NT - 04.05.1985, Blaðsíða 10

NT - 04.05.1985, Blaðsíða 10
__________________________Laugardagur 4. maí 1985 10 Innsýn ■ íslandsklukka Halldórs Laxness er enn einu sinni í leikbúningi á fjölum Þjóðleikhússins með öllum sínum tragísku og forkostulegu sögupersónum: Árna Árnas- yni, Snæfríði íslandssól, Júngkæranum úr Bræðratungu Jóni Guðmundssyni Grindvíkingi og Jón Marteinssyni. Þrátt fyrir sviksemi sína og stráksskap hefur síðasttaldi Jóninn orðið íslendingum hjartfólgnari en flestar aðrar sögupersónur Halldórs Laxness. Hér verður reynt að hnýsast örlítið í grýttan og misfellusaman feril þess Jóns Marteinssonar sem var fyrirmyndin að Jóni Marteinssyni íslandsklukkunnar. Eiríkur Jónsson, höfundur bókarinnar Rætur fslands- klukkunnar og helstur fróð- leiksmaður um þá bók, telur að sögupersónan Jón Mar- teinsson eigi sér að minnsta kosti tvær fyrirmyndir og eftilvill þrjár. Fyrst skal frægan telja alnaína hans, Jón Mar- teinsson frá Hildisey (1711- 1771); önnur fyrirmynd er Jón Torfason, sýslumannssonur frá Flatey (7-1712); og svo virðist Eiríki einnig að Jón Eggerts- son fráÖkrum(um 1643-1689) leggi einhverja drætti í þessa ógleymanlegu persónu. Allir voru þessir menn við nám og störf í Kaupmanna- höfn í einn tíma eða annan og allir eiga þeir það sammerkt að á þeim var löngum nokkur óregla, ráðleysi og reyfarablær - einsog reyndar var ekki óal- gengt um landa þeirra á þess- um slóðum á liðnum öldum Það þykir raunar fullsannað að Jón Hreggviðsson var aldrei í Höfn samtíða þeim tveimur mönnum sem eru aðalfyrir- myndirnar að Jóni Marteins- syni skáldverksins. Jón Torfa- son kom fyrst til Kaupmanna- hafnar árið 1691 eða fimm árum eftir að Jón Hreggviðs- son fór þaðan í fyrra skiptið og dó 1712, um líkt leyti og Jón Hreggviðsson kom þangað í síðara skiptið. Jón Marteins- son frá Hildisey kom ekki til Hafnar fyrr en árið 1732 eða um 16 árum eftir að Jón Hreggviðsson fór þaðan til ís- lands í síðara skiptið. Jón Mar- teinsson var þannig heldur ekki samtíða Árna Magnús- syni í Kaupmannahöfn. Sama máli gegnir um Jón Olafsson úr Grunnavík (1705-1779), fyrirmyndina að Jóni Guð- mundssyni úr Grindavík, hann kom til Hafnar árið 1726 eða um áratug eftir að Jón Hreggviðsson fór til íslands í síðara skiptið. Ekki var það Jón Marteins- son, sá sem hafði hold og blóð og er löngu dauður, sem seldi sænskum íslenskar skinnbæk- ur, heldur var það áðurnefndur Jón Eggertsson sem átti á ofan- verðri 17du öld „skipti við þá menn sem kalla bækur lslands vestgauskar". Það var heldur ekki Jón Marteinsson, maður einsog ég og þú, sem rak mál Magnúsar í Bræðratungu gegn Árna Magnússyni, heldur var það Jón þessi Torfason sem þannig veitti (slandskaup- mönnum og óvinum Árna lið- veislu sína. En sú saga verður ekki rakin hér. Þannig tekur Halldór Lax- ness sér ómæld skáldaleyfi - hann slær mörgum persónum saman í eina og leiðir menn saman eftir vild og hentugleik- um. Málpípa andskotans Jón Marteinsson íslandsklukk- unnar er eins konar „advocatus diaboli", málpípa andskotans. Hann er „vondur skálkur", svo notuð séu orð Grindvík- ingsins, kaldhæðinn drabbari, neyddur til þess af örlögunum að gera ófyrirleitni að leikreglu sinni. Jón er raunsæismaður í húð og hár og skarpskyggni hans fyrirmunar honum að gera sér háleitar grillur á borð við þær sem koma Árna Árna- syni að lokum í koll. Hann er fremur öðrum sögupersónum markaður örbirgð og auðnu- leysi íslendinga á Hafnarslóð einsog hún endurtók sig í sí- fellu í aldanna rás. Hálfkæring- ur Jóns Marteinssonar gerir hann þess umkominn að tala um meistarann Arnas Arnæum með blendingi af vorkunn og virðingu. í munni hans er Amas „Arni greyið" sem hefur selt„í senn perlu sína og prinsessu, og kóngsríkið þar á ofan, fyrir eitt flagð"; en hann viðurkennir lfka að Arnas er honum fremri að öllu leyti og fer ekki í grafgötur með að við eigum ekki nema - „þennan eina mann. Og síðan aungvan meir. Ekkert meir". Jón Marteins- son skilur einnig manna best veikleika Arnasar og ofætlan, að ætla sér að ráðast gegn staðnaðri embættismannastétt landsins og þeim voldugu ís- landskaupmönnum. Mitt í öll- um stráksskapnum skynjar Jón Marteinsson aukinheldur hversu varasamt það er að „ginna þær fáu bækur sem enn voru ófúnar útúr soltnum bjálf- um á íslandi og hrúga þeim upp á einum stað hér í Kaupin- hafn þar sem þær munu vissu- lega uppbrenna allar á einni nótt." Kaldhæðni og alvöruleysi Jóns Marteinssonar virkar oft á lesandann einsog frískur and- blær mitt í öllum þeim miklu örlögum sem spunnin eru í íslandsklukkunni. Hann gæti líklega tekið undir lífsmottó margra góðkunnra heldri- manna: Er á meðan það er; og kröm landa hans og bílífi þeirra sem á henni nærast vek- ur ekki aðrar kenndir hjá hon- um en kalt hlutleysi og háð: „Það er sokkið, sagði hann. Það byrjaði að sökkva þegar þeir settu púnktinn aftan við Brennunjálssögu. Aldrei hefur nokkurt land sokkið jafn djúpt. Aldrei getur slíkt land framar risið." Fáir kaflar í íslandsklukk- unni eru vinsælli en einmitt hjákátleg togstreita þeirra Jóns Marteinssonar og Jóns Guð- mundssonar. Jón Marteinsson ertir hinn sérlundaða Grind- víking á alla vegu: hnuplar frá honum bókum og handritum, slær hann þvínæst um lán eins- og ekkert hafi í skorist, notfær- ir sér veikleika lærdómsmanns- ins og hellir hann fullan. En þrátt fyrir öll þau Ijótu orð sem Jón Guðmundsson velur Jóni Marteinssyni er ekki alveg laust við að manni finnist að þeir geti í raun ekki án hvors annars verið, að þeir séu dæmdir tilað róa á sama báti svikahrappurinn frakki og bókamaðurinn táragjarni. En það er líka jafnvíst að sá eini sanni Jón Ólafsson hafði lengst af illan bifur á Jóni Marteins- syni raunveruleikans, einsog sér víða staði í ritum hans, spássíukroti og bréfum. Fræg eru orð hans sem Halldór Lax- ness tilfærir í íslandsklukk- unni: „Sá famosus þræll og réttur spitzbub und galgenvog- el Jón Marteinsson." Barnaði sýslumanns- ekkju og biskupsdóttur Jón Marteinsson átti ekki til stórmennis að telja. Hann var bláfátækur bóndasonur úr Rangárvallasýslu, sem af ein- hverjum ástæðum slysaðist til að leggja upp menntaveginn. Árin 1728-29 er hann í Skál- holtsskóla og lýkur vetrinum neðstur í neðra bekk skólans, vafalaust hefur skort eitthvað á undirbúninginn. Laust eftir nýár 1730 var hann rekinn úr Skálholtsskóla, en um haustið komst hann í skóla norður á Hólum og varð stúdent þaðan 1732. Jón varð smásveinn Steins biskups Jónssonar og nokkuð handgenginn honum, en hlaut síðan, skapferli sínu samkvæmur, að brjóta af sér ■ Fátækur bóndasonur sem barnaði biskupsdóttur, baslaði í borginni við sundið og dó úr kulda og þröng. Hjalti RögnvaVdsson leikur Jón Martéinsson í íslandsklukku Þjóðleikhússins. NT-mynd: Ámi Bjama hylli biskups og var rekinn úr vistinni. Kotungssonurinn Jón réðist svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, því hann varð uppvís að því að hafa barnað Helgu, dóttur Steins biskups, sem auk þess var ekkja Jóns Pálssonar Vídalíns sýslumanns. Barnið var fætt andvana, en Jón varð nánast landflótta fyrir vikið. Fyrst varð hann að standa skriftir, en síðan ráfaði hann hingað og þangað um Skaga- fjörð uns hann sigldi loks með skipi frá Akureyri haustið 1733. Hann átti ekki aftur- kvæmt til íslands, og kannski spurning hvort honum var nokkureftirsjá í ættarjörðinni. Þennan sama vetur fékk Jón Marteinsson uppreisn æru, en sú kvöð hvíldi á skólagengnum mönnum í þá daga ef þeir höfðu gerst brotlegir með barneign, og var um svipað leyti tekinn í stúdentatölu við háskólann í Kaupmannahöfn, að sögn fyrir tilstuðlan góðvilj- aðra lærimeistara. Það hefur svosem ekki verið neitt bílífi sem beið Jóns Mar- teinssonar í höfuðborg íslands og Danmerkur, heldur hefur hann mátt draga fram lífið á tilfallandi skriftum og forn- fræða grúski og líklega ein- hvern tíma freistast til þess að víkja út af mjóa veginum þegar harðnaði í ári. Nokkrum árum eftir komuna til Hafnar virðist gæfan reyndar hafa brosað við Jóni Marteinssyni einsog aldrei síðar, þótt kannski sé fulldjúpt í árinni tekið að nota orðið gæfu þegar talað er um þennan ólánsmann. En altént eignaðist hann eins konar verndara, Hans Gram prófessor, gerðist skrifari hans og varð fyrir til- stuðlan prófessorsins styrkþegi við safn Árna Magnússonar árið 1742. Gram prófessor ber Jóni fallega söguna og segir meðal annars: „Studiosus Is- landus Jón Martinson som og- saa nyligen er antagen til Stip- endium Arnæ Magnæi; er en af de bequemmeste som kan findes, til gamle Skrifter og Diplomata at læse og forstae, samt dennem tilforladelig at copiere." Rógburður Jóns Marteinssonar Á Árnasafni, sem eftir brun- ann mikla 1728 fékk inni í á lofti Þrenningarkirkju og gengt þangað inn frá Sívalaturni, lágu saman leiðir Jóns Mar- teinssonar og Jóns Ólafssonar frá Grunnavík, sem þar stóð við skrifpúlt í nærri fimmtíu ár. í fyrstu virðist þeim nöfnunum hafa samið ágæt- lega. Til er vasakver Jóns Ólafssonar frá árunum 1739-43 með minnisgreinum um bóka- lán, útgjöld og þvíumlíkt og sést af því að hann hefur margsinnis Iánað Jóni Mar- teinssyni smáupphæðir. Ekki verður annað ráðið af kverinu en að þeir hafi verið virktarvin- ir og stundum áttu þeir meira að segja heima saman. En það líður reyndar ekki á löngu þar til fer að síga á ógæfuhliðina, hvort sem um er að kenna yfirgangi og frekju Marteinssonar eða ofurvið- kvæmni Ólafssonar Grunnvík- ings. Jón Marteinsson virðist hafa haft einstakt lag á því að komast upp á kant við alla og ekki síður þá sem vildu honum vel. Jón Ólafsson segist hafa hjálpað Jóni Marteinssyni á marga vegu, útvegað honum skriftir og meðmæli, en Jón Marteinsson hafi launað sér greiðasemina með því að rægja“ sig við Gram prófessor og aðra og segist þá hafa orðið svo leiður á lífinu í Höfn að hann fór aftur heim til íslands vorið 1743. Þar dvaldi hann svo tæp tíu ár eða til haustsins 1751. Sagan af rógburði Jóns Mar- teinssonar er kunn og ekki víst að Jón Ólafsson sé alltaf áreið- anleg heimild í því máli. Hann segir svo frá að éitt sinn hafi hann komið kjól sínum í við- gerð og verið illa til fara á meðan. Þá hafi Jón Marteins- son hlaupið í Gram með sögu- burð og látið í veðri vaka að hann hafi selt utan af sér kjólinn í drykkjuskap og sé síðan einsog útigangsmaður til fara. Gram kallaði syndaselinn Jón fyrir sig og krafðist skýr- inga og varð Jóni eðlilega illa við er honum skildist að hann væri borinn þeirri sök að hafa veðsett utan af sér fötin til að geta slarkað. Þessu reiddist hann og réði sig þegar í skip sem átti að láta í haf fáum dögum síðar. Þegar Gram frétti það sendi hann til lians þjón sinn með ný föt, ferða- Sá famosus spitzbub og galgenvogel - af Jóni Marteinssyni og við- skiptum þeirra Jóns frá Grunnavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.