NT - 08.05.1985, Blaðsíða 7

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. maí 1985 7 við aðrar kindur en fé eiganda síns. Heilasýni úr sláturfé af þessum slóðum gáfu heldur ekki tilefni til grunsemda. Patreksfirðingar töldu því að óhætt mundi að láta eitt yfir þá ganga og aðra íbúa sýslunnar utan niðurskurðarbæjanna og voru tregir til að skrifa undir samþykki um niðurskurð. Þeir fullyrða, að þeir hafi verið blekktir til undirskrifta, með því að Sigurður tók þá einn og einn og sagði hina búna að samþykkja og létu þeir þá und- an einn af öðrum. Nema Kristján á Lambeyri í Tálkna- firði. Á fundinum á Birkimel höfðum við verið fengnir til að samþykkja niðurskurð á Lambeyri á þeim forsendum að samþykki bóndans lægi fyrir. Nú var reynt að fá sam- þykki bóndans með því að við hefðum fyrirskipað niður- skurð. Svona vinnubrögð eru ekki sérlega vel fallin til að efla samstöðu meðal vestfirskra bænda nema um eitt: algera andstöðu, meðan ekki liggja fyrir borðleggjandi dæmi um sjúkdómstilfelli. Ég hef því sagt mig úr þessari „Fjárskipta- nefnd Vestfjarðahólfs “■ „Fjallskir* með vopnuð- um víkingasveitum Pað er ekki heldur sérlega traustvekjandi, að við töku heilasýna úr sláturfé í haust var forðast að taka sýni af jaðarbæjunum Ósi og Lauga- bóli, svo og Patreksfirði. Hefði þó flestum öðrum en Sauðfjár- veikivörnum leikið forvitni á að vita hversu útbreidd veikin var í þessum hjörðum, eða hvort þær voru kannski alveg hreinar af frekari grun. Kannski vildu þeir háu herrar ekki taka áhættuna af því að sú staða kæmi upp? Sama er að segja um aðgerðirnar í Tálkna. Ekki er nóg með að þeim, sem aldrei þreytast á að prédika um smitnæmi riðuveikinnar umgengjust kenningar sínar með þvílíkri léttúð, að þeir gleymdu að gera ráð fyrir að urða hræin. Þeir komu sér og hjá því að taka sýni úr hinu fellda fé. Ég ætla ekki að gerast fjölorður um atburðina í Tálknanum. En þar sem Sig- urður lætur að því liggja að hér hafi einfaldlega verið um fjail- skil að ræða með vopnaðri víkingasveit í þyrlu, telur þetta vel heppnaða aðgerð, og „sjálfsagt að nota aftur" vil ég minna hann á, að 32 dögum eftir skotárásina kom ein af þeim kindum, sem sagðar höfðu verið skotnar á Sjöund- árhlíðum (ekki Sigluneshlíð- um) fram lifandi, en úr henni annað augað. Fimm kindur af þeim 29 sem sagðar voru skotnar í Tálkna hafa ekki fundist enn. Sigurður segir ríkisfjölmiðla hafa gert að- gerðina tortryggilega. Nú er búið að banna að minnast frekar á málið á þeim bæjum. Oddvitafundurinn Sigurður segir í grein sinni að andmæli gegn allsherjar niðurskurði í V. Barð takmark- ist við örfáa fjáreigendur, „sem allir hafi lífsframfæri sitt af öðru meira en sauðfjárbúskap. Framhaldið er bjartara en fréttaflutningurinn og blaða- skrif einstaklinga gefa til kynna. Oddvitar í V. Barð hafa kornið sér saman um til- lögur sem stefna að upphaflegu markmiði, þ.e. að útrýma veikinni af Vestfjörðum." Pað sem þetta orðalag Sigurðar gæti fengið þá er til orðanotk- unar hans þekkja til að halda að við hefðum samþykkt að útrýma sauðfé af Vestfjörðum. þykir mér rétt að birta hér ályktun oddvitafundarins í heild. Tekið skal fram að hún er ítrasta málamiðlun ólíkra sjónarmiða, að oddvitarnir voru ekki að skuldbinda sveita- félög sín, heldur reyna að setja fram sjónarmið, sem lægt gætu öldur og stillt til friðar, ef ekki til frambúðar þá a.m.k. um stund „Oddvitafundur í Vestur- Barðastrandarsýslu haldinn á Bíldudal þann 22. mars 1985 telur að æskilegt sé, að frestað verði ákvörðun um frekari niðurskurð sauðfjár í Vestur- Barðastrandarsýslu þar til fyrri hluta árs 1986, enda skuldbindi fjáreigendur í sýslunni sig með undirskriftum til þess að hlýða í einu og öllu undanbragða- laust þeim reglum sem gildandi eru og settar kunna að verða um meðferð og flutninga fjár og allt annað er að því lýtur. Sá tími sem við þetta vinnst verði notaður til þess að kanna hvort tiltækilegt sé að girða af þau svæði sem hugsanlegt er að riða komi upp á. Komi fram staðfest riða við sýnatöku á næsta hausti verði þegar í stað tekin fullnaðarákvörðun um hvort og hvar skuli skorið niður. Þá æskir fundurinn þess, að Sauðfjársjúkdómaneínd taki afstöðu til þess hvort fært þyki að ákveða eins árs fjárleysi komi til niðurskurðar. Érfram á þetta atriði farið þar sem veruleg hætta er á að ýmsir bændur myndu hverfa alfarið frá búskap ef um tveggja ára fjarleysi yrði að ræða." Það er skemmst frá að segja, að sú birta, sem S.S. sáfrandan í ályktun oddvitanna fékk svo- felld kjaftshögg á fundi Sauð- fjársjúkdómanefndar þ.lO.þ.m.: Rök heimamanna En af hverju gleypum við ekki fagnandi við tilboðum um bætur tveggja sumra „frí" frá sauðfjárbúskap og fjárskipti. Vegna þess einfaldlega hve byggðin stendur höllum fæti. Barðastrandarhreppur er raunar eina byggðarlagið, sem vegna mannfjölda og fjöl- breytni í atvinnumöguleikum hefur ástæðu til að ætla að geta staðið af sér svo djúptæka og alvarlega aðgerð, án verulegra áfalla. Efviðhinirvegum rökin með og móti þá líta þau ein- hvernveginn svona út: Við erum með óljósan riðugrun í fénu, en á móti kemur að niðurskurður gefur okkur ekki heldur neitt 100% öryggi, með þeim niðurskurði, sem orðinn er, er búið að bægja frá hætt- unni af útbreiðslu veikinnar norður um og með tiltölulega einföldum öryggisráðstöfun- um má nokkurn veginn tryggja öryggi nýs fjárstofns á Barða- strönd við samgangi við okkar fé, margir okkar eru með þungar fjárfestingarskuldir á herðunum og mega ekki við neinum áföllum, minnsta rösk- un á núverandi byggð getur leitt til þess að hún hrynji saman, hver frestur. sem við fáum án þess að veikin gjósi upp styrkir vígstöðu okkar, auk þess sem við getum undir- búið okkur að mæta því, ef til hins versta kemur svo að ekki verði undan vikist. Til viðbótar þessu má benda á að í frekara öryggisskyni má: a) girða af land skógræktar ríkisins í Geirþjófsfirði, sem undanfarin ár hefur verið undirlagt beit allan ársins hring, b) girða af það land sem Nátt- úruverndarráð hefur umráð yfir í Vatnsfirði og telur nauð- synlegt að friða fyrir beit, c) þyki of mikið í lagt að tengja þessar girðingar við girðingu, sem fyrihuguð er til að girða af Rauðasandshrepp, má taka upp þá einföldu reglu að allt fé sem rásar á milli áhættusvæða, verði sent til slátrunar, þaðan, sem það kemur fram - en sé ekki hýst og beðið eftir því að það verði sótt. Fé verði með þessu móti vanið í heimahög- um. Reglulegu heilbrigðiseftir- liti og sýnatöku verði haldið áfram þar til sýnt þykir að hættan sé liðin hjá. Það er með öðrum orðum engin ástæða fyrir þeirri „pan- ikkog hysteríu"semeinkennt hefur framferði Sauðfjárveiki- varna eftir að þær vöknuðu af aldarþriðjungs svefni. Síst af öllu er ástæða til að efna til opins ófriðarástands milli stjórnvalda og bænda í V-Barð á hausti komanda eins og Sauðfjarveikivarnir stefna að. Við treystum því að landbún- aðarráðherra verði til þess að ■ fá þá ofan af þessum ráðagerð- um og til að beina kröftum sínum inn á farsælli brautir. Menn þurfa að hafa hugfast að henda ekki barninu út með baðvatninu, að það er sjúk- dómurinn sem þarf að útrýma, en ekki sauðféð né byggðin, sem á ræktun þess byggir. Ólafur Hannibalsson. Það er með öðrum orðum engin ástæða fyrir þeirri „panikk“ og „hysteríu“, sem einkennt hefur framferði Sauðfjárveikivarna eft- ir að þær vöknuðu af aldarþriðj- ungs svefni. Síst af öllu er ástæða til að efna til opins ófriðarástands milli stjórnvalda og bænda í V- Barð á hausti komanda eins og Sauðfjárveikivarnir stefna að. Strakar, NT splæsti nokkrum kollum á ykkur, nú er að standa sig- NT-mynd: Árni Bjarna iöggjafinn sig ekki á því, minnkar virðing fyrir löggjaf- anum og lögum hans. Al- menningur sér lögin sem eitthvað úrelt og leiðinlegt og hefur ekki miklar áhyggjur af því að brjóta þau. Ekki vansvefta? Enn hefur maður ekki heyrt að íslendingar missi nokkurn svefn þó að viðkomandi hafi drukkið nokkuð magn af smygluðum bjór. Þannig er almenningur hættur að líta á bjórbannið sem eitthvað sem fara þurfi eftir, heldur eitthvað sem er úrelt, úr sér gengið og viðhelst einungis vegna kjark- leysis þingmanna, sem finnst öílu þægilegra að tefja mál heldu en að taka afstöðu. Bjórbannið er eitthvað sem hverfur á næstunni, spurningin er einungis sú hvort skipía þurfi nokkrum þingmönnum, úr öllum flokkum, út fyrst, eða hvort þeir sem nú sitja hafa manndóm í sér til að hætta þessari vitleysu og gera nú einu sinni eitthvað sem fólk vill að þeir geri. Þingmenn, samþykkið þið nú bjórinn. Fólkið hefur talað, bæði í orði og í verki, nú stendur á ykkur. Virðing ykkar eykst, og virðing okkar fyrir lögunum eykst. S. Alb. r«i iV>T Málsvari trjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Úlgelandi: Nútiminn h.f. Ritstj: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglysingastj.: Steingrimur.Gislason Innblaðsstj: Oddur Ólalsson Taeknistj.: Gunnar Trausti Guöbjomssoo Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifmg 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideiid 6JI6538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. r. Kaupum íslenskt ■ í gærmorgun hófst hin stórmerka tilraun Hagkaups í samráði við Félag íslenskra iðnrek- enda til að fá íslendinga til að kaupa innlendar vörur í stað erlendra, þegar kostur er á. Við kynningu á stórátaki þessu, hefur komið fram hjá aðstandendum þess, að markaðshlut- deild íslenskra iðnaðarvara sé aðeins um 50% af sölu hér á landi. Meðal nágrannaþjóðanna er hins vegar algengast að sambærilegt hlutfall innlendra vara á heimamarkaði sé um 70-80%. Takist forráðamönnum átaksins að fá íslendinga til að kaupa innlent í svipuðu hlutfalli og í nágrannalöndunum, þá væri ekki aðeins hægt að þurrka út viðskiptahalla landsmanna, sem nú nemur um 4500 milljónum á ári, heldur tækist einnig að auka þjóðarframleiðslu okkar um heil 3%, en framleiðslan hefur staðið í stað að undanförnu. Það fer því ekki milli mála, að hér er um stórmál að ræða. Átakið til að auka sölu á innlendri framleiðslu undir kjörorðinu „Hagkaup á heimavelli“ mun standa út næstu viku og munu um 70 íslensk iðnfyrirtæki taka beinan þátt í kynningum á framleiðsluvörum sínum í verslunum Hagkaups meðan á átakinu stendur. Að mati fróðustu manna, eru íslenskar iðnað- arvörur nú orðnar meira en vel samkeppnisfærar bæði hvað varðar gæði og þá einnig verð. Fær gjalda þess hins vegar, að árum saman var frekar litið niður á innlenda framleiðslu og kom þar margt til. Höft og innflutningsbönn gerðu er- lendar vörur eftirsóknarverðar, þótt ekki væri nema hve sjaldséðar þær voru. Fessi sama haftastefna gerði einnig að verkum, að innlendir framleiðendur höfðu litla sem enga ástæðu til að bæta vörur sínar þar sem þeir voru í raun í einokunarstöðu. Afnám hafta og aukið viðskiptafrelsi hefur hins vegar breytt þessu verulega, þrátt fyrir hrakspár margra. Almenningur fór að gera sér grein fyrir, að erlendu vörurnar voru í raun ekkert vandaðri en þær innlendu og hérlend framleiðsla fór að þróast hraðar til að vera fær um að taka þátt í samkeppninni. Gott dæmi um þetta er sennilega innlendi bakaraiðnaðurinn, sem á mikið hrós skilið. Þegar innflutningur á erlendum kökubotnum hófst fyrir nokkrum árum, spáðu margir að það væri upphafið á endi innlendrar kökugerðar. Fær erlendu voru sagðar bæði betri og þá sérstaklega ódýrari. í dag horfum við hins vegar á einn vandaðasta bakaraiðnað veraldar og innfluttir kökubotnar sjást varla lengur í verslun- um landsmanna. Þannig getur frelsi í viðskiptum haft verulega góða hluti í för með sér. Og þannig getur hið merka átak Hagkaups og Félags íslenskra iðn- rekenda haft mikilvægar og góðar afleiðingar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.