóldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasólu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Askrift 330 kr. Nautn fátæktarinnar ■ Undanfarin ár og áratugi hafa íslending- ar dansað eins og trylltur lýður kringum gullkálf. í stað þess að ávaxta auð sinn hefur þjóðin eytt og spennt eins og hver dagur væri hinn síðasti. Við höfum lagt af gamalgróinn þjóðlegan metnað. Talið okkur trú um að við værum ríkir heimsborgarar sem ættum og gætum valið úr öllu því besta sem framleitt er í heiminum. Þannig höfum við ekki í mikillæti okkar og veraldarheimsku hirt um að kaupa eigin framleiðslu heldur talið okkur trú um það að við sem heimsborgarar ættum að velja vör- una eftir gæðum og verði án tillits til þess hvar hún er framleidd. Afleiðingin er sú að við kaupum innlenda framleiðslu í minna mæli en flestar þjóðir. Þannig flytjum við gjaldeyri úr landi og styrkjum erlendan iðnað. Hirðum ekki um að styrkja þann íslenska sem oft á í harðri samkeppni við erlenda lúxusvöru. Ef við gerðum ekki annað en að kaupa jafnoft innlenda iðnaðarvöru í stað innfluttra og fólk gerir í nágrannalöndum okkar væri ekki einasta hægt að þurrka út viðskiptahalla þjóðarinnar sem er áætlaður um 4.500 mill- jónir í ár heldur gætum við aukið þjóðar- framleiðsluna um nálægt 3%, en hún hefur sem kunnugt er staðið í stað að undanförnu. þessar upplýsingar um eyðimerkurráf ís- lenskrar þjóðar koma fram hjá Víglundi Þorsteinssyni formanni Félags íslenskra iðn- rekenda í sambandi við kynningu á stórauk- inni sölu á íslenskum iðnaðarvörum sem nú er í undirbúningi. Þar kemur einnig fram að markaðshlut- deild íslenskra iðnaðarvara sé aðeins um 50% af sölu hér á landi þ.e. af þeim vörutegundum sem hér eru framleiddar. Meðal nágrannaþjóða okkar er hins vegar algengast að hlutfall innlendra vara á heima- markaði sé um 70-80%. Þessar staðreyndir segja sorglega sögu um okkur sjálf. Um þann hugsunarhátt sem hér hefur skotið rótum undanfarna áratugi. „Hollur er heimafenginn baggi,“ sagði Ólafur heitinn Jóhannesson eitt sinn og þótti vel mælt. Síðan þessi orð voru mælt hafa þau öðlast enn meiri þýðingu, en nú þykir ekki fínt lengur að mæla svo kotungslega. Málið er að íslensk þjóð býr ekki við neina teljandi efnahagsörðugleika. Hafi hún vit á því að eta íslenskan mat og klæðast íslensk- um fötum þá býr hér rík þjóð. Geri hún það ekki verður hún í æ ríkara mæli háð erlendu valdi. Nautn fátæktarinnar verður hennar hlut- skipti.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.