NT - 19.06.1985, Blaðsíða 4

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 4
nýgerðum kjarasamningum, en sagði jafnframt augljóst að atbeini ríkisvaldsins yrði að koma til, þar sem svo hefði verið saumað að fyrirtækjum í sjávarútvegi að þau gætu ekki staðið sjálf undir verulegum kjarabreytingum. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði tölur Kjartans byggðar á bráða- birgðatölum úr könnun á veg- um Seðlabankans sem ekki væri lokið og hefði liann gert ýmsar athugasemdir við þær tölur. Hann rakti síðan ýmsar aðgerðir sem gerðar hefðu ver- ið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skuldum fiskvinnslunnar hefði að verulegu leyti verið komið í skil, bætur hefðu verið auknar úr fiskveiðasjóði, úppsafnaður söluskattur að upphæð 540 milljónir króna hefði verið endurgreiddur fiskvinnslu- fyrirtækjum. Sjávarútvegsráð- herra sagði að tekist hefði verið á við skipulagningu og stjórnun fiskveiða, takmark- aðar veiðar á ákveðnum fiski- stofnum og aukna sókn í van- nýtta fiskistofna. Pá sagði sjáv- arútvegsráðherra að unnið væri að menntunarmálum fisk- vinnslufólks, sem ætti að bæta kjör þess og bæta meðferð afla, námskeið hefðu verið haldin og mörg væru framundan. Þá sagði hann virðingarleysi fyrir störfum tengdum sjávarútvegi í tísku. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að framkvæmdastofnun hefði ver- ið falið að vinna að áætlun um tæknivæðingu frystiiðnaðar- ins, en á því sviði hefðum við dregist aftur úr síðustu ár. Þá benti hann á vandamál sem fiskvinnslan ætti við að stríða vegna hringormsins, og vitnaði til reynslu Vestfirðinga, sem benti til þess að nýtingarpró- senta héldist í hendur við hringormamagn og þegar fjöldi hringorma færi upp fyrir ákveðið magn félli nýtingar- hlutfallið mjög hratt. Þar væri selnum áreiðanlega um að kenna og benti forsætisráð- herra á að Danir og Færeyingar veiddu ekki á selaslóðum enda ættu þeir ekki við þetta vanda- mál að stríða. Karvel Pálmason tók undir með forsætisráðherra að snú- ast yrði gegn „helvítis ormin- um“ eins og hann orðaði það, og benti á að hann kostaði fiskvinnsluna 500 milljónir á ári. Hann átaldi Alþingi fyrir að taka ekki á því máli, frum- varp um selveðar hefði legið fyrir Alþingi mánuðum saman og ekki fengist afgreitt og á þingi sætu menn sem ekki mættu til þess hugsa að blakað væri við. „þessu óargadýri“ Banaslys um helgina ■ Tveir ungir menn létu lífið j umferðarslysum um helgina. í Svínadal í Dalasýslu varð harður árekstur rétt fyrir miðnætti á laugardag. Þar óku saman tvær bifreiðir af Mazda- gerð. Hallgrímur Sæmundsson til heimilis að Tungu í Hörðu- dalshreppi var farþegi í öðrum bílnum og lést hann við árekst- urinn. Hannvarlóáragamall. Ökumenn beggja bifreiðanna meiddust mikið og voru þeir ásamt konu og barni, sem voru farþegar í öðrum bílnum, fluttir með þyrlu varnarliðsins á slysadeild Borgarspítalans. Range Rover jeppi valt í Svínahrauni í Árnessýslu, að- faranótt sunnudags. í velt- unni, sem varð rétt fyrir ofan brekkuna við Litlu kaffistof- una, lést farþegi í bílnum. Hann hét Einar Aron Pálsson til heimilis að Bergstaðastræti 24B Reykjavík. Einar Aron var sautján ára gamall. Öku- maður og annar farþegi slösuðust lífshættulega. ■ Þyrla landhelgisgæsl- unnar flutti slasaða far- þega og ökumenn úr árekstrinum í Svínadal, á Borgarspítalann. NT-mynd Sverrir Kaupmátturinn á árinu sá sami og á 4. ársf jórðungi 1983 ■ Kaupmáttur verkafólks innan ASÍ á þessu ári verður hinn sami og á 4. ársfjórðungi 1983, með tilkomu nýja samningsins. ■ Kjarasamningur ASÍ og VSÍ, sem undirritaður var síðastliðinn laugardag, eftir næturlangan fund, felur í sér 14,5% meðalhækkun launa til áramóta. Lægstu laun hækka á sama tíma um 16,8%. Almennar launahækkanir samningsins eru 5% frá undirskrift og 4,5% þann 1. október í haust. Auk þess eru sérstakar launajöfnunar- bætur til þeirra, sem lægst hafa launin. Þeir, sem taka laun samkvæmt 15.-24. launaflokki, hækka um einn launaflokk frá gildistöku samningsins, 15. júní, en sú hækkun liefur engin áhrif á grunntölur afkastahvetjandi launakerfa eða kostnaðar- liði, sem miðast við ofan- greinda launaflokka. Þann 1. ágúst hækka svo allir um einn launaflokk. Meðal- hækkun launa frá 15. júní er því 7%, en lægstu laun hækka um 9,1%. Samningurinn felur einnig í sér hækkun reiknitölu í bónusvinnu í fiskvinnu úr 74 kr. í 80 kr. frá gildistöku samningsins. Þann 1. ágúst hækkar hún í 81 kr. og í 85 kr. þann 1. október. Samtals gerir það 14,9% hækkun til áramóta. Verkamannasambandið og Vinnuveitendasambandið gerðu með sér sérstakt sam- komulag um málefni fisk- verkunarfólks, sem nánar er sagt frá annars staðar á síð- unni. Samningurinn fellur úr gildi um áramót, án uppsagn- ar, og í sérstakri bókun með honum, lýsa samningsaðilar yfir því, að samið hafi verið í trausti þess, að verðlags- hækkanir verði innan ákveð- ins ramma. Gert cr ráð fyrir, að vísitala framfærslukostn- aðar verði ekki meira en 144 stig hinn 1. ágúst, 149 stig 1. október og 154 stig hinn 1. desember. Aðildarfélög ASÍ og VSÍ hafa nú tæpa viku til að fjalla um samkomulagið, og verð- ur afstaða þeirra að liggja ljós fyrir í síðasta lagi á hádegi 25. júní næstkom- andi. Kaupmáttur kauptaxta ASÍ félaga verður sá sami á þessu ári og hann var á 4. ársfjórðungi 1983, með nýja samningnum. Það er 3% meiri kaupmáttur en nú er og 7% yfir þeim kaupmætti sem reikna hefði mátt með í byrjun september án samn- inga. ■ Range-Roverinn sem valt í Svínahrauni um helgina. Bíllinn er að heita má ónýtur. NT-mynd Sverrir Miðvikudagur 19. júní 1985 Kjaramál fiskvinnslufólks: Höfuðmál Al þingis í gær ■ Fyrirspurn Kjartans Ólafs- sonar til sjávarútvegsráöherra um hvað ríkisstjórnin hygðist gera og hvernig bregðast skyldi við því ástandi sem ríkti í fiskvinnslunni, varð tilefni langra utandagskrárumræðna í sameinuðu þingi í gær. Kjart- an rakti ýmsar tölur um stöðu sjávarútvegsins, rýrnandi eig- infjárstöðu fiskvinnslunnar og bágra kjara starfsfólks vinnsl- unnar, sem nú kæmu fram í að fólk fengist ekki lengur til starfa á þessum vettvangi, vant fólk leitaði í önnur störf. Hann harmaði jafnframt að ekki hefði tekist að bæta kjör fisk- vinnslufólksins að neinu ráði í sem selurinn væri. Umræður stóðu megintíma þingtímans í gærdag og tók fjöidi þingmanna til máls, þótt forseti ítrekaði margsinnis að áætlunin hefði verið að Ijúka umræðum á einum klukku- tíma. Fram kom hjá öllum ræðumönnum að þeir töldu að kjör fiskvinnslufólks yrði að bæta, þau væru til vansæmdar og bág kjör þess væru orðin að vandamáli fyrir þessa undir- stöðuatvinnugrein, sem sjávar- útvegur og fiskvinnsla væri í íslensku efnahagslífi. Nýi kjarasamningurinn: Kauphækkunm 14,5

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.