NT - 08.05.1985, Blaðsíða 11

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 11
 Miðvikudagur 8. maí 1985 11 Vettvangur Opið bréf til miðstjórnar ASÍ NT-mynd: Róberl einkamál eins eða neins. Alþýðusambandið hefði kosið, að sem víðtækust samstaða tækist um þessi rnál og að allir aðilar legðust á eitt um að þrýsta á aðgerð- ir af hálfu ríkisstjórnar og löggjafarvalds um úrbætur í þessum málaflokki. Al- þýðusambandið hlýtur að treysta því, að áhugamenn urn úrbætur í húsnæðismál- um kjósi fremur að leggjast á eitt með Alþýðusamband-- inu um skjótar aðgerðir stjórnvalda, fremur en að reyna að ala á tortryggni rneð þeim hætti sem gert er í bréfi þeirra. Reykjavík 6. inaí 1985 Björn Björnsson Grétar Þorsteinsson ■ í fjölmiðlum hafa nú verið kynntar ákveðnar aðgerðir til jöfnunar á greiðslubyrði af húsnæðisstjórnarlánum. Um þær mun hafa verið samið af fulltrúum ríkisvaldsins og ASÍ. Þótt forseti ASÍ hafi sagt í útvarpsviðtali að þetta væri aðeins hluti þeirra úrræða sem á dagskrá væru, má ráða af umsögnum hlutaðeigandi aðila að ríkisvaldið ætli ekki að teygja sig lengra til lausnar á vanda húsnæðiskaupenda. Af þessu tilefni teljum við nauðsynlegt að benda miðstjórn ASÍ á eftirfarandi: Nái greiðslujöfnunin aðeins til húsnæðisstjórnarlána, verður hún léttvæg fundin. Því aðeins leysir slík aðgerð einhvern vanda, að um hana verði einnig samið við lífeyrissjóði og ríkis- bönkunum jafnframt gert skylt að bjóða upp á sömu kjör. Þegar fulltrúar ASÍ gengu til samninga við ríkisvaldið um lausn á húsnæðisvandanum, hafði myndast fjöldahreyfing sem hugðist knýja á um raun- verulegar úrbætur í þessum mál- um og bent á raunhæfar leiðir til lausnar vandanum. Sú hreyfing spratt upp vegna þess að fjöldi heimila var að komast á vonar- völ og eygði þarna möguleika á að geta með samtökum rétt sinn hluti. Þetta fólk er ennþá stað- ráðið í því að rétta sinn hlut og fagnar stuðningi allra þeirra sem leggja vilja þessu máli lið þar á meðal að sjálfsögðu ASÍ. Það er hins vegar augljóst að ríkis- stjórnin greip samningsvilja ASÍ fegins hendi vegna komandi kjarasamninga. Það sem út úr þessum samn- ingum eða samráði hefur komið •virðist harla lítils virði. Forsætisráðherra hafði viður- kennt, að lántakendur hefðu verið látnir sæta ósanngjörnum kjörum um árabil og lýst vilja sínum til að leiðrétta það mis- rétti. Hér hefðu þurft að köma til endurgreiðslur, og úr því að ASÍ hóf samningaviðræður á annað borð, hefðu þær átt að ■ Vegna bréfs áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum vilja undirritaðir taka fram eftirfarandi: 1. I bréfi áhugamanna segir, að í viðræðum þeirra við fulltrúa stjórnmálaflokka og ríkisstjórnarinnar „...hafi komið fram al- mennur vilji til þess að leysa þessi mál..“ og er þar átt við endurgreiðslur til húsbyggjenda. Sé þetta rétt ber að fagna því, en spyrja verður hjá hverjum, hvar og hvenær vilji stjórnvalda í þessu efni hefur komið fram. í þeim viðræðum sem við áttum við nefnd stjórn- valda um þessi mál var þessari leið alfarið hafnað. 2. Ljóster,aðmargtvaróljóst og ófrágengið í þeim drög- um að frv. til greiðslu- jöfnunar, sem fyrir lágu þegar fulltrúar ÁSÍ hó'fu viðræður við nefnd stjórn- valda um þau mál. Sú niður- staða sem fékkst í þessu máli var ekki óskaniður- staða, en þó tvímælalaust mun hagstæðari hús- byggjendum í greiðslu- vandræðum en upphaflegu drögin. Fram hefur komið, að ASÍ hefði fremur kosið, að viðmiðun greiðslu- jöfnunar væri taxtakaup en ekki hvorutveggja taxtar og tekjur. Fulltrúar ASÍ hafa líka beint því til ríkisstjórn- arinnar, að hún hlutist til um að hliðstætt fyrirkomu- lag verði tekið upp hjá ríkis- bönkunum. Jafnframt er ljóst, að fulltrúar verkalýðs- félaga í stjórnum lífeyris- sjóða hafa fullan vilja til þess, að á þeim vettvangi verði samsvarandi fyrir- komulag tekið upp. 3. Við hljótum að andmæla því harðlega, að af réttlát- um kröfum húsbyggjenda hafi á einhvern hátt verið slegið í viðræðum ASÍ við nefnd stjórnvalda. Það hef- ur skýrt komið fram, að á þann áfanga sem nú hefur náðst verður að líta sem skref til réttrar áttar, en engan veginn að einhverj- um markmiðum hafi verið náð. Fulltrúar ASI hafa t.a.m. lagt áherslu á að vextir á verðtryggðum lán- um yrðu þegar í stað lækk- aðir. Tafarlaus lækkun vaxta á þessum lánúm er hvað brýnasta hagsmuna- mál húsbyggjenda. Því mið- ur nefna áhugamennirnir þennan þátt ekki í bréfi sínu, en mikilvægt er að þrýstingur í þessu efni komi sem víðast að. 4. Af hendi ríkisstjórnarinnar hefur því verið lýst af- dráttarlaust yfir, að skatta- afsláttur til húsbyggjenda komi ekki til greina á árinu 1985. Þessu hefðunt við kosið að þoka áleiðis, en til þess skortir vilja stjórn- valda. 5. Af hálfu ASÍ hefur ítrekað verið bent á, að tilfærslur til húsbyggjenda sem nú eru í vandræðum mega alls ekki verða á kostnað þeirra sem nú hyggja á framkváemdir. Ekki má rýra ráðstöfunarfé byggingarsjóðanna. Því er nauðsynlegt að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að afla aukins fjár til húsnæðislánakerfisins. 6. Úrbætur í málefnum hús- byggjenda eru knýjandi. Húsnæðismál eru ekkert snúast um á hvern hátt slíkri leiðréttingu yrði við komið. í viðræðum okkar við stjórn- málaflokkana og fulltrúa ríkis- stjórnarinnar hafði komið fram almennur vilji til þess að leysa þessi mál og m.a. að fara inn á braut greiðslujöfnunar svo um þá leið þurfti ekki að semja. í viðræðum okkar við fulltrúa ríkisstjórnarinnar hafði einnig komið fram að skattalækkunar- leið væri að þeirra mati vænleg leið til þess að leiðrétta þær umframgreiðslur sem húsnæðis- kaupendur hafa þurft að bera á undanförnum árum. Við lýstum eindregnum óskum um að þetta kæmi til framkvæmda þegar á þessu ári, en svo virðist sem þessi leið hafi verið sett til hliðar er líða tók á samninga- eða samráðsviðræður ríkis- stjórnarinnar og ASÍ. Þessi afgreiðsla er óþolandi. Húsnæðiskaupendur sem sætt hafa afarkjörum um nokkurra ára skeið eiga rétt á tafarlausum úrbótum. Þetta hafa stjórn- málamenn úr öllum flokkum viðurkennt. Þess vegna er óþol- andi ef af sjálfsögðum og réttlát- um kröfum er slegið. Ahugamenn um úrbætur í húsnæðismálum ■ Talsmenn samtaka um úrbætur í húsnæðismálum. ASÍ svarar Háskólabíó: í þessu stríði eru aðeins fórnarlömb eftir henni, þegar fleiri lík eru hirt upp af götunni en síðast. Líkin eru jú eina mælistikan. sem notuð er til að meta alvöru málsins. Aft- ur á móti vitum við ekki nokkurn skapaðan hlut um þá, sem uppi standa og eru vitni að skefjalausu ofbeld- inu. Allir írar eru jú ekki hryðjuverkamenn. Cal reynir að skyggnast á bak við fyrirsagnir dagblað- anna og bregða örlitlu ljósi á fórnarlömb átakanna. Og það tekst henni bara nokkuð vel, á yfirlætislausan og snyrtilegan hátt. Calerungur kaþólskur og atvinnulaus piltur, sem býr með föður sínum mitt í hverfi mótmæl- enda. Hann flækist inn í ofbeldisátökin, 'meira fyrir eigin aumingjaskap heldur en sannfæringu um ágæti málstaðarins. Piltur verður svo ástfanginn af ungri ekkju lögreglumanns, sem hann átti þátt í að senda inn í eilífðina árið áður. Cal reynir að flýja undan hörmungum hversdagsins á náðir ástar- innar, en það gengur nú svona og svona. Höfundar mýndarinnar forðast að taka nokkra af- stöðu til hinná stríðandi fylk- inga á Norður-írlandi. í þeim fáránlegu átökum, sern þar eiga sér stað, eru engar hetjur, aðeins fórnarlömb. Slík afstaða var hárrétt, þar sem myndin verður mun áhrifameiri fyrir bragðið. Kvikmyndalega séð er Cal mjög hefðbundin mynd, þar sem öll frumlegheit eru látin lönd og leið. En hún byggir á traustu handriti með vel mótuðum persónum. Per- sónum af holdi og blóði, fólki, sem okkur stendur ekki á sama um. Góður leik- ur þeirra Helen Mirren, sem fékk verðlaun í Cannes fyrir túlkun sína á ekkjunni, og John Lynch, lyfta myndinni vel upp fyrir meðalmennsk- una. John Lynch leikur hér í sinni fyrstu kvikmynd og var stundum alveg ótrúlegt hversu vel honum tókst að koma til skila umkomuleysi persónunnar. Hann er sann- arlega leikari, sem vert verð- ur að fylgjast með í meiri átökum. Guðlaugur Bergmundsson ■ Cal. írland 1984. Handrit: Bernard Mac- Laverty. Leikendur: Helen Mirren, John Lynch, Donal McCann, John Kavanagh, Stevan Rimkus, Kitty Gibson, Ray McAnally. Framieiðendur: David Putt- nam og Stuart Craig. Leik- stjóri: Pat O’Connor. Borgarastyrjöldin á ír- landi hefur verið svo lengi í fréttum, að menn eru eigin- lega búnir að gleyma henni. Það er helst, að menn muna Helen Mirren og John Lynch í hlutverkum elskendanna í stríðshrjáðu Norður-írlandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.