NT - 08.05.1985, Blaðsíða 14

NT - 08.05.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarp, kl. 20.40: Eyjar í haf inu ■ í kvöld sjáum við 10. þáttinn í heimildamyndaflokknum um hinn Lifandi heim. í þessum þætti vitjar David Attenborough eyja um víða veröld, en þó sérstaklega í Suðurhöfum. Par er víða að finna gróður og dýralíf sem hvergi á sinn líka. Sumar eyjarnar eru hæli fyrir fornar tegundir en aðrar eru fæðingarstaður nýrra. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Miðvikudagur 8. maí 1985 14 Nýr myndaflokkur: Allt fram streymir... ■ í kvöld hefur göngu sína nýr ástralskur myndaflokkur í átta þáttum. Þátturinn nefnist Allt fram streymir... (All the ■ Hin 16 ára Philadelphia i „Allt fram streymir...“. ,Delía“ Gordon er aðalsöguhetjan Rivers Run) og er gerður eftir sanmefndri skáldsögu Nancy Cato. Árið 1890 bjargast ensk stúlka, Philadelphia „Delía“ Gordon, úr sjávarháska við Ástralíu og fer til vistar hjá frændfólki sínu í Virginíufylki. Björgunarmaður hennar er sjómaðurinn Tonr og voru þau ein urn að komast lífs af úr fárviörinu. Delía er dugmikil og lífsglöð ung stúlka sem vill ekki festast í gömlum hefðum, en gera eitthvað nýtt og spennandi. Því er erfitt fyrir hana að skilja Hester, frænku sína, sem reyn- ir að troða hugmyndum um kvenleika og húsmóðurskyldur upp á stúlku sem þarfnast að- eins frelsis til þess að geta lifað lífinu. Það á fyrir Delíu að liggja að eignast fljótabát, giftast fljóta- bátsmanni og sigla á Murray- fljóti, þar sem hún lendir í ýmsum mannraunum og ævin- týrum á þessurn uppgangstím- um í álfunni. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir. Viltu verða kennari? ■ Kennarar í Fossvogsskóla vinna að undirbúningi al- mennrar kennslu níu og tíu ára barna. ■ í kvöld kl. 20.20 verður á dagskrá útvarps starfskynning- arþátturinn „Hvað viltu verða?" í umsjá Ernu Arnar- dóttur og Sigrúnar Halldórs- dóttur. „í þessunt þætti verður starf grunnskólakennara kynnt. Valgerður Eiríksdóttir, sem kennt hefur í 13 ár, kentur í heimsókn og fjallar um hvað felst í starfi grunnsköla- kennara og hvernig skólarnir eru byggðir upp. Hún ræðir bæði um opna og lokaða skóla. Rætt verður við Einar Krist- jánsson, fyrrverandi skóla- stjóra í Laugaskóla í Dala- sýslu. Hann hefur kennt og verið skólastjóri í 35 ár og er að kenna sín síðustu kennslu- ár, en hann er nú sérkennari og bókavörður. Talað verður við Bjarna Harðarson, sem kenndi 11 ár í Reykjavík, en kennir nú í Nesjaskóla. Hann ætlar að segja frá reynslu sinni af að kenna í stórum skóla í Reykja- vík og svo í litlum skóla úti á landi" sagði Sigrún Halldórs- dóttir. 40 ár liðin Irá friðardeginum 8. maí 1945. Svona minnist Norðmaður- inn Asbjörn Hildemyhr friðar- dagsins í Reykjavík þann 8. maí 1945. Margrét Oddsdóttir og Ein- ar Kristjánsson sjá um þátt í kvöld í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar í Evrópu, og nefnist þátturinn „Þegar ljósin kviknuðu aftur“. Munu þau rifja upp sitthvað sem tengist friðardeginum, sigurdegi Evr- ópu. Rætt verður við Þorstein Hannesson, söngvara sem var í Lundúnum á styrjaldarárun- um og Gunnlaug Þórðarson, hæstaréttarlögmann, sem segir frá friðardeginum í Reykjavík. ■ „Aldrei hafði Reykjavík verið svo nærri algjöru styrj- aldarástandi eins og þennan dag, þegar friðurinn skall á. Allur miðbærinn var ein örvita ringulreið, sem lögregla og herlögregla reyndi árangurs- laust að ná tökum á með kylfum, slökkvudælum og táragasi. Allt síðdegið og langt fram á nótt herjuðu hjarðir af snarvitlausum, blindfullum hermönnum og lausingjalýð um göturnar og lenti saman við hópa af reiðum borgarbú- um, sem ekki gátu unað því að skríllinn hefði alla sína henti- semi. Þetta var blendingur af taumlausri gleði, ónotaðri inni- byrgðri athafnaþrá, sem haldið hafði verið í skefjum árum sanian undir grjóthörðum aga og óhjákvæmilegum ríg milli hernámsliðsins og almenn- ings. Nú braust þetta út í ljósum loga og ollí því að fólk rauk hvað á annað eins og grimmir hundar.“ Flutt verður efni úr segul- lög sem tengjast hugblæ styrj- bandsafni útvarpsins og leikin aldaráranna. Sjónvarp, kl. 21.50: ■ Mannfjöldi safnaðist að Alþingishúsinu þar sem Sveinn Björnsson ávarpaði fólkið á friðardeginum 8. maí fyrir 40 arum. kl. 22.35 Þegar Ijósin kviknuðu aftur kl. 20.20 Miðvikudagur 8. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. T ómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Úlfhildur Grímsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bláa barnið“ ettir Bente Lohne Sigrún Björnsdóttir les þýðingu sína (3). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Úr ævi og starfi islenskra kvenna Umsjón: Björg Einarsdótt- ir. 11.45 íslenskt mál Endurtekinn þátt- ur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá laugardegi. 12.00 Ðagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Heiðdis Norðfjörö. (RÚVAK). 13.30 Söngvar um frið í tilefni af friðardeginum 8. maí 1945 14.00 „Sælir eru syndugir11 eftir W.D. Valgardson Guðrún Jör- undsdóttir les þýðingu sína (4). 14.30 Miðdegistónleikar Fritz Kreisl- er og Franz Rupp leika annan þátt „Kreutzer" sónötunnar eftir Ludwig van Beethoven. 14.45 Popphólfið - Bryndis Jóns- dóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk tónlist a. Gunnar Björnsson og Jónas Ingimundar- son leika á selló og pianó lög eftir Eyþór Stefánsson,, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Björgvin Guðmundsson, Emil Thoroddsen og Pál isólfsson. b. Divertimento fyrir sembal og strengjasveit eftir Hafliða Hall- grimsson. Helga Ingólfsdóttir leik- ur á sembal, Guðný Guðmunds- dóttir á fiðlu, Graham Tagg á lág- fiðlu og Pétur Þorvaldsson á selló. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur Sigrún Helgadóttir formaður orðanefndar Skýrslutæknifélags íslands flytur 19.50 Horft i strauminn með Úlfi Ragnarssyni (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: Gunnlaugs saga ormstungu 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynn- ingarþáttur í umsjá Ernu Arnardótt- ur og Sigrúnar Halldórsdóttur. 21.00 Frá tónlistarhátíð í Ludwigs- burg sl. haust 21.30 Að tafli Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þegar Ijósin kviknuðu aftur 40 ár frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar siðari i Evrópu. Umsjón: Einar Kristjánsson og Margrét Oddsdótt- ir. 23.25 Nútimatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 23.55Tf.él1ir. Dagskrárlok. Sn Miðvikudagur 8. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórn- andi Kristján Sigurjónsson. 14.00-15.00 Eftirtvö. Stjórnandi Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórn- andi Gunnar Salvarsson. 16.00-17.00 Voröldin. Þáttur um tómstundir og útivist. Stjórnandi Júlíus Einarsson. 17.00-18.00 Tapað fundið. Sögu- korn um popptónlist. Stjórnandi Gunnlaugur Sigfússon. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00, 15,00, 16,00 oq 17.00. Miðvikudagur 8. maí 1985 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Sögu- hornið - Okkar góða kría, þula eftir Jónas Árnason. Myndir teikn- aði Atli Már. Kaninan meðköfl- flóttu eyrun, Dæmisögur og Högni Hinriks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Lifandi heimur 10. Eyjar í hafinu. Breskur heimilda- myndaflokkur i tólf þáttum. David Attenborough vitjar eyja um viða veröld en þó einkum i Suðurhöf- um. Á þeim er víða að finna gróöur, dýr og fugla sem hvergi eiga sinn líka. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.50 Allt fram streymir... (All the Rivers Run) Nýr flokkur - fyrsti þáttur Ástralskur framhaldsmyndaflokkur f átta þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Nancy Cato. Leik- stjórn: George Miller og Pino Am- enta. Leikendur: Sigrid Thornton, John Waters, Charles Tingwell, William Upjohn, Diane Craig, Din- ah Shearing og fleiri. Áriö 1890 bjargast ensk stúlka úr sjávar- háska við Ástralíu og fer til vistar hjá frændfólki sínu i Viktoríufylki. Það á síðan fyrir Delíu þessari að liggja að sigla skipi á Murrayfljóti og lenda þar í ýmsum mannraun- um og ævintýrum á þessum upp- gangstímum í álfunni. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.40 Úr safni sjónvarpsins Sveita- ball Svipmyndir frá dansleik í Ara- tungu sumariö 1976. Þarskemmtu Ragnar Bjarnason og hljómsveit, Þuríður Sigurðardóttir söngkona, Bessi Bjarnason og Ómar Ragn- arsson. 23.10 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.