NT - 04.05.1985, Blaðsíða 24

NT - 04.05.1985, Blaðsíða 24
I HRINGDU Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 . Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495_ Fæðist stjarna? - spenna í vali Leik- félags Reykjavíkur ■ Enn vex spennan við lcitina að stúlku í hlutvcrk í söngleik þeirra Kjartans Ragnarssonar og Atla Heiinis Sveinssonar, „Lands míns föður“ því í gær voru þær sjö sem komust í úrslit teknar aftur í prufu en þrátt fyrir það tókst aðstandendum verksins ekki að velja eina úr hópnum. Tvær stúlkur þykja þó helst koma til greina og verður gert upp á milli þeirra nú um helgina. 40 manns munu koma fram í sýningunni, bæði leikarar og hljómsveit, en „Lands rníns föður" er söngleikur sem gerist á stríðsárunum og spannar tím- ann frá 9. maí 1940 til 6. maí 1945. Fylgst er með einni fjöl- skyldu sem lifir við sult og seyru í upphafi en fitnar á stríðsgróðanum, við kynnumst áhrifum styrjaldarinnar jafnt á þjóðfélagið sem einstaklingana, ■ Hinar sjö útvöldu inni á teppinu hjá dómurunum Stefáni Baldurssyni og Kjartani Ragnarssyni. F.v. Berglind Einarsdóttir, Birna Björnsdóttir, Helena Jónsdóttir, Sif Einarsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ylfa Edelstein. Altaristaflan í Hóladóm- kirkju liggur undir skemmdum: Það vantar ekki að ungar íslenskar stúlkur dreymi um að slá í gegn og meika það eins og sagt er, því 130 stúlkur mættu til leiks í Iðnó á mánudagskvöldið var og stóðu prófanir fram á nótt, og þá voru sjö eftir um hituna. Þær mættu í söng og leikprufun í Iðnó í gær og þegar NT menn litu þar inn á sjötta tímanum varspennan gremileg, þótt stúlkurnar bæru sig vel og óskuðu hver annarri góðs gengis. Andrúmsloftið minnti lielst á biðstofu tannlæknis eða skólastofu rétt fyrir próf, þótt reynt væri að slá á létta strengi. Innan við dyrnar sátu dómar- arnir.strangir a svip og höfðu framadrauma þessara ungu stúlkna í hendi sér. Hver verður fyrir valinu er ekki Ijóst ennþá en hitt er víst að hennar bíður erfitt og krefj- andi hlutverk í þessu verki sem er eitt hið viðamesta, ef ekki það viðamesta, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur ráðist í. Urn ■ Birna, vinkona hennar (sem greinilega var orðin þreytt á að á leiðinni í stólinn hjá tannlækninum, eftir svipnum að dæma... bíða) og Pálína virðast helst vera NT-myndir: Ari Samráðið: Vinnuveitendur vilja semja til ársloka 1987 ■ „Við tjáðum forsvars- mönnum stjórnarflokkanna áhuga okkar á því að ná samningi til lengri tíma, til ársloka 1987, eða þar um bil. Við tcljuni að efnahagslegt jafnvægi sé forsenda þess að hægt sé að ná kjarabótum,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son aðstoðarframkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bands ísiands í samtali við NT í gær, eftir samráðsfund VSÍ og Vinnumálasambandsins með Steingrími Hermanns- syn og Þorsteini Pálssyni. Þórarinn sagðist hafa skil- ið viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna á þann veg, að stjórnvöld vildu greiða fyrir því, að samning- ar tækjust til lengri tíma. Kaupmáttartrygging var ekki rædd sérstaklega á fundinum en foiystumenn Vinnuveit- endasambandsins hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki semja um sjálfvirkt víxl- hækkunarkerfi. Þórarinn sagði, að þeir Steingrímur og Þorsteinn hefðu kynnt það, sem hefur verið að gerast í húsnæðis- málum, og samráð við ASI þar um. Þá var kynnt efni t'rumvarpa, sem ríkisstjórnin hefur boðað um nýskipan í sjóðamálum, auk þess sem rætt var um viðhorfin í efna- hags- og kjaramálum. Nýr fundur hefur ekki ver- ið boðaður í samráði stjórn- arflokkanna við vinnuveit- endur. hernáminu, uppganginum, ástandinu og þeim „sjarma“ sem þessi ár búa yfir í hugum margra. Æfingar á „Lands míns föður“ hefjast um miðjan maí en frumsýning verður í Iðnó í haust. Viðgerð þriggja ára verk fyrir einn mann - danskursérfræðingurgerir úttekt á ástandi hennar ■ „Það er rétt að við höfum miklar áhyggjur af þessari töflu, það er Ijóst að hún þarfn- ast mikillar viðgerðar,“ sagði Þór Magnússon þjóðminja- vörður en NT spurði hann í gær um ástand altaristöflunnar í Hóladómkirkju. Danskur sér- fræðingur í gorvörslu, eða við- gerðum á gömlum verkum af þessu tagi er staddur hérlendis til að gera úttekt á töflunni fyrir tilstuðlan Þjóðminjasafnsins. Altaristaflan á Hólum er ein- stakur dýrgripur og talið víst að hana hafi gefið til Hóladóm- kirkju Jón biskup Arason. Taflan mun vera ættuð frá Niðurlöndum, Hollandi eða Belgíu. Hún hefur verið alla tíð í kirkjum Hólastaðar frá því að hún var fyrst gefin þangað. Það mun vera sérstætt við töfluna að hún hcfur aldrei verið yfir- máluð, eins og mjög er venju- legt um svo gamlar töflur. Þór Magnússon sagði að við- gerð töflunnar væri orðin mjög aðkallandi, en það væri geysi- lega dýrt og mikið verk í framkvæmd, talið væri að það tæki einn mann þrjú ár að vinna verkið. Viðgerð á verki af þessu tagi er auk þess mjög sér- hæfð vinna, og einungis á færi hæfra sérfræðinga. Því má bæta við að Þjóð- minjasafnið er ákaflega illa í stakk búið fjárhagslega til að sinna vaxandi verkefnum sínum. Samkvæmt heimildum NT kostar heimsókn danska sérfræðingsins hingað 100 þús- und krónur, en safnið mun ekki eiga fé til að greiða hana úr eig- in sjóði. Var ásjár fjármála- ráðuneytisins lcitað, en erind- inu hafnað. Mun safnið nú binda vonir við að mennta-, málaráðuneytið hlaupi undir bagga. Alþýðubankinn: Býður út ný hlutabréf upp á 75 milljónir kr. ■ Alþýðubankinn hefur á kveðið að bjóða út nýtt hlutafé upp á 75 milljónir króna, sem gefínn verður kostur á að greiða á næstu 5 árum. Ákvörðun þessi var tekin á aðalfundi bankans, sem haldinn var fyrir skömmu. Fundurinn samþykkti ennfremur útgáfu jöfnunarhlutabréfa upp á 40% af hlutafé í árslok 1984. Loks ákvað fundurinn að greiða 5% arð á innborgaða og uppfærða hlutafjáreign í árslok 1984. Halli á rekstrarreikningi bankans fyrir 1984 var 2.5 mill- jónir króna, en hagur bankans var engu að síður góður í árslok. Eigið fé bankans óx um 31% á árinu. Innlánsaukning nam 25%, sem er nokkuð fyrir neðan meðaltal innlánsstofnana í heild, Útlánsaukningnam43%. Tveir nýir aðstoðarbanka- stjórar taka til starfa á þessu ári og mikill hugurer í stjórnendum bankans til eflingar hans.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.