NT - 08.05.1985, Page 5

NT - 08.05.1985, Page 5
Miðvikudagur 8. maí 1985 5 500 I kr. 15.500.- 650 I kr. 16.500.- Hafið samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar Vinsamlega gerið pantanir strax Þaðgræreftir þann græna Globusi LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555 Margir kallaðir, en fáir útvaldir átta komust inn, 55 fengu neitun ■ Það var ánægður hópur sem NT hitti á tröppum leiklistarskólans á mánudag. Hópnum, sem saman- stendur af þremur strákum og fimm stelpum, hafði tekist að fá inngöngu í leiklistarskólann. Alls sóttu 63 um inngöngu. Umsækjendur þreyttn erfið próf áður en útséð var um hverjir hlytu inngöngu í skólann. Helga Hjörvar skólastjóri leiklist- arskólans sagði í samtali við NT að erfitt hefði verið að velja þessa átta einstaklinga úr öllum umsækjend-_^ um. „Við erum bundin af lögum, sem takmarka þann fjölda nemenda sem hægt er að veita inngöngu hverju sinni. Þó svo að einungis átta hafi hlotið náð fyrir okkar augum, er ekki þar með sagt að í hópnum hafi ekki verið fleiri leikaraefni. Við val á nemendum reynum við að velja úr það fólk sem fjölhæfast var, og verðum við að treysta á okkar innsæi. Síðan spilar stóran þátt í valinu, að margir hafa leikið áður með leikflokkum.“ Fimm manns skipa nefndina sem velur úr hópi umsækjenda, og þau eru: Helga Hjörvar skólastjóri, full- trúi kennara við skólann Hilde Helgadóttir, fulltrúi leikstjórafé- lagsins Lárus Ýmir Óskarsson, full- trúi skólanefndar Stefán Baldursson og kennarafundur útnefndi Sigurð Karlsson leikara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sæki um inngöngu í skólann"-sagði Steinn Ármann Magnússon, kallað- urTyman, í samtali við NT. „Égátti ekki von á að komast inn, en síðan þegar farið var að æfa, þá sá ég að ég átti fyllilega erindi í inntökupróf- ið. Annars þá er maður ekki enn búinn að átta sig á hlutunum. Ég er ekki lentur ennþá. Þetta er rosa- legt.“ Að lokum sagði Tyman að hann hlakkaði til þess að starfa með hópnum sem samanstæði af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki, og kastaði síðan fram þeirri lífsspeki sem hann lifir eftir. „Lífið heldur áfram og ég lifiðí en einhverntíman verðurða fyrirbý" Helga Braga Jónsdóttir upprenn- andi leiklistargyðja hefur alið með sér drauminn um að verða leikkona síðan hún man eftir sér. „Ætii ég sé ekki þetta klassíska dæmi um stúlku sem elur með sér drauminn um að verða leikkona, og nú virðist hann vera að rætast.“ Helga hefur leikið með Skaga-leikflokknum frá því hún var smá stúlka. „Þetta var stressandi tími á með- an að prófin stóðu yfir. Maður vissi alltaf af því að möguleikarnir á því að komast inn voru fyrir hendi. Samt reyndi maður að loka úti hugsunina um að komast ekki inn, og bara gera sitt besta. Nú er maður komin inn og allar dyr standa opnar. Hitt er svo annað að maður verður að standa sig vel, þó ekki væri nema vegna þeirra sem ekki komust inn,“ sagði Helga að lokum. jgrjEfX áburðardreifarar 'KæSb \ á frábæru verði Strandakonur á móti bjórnum ■ Áskorun til alþingismanna um að leyfa ekki bjór í iandinu, síst á ári æskunnar eða á nokkru öðru ári var meðal samþykkta er gerðar voru á aðalfundi Kvcnfélagssambands Stranda- sýslu fyrir skömmu. Jafnframt var samþykkt áskorun til heil- brigðisráðherra um að hann vinni að því að hópskoðun með myndatöku af brjóstum kvenna komist í framkvæmd sem allra fyrst, með því að tryggja rekstrargrundvöll fyrir starf- semina. Þá er skorað á sýslu- mann Strandasýslu að beita sér fyrir aukinni umferðarfræðslu í skólum í héraðinu. Sagt var áberandi á þéttbýlisstöðum, t.d. Hólmavík, að umferðarreglur séu ekki virtar. Kvenfélagskonur létu í ljós mikinn áhuga á verkefni 19. júní nefndar um sameiginlegt átak í skógrækt í sumar í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi hér á landi. Fram kom að hcimilisfræðsla í grunnskólum sé víða ekki komin í framkvæmd, þó orðin sé lögboðin námsgrein. Þarsem heimilsfræði hefur verið kennd er hún sögð hafa mælst mjög vel fyrir. Kvenfélagssambandið ákvað að styrkja Hérðassamband Strandamanna með 10 þús. króna framlagi í tilefni af ári æskunnar. Á s.i. vetri gáfu kvenfélögin eyrnaþrýstimæli til heilsugæslustöðvarinnar á Hólmavík. Úthlutað 2.600.000 króna styrkj- um úr Þjóðhá- tíðarsjóði: ■ Nemendumir átta sem fengu inngöngu, ásamt skólastjóranum Helgu Hjörvar. Myndin er tekin í sólskini og því vissara að píra augun til þess að blindast ekki. M-mvnd: Arni Bjarna Leiklistarskóli íslands: 650 þús. til rann- sókna á Stóru*Borg Jökulsárgljúfrum, framhald við- gerða á prestsseturshúsinu á Skútustöðum og endurbætur á húsum ráðsins í Skaftafelli. Styrktarfé Þjóðminjasafnsins mun að öllu leyti renna til fornleifarannsókna á Stóru- Borg undir Eyjafjöllum. Af hinum 67 umsækjendum voru 21 senr úthlutað var styrkjum. Komu 40-100 þús. krónur í hlut hvers, að einum undanskildum. Af verkefnum sem styrkirnir voru veittir til má nefna: Endurbygging Kútters Sigurfara - Útgáfa síðastá bind- is Landsyfirréttar- og Hæsta- réttardóma 1802-1873 - Útgáfa á verki um aðfara þjóðhátíðar 1974 - Viðgerð á Löngubúð á Djúpavogi - Endursmíði Lax- dalshúss - Ritun og útgáfa sögu ísl. glímunnar - Skjólbeltagerð á tjaldsvæði í Ásbyrgi - Afritun þjóðfræðaefnis á geymslubönd - Ýmsar framkvæmdir í og við Nonnahús - Söfnun á sjóminj- um - Hús til geymslu kúfiskbáts - Viðbygging við safnahúsið í Skógum - Viðgerð á bókum í safni Benedikts S. Þórarinsson- ar - Viðgerð og varðveisla gam- alla bóka á Landsbókasafni - Skráning muna í eigu Nesstofu- safns - Skráning á safni er Egill Ólafsson gaf Minjasafni V- Barðastrandarsýslu - Fornleifa- rannsóknir í Skálholti - Korta- gerð af náttúrufari Alviðru og Öndverðarness - Útgáfa hand- bókar um trjá- og skógrækt - Rannsókn á lífríki Hjaltastað- arblár. Þá voru Fuglaverndun- arfélaginu veittar 15 þús. krónur til verndunar hafarnarstofnsins. íslensk ameríski list- iðnadarsjóðurinn: Tvö fengu úthlutun ■ Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður og Svava Björg Einarsdóttir hafa hlotið styrk úr íslensk ameríska listiðnaðarsjóðnum, sem áður hét Sjóður Pamelu Snaders Brement. Þau Jón Snorri og Svava Björg stunda bæði nám í Bandaríkjunum, Jón er við framhaldsnám í gull- smíði, en Svava leggur stund á glerblástur. Félag viðskiptafræð- inga og hagfræðinga: Tveir heiðurs- félagar ■ Klemens Tryggvason fyrrverandi hagstofustjóri og Ólafur Björnsson fyrrv. prófessor voru kjörnir heiðursfélagar í Félagi við- skiptafræðinga og hag- fræðinga á nýafstöðnum aðalfundi. Út kom á vegum félags- ins í byrjun ársins Klem- ensarbók, í tilefni af 70 ára afmæli Klemensar Tryggvasonar. Formaður FVH var kosinn á fundin- um Eggert Ágúst Sverris- son. ■ Úthlutun þeirra 2,6 milljóna króna sem Þjóðhátíðar- sjóður ráðstafar til styrkveitinga í ár er nýlega lokið. Alls bárust að þessu sinni 67 umsóknir unt styrki úr sjóðnum, samtals að fjárhæð 11,2 millj. króna, eða nær níu sinnum hærri upphæð en sá helmingur úthlutunarfjár- ins (1,3 millj. króna) sem sjóðurinn ver til styrkveitinga samkvæmt umsóknum. Helmingur ráðstöfunarfjárins skal hins vegar skiptast jafnt á milli Náttúruverndarráðs og Þjóðminjasafns. Náttúruverndarráð hefur á- eftir því sem hann hrekkur til - kveðið að verja styrknum í ár - til girðingar í þjóðgarðinum í ★ ★ ★ ★ | Sterkir og einfaldir Nýtísku hönnun Lág hleðsluhæð (92 cm) Litur: Grænir

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.