NT - 08.05.1985, Blaðsíða 10

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 8. maí 1985 10 Andrés Guðmundsson Pað fækkar óðum aldamóta- börnunum. Eitt þcirra Andrés Guðmunds'son kvaddi þennan heim í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 16. apríl og átti þá eftir nokkrar vikur til að ná 85 ára aldri. Sjúkrahúslegan var stutt og segja má, að Andrés hafi haldið sinni andlegu reisn og hressleika til hins síðasta, en aftur á móti var líkaminn þrot- inn kröftum. Hann fæddist að Laxholti í Borgarhreppi 26. júní árið 1900, sonur hjónanna Ragnhildar Jónsdóttur og Guðmundar Andréssonar sem lengst bjuggu á Ferjubakka í sömu sveit. And- rés ólst upp í stórum systkina- hópi, en alls voru börn Ragn- hildar og Guðmundar þrettán að tölu. 22. maí 1925 kvæntist Andrés Lilju Finnsdóttur, sem fædd er 17. september 1905 dóttir hjón- anna Guðbjargar Stefánsdóttur og Finns Skarphéðinssonar. Ungu hjónin hófu búskap sinn á Kirkjuferju í Ölfusi þar sem þau voru skamma hríð. Þá fóru þau að Ferjubakka og voru þar til ársins 1929 þegar þau keyptu Saura í Hraunhreppi. Þar bjuggu þau í fjörutíu ár eða til ársins 1971 er þau brugðu búi og fluttu í Borgarnes. Þau eignuð- ust tíu börn og kornust níu upp. Þau eru Guðmundur Ragnar fæddur 1926 símaverkstjóri í Reykjavík, kvæntur Huldu Brynjólfsdóttur. Hann lést árið 1984. Hervald fæddur 1927, verkamaður í Reykjavík. Óskar fæddur 1928 iðnverkantaður í Borgarnesi. Unnur fædd 1929 húsfreyja í Borgarnesi, gift Jó- hanni Sigurðssyni.Guðrún fædd 1930 húsfreyja á Beigalda gift Árna Guðmundssyni, en hún lést árið 1983. Þorsteinn Arnar fæddur 1933 vörubílstjóri í Kópavogi kvæntur Friðbjörgu Óskarsdóttur. Guðbjörg Stef- anía fædd 1941, húsfreyja í Borgarnesi gift Jóni H. Einars- syni. Ragnhildurfædd 1947 hús- freyja í Ystu-Görðum gift Ölver Benjamínssyni. Bragi fæddur 1949 bóndi í Eystra-Fróðholti kvæntur Helgu Gunnarsdóttur., Eins og að líkum lætur fer afkomendahópurinn stækk- andi. Barnabörnin eru tuttugu og fimm og litlu langafabörnin komin á þriðja tug. Það verður með sanni sagt að menn fæddir um aldamót muni tímana tvenna. Á þessari öld hafa orðið stórstígari breytingar en nokkru sinni í atvinnu og búskaparháttum. Um leið hefur afkoma fólks breyst svo að þeir sem í dag eru að koma upp börnum og byggja sér hús hafa þrátt fyrir vol og víl litla mögu- leika að ímynda sér erfiði og þrautseigju forfeðranna. Þeirra sem ruddu leiðina fyrir okkur nútímabörnin. Hjá þeim sat nægjusemin og nýtnin í fyrir- rúmi. Andrés var góður fulltrúi sinnar kynslóðar, sem með þrot- lausri vinnu og árvekni tókst að koma börnum sínum til manns. Sjá sér og sínum farborða á hverju sem gekk í þjóðarbú- skapnum. Hann varkappsamurdugnað- arforkur, samviskusamur í meira lagi og barngóður svo af bar. Á Saurum bjó hann snyrti- legum búskap með kýr, kindur og hesta. Vann ásamt eiginkonu og börnum að búskapnum lengst af með handaflinu einu saman. En hann vann ekki bara að sínu því samferðafólki sínu vildi hann öllu vel. Á heimili þeirra hjóna hafa allir verið vel- komnir. Þar Itafa margir dvalið' lengri eða skemmri tíma við best atlæti. Það eru ófá ungmennin úr skylduliðinu og afkomenda- hópnum sem voru í sveit hjá Lilju og Adda á Saurum. Þar var ætíð nóg rúm í andlegum og veraldlegum skilningi enda þótt húsakynni væru lítil samanborin við kröfur dagsins í dag. Eitt er víst, að í fersku minni eru vikuheimsóknir mínar annað hvort að vori eða hausti að Saurum. Yfir þeim er sérstakur blær sem er mér tengiliður við fortíðina. Segja má að stór þáttaskil hafi orðið við búferla- flutning til Borgarness. Þau tókust með ágætum og ekki annað að finna en Andrés yndi hag sínum vel þar sem annars staðar. Margan gestinn hefur borið að garði hjá Lilju og Andrési eftir að þau komu suður eftir. Heimili þeirra þar er í þjóðbraut og því liggur það vel fyrir ferða- langa frændur og sveitunga að gera stans á Borgarbraut 70. Þvílíkar gestakomur hafa vafa- lítið stytt Andrési stundir á ævi- kvöldinu. Einnig kom til að hann hafði heilsu þar til fyrir rúmu ári síðan að hafa hest í litla hesthúsinu í garðinum. Þannig auðnaðist honurn að sinna sínu helsta hugðarefni lengst af, bæði við að hirða um klárana, heyja handa þeim að sumrinu en ekki síst að fá sér sprett. Þá datt fólki ekki í hug að um hérað riði öldungur og þeir sem yngri voru máttu hafa sig alla við til að sá aldraði riði þá ekki af sér. Hann sveif um á þeim brúna og brosti breitt til vegfarenda. ■ Þótt alllangt sé nú síðan okkar góði vinur var til moldar borinn, langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Sigmar Benjamínsson var fæddur að Hafursstöðum í Þis- tilfirði, þann 15. mars 1903. Þriggja ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Kata- stöðum í Núpasveit, N-Þingeyj- arsýslu og ólst þar upp. Síðar tók hann við búi forcld- ra sinna ásamt Kristbirni og Guðlaugu systkinum sínum og bjuggu þau saman að Katastöð- um í ein þrjátíu ár eða til 1964, er þau brugðu búi og fluttust til Kópaskers. Þar hafa þau búið síðan. Sigmar var ókvæntur og barn- laus. Með Sigmari er gengin enn ein hversdagshetjan af þeirri kynslóð, sem stritaði æðrulaust fyrir daglegu brauði í sífelldri baráttu við misblíða náttúru og sparaði til að vera ekki upp á aðra kominn í ellinni, og til að eiga fyrir útförinni. Þá voru ekki komnar tryggingar og opinber þjónusta af því tagi, sem þykir svo sjálfsögð í dag, a.m.k. að dómi þeirra yngri. Því var um að gera að fara vel með og vera iðinn. Sigmar var þar engin undantekning. Hann var sívinnandi og dyttandi að, og sérlega fundvís a það, sem betur mátti fara. Þrátt fyrir bilaða heislu og háan aldur fór hann á fætur dag hvern og vann verk sín eins og ekkert hefði í skorist, þó var hann oft veikur seinni árin. Hann hafði ekki lagt það í vana sinn að kvarta. Meira að segja daginn, sem hann kvaddi þennan heim klæddist hann að vanda og hóf daginn eins og venja hans var til, en fyrir hádegi var hann allur, hljóðlega og án þess að Léttur var hann á-fæti á hress- ingargöngu um plássið eða ef draga þurfti björg í bú, og víst er að ýmsir munu sakna þess að sjá ekki Andrés á ferð eftir Borgarbrautinni. Skömmu eftir að hann kom á sjúkrahúsið nú á dögunum átti ég tal við hann í síma. Hann var hress að vanda en móður af því að ganga í símaklefann. Hafði ég orð á því að hann ætti að fara sér hægt. Þá svaraði hann með eftirfarandi setningu: „Ég er nú þannig gerður að ég hef aldrei viljað láta bíða eftir mér.“ Orð þessi lýsa afa mínum Andrési Guðmundssyni og lífshlaupi hans öllu afar vel. Blessuð sé minning hans. Lilja Árnadóttir nokkurn hafi grunað að hverju stefndi. Það, hvernig andlát Sigmars bar að, lýsir honum e.t.v. hvað best. Hann var svo einstaklega yfirlætislaus og mótfallinn því að nokkuð væri fyrir sér haft. Á hinn bóginn var hann sér- lega hjálpsamur og þægilegur í sinni umgengni við aðra, hljóðlátur og eins og hann viidi helst ekki láta bera á því að hann hefði gert manni greiða. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast Sigmari vorið 1980, þá nýkominn til starfa til Kópaskers með fjölskyldu minni. Tókst með okkur innileg vinátta, og reyndust þau Sigmar og systkin hans okkur einstaklega vel, ekki hvað síst í veikindum mannsins míns, þá kom hugur Sigmars hvað best í Ijós. Hann kom þá hvern morguninn til að vita hvernig liði og hvort okkur van- hagaði um eitthvað, á daginn kom hann oft, þegar illa stóð á, eins og hann fyndi það á sér. Þá hafði hann ofan af fyrir börnun- um með sögum og öðru skemmtilegu, meðan ég var að vinna. Oft kom hann líka á kvöldin, læddist þá hljóðlega að rúmum barnanna, signdi þau og læddist svo fram til mín.síðan röbbuðum við ósjaldan langt fram á kvöld. Sigmar sagði afar vel frá og var glettinn og gam- ansamur, voru þessar rabbstund- ir mér til mikillar ánægju. Hann kunni frá svo mörgu að segja úr sveitinni í gamla daga, er hann lá á grenjum, frá gangnaferð- um, hrossakaupum og fleiru slíku, bæði gamni og alvöru. Þegar Sigmar og hans líkar eiga í hlut, er ekkert kynslóðabil til. Óefað hefur Sigmar verið mikil kempa, þó aldrei hafi ég heyrt hann hæla sjálfum sér. Grobb og skrúðmælgi voru hon- um fjarri, enda vita þeir, sem best þekktu hann, best um það. Sigmar Benjamínsson frá Katastöðum F.15. 3.1903 D. 8.12.1984 Sigurður Atli Gunnarsson i tæknifræðingur Fæddur 3. mars 1948 Dáinn 22. apríl 1985. Veröld kveðja vinir kærir, virðist lítt um aldur spurt. Mannlíftíminn meðsérfærir; markvisst þar er rutt á burt. Þannig er upphaf á Ijóði er ég setti saman um vin minn er féll í valinn fyrir aldur fram. Nú hefur sigð dauðans sniðið af grein er stóð í blóma á lífsins meiði. Við sem eftir stöndum hérna megin grafarinnar beygj- um okkur yfir valdi hans Hæsta og þökkum samfylgdina við lát- inn vin okkar, og þökkum hon- um allt sem hann var og vann á skammri ævileið. Sigurður Atli Gunnarsson, sem hér er minnst, var fæddur í Reykjavík 3. mars 1948. For- eldrar hans settu saman bú í höfuðstaðnum árið 1946, þau Gunnar Sigurðsson, lengi við Miðbæjarskólann, og Jóhanna Þorvaldsdóttir. Hún lést fyrir aldur fram árið 1978, aðeins rúmlega fimmtug að aldri. Minntist ég hennar þá með fáum orðum í dagblaði. Bæði voru þau hjón ættuð af Barða- strönd. Auk Sigurðar Atla eign- uðust þau eina dóttur, Ragn- heiði Maríu að nafni, sem er gift og á börn. Þegar Sigurður Atli var á barnsaldri fluttust foreldrar Ekki get ég látið hjá líða að geta þess hversu barngóður Sigmar var. Hann tók mikla tryggð við Svölu, yngri dóttur okkar hjóna fljótlega eftir komu okkar til Kópaskers, og hún við hann, þá rétt ársgömul. Þær voru ófáar ferðirnar, sem Sigmar kom til að fá hana með sér í gönguferð niöur í fjöru eða suður á Rönd, sýndi henni um- hverfið, kenndi henni nöfnin á hans vestur í bæ og settust að í fjölbýlishúsinu Hjarðarhagi 24- 32, er kennarar stóðu að og nefnt er í daglegu tali kennara- blokkin. Þar átti hann heima allt þar til hann fluttist úr Reykjavík til Seyðisfjarðar. Á sumrin var hann sem barn hjá afa og ömmu á Auðshaugi á Barðaströnd, þeim Sigurði Páls- syni, bónda þar og cand. phil, og Maríu Sigríði Jónsdóttur, konu hans. Sigurður á Auðs- haugi var bróðir sr. Jóns á Höskuldsstöðum á Skaga- strönd. Námsferill Sigurðar Atla hófst í Melaskólanum. Það lá síðan leiðin í Hagaskólann. Menntastofnanir þessar eru rétt við æskuheimili Sigurðar Atla. Grónar stofnanir í rólegu bæjar- hverfi. Heimili Sigurðar Átla var menningarheimili. Þar ríkti eindrægni, friður og reglusemi. Þessu get ég borið vitni, því að ég hef þekkt þetta heimili vel allt frá því að ég fluttist í Kennarablokkina haustið 1969 og dvalið þar, að vísu með nokkrum frávikum síðan. Eftir nám svo að segja við bæjarvegg- inn stundaði Sigurður Átli nám einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, þeirri grónu og Betri óskir eigum við ekki Sigmari til handa, en að hann sé nú kominn til Guðs og sé hættur að finna til. Þakka þér fyrir trygga vináttu og stutta, en lærdómsríka sam- fylgd elsku Sigmar. Guð blessi minningu þína. Eftirlifandi systkinum Sig- mars vottum við dýpstu sarnúð okkar. Erla gömlu menntastofnun. En haustið 1968 innritaðist hann í Tækniskóla íslands og lagði stund á byggingatækni þar. Ut- skrifaðist hann sem bygginga- tæknifræðingur vorið 1972. Lá nú lífsbrautin opin fyrir hinn unga mann. Vann hann næstu árin á vegum borgarverk- fræðingsins í Reykjavík. Síðan starfaði hann hjá fyrirtækinu Breiðholti h.f. Til Seyðisfjarð- arbæjar réðist liann sem bæjar- tæknifræðingur haustið 1978. Því starfi gengdi hann í rúm fjögurár. En um áramótin 1982- 83 veiktist hann af þeim sjúk- dómi, sem átti eftir að þjá hann mikið og vinna um síðir bug á lífsþrótti hans. Þessa unga og gjörvilega manns. Að vísu vann liann með köflum eftir að hann tók að kenna þessa sjúkdóms, því að starfsvilji hans var mikill. En frá og með síðasta hausti tók meinsemdin að breiðast meira og meira út og lokaáfanginn var framundan. { fríum frá námi og störfum var Sigurður Atli iðulega háseti á millilandaskipum. Hann kunni vel við að vera á sjó, þótt hann gerði sjómennskuna eigi að lífsstarfi sínu. Um störf Sigurðar Atla á Seyðisfirði átti ég tal við fyrrver- andi bæjarstjóra þar, Jónas Hallgrímsson. Hann tjáði mér, að hann hefði verið frábær starfsmaður. Sjaldgæft væru að ungur maður sem hann var, er hann gengdi ábyrgðarstarfi í þágu Seyðisfjarðarbæjar, hefði þvílíka ábyrgðartilfinningu til að bera. Hann var því mjög vinsæll meðal allra er nutu verka hans. Lundarfar hans var og þeirrar gerðar, að öllum var ánægja að kynnast honum og starfa með honum. Er hann veiktist og kom ekki aftur til starfa á Seyðisfirði, var hans mjög saknað. Ég sá Sigurð Atla aldrei nema í góðu skapi, jafnan brosandi og þægilegan í viðmóti. Um slíka menn geymast ljúfar minningar. Nú er ekki eftir annað en að kveðja - og þakka. Gunnari, Ragnheiði Maríu og börnum sendum við innilegar samúðar- kveðjur við fráfall Sigurðar Atla, svo og öðrum aðstandend- um hans. Eftir lifir minning mæt þótt maðurinn deyi. Auðunn Bragi Sveinsson fuglunum og fleirú, sem gamalt fólk hefur hugsun á að tala um við börn, en við yngra fólkið hirðum því miður minna um. Ekki lét Sigmar það aftra sér, þó hann væri farinn í fótum, hafði stafinn sinn í annarri hendi og Svölu við hina, svo röltu þau saman, nærri því dag hvern, ef veður leyfði. Það var fyrirkvíðanlegt að þurfa að segja Svölu fréttirnar, þegar Sigmar var látinn, því hann var hennar fyrirmynd í flestu, rétt eins og góður afi. En hún, með sinn fimm ára skilning á lífinu og dauðanum sagði eftir nokkra þögn. „Nei, hann Sig- mar er ekkert dáinn, hann er bara kominn til hans Guðs, og nú er honum ekkert illt í fóton- um og hjartanu lengur, so hitti ég hann bara, þegar ég kem þangað til hans, seinna.“ Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmæl- is- og eða minningargreinum í biaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.