NT - 08.05.1985, Blaðsíða 24

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við abendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 ög 687695 • íþróttir 686495. Hlutar úr attarisbnk Hólakirkiu komniríÞioo- miniasatnio til viðger&ar. son gaf til Hóladómkirkju ■ Kins og sagt.var frá í NT á laugardaginn liggur altaristallan í Hóladómkirkju undir skemmdum og er allsherjarviðgcrð orðin mjög brýn. Danskur scrfræðingur í forvörsiu, Carsten Larsen/ór ineð starfsfólki Þjóðminjasafnsins norður í Hóla fyrir helgi tií að kanna töfluna og þau tóku með sér hluta úr henni og rannsaka þá nú í Þjóðminjasafninu. „Við höfðum áhyggjur af því hvcrnig þessir gripir þyldu flutninginn og liétum á alla vætti Hólakirkju að vera okkur hliðhollir og það voru þeir, flutningurinn tókst mjög vel,“ sagði Halldóra Asgcirsdóttir forvörður á Þjóðminja- safninu, þegar blaðamaður leit þar inn í gær. ■ Tvær líkneskjur úr altarisbríkinni á Hólum. Sú til vinstri er sú sem verr er farin en hún hefur orðið fyrir vatnsskaða. Málning og gifs hefur á hluta hennar skolast af svo að við blasir ber viðurinn. NT-myndir: Árni Itjnrnn Carsten Larsen segir að það sé engin spurning að taflan þarfnist bráðrar viðgerðar. „Við munum framkvæma prufuviðgerðir á nokkrum smá líkneskjum sem við höfum tek- ið með okkur og út frá því munum við reyna að gera okk- ur grein fyrir hversu tíma- frekt allt verkið verður,“ sagði Carsten Larsen. „En það er Ijóst að taflan er mjög sködduð, á stórum hiutum hef- ur málningin losnað af trénu og það má ekki dragast að festa hana aftur, því annars fellur hún af og tapast og þá er óbætanlegur skaði skeður.“ í ferðinni norður var reynt að festa málninguna til bráða- birgða, þar sem hættan var mest að hún félli af. En hversu verðmæt er altar- istaflan í Hólakirkju. „Hún er mjög fallegt verk, það er engin spurning um það," segir Car- sten Larsen. „Hún er einstæð að því leyti að það hefur aldrei verið málað yfir upprunalegu málninguna, það er ekki oft sem maður rekst á slíkt þar sem svo gömul verk eru annars vegar.“ Því miður eigum við ekki mynd af altaristöflunni, eða altarisbríkinni eins og hún er réttilegar nefnd. í riti sínu um Hólakirkju fjallar dr. Kristján Eldjárn nokkuð um hana og við tökum okkur það bessa- ■ Halldóra Ásgeirsdóttir og Carsten Larsen með tvær líkncskj- ur úr altarisbríkinni á Hólum í Þjóðminjasafninu. leyfi að vitna til þess sem þar stendur. Dr. Kristján segir: „Altarisbríkin er í gotneskum stíl, hin mesta völundarsmíð, vafalaust gerð í Niðurlöndum snemma á 16. öld. Er jafnan talið að Jón Arason hafi gefið hana kirkjunni. Munnmæli herma, að Danir hafi ætlað að taka bríkina og hafa á brott með sér eftir ’ dauða Jóns biskups, en orðið að hætta við sökum þyngsla hennar.“ Bríkin hefur staðið fyrir alt- tri þriggja kirkna á Hólastað. Þegar Jón Arason gaf hana stóð á staðnum timburkirkja sem Pétur Nikulásson biskup hafði látið reisa eftir að kirkjan sem áður stóð á staðnum hafði fokið, 1394. Kirkja Péturs Nikulássonar hefur að líkind- um verið veglegasta dómkirkja sem staðið hefur á Hólum, að áliti dr. Kristjáns. Hún fauk í ofsaveðri 16. nóvember 1624, en altarisbríkin bjargaðist. Var þá byggð ný dómkirkja, sem stóð til 1759 er hún var rifin þótt í góðu ásigkomulagi væri, þegar Gísli biskup Magnússon ákvað að láta reisa steinkirkju á staðnum, þá er enn stendur þar. Hún var vígð 14. septem- ber 1763. Altarisbríkinni lýsir dr. Kristján svo: „Yfir altarinu er brík mikil, útskorin úr tré, gipsuð og máluð. Hún er með örmum, 1,70 m á hæð og álíka á breidd lokuð. Á miðhlutan- um er sýnd krossfestingin á Golgata. Sést þar fyrir miðju kross Krists og ber mjög hátt, en krossar ræningjanna til hliðar, nokkru lægri... Undir krossfestingarmyndinni eru al- brynjaðir riddarar á hestum. Einn þeirra heldur á löngu spjóti, sem hann leggur upp móts við brjóst Kristi. Vinstra megin við krossinn krýpur María Magdalena og hcldur um krossinn. Hjá henni stend- ur María mey og bak við hana Jóhannes postuli og styður hana, en hún virðist örmagna. Bak við Jóhannes standa tvær konur, sem halda að sér höndum, konurnar frá Galí- leu. Á bak við allt þetta eru sérstakar myndir, er sýna at- burði óviðkomandi krossfest- ingunni, en aftast sjást turnar og þök í Jerúsalem. Beggja vegna við krossfest- ingarmyndina eru skápar með dýrlingamyndum, tveim hvoru megin. í efri skápnum hægra megin er heilög Dóróthea, en í þeim neðri heilög Barbara. í efri skápnum vinstra megin er heilög Katrín, en í þeim neðri heilög Margrét. Innan á örmum bríkarinnar eru alls 14 skápar með sérstök- um myndum. í 12 þeirra eru myndir postulanna, 6 í hvorum væng og eru þeir flestir þekkj- anlegir af einkennum sínum. í efstu skápunum er hægra meg- in heilagur Sebastius og biskup í skrúða, en vinstra megin heilagur Georg að vega drek- ann og heilagur Antonius frá Þebu og hjá honum svín.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.