NT - 07.06.1985, Síða 19
fílíT Föstudagur 7. júní 1985 31
lL íþróttir
Drengja- og unglingalandslið:
Til Svíþjóðar
og Danmerkur
í keppnisferð í körfubolta
■ Drengja- og unglingalands-
lið íslands í körfuknattleik eru
á förum til Svíþjóðar og Dan-
merkur til keppni. Liðin munu
keppa á svokölluðu „Stockholm
Basket“-móti í Svíþjóð og eftir
það fara til Danmerkur þar sem
unglingalandsliðið mun leika
tvo landsleiki og drengjaliðið
keppa við Kaupmannahafnar-
úrval og félagslið. Piltarnir sem
fara þessa ferð hafa verið valdir
en þjálfarar liðanna eru þeir
Torfi Magnússon sem sér um
unglingaliðið og Björn Leósson
sem sér um drengjaliðið. Liðin
líta þannig út:
Unglingalandsliðið skipað pilt-
um fæddum ’67 og ’68:
Guðjón Skúlason, ÍBK
Magnús Guðfinnsson, ÍBK
Teitur Örlygsson, UMFN
Kristinn Einarsson, UMFN
ísak Leifsson, UMFN
Guðmundur Bragason, UMFG
Jón Örn Guðmundsson, ÍR
Magnús Matthíasson, Val
Svali Björgvinsson, Val
Haraldur Leifsson, Tindastól
Drengjalandsliðið skipað pilt-
um fæddum ’70:
Brynjar Harðarson, ÍBK
Friðrik Ragnarsson, UMFN
Aðalsteinn Ingólfsson, UMFG
Jón Páll Haraldsson, UMFG
Herbert Arnarson, ÍR
Ottó Tynes, ÍR
Þórir Viðar Þorgeirsson, ÍR
Þórir Örn Ingólfsson, ÍR
Gunnar Sverrisson, ÍR
Árni Guðmundsson, KR
Gauti Gunnarsson, KR
Hjalti Árnason, Tindastóli
Steinar Adolfsson, Víkingi Ól.
■ Drengja- og unglingalandslið íslands, sem halda á erlenda
grund til keppni, ásamt Birni Leóssyni, þjálfara sínum.
NT-myndir: Árni Bjama
(talskur sigur
■ ítalir unnu Englendinga 2-1
í landsleik í knattspyrnu í Mex-
ícó í gær, en leikurinn var liður
í Mexícóborgarbikarnum, sem
landslið heimamanna tekur
einnig þátt í. í hálfleik hafði
ekkert mark verið gert.
ítalir náðu forystu með marki
Salvatore Bagni á 73. mín., en
Englendingar jöfnuðu metin
tveimur mínútum síðar en Mark
Hateley skoraði. Sigurmarkið
gerði Alessandro Altobelli úr
vítaspyrnu á síðustu mínútu
leiksins.
Jafnt í Helsinki
■ Vonir Rúmena um að komast í úrslitakeppni HM í Mexikó að
ári dvínuðu verulega er liðið náði aðeins jöfnu, 1-1, gegn Finnum
í 3. riðli í Helsinki í gær. Hagi skoraði fyrir gestina á 8. mín., en
Mika Lipponen jafnaði á þeirri 28. Áhorfendur voru 22.000.
Staöan í riðlinum er nú þessi, tvö efstu liðin komast til Mexíkó.
England.................................................... 5 3 2 0 15:1 8
N-írland................................................... 5 3 0 2 7:5 6
Finnland................................................... 6 2 2 2 6:10 6
Rúmenía ................................................... 4 12 1 6:4 4
Tyrkland................................................... 4 0 0 4 1:15 0
■ Engu er líkara en að Sigurbjörg Haraldsdóttir ætli að gefa Ástu M. Reynisdóttur spark í afturendann, en Ásta hló síðast í stórsigri UBK.
j w --.ii . NT-mvnd: Árni Biarn
Islandsmot 1. deildar kvenna:
Létt hjá Blikastúlkum
unnu KR 0*5 á útivelli og verða vandstöðvaðar í sumar
■ KR-ingar reyndust Biika-
stúlkunum auðveld bráð er liðin
mættust í Reykjavík í gærkvöldi
í 1. deild kvenna í knattspyrnu.
Úrslitin urðu 0-5 og stúlkurnar
úr Vesturbænum geta þakkað
markverði sínum, Karólínu
Jónsdóttur, að þau urðu ekki
fleiri. í hálfleik var staðan 0-3.
Það var aðeins rétt í byrjun,
sem jafnræði var með liðunum,
en eftir að Ásta B. Gunnlaugs-
dóttir hafði skorað fyrsta mark
leiksins um miðjan fyrri hálf-
leikinn var Ijóst að hverju
stefndi.
Skömmu síðar munaði þó
ekki miklu að KR jafnaði, en
Kristrún Heimisdóttir brenndi
af í upplögðu færi.
Á lokamínútum hálfleiksins
bætti Breiðablik svo við tveimur
mörkum. Fyrst ýtti Lára Ás-
bergsdóttir boltanum yfir mark-
línuna eftir að Ásta B. hafði
sent hann fyrir markið. Síðan
náði Erla Rafnsdóttir knettin-
um af varnarmönnum KR og
þrumuskot hennar hafnaði al-
veg út við fjærstöngina. Glæsi-
mark.
Erla átti líka stóran þátt í
fjórða marki Breiðabliks
snemrna í síðari hálfleik. Hún
þaut upp vinstri kantinn, gaf
sendingu inn á teiginn og Ásta
M. Reynisdóttir skilaði boltan-
um rétta boðleið í netið.
Lokaorðið átti svo Margrét
Sigurðardóttir. Eftir netta þrí-
hyrninga við Ástu M. upp allan
völlin sendi hún knöttinn í blá-
horn marksins.
Hjá KR-ingum voru Ragn-
hildur Rúriksdóttir og Arna K.
Steinsen bestar, að ógleymdri
Karólínu í markinu. Allar
Blikastúlkurnar léku mjög vel,
og verður erfitt að stöðva þær í
sumar. Ásturnar og Erla eru
stórhættulegar frammi og vörn-
in virkaði örugg undir góðri
stjórn Svövu Tryggvadóttur.
Páll til Dankersen
■ Páll Ólafsson handknattleiksmaður hefur
gert eins árs samning við v-þýska 1. deildarliðið
Dankersen og mun hann því leika með því liði
næsta vetur. Páll hefur verið þjálfari hjá Þrótti
í vetur og er það mikill missir fyrir Þróttara að
sjá á eftir Palla til Þýskalands.
Tveir íslendingar hafa leikið með Dankersen,
þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson sem
léku með liðinu á sínum tíma.
Norðmenn unnu Wales
■ Norðmenn sigruðu Walesbúa í vináttuleik í
knattspyrnu í fyrrakvöld með 4 mörkum gegn 2.
Leikið var í Bergen.
Norðmenn komust í 3-0 á fyrstu 18 mínútum
leiksins. Sollied, Okland og sjálfsmark Slatters
sköpuðu þessa góðu byrjun. Steve Lovell
minnkaði muninn fyrir Wales fyrir leikhlé.
Jacobsen skoraði 4-1 strax eftir leikhlé en
Hughes skoraði annað mark Wales 10 mín. fyrir
lcikslok.
FIFA bannfærir Tjalla
■ Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA)
fylgdi í gær í fótspor Evrópska knattspyrnu-
sambandsins (UFE A) og bannaði enskum liðum
að keppa við lið frá öðrum löndum, þ.m.t.
Skotlandi, Wales og N-írlandi. Er enskum
liðum gert að snúa tafarlaust úr erlendum
keppnisferðum sínum, því bannið nær jafnt til
vináttuleikja sem og annarra. Bannið mun gilda
í óákveðinn tíma (eitt til 10 ár), en það nær þó
ekki til enska landsliðsins, áhugamannaliða og
unglingaliða. Enska knattspyrnusambandið
hyggst áfrýja úrskurði FIFA.
Góður sigur landsliðsins
■ íslenska landsliðið vann góðan sigur 5-1 á
Þór í afmælisleik hinna síðarnefndu á Akureyri
í gær. í hálfleik var staðan 3-0.
Pétur Pétursson skoraði fyrsta mark leiksins
og Guðmundur Steinsson næstu tvö. Ómar
Torfason jók muninn í 4-0, en Bjarni Svein-
björnsson lagaði aðeins stöðuna fyrir Þór. Það
dugði þó skammt, Guðmundur Steinsson inn-
siglaði sigurinn og þrennu sína með marki úr víti.
Ailir í landsliðshópnum fengu að vera með,
skipt út af og inn á að vild. Áhorfendur voru um
1200.
iÁHOWARD
'%7r • J • g* •
og seigfljótandi mykju.
Aratuga reynsla á íslandi.
Tvær stærdir
3,0m3 verð kr. 89.300,~
afgreiðslu strax
4,2m3 verð kr. 109.600.-
(Gengi 15. w$í '85)
Til afgreiðslu nú þegar.
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsingar
Gfobusn
LAGMÚLI 5. SlMI 81SSS