NT - 08.05.1985, Blaðsíða 4

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 8. maí 1985 Thomas Baldner stjórnar síðustu áskriftartónleikum íslensku hljómsveitarinnar: Vatnasvæði Frumflutt verður verk eftirJosephK.C. Fung ■ Síðustu áskriftartónleikar íslensku hljómsveitarinnar á starfsárinu verða í kvöld í Bú- staðakirkju og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru Appalcian Spring, svíta fyrir kammer- hljómsveit eftir Aaron Copland, Konsert fyrir gítar og kammerhljómsveit eftir Joseph Ka Cheung Fung, Valse fyrir kammerhljómsveit eftir Francis Poulanc og Danses Concertant- es fyrir kammerhljómsveit eftir Igor Stravinsky. Stjórnandi verður Thomas Baldner. Gítarkonsertinn eftir Joseph Fung verður nú frumfluttur, en hann var saminn fyrir tilstuðlan Islensku hljómsveitarinnar og leikur höfundurinn einlcik. Jos- eph Ka Cheung Fung fæddist í Hong Kong og fluttist til Englands, þar sem hann hugðist nema raunvísindi. Pað varðhins vegar tónlistin sem náði yfir- höndinni og hann lauk prófi í gítarleik og tónlist frá Royal Northern College of Music í Manchester árið 1979, þar sem kennarar hans voru m.a. Gor- don Crosskey og hinn heims- frægi gítarleikari John Will- iams. Hann starfaði við þennan skóla einn vetur eftir burtfar- arprófið, en fluttist þá til íslands og kenndi við Tónskóla Sigur- sveins í fjóra vetur. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika, bæði á Englandi og íslandi og lcikið bæði cigin tónvcrk og annarra. Hann stundar nú tón- smíðanám hjá Ton Dc Leeuw við Sweelinck tónlistarháskól- ann í Amsterdam. Stjórnandi (slensku hljórn- sveitarinnar í kvöld, Thomas Baldner, er prófessor í hljóm- sveitarstjórn við háskólann í Bloomington og þar ber hann hitann og þungann af starfsemi 7 sinfóníuliljómsveita og óperu- •húss. Hann er þýskur að upp- runa, uppalinn í Berlín. Hann lauk meistaraprófi frá Bloom- ington tónlistarháskólanum og vakti fyrst eftirtekt á alþjóða- vettvangi, er hann vann til fyrstu verðlauna í keppni ungra hljóm- sveitarstjóra á Italíu, þeirri sem kennd er við heilaga Sesselju. Hann- hefur starfað beggja vegna Atlantshafsins sem hljómsveitarstjóri og stjórnað hljómsveitum á bo;ð við Berlín- ar- og Lundúnafílharmoníurn- ar. Hann var aðalstjórnandi Rheinisches Kammerorchester í Köln frá 1963-1971 og síðan gestastjórnandi fjölda hljóm- sveita í Suður-Ameríku og Asíu. boðið út ■ Veiðifélag Faxa í Biskupstungum hefur ákveðið að bjóða út vatna- svæði Tungufljóts til leigu með væntanlega fiskirækt í huga. Þetta kom fram í samtali NT við formann félagsins, Svavar Sveins- son á Drumboddsstöðum. Svæði þetta er rúmlega 40 kílómetrar á lengd og er laxastigi í ánni við Vatnsleysufoss (Faxafoss) en hann hefur ekki nýst sem skyldi til þessa. Samstarfsráðherrar undirrita: Tvær skrifstofur verða að einni Thomas Baldner. Joseph Ka Cheung Fung. ■ Samstarfsráðherrar Norðurlandanna hafa undirrit- að breytingu á Helsinkisamn- ingnum um samstarf Norður- landanna, svo og samningi um norrænt menningarsamstarf. Breyting þessi hefur í för með sér sameiningu skrifstofa ráð- herranefndarinnar í Kaup- mannahöfn og Osló í eina skrif- stofu í Kaupmannahöfn mun leysa hinar tvær af hólmi. sem Breytingunni er ætlað að sam- ræma betur norrænt samstarf, m.a. með því að sameina stjórnun, fjárlagagerð og upp- lýsingastarfsemi. ■ Jón Sigurðsson, skólastjóri Samvinnuskólans, óskar Sigríði Helgu Sveinsdóttur til hamingju með hæstu lokaeinkunn á sam- vinnuskólaprófi. Skólaslit á Bifröst ■ Sigríður Helga Sveinsdóttir, Dam'el Unnsteinn Ámason og Sigríður Pála Konráðsdóttir. Þau voru þrjú með hæstu einkunn á samvinnu- skólaprófi. M-nnmlir: Finnbo|;i ■ Samvinnuskólanum á Bif- röst var slitið 1. maí s.l. á 100 ára afmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu og 30 ára afmæli skólans á Bifröst. Yfir 300 manns voru viðstaddir skólaslit- in og voru margir eldri árgangar skólans viðstaddir og færðu skólanum gjafir. Allir stóðust próf í 1. og 2. bekk en hæstu einkunn á sam- vinnuskólaprófi hlaut Sigríður Helga Sveinsdóttir frá Borgar- nesi og hún hlaut einnig Bók- færslubikarinn. Sigríður Helga hlaut 9.00 í meðaleinkunn. Annar varð Daníel Unnsteinn Árnason frá Kópaskeri og þriðja varð Sigríður Pála Kon- ráðsdóttir úr Skagafirði en hún hlaut einnig viðurkenningu úr menningarsjóði Jónasar Jóns- sonar fyrir íslenskt mál i ræðu og riti. í yfirlitsræðu Jóns Sigurðs- sonar skólastjóra kom fram að miklar breytingar hafa orðið á kennslugögnum og námsað- stöðu á Bifröst. Þar er helst að nefna nýtt tölvukerfi sem skól- inn tók í notkun í haust. Jón minntist einnig aldaraf- mælis Jónasar Jónssonar, fyrsta skólastjóra Samvinnuskólans, í ræðu sinni. Arnarflug: Nýr yfir- flugstjóri ■ Guðmundur Magnússon flugstjóri hefur verið ráðinn yfirflugstjóri Arnarflugs og tók hann við störfum þann 1. maí af Arngrími Jóhannssyni. Guðmundur Magnússon hefur starfað hjá Arnarflugi síðan á árinu 1977. Arnarflug hefur einnig skip- að þrjá nýja eftirlitsflugmenn á flugvélum félagsins. Karl Bragi Jóhannesson verður eftirlitsflugmaður á Boeing 707, Mekkinó Björnsson á Boeing 737 og Jón Grímsson á innanlandsvélum félagsins, Twin Otter og Cessna. Hjólbarða- þjónusta fyrir allar stærðir og gerðir af bílum, fólksbíla, vörubíla og sendiferðabíla. Höfum mikið magn af kaldsóluðum, heilsóluðum og radíaldekkjum á lager. Öll hjólbarðaþjónusta innanhúss. Komið og reynið viðskiptin í nýju húsnæði okkar. Ath. Gegn framvísun þessarar auglýsíngar veitum við 5% kynningarafslátt. Kaldsóhinhf. Dugguvogi 2. Simi: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn. Þýskaland: Bjór fer illaí hafnar- verkamenn ■ Læknadeild háskólans í Hamborg hefur látið rannsaka áfengismagn í blóði 103 manna sem lentu í vinnuslysum við höfnina þar 1976-1983. Niðurstöðurnar urðu þær að 82,5% voru með í blóði sínu meira en 1,5% áfengis. Aðeins5,8% þeirra sem rannsakaðir voru reyndust vera með minna en 0,5% áfengis í blóði. \ Þessar upplýsingar koma fram í fréttatil- kynningu sem Áfengisvarnaráð hefur sent frá sér. Aftan við tilkynninguna er þessum orðum hnýtt: „Pjóðverjar eru, sem kunnugt er, einhverjir mestu bjórdrykkjumenn í Evrppu." ■ Bærinn Kjarnholt í Biskupstungum stendur ofarlega í sveitinni og sér þaðan vel til fjalla og aö Geysissvæðinu sem þarna blasir við. Sumardvöl í Kjarnholtum: w Utreiðar, íþrótta- námskeið og ferðalög ■ Aö Kjarnholtum í Biskups- tungum verður á sumri komandi starfrækt sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. Verður börnunum þar boð- ið upp á hálfsmánaðar vist þar sem þau kynnast margvíslegum sveitastörfum en hefðbundinn búskapur er rekinn í Kjarnholt- um. Þá verður íþróttakennari á staðnum sem leiðbeinir börnun- um á námskeiði og frá Kjarn- holtum verður farið í ferðalög um nágrennið með viðkomu að Gullfoss og Geysi. Sundlaug sveitarinnar verður heimsótt. útreiðar og léttar fjallgöngur stundaðar. Dvöl í Kjarnholtum er hægt að panta í síma 53443 á daginn eða í síma 17795 á kvöldin og er þátttakendum bent á að panta dvöl í tíma því útlit er fyrir mikla aðsókn. Fyrsta námskeið- ið hefst 27. þessa mánaðar og stendur til 8. júní.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.