NT - 08.05.1985, Blaðsíða 3

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 3
■ Útbreiddasta og jafnframt mest lesna bók iandsins, símaskráin er nú komin út fyrir árið 1985. Þessi mynd var tekin í prentsmiðjunni Odda í gær þar sem verið var að leggja síðustu hönd á hluta upplagsins. NT-mynd: Ari Miðvikudagur 8. maí 1985 3 Malbikið endingarlítið á Austurlandi: Hraðbraut varð að fóstureyðingarvegi á tæpu ári á Eskifirði ■ Eskfirðingar eiga á næstu dögum von á nefnd valinkunnra manna til að meta skemmdir sem orðið hafa á malbiki sem þar var lagt á 2ja kílómetra langan vegarkafla sumarið 1982 og er nú talið ónýtt. Malbik þetta var keypt af Malbikunarstöðinni á Nes- kaupstað sem nú hefur samið um það við bæjarstjón Eski- fjarðar að leggja til í sumar það malbik sem þarf til endurbóta á veginum og rnunu Eskfirðingar ekki greiða neitt fyrir þar til dómur um skaðabætur hefur fallið. Að sögn Jóhanns Klausens bæjarstjóra á Eskifirði sá veru- lega á umræddu malbiki strax eftir fyrsta veturinn - það þynnt- ist mikið, molnaði upp og datt úr í holum. Malbikið hefur veriðrannsakaðaf mönnum frá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins og fleirum, en ekki hafa verið gefnar út óyggjandi yfirlýsingar um af liverju skemmdirnar stafa. Jóhann sagði aðspuröur að varla væri um annað að ræða en kaupa malbik frá sömu fram- leiðendum til lagfæringa, enda væri ekki ástæða til að ætla að svo illa muni fara í annað sinn, auk þess sem Malbikunarstöðin á Neskaupstað sé eini framleið- andi malbiks á Austurlandi. Fyrrnefndir tveir kílómetrar er eini vegarspottinn sem mal- bikaður hefur verið á Eskifirði en hluti af Strandgötunni hefur verið steyptur. Einnighefurver- ið lagt nokkuð af olíumöl. bttttðiltí Mest lesna bók landsins: Komin út í þriggja kílómetra upplagi! ■ Símaskráin 1985 er komin út í 123 þús. eintaka upplagi. Til marks um umfang útgáfunnar má geta þess, að ef þessum 123 þús. skrám væri raðað í einn bunka yrði hann hátt í 3ja kílómetra hár, eða um 2.760 metrar sern samsvarar uni 38 Hallgrímskirkjuturnum. Þetta mikla upplag verður afhent símnotendum á póst- og sím- stöðvum um land allt á næstunni gegn framvísun sérstakra af- Frumvarp um fisk- eldi í burðarliðnum: Nef nd og fundurá döfinni ■ Hlutverk landbúnaðarráðu- neytisins samkvæmt drögum að frumvarpi til laga um fiskeldi mun, samkvæmt upplýsingum landbúnaðarráðherra við fyrir- spurn frá Guðmundi Einarssyni á alþingi í gær, hafa forustu um að leiða saman þá aðila í þjóð- félaginu sem að þessum málum starfa og koma á samvinnu þeirra. Upplýsti ráðherra að skipuð hefði verið nefnd af forsætis- ráðuneytinu til að ganga frá umræddu frumvarpi, en þrátt fyrir að samstarfið hafi ekki verið fellt í lagaramma þá hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að boða til fundar þessara aðila. Neitaði hann þeirri ásökun Guðmundar Einarssonar að landbúnaðarráðuneytið ætlaði að fjötra þessa starfsemi á einn eða annan hátt og væri markmið laganna að stuðla að sem bestri nýtingu fjármagns í þessari grein. Fyrirspurn svipaðs eðlis var fyrir þinginu fyrir nokkrum vik- um og nú eru fyrir þinginu þrjú mál um fiskeldi sem öll taka til atriða sem komu fram í þings- ályktun Alþýðubandalagsins á síðasta þingi og var þá vísað til ríkisstjórnarinnar. hendingarseðla, sem fólk á að vera að fá í póstinum þessa dagana. í Reykjavík hefst af- hending símaskrárinnar nú í dag. Brot símaskrárinnar er óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár, en blaðsíðum hefur fjölgað um 48 frá því í fyrra. Varðandi símstöðvar úti á landi hefur sú breyting verið gerð að þeim er nú raðað eftir svæðisnúmerum, 91, 92 og svo framvegis í stað þess að raða eftir starfrófsröð eins og verið hefur til þessa. Þessi breyting auðveldar útgáfu sérskráa fyrir hin einstöku svæðisnúmer og mun símnotendum nú gefast kostur á að kaupa slíkar auka- skrár. Póstur og sími hvetur notend- ur sína til að kynna sér síma- skrána sem fyrst eftir að þeir fá hana í hendur til að auðvelda sér notkun hennar og þá sér- staklega þegar mikið liggur við. í því sambandi er t.d. bent á skrá yfir öryggis- og neyðarsíma á kápusíðum og bls. 3 og kafl- ann frá Almannavörnum ríkis- ins. Pá má geta þess að skrá um ný og breytt símanúmer á höf- uðborgarsvæðinu á meðan prentun stóð yfir er nú á bls. 28-32. Slökkvilið Reykjavíkur: 60 útköll vegna sinu ■ Frá áramótum hefur Slökkvilið Reykjavík- ur verið kallað út rúmlega sextíu sinnum vegna sinuelda í borginni og nágrenni hennar. Aðeins einu sinni hlaust af verulegt tjón, en það var þegar fiskkassar brunnu hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Ef litið er á samanburðar- tölur frá síðustu árum kemur í Ijós að mun meira er um útköll í ár en undanfarin ár, og stafar það m.a. af einmuna tíð í vetur og lítið hefur verið um vætu og snjókomu. ■ Og sigurvegarinn er...Þráinn Sverrisson. Þráinn fagnar og veifar til áhorfenda. Drykkur Þráins ber nafnið Escort. NT-mynd Eggert. Barþjónaklúbbur islands: Þráinn með „Escort“ til Honolulu 1987 ■ Þráinn Sverrisson þjónn á Astra-bar í grillinu á Sögu, bar sigur úr býtum í árlegri kokkteilkeppni barþjónaklúbbs Islands. Keppnin fór fram á Hótel Sögu síðastliðinn sunnu- dag. Þráinn kallaði drykk sinn „Escort". „Hagkaup á heimavelli“ - kynningar-og söluátak Hagkaups á íslenskum iðnaðarvörum hófst með pompi og prakt undir lúðrasveitarleik að viðstöddum ráðherrum og öðrum heldrimönnum í Hagkaupi í gærmorgun. Hópur iðnrekenda kynnti þar m.a. framleiðsluvörur sínar í sérstökum básum og síðdegis fór m.a. fram sýning á íslenskum tískufatnaði. NT-mynd: Ámi Bjama í öðru sæti varð Bjarni Ósk- arsson Broadway, og í þriðja sæti varð Ágústa Sigurbjörns- dóttir, Broadway. Keppnin var mjögspennandi, og var mjótt á mununum, en Þráinn stóð uppi sem sigurveg- ari, og mun hann fara til Honol- uluárið 1987, og keppa þarfyrir íslands hönd á alþjóðlegu móti barþjóna. Nánar verður sagt frá keppn- inni og drykkjunum í föstudags- ábót NT. Bjórinn hefur engan forgang - en ég hef ekki áhuga á að tefja málið, segir Ingvar Gíslason ■ Ingvar Gíslason forseti neðri deildar var sagður hafa stuðlað að drætti á afgreiðslu bjórmálsins í frétt NT í gær. Hann hafði samband við blaðið og sagði þetta á misskiln- ingi byggt. Hann hefði engan áhuga á því að tefja umrætt bjórmál, hins vegar hefði hann rætt við varaforseta sína, áður en hann fór af landi brott í síðustu viku, þar sem fram hefði komið að ekki væri eðlilegt að bjórmálið hefði einhvern for- gang umfram önnur mál.Hefði allur tíminn í neðri deild í síðustu viku farið í umræður um tvö stjórnarfrumvörp, og af þeim sökum hefði bjórinn ekki komist á dagskrá.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.