NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 08.05.1985, Qupperneq 8

NT - 08.05.1985, Qupperneq 8
 Miðvikudagur 8. maí 1985 8 Viltu kvarta yf ir auglýsingu? Ný siðanefnd sett á laggirnar ■ Algengt er, að í einstökum starfsgreinum séu settar reglur, sem ætlað er að tryggja sanngjarna og heiðarlega sam- keppni og vinnureglur innan starfsgreinarinnar. Má sem dæmi um slíkt nefna siðareglur blaðamanna, lögfræðinga og lækna. Reglur, sem aðilarsetja sér þannig sjálfir og eru al- mennt viðurkenndar, þykja vel til þess fallnar að hvetja menn til sjálfsaga, þar sem menn ganga sjálfviljugir undir þær. í samræmi við þetta hefur Alþjóðaverslunarráðið látið siðareglur á sviði viðskiptalífs- ins til sín taka. Þegar á árinu 1937 voru á þess vegum birtar siðareglur um auglýsingastarf- semi, sem síðan hafa verið endurskoðaðar með vissu millibili. Nýjasta útgáfa þeirra er frá árinu 1973 með viðbót um auglýsingar og börn frá 1984. Grundvallarhugmyndir siðareglna um auglýsingar eru, að allar auglýsingar skuli vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýs- ingar skulu samdar með tilliti til félagslegrar ábyrgðar og þess gætt að viðteknum hefð- um um sanngirni í samkeppni sé fylgt. Reglurnar fjalla um alla auglýsingastarfsemi, hvort sem um er að ræða vörur eða þjónustu, og þeim er ætlað að vera mælikvarði fyrir alla aðila er starfa á sviði auglýsinga, jafnt auglýsendur, auglýsinga- stofur og fjölmiðla. Allt frá stofnun Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) árið 1978 hafa auglýsinga- stofur innan sambandsins haft siðareglur Alþjóðaverslunar- ráðsins til viðmiðunar í störf- um sínum. Á vegum SÍA hefur frá upphafi starfað siðanefnd sem skipuð var þrem fulltrúum kosnum á aðalfundi ár hvert. Siðanefndin fjallaði fyrst og fremst um meint brot SÍA- stofa á siðareglunum, en lítið um brot annarra aðila. Á síðastliðnu ári fór stjórn SÍA fram á það við Verslunar- ráð íslands og Neytendasam- tökin, að þessir aðilar gengju til samstarfs við SIA um starf siðanefndar um auglýsingar. Til grundvallar lá, að Verslun- arráðið væri eins konar sam- nefnari fyrir auglýsendur en Neytendasamtökin fyrir þá, sem auglýsingum er beint til. Þessu var vel tekið og hóf ný siðanefnd störf um sl. áramót, skipuð þreni fulltrúum SÍA, einum fulltrúa frá Verslunar- ráðinu og einum frá Neytenda- samtökunum. Siðanefndin hefur sett sér starfsreglur, en samkvæmt þeim getur hver sem er beint kærum eða athugasemdum til nefndarinnar vegna auglýs- inga, sem viðkomandi telur á einhvern hátt vafasamar. Samband íslenskra auglýs- ingastofa hefur nú gefié? át bækling sem hefur að CijfflB* siðareglur Alþjóðaverslunft ráðsins um auglýsingar, starfs- reglur siðanefndar um auglýs- ingar og reglur um flutning auglýsinga í útvarpi og sjón- varpi, sem settar eru af út- varpsstjóra. Þá eru í bæklingn- um ýmislagaákvæði, semfjalla um auglýsingar og efni þeirra. Mun siðanefndin á næstu dög- um kynna þennan bækling og efni hans fyrir auglýsingastjór- um stærstu fjölmiðlanna og jafnframt óska eftir því að fjölmiðlarnir leggi sitt af mörk- um til þess að tryggja að farið verði eftir siðareglunum. Verður að telja það mjög mikilvægt að sem flestir telji sér bæði rétt og skylt að ástunda heiðarlega og sann- gjarna viðskiptahætti á sviði auglýsinga sem á öðrum svið- um viðskiptalífsins. Samband íslenskra auglýs- ingastofa leggur siðanefnd um auglýsingar til starfsaðstöðu í húsnæði SÍA á Háteigsvegi 3 í Reykjavík og vinnur fram- kvæmdastjóri SÍA jafnframt með nefndinni. í siðanefndinni eiga nú sæti: Hilmar Sigurðsson, Bjarni D. Jónsson og Ernst Backman, fulltrúar SÍA, Sigvaldi Þor- steinsson, fulltrúi Verslunar- ráðs íslands og Guðsteinn V. Guðmundsson, fulltrúi Neyt- endasamtakanna. Hilrnar Sig- urðsson er formaður nefndar- innar. ■ Nýja siðanefndin ásamt Sólveigu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra SÍA. Siðareglur um auglýsingar 1. gr. Velsæmi Auglýsingar skulu ekki inni- halda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn al- mennri velsæmiskennd. 2. gr. Heiðarleiki Auglýsingar skal semja þannig að traust neytandans, takmörkuð reynsla hans eða þekking sé ekki misnotuð. 3. gr 1. Auglýsingar skulu ekki að ástæðulausu höfða til ótta fólks. 2. Auglýsingar skulu ekki höfða til hjátrúar. 3. Auglýsingar skulu ekki inni- halda neitt sem getur hvatt til ofbeldis'verka eða stutt slíkt athæfi. 4. gr. Sannleiksgildi 1. Auglýsingar skulu ekki innihalda staðhæfingar eða myndir sem líklegar eru til að viíla um fyrir neytandanum, beint eða óbeint, með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauðsynlegum upplýsing- um eða með því að nota tvíræða framsetningu eða ýkjur. Þetta snertir einkum: a) Eðli söluvarnings, samsetn- ingu hans, framleiðsluað- ferð og framleiðslutíma, notagildi miðað við tilgang, notkunarsvið, magn, nafn upprunalegs framleiðanda og framleiðsluland. b) Verð vörunnar og heildar- kostnað við afhendingu. c) Sérstaka söluskilmála, svo sem kaupleigusamninga og reikningsviðskipti (sjá Við- auka). d) Afhendingarskilmála, skipti á varningi, endur- sendingu og viðgerðar og viðhaldsþjónustu. e) Ábyrgðarskilmála (sjá Við- auka) f) Utgáfurétt og réttindi iðn- aðaraðila, svo sem einka- leyfi, vörumerki, hönnunar- aðferðir og módel, og vöru- nöfn framleiðenda. g) Opinbera viðurkenningu eða gæðastimpil, einnig verðlaun af margvíslegu tagi. 2. 1 auglýsingum skal ekki misnota niðurstöður rann- sókna né heldur tilvitnanir í tæknileg eða vísindaleg rit. Tölfræðilegar upplýsingar skulu ekki notaðar þannig að þær gefi í skyn annað en það sem er sannleikanum samkvæmt. Ekki skal nota tækniorð á villandi hátt. Ekki skal nota óþarfa fræðiorð til að gefa í skyn að auglýstir eigin- leikar séu vísindalega staðfest- ir, ef svo er ekki. 5. gr. Samanburður Ef samanburður er notaður í auglýsingum skal þess gætt að samanburðurinn sjálfur sé ekki villandi og að hann brjóti ekki gegn grundvallarreglum um sanngirni í samkeppni. Saman- burðaratriði skulu byggð á staðreyndum sem ganga má úr skugga um og slík atriði skulu valin sanngjarnlega. 6. gr. Vitnisburður Auglýsingar skulu ekki inni- halda vitnisburð eða meðmæli nema slíkumsögn sé raunveru- lega fyrir hendi og reynsla vitnisburðargjafa málinu skyld. Ekki skal nota í auglýs- ingum úreltan vitnisburð eða meðmæli né heldur slíkan stuðning ef hann er fallinn úr gildi af öðrum ástæðum. 7. gr. Last í auglýsingum skal ekki hall- mæla neinu fyrirtæki eða sam- keppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti í skyn. Gildir þetta jafnt um fyrirlitn- ingu, skop og önnur brögð í sama tilgangi. 8. gr. Verndun einkalífs í auglýsingum skal ekki sýna eða minnast á einstaklinga, hvort sem þeir starfa á eigin eða opinberu sviði, nema áður fengin heimild sé fyrir hendi. Ekki skal í auglýsingum heldur1 sýna eða minnast á eignir fólks á neinn hátt sem túlka mætti sem meðmæli eigandans, nema að fengnu samþykki hans. 9. gr. Misnotkun á velvild 1. í auglýsingum skal ekki nota nafn eða upphafsstafi neins ins fyrirtækis eða stofnunar, nema ástæða sé til og heimild fyrir hendi. 2. I auglýsingum skal ekki hagnýta óheiðarlega þá velvild sem vöruheiti, tákn eða fram- leiðsla óviðkomandi aðila hef- ur áunnið sér né heldur árang- ur sem fengist hefur í auglýs- ingaherferðum þeirra. 10. gr. Eftirlíking 1. Við gerð auglýsingar skal ekki stæla uppsetningu („la- yout“), texta, mynd, tónlistar- eða hljóðnotkun annarrar auglýsingar, né líkja eftir henni á annan hátt sem senni- legt er að villi um fyrir neyt- endum. Þegar auglýsandi starfar í mörgum löndum og hefur áunnið vissri vöru nokkurt orð í einhverju landanna, skulu aðrir auglýsendur í hinum löndunum ekki stæla óheiðar- Iega auglýsingar hins fyrst- nefnda, þar sem slíkt myndi koma í veg fyrir eðlilegt gagn hans af auglýsingaverki sínu annars staðar. 11.gr. Sérkenni auglýsinga Auglýsingar skulu hafa greinileg sérkenni, í hvaða formi sem þær birtast og án tillits til hvar þær koma fram. Ef auglýsing birtist í fjölmiðli sem einnig dreifir fréttum eða stefnumarkandi greinum, skal sjá til þess að hún sé auð- þekkjanleg sem auglýsing. 12. gr. Virðing fyrir öryggi Auglýsingar skulu ekki sýna eða lýsa á neinn hátt hættulegu atferli eða atvikum þar sem öryggi er vanvirt nema sérstök ástæða sé til í menntunarlegum eða félagslegum tilgangi. Var- úð skal sérstaklega viðhöfð í auglýsingum sem höfða til barna eða unglinga eða sýna slíka aldursflokka. 13. gr. Börn og unglingar 1. í auglýsingum skal ekki misnota hina eðlilegu trúgirni barna né reynsluskort yngri kynslóðarinnar og skal þess

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.