NT - 04.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 04.05.1985, Blaðsíða 4
 ny Laugardagur 4. maí 1985 4 UJ j> Fréttir Jökulfellið í fyrstu Ameríkusiglinguna: Frystiskip á útleið - gámaskip á heimieið ■ Hið nýja skip Sambandsins, Jökulfcll.var til sýnis í fyrradag í Sundahöfn fyrir blaðamenn, en þangað kom skipið eftir að hafa lestað freðfisk hringinn í kringum landið. Skipið lagöi síðan úr höfn á miðnætti í fyrrinótt í fyrstu ferð sína til Bandaríkjanna. Skipið er sér- smíðað með íslenskar þarfir í huga, það gegnir hlutverki frystiskips á útleið, en flytur venjulega gámavöru á heimleið- inni. Meö því fæst mun betri nýting en áður hefur verið unnt að ná út úr íslenskum frystiskip- um, þar sem frystivara er ein- ungis flutt inn í mjög litlum mæli, meðan hún er hryggjar- stykkið í íslenskum útfiutningi. Þetta er ástæðan fyrir því að Sambandið réðst í að láta smíða fyrir sig nýtt skip, en venjan er sú að íslensku skipafélögin telja mun hagkvæmara að kaupa not- uð skip. Jökulfellð er byggt í Apple- dore í Devon í Englandi og þar fór afhendingin fram 17. apríl s.l. og sigldi skipið þá heim og kom fyrst til Hafnar í Horna- firði. Að sögn skipstjórans, Heiðars Kristinssonar, og yfir- vélstjórans Björns Björnssonar, reyndist skipið og allur búnaður þess hið besta, en þessir tveir ntenn hafa fylgst náið með smíði skipsins á öllum stigum hennar. Jökulfellið er 3068 lestir að burðargetu og er tæplega 94 ■ í stjórnkerfi vélarúms. Héðan er hægt að hafa eftirlit með öllum þáttum tæknibúnaðaríns. Fyrír miðju er Björn Björnsson yfirvélstjóri. NT-mynd: Svemr metra langt. Vélin er finnsk af gerðinni Wartsila og er hún 4080 hestöfl. Meðalganghraöi skipsins er 14 sjómílur. Allur búnaður skipsins er nýr og einn hinn fullkomnasti í íslensku skipi. Lestarrýmið er 4692 rúm- metrar og er því skipt í tvær einangraðar lestir, báðum með milliþilfari. Hitastigi í lestunum er hægt að halda allt frá + 13 gráðum niður í - 28. Eins og fyrr segir mun skipið sigla á Bandaríkjahafnir og Kan- ada og hafa viðkontu á fjórum stöðum vestanhafs, Gloucester, New York, Portsmouth og Halifax. Kurt Hansen og Vlastimil Jansa berjast um efstasætið í Borgar- nesi: Alþjóðlegur titill að líkindum í höfn hjá Karli Þorsteins ■ Það var vel til fundið hjá Jóhanni Þóri Jónssyni að kveðja til þátttöku á alþjóðlega skákmótið í Borgarnes Danann unga, Kurt Hansen. Þessi geðþekki piltur varð neðstur á afmælismóti Skáksambands íslands í fcbrúar og sá árangur virðist hafa setið í honum þegar hann skrifaði Skáksambandi fslands bréf þar sem hann bað um að fá að vera með í hverju því alþjóðlega móti sem haldið yrði á íslandi á næstunni „...svo hann gæti sýnt íslendingum fram á að hann gæti teflt að viti,“ eins og hann orðaði það. ■ Mótið í Borgarnesi er auð- vitað ekki jafn sterkt og afmæl- ismótið, en með framgöngu sinni hefur Daninn sýnt fram á að hann var langt frá sínu besta þegar hann tefldi hér í vetur. Kurt hlaut aðeins Vi vinning úr fyrstu tveimur um- ferðunum, vann síðan fjórar skákir í röð, síðan kom jafn- tefli við Sævar Bjarnason, sig- ur yfir Dan Hansson og hann á betri biðskák gegn Anatoly Lein. í augnablikinu er Tékk- inn Jansa efstur með 6Vi vinn- ing en margt bendir til þess að Kurt komist uppfyrir hann og vinni mótið. Sagt er að hann undirbúi sig fyrir hverja um- ferð með því að lesa sér til um vinnubrögð borgarskæruliða og er greinilega ekki ofsögum sagt um hverju skákmenn taka uppá til þess að komast í stuð. Þó ég hafi enga trú á því að Hansen hafi mikla samúð með hryðjuverkamönnum hvaða nafni sem þeir nefnast, þá er það staðreynd að umgengni við dálítið rosalega miðla eins og t.d. hrottalegar kvikmyndir eða þess háttar kemur skák- mönnum oft á sporið í mótum. Sá sem þessar línur ritar tefldi þannig sínar bestu skákir á liðnu ári eftir að hafa farið á kvikmyndir á.borð við Raging bull, sem fjallar um ævi hnefa- leikarans La Motta og mynd Brian De Palma, Scarface. Svo þegar maður lendir á einhverri ljóðrænu eins og t.d. Heims- Ijósi Laxness, sem ég las af miklu kappi á meðan Reykja- víkurskákmótið 1980 stóð, og var kominn að þeim punkti í „Fegurð himinsins“ að skáldið var gengið á jökulinn. Þá rann upp fyrir mér sú koldimma staðreynd að ég var orðinn neðstur í mótinu. Karl og Sævar eiga möguleika á titiláföngum Ljóst er nú að bæði Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason eiga möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á mótinu. Möguleikar Karls eru þó sýnu betri. Hvort þessi árangur nægi þeim svo til titil- útnefningar er ekki gott að segja. Karl náði sínum fyrsta áfanga á Reykjavíkurskák- mótinu í fyrra og á heimsmeist- aramóti unglinga í fyrra náði hann árangri sem hugsanlega verður tekinn gildur í titilinn. Mér sýnist möguleikar hans velta fyrst og fremst á því móti en geta má þess að á Reykja- víkurmótinu var Karl vel yfir mörkunum og er sennilegt og raunar fordæmi fyrir því að slíkt sé metið mönnum til tekna þegar umsóknir um titla berast titlanefnd FIDE. Sævar Bjarnason náði ör- ugglega áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á skákmótinu í New York á dögunum og á skákmóti í Júgóslavíu fyrir þremur árum telur hann sig hafa náð áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli þó sumir hafi raunar dregið réttmæti þess í efa á opinberum vettvangi. í gær var næstsíðasta umferð mótsins tefld og með úrslitum úr henni skýrist staða mála betur. En lítum á úrslit í síð- ustu umferðum: S.umferð: Dan-Hansen 0:1 Lein-Magnús biðskák Guðmundur-Mokry Vr. Vi Haukur-Jansa 0:1 Sævar-Lombardy 0:1 Karl-Margeir 1:0 Eins og sjá má var hart barist í þessari umferð ef frá er skilin skák Guðmundar Sigur- ■ Kari Þorsteins (t.h.) teflir við Dan Hansson í 1. umferð skákmótsins í Borgarnesi. Karl hefur teflt af öryggi á mótinu og bætist að öllum líkindum í hóp íslenskra titilhafa að því loknu. Ljósm.: - Ragnheidur jónssonar og Mokrys, en flest- um skákum þeirra hefur lokið með stuttum jafnteflum. Sigur Karls yfir Margeiri eru tví- mælalaust markverðustu úrslit þessarar umferðar en þar fór möguleiki Margeirs á áfanga að stórmeistaratitli. Að sama skapi styrkti Karl stöðu sína mjög. Skák Lein og Magnúsar hefur farið tvisvar í bið og eru jafntefli líklegustu úrslitin. Sævar lék illa af sér í góðri stöðu og tapaði í annarri setu. Skák Dan og Hansen er til umfjöllunar í þessum þætti. 9. umferð: Lombardy-Dan biðskák Hansen-Lein biðskák Magnús-Guðmundur Vi:Vi Mokry-Haukur 1:0 Jansa-Karl Vr.Vi Margeir-Sævar biðskák Kurt Hansen hefur vinnings- möguleika í biðskák sinni við Lein og það sama gildir um Sævar í biðskák hans við Margeir Pétursson sem sprengdi sig á áköfum vinn- ingstilraunum. Þá mun Lomb- ardy standa til vinnings gegn Dan. Fyrir umferðina í gær var staðan þáþessi. 1. Jansaó'/l v. 2. Hansen 6 v. + 1 biðskák. 3. Mokry 6 v. 4.-5. Guðmundur og Karl 5 ]A v. 6. Margeir 4Vi v. + biðskák. 7. Lein 4 v. + 2 biðskákir 8. Lombardy 4 v. + 1 biðskák. 9. Sævar 3Vi v. + 1 biðskák. 10.-11. Magnús og Dan IV2 v. + 1 biðskák. 12. Haukur 1 V6 v. Eins og sjá má skiptist mótið nokkuð í tvö horn. Dan, Magnús og Haukur hafa ekki náð að veita hinum þrautþjálf- uðu andstæðingum sínum nægilegt viðnám en sem betur fer hefur mótið ekki farið á þann veg sem var á Húsavík, þegar menn kepptust við að vinna „skyldupunktana“ og gera síðan stutt jafntefli inn- byrðis. Þannig hefur Kurt Hansen barist til þrautar í svo til hverri einustu skák enda uppsker hann laun erfiðisins að þessu sinni. Skák hans við Dan Hansson fer hér á eftir. Skákin sýnir svo ekki verður um villst að Dan getur teflt glymrandi vel en stundum ætl- ar hann sér um of: 8. umferð: Hvítt: Dan Hansson Svar: Kurt Hansen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 9. Df3 Rd7 2. Rf3 dó 10. 0-0 Rgfó 3. d4 cxd4 11. Hael Rc5 4. Rxd4 eó 12. a3 g6 5. Rc3 a6 6. f4 Dc7 7. Be3 b5 8. Bd3 Bb7 13. f5 Bg7 14. fxe6 Rxe6 15. Rd5!? (Óvenjulegt afbrigði af Sik- ileyjarvörn hefur leitt til hag- stæðrar stöðu fyrir hvítan. Ein- mitt í Sikileyjarvörn þarf hvít- ur að viðhafa flóknar tilfæring- ar í því augnamiði að ná frum- kvæðinu. Þessi leikur leiðir til skemmtilegar taktískrar bar- áttu þar sem hvítur leggur allt í sölurnar. Hann gat reynt að ná frumkvæðinu á annan hátt eða með 15. Dh3!, því eftir 15. - De7 16. e5! dxe5 17. Bg5 er svartur í miklum vanda. Það er j athyglisvertaðefsvarturleikur ] 15. — e5 vinnur hvítur á sérlega I fallegan hátt: 16. Rxb5! axb5 17. Ðe6+ De7 (eða 17. - Kd8 18. Hxf6! Bxf6 19. Dxf6+ Kd7 120. Dg7+ Kc6 21. Bxb5+ o.s.frv.) 18. Bxb5+ Kf8 (18. - Kd8 strandar á 19. Bb6+ og vinnur) 19. Hxf6+! Bxf6 (eða 19. -Dxf6 20. Hfl o.s.frv.) 20. BI16+ Bg7 21. Hfl+ og stuti er mátið. M.ö.o. 15. Dh3 virð- ist tryggja hvítum öflugt frum- kvæði.) 15. ... Rxd5 16. exd5 0-0 (Upphafið að skemmtilegum flækjum. Ekki 17. Rxe6 fxe6 og svartur vinnur peð.) 17. ... Bxb2 (Best. 17. - gxf5 18. Dxf5 er auðvitað glapræði.) 18. Rh6+ Kg7 19. Rg4 (19. Rxf7 var athyglisverður möguleiki en niðurstaðan er óljós: 19. - Hxf7 20. Dxf7 Dxf7 21. Hxf7+ Kxf7 22. dxe6+ Kg8 (ekki 22. - Kxe6? 23. Bd4+ og vinnur) og í þessari stöðu er ekki gott að finna afgerandi leið fyrir hvítan.) 19. ... Rc5 20. Bh6- Kh8 (Svartur þarf ekki að hafa áhyggjur af stöðunni þó hann sé skiptamun undir eftir 21. Bxf8 Hxf8 peðaveikleikar hvíts sjá um það.) 21. Bxg6!? (Dan er ekki af baki dottinn. Þessi biskupsfórn er stórhættu- Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák leg en Hansen er vandanum vaxinn og verst af miklu ör- ygg'O 21. ... hxg6 22. Dh3 (Það er hugsanlegt að Dan hafi ætlað að leika 22. Rf6 en svartur heldur velli með 22. - Rd7!) 22. ... Kg8 23. Bg5 Bd4+ 24. Khl f5! (Geysiöflugur varnarleikur. Atlaga hvíts hefur geigað.) 25. He7 Dxe7! 26. Rh6+ Kg7 27. Bxe7 Re4! (Þó svartur hafi í raun ekki nema tvo menn fyrir drottning- una (ef við gefum okkur að hann leiki 28. Bxf8+) þá er staða hans engu að síður töpuð. Riddaragaffall á f2 er yfirvofandi og riddarinn hug- prúði er lentur í herkví.) 28. Dd3 Bc5 29. g4 Kxh6 30. Bxf8+ Hxf8 31. gxf5 Rf6 32. Dh3 Kg7 33. Hdl Rxd5 34. Dg2 Hxf5 35. h3 (Hér hefði mátt sprikla betur: 35. c4!? með hugmundinni 35. - bxc4 36. Db2+ og biskupinn á b7 er tabú. En svartur leikur betur með 35. - Hf2! 36. De4 Hf4 37. Dg2 Hxc4 o.s.frv.) 35. ... h3 - og hér lagði Dan niður vopnin. Hann á enga haldgóða vörn við hótuninni 36. - Re7.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.