NT - 08.05.1985, Blaðsíða 6

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 6
Ólafur Hannibalsson: Að henda barninu út með baðvatninu Hverju á að útrýma í V-Barð, sjúkdómi, sauðfé eða byggð? Miðvikudagur 8. maí 1985 6 Yfirlýsing frá sauðfjárveikivömum Eiginhagsmunir í fyrirrúmi en ekki heildarhagsmunir ■ Riðuveiki í sauðfé er sögð hegða sér undarlega og breið- ast út með næsta óutskýranleg- um hætti. Hálfu undarlegri er þó hegðun og framkoma þeirra manna, sem eiga að hefta framgang veikinnar og út- breiðslu. Málflutningur þeirra í ræðu og riti skjögrar mjög út í aðra hlið í áttina til þeirrar niðurstöðu, sem þeir hafa gefið sér fyrirfram. í röksemda- leiðslum þeirra finnur enginn heilbrigður maður heila brú, og er nú almennt farið að kalla rök af þessu tagi riðulógikk, eða, af þeirn sem vanda vilja mál sitt, riðurökfimi, en var áður kallað einfaldlega hunda- lógikk. Svefninn langi Sigurður Sigurðarson, sér- fræðingur, talsmaður og far- andprédikari Sauðfjárveiki- varna, skrifar nýlega grein í dagblöð (sbr.NT 2. apríl). Hann lýsir þar uppkomu veik- innar í Barðastrandarhreppi og hægfara útbreiðslu hennar um allan þann hrepp um aldar- þriðjungsskeið. Fróðlegt hefði verið að fá fram upplýsingar um athafnir og aðgerðir Sauð- fjárveikivarna gegn veikinni í þennan aldarþriðjung, en um það er ekki orð að finna í grein sérfræðingsins, sem ekki er von því að þar mun hafa verið sofið fast á verðinum, uns nú er vaknað upp með andfælum og í óðagoti talið eina ráðið að útrýma öllu sauðfé á nógu stóru svæði umhverfis upphafs- staðinn. Til sanns vegar má færa að riðuveiki þrífist ekki án sauðfjár og því með vissunt hætti lógískt að með því að útrýma sauðfé sé nokkuð ör- uggt að veikinni sé útrýmt um leið. „Óljós grunur“ Sigurður bendir réttilega á, að ýmis samtök Vestfirðinga hafi samþykkt ályktanir um að hefta beri útbreiðslu veikinnar og útrýma henni úr Vestfjarða- hólfi. En hann gefur í skyn að með þessu sé átt við að heima- menn og vestfirskir bændur upp til hópa hafi skorað á Sauðfjárveikivarnirað útrýma öllu sauðfé í Vestur-Barða- strandarsýslu. Þarna er máli hallað til að málstaðurinn skjögri í áttina að fyrirfram gefinni niðurstöðu sérfræð- ingsins. Enginn bóndi á Vest- fjörðum, fremur en annars staðar vill búa við riðusjúkt fé. Hver einasti bóndi mun sam- þykkur því að skorið sé niður þar sem riða er uppvís og staðfest. En þessar staðreyndir losa Sigurð og Sauðfjarveiki- varnir ekki undan þeirri sjálf-.' sögðu skyldu að rökstyðja mál sitt með meiru en „óljósum grun", áður en menn gefa heimild til að skera niður hjarðir sem aldrei hefur sést í riðuveik kind, eða nokkur kind, sem með hegðun sinni og háttalagi gæfi eiganda sínum minnstu ástæðu til til að gruna aðæli meðsérslíkansjúkdóm. Hver er hættan á út- breiðslu riðuveiki um Vestfirði? Eftir að innstu bæir á Suður- fjarðahreppi í Arnafirði fóru í eyði var fé Barðstrendinga vanið þangað til hagagöngu á sumrum, mun um skeið hafa verið beinlínis flutt þangað á bílum, þótt sá siður muni nú aflagður fyrir nokkrum árum. Smalamennskur munu oft hafa verið erfiðar og eftirlegukind- ur stundum teknar á hús á næstu bæjum, Ósi og Lauga- bóli í Auðkúluhreppi, V -ís. Þannig mun veiki hafa borist á þessa bæi,a.m.k. varhúnstað- fest þar í einstökum kindum á sl. ári. Eftir að Barðstrending- ar höfðu samþykkt niðurskurð á öllu sínu fé og niðurskurður verið fyrirskipaður á þessum tveimur bæjum er ekki lengur um samgang á fé að ræða við byggðir norðará Vestfjörðum. Að svo miklu leyti sem veikin hefur, þá ekki þegar borist norður fyrir þessi mörk, er því hér eftir um innanhéraðsmál Vestur-Barðstrendinga að ræða og hverjum manni óboð- legar þær röksemdir að við stofnum heildarhagsmunum bænda í Vestfarðahólfi í hættu blindaðir af nærsýnni og skammsýnni eiginhagsmuna- vörslu, eins og Sigurður gefur þráfaldlega í skyn, m.a. í áð- urnefndri grein. „Heimamenn leggja sjálf- ir á ráð um aðgerðir“ Eftir aðalfund Búnaðar- sambands Vestfjarða á sl. sumri var á þess vegum skipuð nefnd fimm aðalmanna og fimm til vara úr öllum sýslurn í Vestfjarðahólfi til að annast framkvæmd fjárskipta á þeim svæðum þar sem niðurskurður kynni að vera ákveðinn. Full- skipuð nefndin hefur haldið tvo fundi. Var sá fyrri kallaður saman á Birkimel 22. júlí. í grein Sigurðar segir um nefnd- ina: „Hún samþykkti á sl. sumri stefnuyfirlýsingu, þar sem lögð eru á ráð um framkvæmdina. Þar er samþykktur niðurskurð- ur í Barðastrandarhreppi öll- í röksemdaleiðslum þeirra finnur enginn heilbrigður maður heila brú, og er nú almennt farið að kalla rök af þessu tagi riðulógikk, eða, af þeim sem vanda vilja mál sitt, riðurökfimi, en var áður kall- að einfaldlega hundalógikk. um eftir afgerandi samstöðu þar, öllu fé tveggja bæja í Auðkúluhreppi eftir ósk sveit- arstjórnar þar. Sauðfjárveiki- varnir töldu ekki ástæðu til að ganga eins langt í niðurskurði þar í sveit eins og fjárskipta- nefndin lagði til. Öll nefndin, þar á meðal fulltrúar Ketildalahrepps og Suðurfjarðahrepps skrifaði undir samþykki við niður- skurði í Patrekshreppi öllum, Raknadal í Rauðasandshreppi og Lambeyri í Tálknafirði (Lambeyri fékk síðan frest til haustsins 1985 af sérstökum ástæðum)." Það eina, sem er satt í þess- ari málsgrein, er að við Matthí- as heitinn Jónsson, fulltrúar Ketildala-, og Suðurfjarða- hrepps, skrifuðum undir þessa stefnumörkun á grundvelli rangra upplýsinga, sem gefnar voru við fyrirspurnum okkar. Allt annað er rakin lygi. Sigurði er auðvitað manna best kunnugt, að það er Sauð- fjársjúkdómanefnd, sem tekur ákvörðun um niðurskurð og leggur fyrir ráðherra til sam- þykktar. í þessu tilfelli höfðu Barðstrendingar haft frum- kvæði og samþykkt niðurskurð hjá sér í öllum hreppnum. Þar má því með sanni segja að heimamenn hafi lagt á ráð. Hvað aðra bæi, sem þarna eru taldir varðar, þá var lögð fram á fundinum upptalning frá Sauðfjársjúkdómanefnd með nöfnum þessara bæja og man ég ekki betur, en frá hafi verið skýrt að tillaga um niðurskurð á þeim, hafi þá þegar verið lögð fyrir ráðherra til staðfest- ingar. Sigurður kemur raunar upp um lygina með því að staðhæfa að við höfum verið svo æstir í niðurskurðinn að Sauðfjárveikivarnir hafi orðið að bjarga Mjólkám úr klóm okkar, ekki séð ástæðu til að ganga eins langt og nefndin lagði til. Mjólkár voru á tillögu Sauðfjársjúkdómanefndar og þess vegna okkar líka. Við Matthfas sögðumst hafa heyrt að ágreiningur væri við bændur á Ósi, Lambeyri og Patreks- firði og spurðum hvort þeir hefðu samþykkt niðurskurð. Var okkur tjáð að Sauðfjár- veikivarnir (Sigurður Sigurð- arson) hefðu náð samkomulagi við þessa bændur. Það var á þessum fölsku forsendum, sem við samþykktum, að afmarka starfssvið nefndarinnar við Barðaströnd og þessa tilteknu bæi að auki. Sigurður segir að í mörgum samþykktum okkar Vesfirðinga hafi verið hvatt til að beita „öllum tiltækum ráðum" gegn riðuveikinnL Mun hann með því telja sig hafa fengið heimild til að beita lygi, lævísi og prettum til að ná sínum fyrirætlunum fram. Patreksfjarðarkindin 1982 kom upp riðuveiki í einni kind á Patreksfirði. Kind- in var upprunnin í Raknadal, næsta bæ fyrir innan þorpið og er sá bær í Rauðasandshreppi. Svo háttaði til með kind þessa, að henni var jafnan snemma sumars komið inn á Barða- strönd og rekin með fé af einum bæjanna þar í afrétt norður í Langabotn (Geir- þjófsfjörð). A henni var ógreinilegt mark og komst hún eitt haustið á flæking og var hýst um nokkurra vikna skeið á riðubæ á Barðaströnd. Síðar þann vetur kom upp í henni veikin. Nú hafði kindin aldrei komið í afréttarlönd Patreks- firðinga, né haft þar samneyti Eigum við að virða lögin ef löggjafinn virðir okkur ekki? ■ Fólk drekkur bjór hvað sem þingið segir! ■ Mottóið „Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða“ er farið að hljóma eilítið falskt. Nú er upplýst að meðal íslendingur drekkur milli 20-30 lítra af áfengu öli á ári, en samt er sala þess bönnuð. Bjórinn er seldur í fríhöfn- inni, fluttur inn með sjómönn- um og smyglað inn í landið. Síðan er „bjórlíkið" ■ fræga kneyfað á krám við mikinn kostnað, bruggað í heimahús- um og er þá ótalið það magn sem drukkið er í sendiráðum hérlendis. En samt er bannað að selja ölið hér í búðum. Forréttindi og svartamarkaðsbrask Bjórdrykkja verður sem sé forréttindi- þeirra sem ferðast hvað oftast til útlanda, sjó- manna og þeirra sem hafa efni á að kaupa smyglaðan bjór á uppsprengdu verði. Þannig verða lög okkar til þess að magna misrétti og ala á svartamarkaðsbraski, fyrir utan að þau miklu viðskipti með smyglaðan bjór sem hér fara fram, koma hvergi fram á hagskýrslum, og af tekjum sem smyglararnir hafa eru hvorki borgaðir skattar né tollar, né yfirleitt nokkur opinber gjöld. Algengasta viðkvæði þeirra sem vilja hafa vit fyrir sam- borgurum sínum og banna sölu ölsins er að bjórinn legðist sem hrein ábót á núverandi áfeng- isneyslu. Vita sömu menn ekki að hér er lítill vandi að kaupa bjór, vilji menn á annað borð skipta við smyglara? Hafa vit fyrir lýðnum! Annars er það sammerkt með þeim sem vilja viðhalda því miðaldafyrirkomulagi sem hér ríkir, að þeir vilja allir hafa vit fyrir öðrum og láta gjarna í það skína að almenningur kunni ekki fótum sínum forráð. En almenningur hefur valið. Hann hefur valið bjórinn. Það ættu allir að skilja - enda næg merki þess. Eins og áður segir eru drukknir tugir lítrar af öli per mann á ári. Skoðanakannanir sýna að 70% almennings vilja fá að kaupa sér bjór án þess að þurfa að fara til útlanda, eða að skipta við lögbrjóta. En þeir sem vilja vita betur sporta sig í útlöndum og til- kynna síðan múgnum að hann hafi ekki gott af því að fá að drekka bjór - miklir nienn eru við! Og þessi siður, sem danskir einokunarkaupmenn komu á vegna þess að ódýrara var að flytja sterkt brennivín en bjór til landsins, helst enn. Til hvers lög? Lög voru upphaflega sett sem hegðunarreglur samfélags sem allir gátu sætt sig við, til að tryggja þegnum þjóðfélagsins eitthvað munstur sem þeir gætu hegðað sér eftir. En lög og reglur geta verið tvennskonar. Annarsvegar þannig að almenningur sætti sig ekki við reglurnar og þarf þá að framfylgja þeim með hörku og ofbeldi. Það þekkja allir frá austantjaldsríkjunum, Þýskalandi Hitlers og öðrum fasistaríkjum. Hins vegar geta lögin verið þannig að allur þorri almenn- ings sætti sig við þau og fram- fylgi þeim. í slíkum tilfellum þarf lágmarks löggæslu til að framfylgja lögunum. En hvað gerist í ríkjum sem vilja stunda hið síðarnefnda, þ.e. hafa lög sem njóta fylgis almennings, en þar sem á- kveðnir lagabálkar njóta lítill- ar virðingar meðal þegnanna. • Jú, lögum sem ekki fylgir virðing er ekki fylgt. Og átti

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.