NT - 19.06.1985, Blaðsíða 9

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. júní 1985 ■ Þórhallur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Arkitektafélags íslands og trúnaðarmadur samkeppninn- ar, Gudmundur Gunnarsson, Finnur Ingólfsson, formaður stjórnar Félagsstofnunar og Bergsteinn Gizurarson, dómnefndarmaður, kynntu blaðamönnum samkeppni um byggingu nvrra stúdentagarða. Nýir stúdentagarðar: NT-mvndir: Sverrir „Eitt helsta hags- munamál stúdenta" -150 íbúðir fyrir fjölskyldufólk ■ Félagsstofnun stúdenta hef- ur ákveðið að efna til sam- keppni unt teikningar nýrra íbúða fyrir námsnienn með fjöl- skyldur, í samvinnu við Arki- tektafélag íslands. Stefnt er að því að reisa 150 íbúðir í tveim- ur áföngum, þ.e. 100 2ja her- bergja íbúðir og 50 3ja her- bergja íbúðir og eiga þær að rísa við Suöurgötu í jaðri Háskóla- svæðisins. Heimild til þátttöku hafa allir arkitektar og þeir, sem leyfi hafa til að leggja aðaltcikningar fyrir byggingarnefnd Reykja- víkur og háskólastúdentar í samráð við slíka aðila. Verð- launafé er samtals 900 þúsund krónur, þar af eru fyrstu verð- laun • ekki lægri en 450.000 krónur. Núverandi hjónagarðar, með 57 íbúðuni, voru teknir í notkun árið 1974. Stúdentum við Há- skólann hefur fjölgað um 70% síðan, en framboð stúdenta- húsnæðis hefur ekki aukist að sama skapi. 1 könnun sem gerð var á húsnæðisþörf námsmanna, árið 1982 kom frant að um það bil 80% stúdenta bjuggu í leigu- húsnæði á almennum markaði og þar af voru rúmlega helming- ur í sambúð. Snemma á síðasta ári skilaöi nefnd, skipuð vegna húsnæðis- erfiðleika námsmanna áliti sínu. Þar var hvatt til byggingar nýrra stúdentagarða, enda sé stofnun- inni gert kleift að fjármagna framkvæmdir að stórum hluta, eftir breytingar á lögum unt húsnæðisstofnun ríkisins. Gert er ráð fyrir að Húsnæðisstofnun veiti lán -sem svarar 80% af byggingarverði íbúðanna og vonast Félagsstofnun til að ein- staklingar, fyrirtæki og síðast en ekki síst sveitarfélögin veiti framlög til að brúa afganginn, en heildarverð íbúðanna er áætlað um 200 milljónir króna. „Þetta átak leysir e.t.v. ekki allan húsnæðisvanda stúdenta en það má búast við að það létti verulega á leigumarkaðnum í Reykjavík,' sagði Finnur Ing- ólfsson, formaður stjórnar Fé- lagsstofnunar stúdenta. Guðmundur Jóhannsson.for- maður stúdentaráðs, sagði aö stúdentar fögnuöu byggingu nýrra stúdentaíbúða enda væri bygging þeirra eitt helsta hags- munamál stúdenta, ekki síst þeirra sem væru utan af landi. Sumarhús - Efnispakki Ný þjónusta, hvar sem þú ert á landinu Þú velur úr fjölda stærða og gerða teikninga úr bæklingi okkar. Við sköffum efnispakkann á hvaða stigi sem er eftir óskum hvers op eins. Allar teikningar fylgja, bæði til samþykktar fyrir sveitarfélög oc ðbeining- arteikningar til að raða húsinu saman eftir. Pantið nýjan verðlista og bækling. Teiknivangur Súðvarvogi 4 Rvík. Sími 81317 kvöldsími 35084 Beint á móti Húsasmiðjunni Þorsteini uröum við sent ein fjölskylda og hefur hann reynst mér besti \inur og félagi alla tíð. Sveinbjörn var um margt sérstakur og stórbrotinn per- sónuleiki. Hann var dulur í skapi og ekki orðntargur um hlutina. en hafði lúmskt gaman af glettni og var oft hnyttinn í tilsvörum. Ráðhollur var hann og órofatryggur vinur. Heimili Onnu og Sveinbjarn- ar var lifandi hús sem einkennd- ist alla tíð af dæmafárri gest- risni. glaðværð og góðvild og þar ólust upp dæturnar þrjár, Guðný, Sigurlaug og Anna Dís senr allar bera vitni góðu upp- eldi. Mikill fjöldi fólks tók luis á þeim hjónum um lengri eða skemmri tínta og var þá hvorki sparað fé né fyrirhöfn í þeirra þágu. Minni fjölskyldu var þetta sern okkar annað heimili. Árið 1979 deyr Anna aðeins 52 ára öllum harmdauði er til þekktu og nú, aðeins sex árum.seinna er Sveinbjörn allur. í vcikindum sínunt sýndi hann niikinn kjark og æðruleysi, dyggilega studdur af dætrum sínum. Ég, sem skrifa þessi fáu og fátæklegu orö veit enga lausn á gátu lífs og dauða. en í hjarta mér er ég viss um að hann á góða heimvon. Með þökk fyrir allar ánægju- stundirnar. Alda TEIKNIVANGUR býður upp á ódýrustu leiðina Sveinbjörn Egilsson banka- maður, Otrateigi 1(1, er látinn. Fáorð frétt. lesin í dagblaði á leið heint frá útlöndum, en þó svo áhrifarík. Þannig barst mér vitneskjan um andlát vinarmíns og svila. Sveinbjarnar Tryggva Egilssonar. Þessi fregn kom mér þó ekki á óvart. Ég hafði frá upphafi fylgst nteð vcikindum hans síðustu mánuði og grunað að hverju stefndi. Þó að karl- mannleg viðbrögð Sveinbjarnar við veikindunum vektu stund- um vonir um að hann ntyndi sigra í þcirri baráttu, blundaði samt undir niðri óttinn við hin óumflýjanlegu endalok. Sjálfur gekk Sveinbjörn á vit þeirra örlaga, sem eru oss öllum sköpuð frá fæðingu, óttalaus og af því æðruleysi sem einkenndi allt hans líf og þeirri karl- mennsku, sem byggir á vitneskj- unni um að eigi má sköpum renna. Sveinbjörn var fæddur á ísa- firði 14. apríl 1922, sonur hjón- anna Egils Jóhannssonar skip- stjóra frá Akureyri og konu hans Guðnýjar Guðfinnsdóttur. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og hóf síðan nám í lögfræði við Háskól- ann, en hvarf frá nánti án þess að Ijúka embættisprófi. Á náms- árum sínum í Háskólanunt gift- ist Sveinbjörn ungri stúlku frá Siglufirði, Önnu dóttur Jóns Þorkelssonar frá Landamótum og Sigurlaugar Davíðsdóttur konu hans. Þau Anna og Svein- björn eignuðust þrjár dætur, sem allar eru uppkomnar. Elst er Guðný, flugfreyja gift Mekkino Björnssyni flugmanni og eiga þau einn son. Sigurlaug er starfandi læknir við Landspít- alann, gift dr. Þórði Jónssyni, sem starfar við Raunvísinda- deild Háskólans, og eiga þau einn son, sem heitinn er eftir Sveinbirni afa sínum. Yngst er svo Anna Dís, sem einnig er flugfreyja, en hún bjó ásamt sambýlismanni sínum Grétari ívarssyni jarðfræðinema heima hjá Sveinbirni að Otrateigi 10. Ég kynntist Sveinbirni fýrst fyrir tæpum 35 árum, er ég tengdist fjölskylduböndum við Önnu konu hans. En þó vík væri niilli vina, lærðum við fljótt að meta mannkosti Sveinbjarn- ar og drenglund alla. Á heimili hans og Önnu mágkonu minnar átti fjölskylda mín annan sama- stað í tilverunni. Þar fannst okkur við alltaf vera jafn vel- komin, hvort heldur var í litlu íbúðinni á Bárugötu 5, eða í hinum rúmbetri húsakynnum að Otrateigi 10. Hjartahlýja Önnu og gæflyndi Sveinbjarnar, sköp- uðu í sameiningu þann heimilis- brag, sem laðaði að sér vini og vandamenn til lengri eða skemmri dvalar, því þar var að finna þær viðtökur og þau lífs- viðhorf, sem nú gerast æ fátíð- ari í lífsgæðakapphlaupi nútím- ans. Seint fáum við hjónin full- þakkað þann velgjörning allan er við nutum á heimili þeirra og þá unthyggju er þau sýndu son- um okkar er þeir stunduðu nám í Reykjavík. Árið 1953 var Sveinbjörn ráð- inn starfsmaður hjá Lands- banka íslands og vann síðan hjá þeirri stofnun til æfiloka. Hann hóf störf við endurskqðunar- deild bankans, en síðar var honum falin umsjón með upp- setningu á tölvudeild Lands- bankans, en hann varð fyrstur íslenskra banka til að tölvuvæða reikningshald sitt. Má fullyrða að Sveinbjörn og félagar hans í tölvudeild unnu þar mikið brautryðjendastarf og komu þá að góðum notum rökföst hugs- un og skipulagshæfileikar. en þeim eiginleikum var Svein- björn gæddur í ríkum mæli. Hann var ákaflega vel látinn, sem yfirmaður, af starfsfólki í tölvudeildinni og þar hygg ég að hann hafi fundið til mestrar ánægju í starfi sínu hjá bankan- um. En þegar Landsbankinn gerðist aðili að Reiknistofnun bankanna hætti Sveinbjörn störfum í tölvudeild og vann eftir það sem aðstoðarmaður bankastjóra, aðallega að verk- efnum tengdum útgerð og fisk- vinnslu, en á þeim málurn hafði hann grundvallarþekkingu og yfirsýn. Sveinbjörn hafði jafn- framt með höndum eftirlit með ýmsum útibúum bankans á landsbyggðinni og, stjórnaði meðal annars yfirtöku og skipu- lagningu bankans á útibúunum á Seyðisfirði og Skagaströnd. Hann gegndi einnig um tíma störfum útibússtjóra Lands- bankans á Eskifirði, Seyðisfirði og Skagaströnd. Ekki sóttist Sveinbjörn eftir völdum eða titlatogi, en vann sig til metorða innan bankans með hæfileikum og samviskusemi. Sveinbjörn var að eðlisfari hlédrægur maður og ófram- hleypinn og fyrir ókunnuga gat verið erfitt að sjá hvort honurn líkaði betur eða verr. En vinir hans og samstarfsmenn lærðu fljótt að meta húmaníska lífs- skoðun hans, trygglyndi og góð- ar gáfur. Hann var umhyggju- samur heimilisfaðir og hafði dá- læti á börnum og nutu litlu dóttursynir hans þessa eigin- Ieika hin síðustu ár. Fráfall Önnu konu hans fyrir aldur fram, var honum mikil þolraun þó eigi bæri hann tilfinningar sínar á torg í þeim efnum fremur en öðrum. En engum sem til þekkti duldist söknuður hans. Dætur Sveinbjarnar, sem erft hafa ýmsa af bestu kostum for- eldra sinna, önnuðúst föður sinn af mikilli umhyggju í veikindum hans og gerðu honum mögulegt að dvelja heima eins lengi og nokkur kostur var, enda var það í samræmi við óskir hans. Sveinbjörn andaðist eftir stutta legu á Landspítalanum þann 10. júní s.l. Að systrunum og fjölskyldum þeirra sækir nú sár tregi eftir föðurmissinn, við úr fjölskyld- unni á Siglufirði sendum þeim einlægar samúðarkveðjur. Einn- ig sendum við Þorsteini einka- bróður Sveinbjarnar og fjöl- skyldu hans innilegar kveðjur og vonum og vitum að minning- in um góðan dreng hjálpar til að sefa sárasta tregann. Flannes Baldvinsson Kveðja „Er hel í fungi minn hollvin ber, saknu ég einhvers af sjálfum mér". Sveinbjörn mágur minn er allur. Hann andaðist að kvöldi 10. júní, aðeins 63 ára. Hann var fæddur á ísafirði 14. apríl 1922, sonur hjónanna Guðnýjar Guðfinnsdóttur og Egils Jó- hannessonar skipstjóra og ólst upp hjá þeim í Reykjavík og Akureyri. Kynni mín við Sveinbjörn hófust í Siglufirði er hann og Anna systir mín fóru að vera saman og giftust síðan. Okkar kynni voru strax góð. Þegar ég svo giftist seinna bróður hans Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Sveinbjörn Egilsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.