NT

Ulloq

NT - 04.05.1985, Qupperneq 6

NT - 04.05.1985, Qupperneq 6
Hugleiðing gefnu tilef ■ Loðdýrarækt er vaxt- arbroddur í íslenskum landbúnaði. Þetta er það sem við bændur lesum í blöðum, hlustum og horf- um á í útvarpi og sjón- varpi. Forráðamenn okkar bænda, einstaka þing- menn og ráðherrar láta hafa viðtöl við sig í sjón- varpi brosa breitt og ræða um það með ánægju og yfirlætissvip, hvað það sé auðvelt, og um leið hag- kvæmt að hefja loðdýrabú- skap. Bændur fái þau lán sem þeir þurfi til þessara búgreina. Þetta fengum við að sjá og heyra síðast þegar bændur sátu Búnaðarþing á liðnum vetri í Bænda- höllinni í Reykjavík. legt í ljós, sem vert er að velta fyrir sér. Bústofnskaupalán mið- ast við gildandi. skattmat viðkomandi árs, sem er í þessu tilviki 1985. Þá er lánað allt að fimm hundr- uð þrjátíu og þrjú þúsund (533.000) til kaupa á 260 ám, tvö hundruð fjörutíu og eitt þúsund níu hundr- uð fjörutíu og fimm (241.945) til kaupa á 13 kúm. En hvað skyldi nú fást út á vaxtarbroddinn í ís- lenska landbúnaðinum, en þá á ég við loðdýrin. Jú, heilar níutíu og fimm þús- und (95.000) er hámarks- lán til kaupa á þessum bústofni. Það væri full á- stæða til að spyrja þá, sem En hvað skyldi nú fást út á vaxtar- broddinn í íslenska landbúnaðin- um, en þá á ég við loðdýrin. Jú, heilar 95 þúsund kr.er hámarks- lán til kaupa á þessum bústofni. Mig langar til að skoða hvort þetta á við rök að styðjast, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur, sem erum að hefja loð- dýrarækt, - í upphafi, að stofna hagsmunasamtök eða þrýstihóp loðdýra- bænda, svo við mættum búa við sömu kjör og fyrir- greiðslu í stofnlánadeild til bústofnskaupa, og eins ef farið er inn í gömul hús, eins og við bændur höfum verið marghvattir til, ef til væru. Skoðum þetta nánar. Ef ég athuga vasahand- bók bænda, útkomna árið 1985 og fletti upp á blað- síðu 448 og les það, sem liður 23 segir um bústofns- kaupalán, þá kemur ýmis- boða okkur þessa nýju búgrein, og á ég við þá sem fara með málefni bænda, svo sem Búnaðarfé lag íslands, Stéttasam- bandið, Framleiðsluráð og síðast en ekki síst land- búnaðarráðherra, hvort eitthvert samband sé milli orða og athafna hvað þetta snertir. Ég skora á þá sem eru innan þessara sam- taka, að athuga það. Nú kem ég að því, sem ég nefndi fyrr, - muninn á því að byggja nýtt og að fara inn í gömul hús. Það blandast engum hugur um það, að ef gömul hús eru til staðar og eru í þolan- En ég held að ef þið ætlið að gera eitthvað raunhæft í þessu sé kom- inn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. legu ástandi á að nýta þau, en í flestum tilfellum þarf að gera heilmikið fyrir þau, og þó nokkur kostn- aður fylgir því að stand- setja þessar byggingar og gera þær svo úr garði sem krafist er, svo þar megi hefja loðdýrarækt. Fyrir- greiðsla hjá stofnlánadeild er nánast engin við þessa framkvæmd. En ef um nýbyggingu væri að ræða, þá er lánað 60% af matsverði sem gæti þýtt 6-7 hundruð þúsund, eftir því hvað byggt er stórt. Það væri gaman að spyrja þessa sömu aðila, hvort það hefði aldrei — ----;— -------— :---- Ræða Einars Ólafssonar 1. maí ■ Mjög alvarjegur ágreiningur er nú að kristallast í Verkalýðs- hreyfingunni og raunar laun- þegahreyfingunni í heild. Ann- arsvegar stendur forysta ASÍ sem ræðir nú við viðsemjendur sína hjá Vinnuveitendasam- bandinu um ýmis mál er varða lífskjör okkar í bráð og lengd. Hins vegar eru þeir sem vilja harða og ákveðna verkalýðs- hreyfingu sem blæs til sóknar . gegn atvinnurekendum og ríkisvaldi. Þessi átök hafa færst ;inn í Alþýðubandalagið þar ' sem hið sjálfstæða tvíeyki Oss- ur Skarphéðinsson og Óskar Guðmundsson hafna mjög á- kveðið stéttasamvinnuleið Ás- mundar Stefánssonar og ‘ Björns Þórhallssonar og í andstöðu við flokksforingjann Svavar Gestsson. önnur mót- setning sem setur svip á tíðina ,er samstöðuleysi launamanna eftir því hvar þeir hafa tekið próf sín og nú síðast gekk það svo langt að ASÍ lagðist á sveif með VSÍ í að leggja stein í götu kjarabaráttu BHM manna fyrir Kjaradómi. Allt þetta mátti lesa út úr þeim fjöldamörgu ræðúm sem fluttar voru 1. maí. Ræða Einars Ólafssonar Það vakti athygli undirritaðs að ein skeleggasta ræðan 1. maí var haldin af formanni starfsmannafélags ríkistofn- ana, Einari Olafssyni, sem löngum hefur verið kenndur við Framsóknarflokkinn, og sýnir það að áhyggjur af fram- tíð verkalýðshreyfingarinnar og stöðu hennar í þjóðfélaginu eru síður en svo bundnar við þá flokka sem mest hafa eignað sér hreyfingu þessa. Upphaf ræðu Einars, sem haldin var á Lækjartorgi, var á þessa leið: Minjagripur eða baráttudagur „Fyrsti maí-baráttudagur verkalýðsins er orðinn einn af þessurn almennu frídögum ís- lendinga. 1 dag er hann arfur. 1 dag er hann hefð sem afar okkar og ömmur skiluðu í okkar hendur í þeirri trú, að við myndum varðveita hefð- ina. Þau ætluðust ekki til þess að við varðveittum hefðina eins og minjagrip af gömlum vana. Þvert á móti var það ætlun þeirra að við notuðum daginn til þess að blása lífi í hreyfingu okkar og baráttu“ Verkaiýðshreyfingunni hefur mistekist 1 framhaldinu veltir Einar fyrir sér hvort við höfum gert það. Hvort við íslendingar höf- um ávaxtað rétt þann fjársjóð sem okkur var fenginn í hend- ur og hvort launþegar hafi staðið sig sem skyldi. Hann spyr hvort verkalýðshreyfingin sé það sterka afl sem eldri kynslóðin lagði grunninn að. Og niðurstaða Einars er að svo sé ekki. Verkalýðshreyfing- unni hafi mistekist, brugðist skyldu sinni við þá kynslóð sem lagði grunninn. Skammtímahagsmunir í stað hugsjóna Og ástæðan er sú að verka- lýðshreyfingin berjist ekki lengur fyrir því velferðarþjóð- félagi, sem hún hafði sjálf for- ystu um að byggja upp í áratugi, skammtímahagsmunir hafi komið í stað hugsjóna, stefnan sé óljós. Af þessu leiðir að verkalýðshreyfingin hafi verið í sífelldri vörn. Barátta hennar hafi breyst í skipulagslítið undanhald. „Máttleysi gagn- vart sífellt sterkari andstæðing- um, sem vilja ýmis grundvall- aratriði velferðarþjóðfélagsins feig.“ Lægstu laun lægri en atvinnuleysisbætur Þarna beinir Einar spjótum sínum á óvæginn hátt að þeini frjálshyggjutilburðum sem vaðið hafi uppi í þjóðfélagi okkar undanfarin misseri. Hann bendir á nokkur atriði um það hvernig málum er komið. Þeir sem vinna við framleiðslustörf fá lægri laun en námsmönnum er skammtað til framfærslu. Greiða verður framfærsluuppbót á laun þeirra lægst launuðu. Lægstu laun lægri en atvinnuleysisbæt- ur sem þó er aðeins ætlað að duga „til að halda fólki lifandi við hungurmörkin“. Ogáfram: Menn verða eignalausir í bar- áttunni við að koma sér upp húsnæði, ellilífeyrisþegum er skammtað svo naumt að þeir líða skort, og á allan hátt sé vegið „hatrammlega að burð-. arstoðum velferðarþjóðfélags- ins, þeirri velferðarþjónustu sem tekið hefur áratugi að byggja upp, án þess að verka- lýðshreyfingin geti sameinast um að snúast af alefli til varnar.“ ■ ■■ dreka sérhyggju og gróðapunga En Einar sér þó von. Hann telur ekki vonlaust að hægt sé að snúa vörn í sókn. Formaður SFR spyr: „Tekst okkur að blása nýju lífi í hugsjónir verkalýðshreyf- ingarinnar? Að byggja samein- aða, einhuga og einbeitta bar- áttuhreyfingu, sem stefnir ótrauð að auknu jafnrétti, bættum lífskjörum launafólks í landinu og félagslegu öryggi þeirra sem minnst mega sín? Verkalýðshreyfingu sem legg- ur óhikað og sterkt til atlögu við þann dreka sérhyggju og gróðapunga, sem lagt hefur eld að stoðum velferðarsamfé- lagsins að undanförnu?“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.