NT


NT - 08.05.1985, Side 12

NT - 08.05.1985, Side 12
 Miðvikudagur 8. maí 1985 12 s pegill 1 Brooke Shields með nýjan kærasta ■ Hvaða framtíðarstörf skyldu þau velja sér, þessi glaðlega stúlka og hressi ungi niaður? Bæði ætla þau sér að verða frægir leikarar, og þar sem vitað er að útlit og hæfi- leikar ganga að erfðum, þá má búast við að þeim takist vel upp á framabrautinni. Stúlkan er sem sagt dóttir hinnar fögru Raquel Welch, og heitir Tahnee Welch, en herrann heitir Tyrone Power jr. - og þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir Tyr- one Power hinurn eldri, sem þótti aldeilis mesta kvennagull sem þekkst hafði frá því Ram- on Novarro leið. Tahnee þykir mjög lík Raq- uel móður sinni, - nema hvað sumir segja að dóttirnin sé enn fallegri, og Tyrone hefur greinilega fengið hinn fagra, dökka augnaumbúnað pabba síns sem engin kona var sögð geta staðist. Pau Tahnee og Tyrone eru að leika í sömu kvikmynd, sem heitir „Cocoon" (Lirfuhýði). Sagan ku vera heldur afkáraleg frásögn af pari frá ókunnri plánetu sem kemur í heimsókn til jarðarinnar, og m.a.s. leik- ararnir sjálfir gera grín að allri vitleysunni. En á kvöldin - eftir vinnutímann - þá reynir kvikmyndafólkið að skemmta sér eftir bestu getu í St. Peters- burg í Florida, þar sem kvik- myndin er tekin. Þau Tahnee og Tyrone eru þar fremst í flokki, og farið er að tala um að þau séu að verða par í veruleikanum ekki síður en í ■ Hún er lík mömmu sinni og hann föður sínum, og bæði æfla þau að fefa í fótspor foreldra sinna. Þau Tahnee Welch og Tvrone dellumyndinm. Powerjr. ® ■ Nýi vinurinn hennar Bro- oke Shields heitir Dodi Fayed, 28 ára gamall bróðursonur ríkisbubbans Andnan Khas- hoggis. Fayed er vanur að láta lítið á sér bera og gengur oftast nokkrum skrefum á eftir sinni heittelskuðu svo erfiðara sé að ná myndum af þeim saman. Nýlega voru þau samt í sam- kvæmi saman í París og þá var tekið eftir því, að nú var ekki verið að fara í felur með neitt. Þau komu sem par í samkvæm- ið og virtust hin ánægðustu ■ Brooke Shields og Dodi Fayed koma í samkvæmi í París arm í arm. með lífið. Sambandið hefur staðið í meir en 3 mánuði, segja kunningjarnir, og sagt er að þau séu alveg óaðskiljanleg. En nú er Brooke nemandi í Princeton og er að reyna að stunda námið, þegar hún er ekki að leika í kvikmyndum. Brooke er 19 ára og langar til að ljúka einhverju prófi, hvernig sem fer nú ef ástin er komin í spilið. Dodi Fayed er þekktur kvik- myndaframleiðandi í Banda- ríkjunum og hefur m.a. gert myndina Eldvagninn „Char- iots Of Fire“ Brooke var í fyrra sögð mjög hrifin af Al- bert prins í Mónakó, en það ástarævintýri rann út í sandinn. Hún hefur þó látið huggast með Dodi vini sínum. - Dodi er maðurinn í lífi mínu, við Albert vorum bara góðir vinir, segir hún nú. Eru þau lík sínum frægu foreldrum? Fugla- dansinn ■ Líklega muna margir eftir „Fugladansinum“ sem gekk eins og faraldur hér um árið. í hverjum einasta óskalagatíma heyrðist Ómar Ragnarsson syngja Fugladansinn viku eftir viku í útvarpinu og börn og fullorðnir dönsuðu fugladans af miklum krafti. í sjónvarpinu höfum við líka séð ekta fugladans, þar sem kvikmyndatökumenn hafa myndað ástaleiki fugla og róm- antíska dansa sem sumar teg- undir stunda um varptímann. En fugladans, sem dansaður er af manni og fugli er aftur á móti ekki líklegt að margir hafi séð. Hér fáum við þó að sjá slíkan dans. Oft er talað um fuglaáhuga- menn og fuglavini, en sjaldgæf- ara er það, að fuglar hafi sérstakan áhuga á mönnum, en bláa tranan hún Rosie hefur alveg fallið fyrir gæslumanni sínum, Phineas Matsi, sem er umsjónarmaður í fugla:para- dís í þjóðgarði í Suður-Afríku. Á hverju vori þegar tilhuga- lífið hefst hjá fuglunum, þá situr Rosie um að króa Matsi vin sinn af og dansa fyrir hann. Hún er greinilega mjög ást- fangin af honum. Phineas Matsi segist hafa gaman af að taka þátt í fugladansinum, -en svo láti hann staðar numið við það. Og hann tekur ekki að sér að liggja á eggjunum! ■ Rosie dansar fyrír vininn sinn og hann tekur sporíð lika.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.