NT - 19.06.1985, Blaðsíða 22

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 22
Míðvikudagur 19. júni 1985 22 íþróttir ■ Hætta við inark FH, en þútt Skagamennirnir væru þrír náðu þeir ekki að kuma knettinum í netið að þessu sinni. NT-mynd Árni Rjarna Islandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Stórt hjá Skaganum - unnu sigur á FH í Kaplakrika 3*0 - Halldór varði víti ■ íslandsmeistarar Akrancss gerðu góða ferð suður í Hafnar- fjörð á laugardaginn og nældu sér í 3 stig í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Fórnar- lömb þeirra að þessu sinni vuru nýliðar FH sem máttu þola 0-3 tap á heimavelli. Pað var ekki langt liðið á leikinn þegar Skagamenn fengu sitt fyrsta færi. Árni Sveinsson gaf fyrir og Sveinbjörn Hákon- arson skallaói rétt yfir. Á 4. mínútu skoraði Hörður Jóhann- esson fyrsta markið. Karl Þórð- arson gaf boltann fyrir frá hægri og Hörður skallaði í bláhornið fjær, alveg niðri við jörð. Leikurinn var opinn og skemmtilegur næstu mínúturog FH-ingar fengu gullið tækifæri til að jafna á 16. ntín er Viðar HallcJörsson lék upp hægri kant og gaf fyrir á Jón Erling Ragn- arsson sem skaut föstu skoti að marki en Birkir Kristinsson markvörður ÍA varði meistara- lega. Á 25. mínútu lék Karl Pórð- arsomipp kantinn í hina áttina og náði að gcfa fyrir. Þar var staddur Sveinbjörn Hákonar- son sem skaut en boltinn fór í hendi FH-ings og vítaspyrna var umsvifalaust dæmd. Svein- björn tók sjálfur vítið. „Ég kallaði á varamannabekkinn og spurði í hvort hornið ég ætti að fleygja mér. Nú ég fékk svar um hæl og lilýddi því, fór í hægra liornið," sagöi Halldór Hall- dórsson, markvörður FH-inga eftir lcikinn ogglotti út í annað. Hann gerði sér sem sagt lítið fyrir og varði vítið frá Svein- birni. Það var ekki nóg því Sveinbjörn náði frákastinu og virtist dæmdur til að skora, annað virtist ekki hægt. En Halldór var snöggur á fætur og varði aftur, frábær markvarsla. Aðeins mínútu seinna var Ingi Björn kominn inn í vítateig Skagamanna niðri við endalínu og felldur þar en ekkert var dæmt, hálfgerð vítalykt af því. Sveinbjörn Hákonarson fékk annað upplagt færi fyrir hlé. Karl Þórðarson gaf mjög góða sendingu inn fyrir vörn FH á Sveinbjörn en Halldór kom vel út á móti og lokaði markinu þannig að Sveinbjörn renndi boltanum framhjá. í seinni hálfleik var svipað uppi á teningnum. Skagamenn ívið sterkari og markvissari í leik sínum. Þeir uppskáru ann- að mark á 68. mínútu. FH-ingar áttu þá innkast niðri við eigin hornfána. Innkastið tókst ekki betur til en það að Kalli Þórðar náði boltanum og lék niður að endalínu og gaf fyrir markið. Þar var Hörður Jóhannesson óvaldaður og skallaði í netið af stuttu færi. Þriðja mark Skagamanna var hálfgert klúður. Árni Sveinsson gaf inn í teiginn og þar voru Karl Þórð- ar og Sveinbjörn Hákonarson ásamt varnarmönnunum Henn- I HNOT- SKURN Samleikur Skagamanna var betri og markvissari og þeir áttu fleiri færi. FH-ingar hefðu þó med smá heppni átt að skora. Sigur Skagamanna var sanngjarn. Gul spjöld: Sigurður Lárusson og Sveinbjörn Hákonarson ÍA og Sigurþór Þórólfsson FH ing og Sigurþór. Enginn virtist geta tekið afstöðu til þess hver ætti að sparka boltanum og hálfgerð ringulreið ríkti. Endir- inn var sá að Henning potaði liggjandi í boltann með tánni og hann rúllaði í stöngina og inn. Örstuttu seinna skallaði Svein- björn sem var dauðafrír í miðj- um vítateignum, rétt yfir markið. Ingi Björn skoraði eina mark FH-inga með skalla stuttu seinna en var dæmdur rangstæð- ur. Hörður Jó. fékk síðasta færi Skagamanna er hann var frír í teignum en Halldór varði vel skot hans og Ingi Björn fékk síðasta færi FH, skallaði rétt yfir. Liðin voru þannig skipuð: FH: Halldor Halldórsson, Viðar Halldórs- son, Henning Henningsson, Sigurþór Þórólfsson, Dýri Guðmundsson, Guð- mundur Hilmarsson, Ingi Björn Alberts- son, Ólafur Danivaldsson, (Kristján Gíslason), Jón Erling Ragnarsson, Magn- ús Pálsson, Sigurður Sveinbjörnsson, (Kristján Hilmarsson). ÍA: Birkir Kristinsson, Guðjón Þórðar- son, Einar Jóhannesson, Sigurður Lárus- son, Jón Áskelsson, Hörður Jóhannes- son, Sveinbjörn Hákonarson, Júlíus Pét- ur Ingólfsson, Karl Þórðarson, Árni Sveinsson og ólafur Þórðarson. GÞ íslandsmótið í knattspyrnu l.deild: Sjö marka leikur NT Boltinn - er Fram sigraði Víði á Garðsvelli 4-3 KR-VÍKINGUR: Hjá KR var Július Þorfinnsson sleipur í fyrri hálfleik en hvarf í þeim seinni. Sæbjörn Guðmundsson og Björn Rafnsson voru áberandi og liðið lék allt vel. Hjá Víkingum var Andri Marteinsson langbestur. Atli og Ámundi voru duglegir frammi en aðrir virtust lengst af áhugalitlir. FH-ÍA: Halldór lék vel í markinu hjá FH þrátt fyrir mörkin þrjú og Jón Erling, Viðar og Ingi Björn áttu allir góðan dag. Karl Þórðarson var bestur Skaga- manna sem voru flestir í betri buxun- um. VlÐIR-FRAM: Leikmenn beggja liða voru vel með á nótunum i þcssum leik en þeir ómar Torfason og Vilberg Þorvalds- son skipta þó knettinum með sér. ■ Nýliðarnir í 1. deild Víðis tóku á móti efsta liðinu í deild- inni, Fram, um helgina, nánar tiltekið á laugardaginn. Leikur- inn sem fram fór á Garðsvelli var hinn fjörugasti og sjö mörk voru gerð en það er það sem áhorfendur vilja. Þau voru aö vísu gerð í vitlaust mark sum hver að mati heimamanna. Framarar sigruðu sem sagt í viðureigninni 4-3 en heima- menn voru þó nálægt því að ná í punkt. Það voru ekki liðnar nema 3 mínútur af leiknum er Víðis- menn náðu forystu. Þorsteinn Þorsteinsson Frammari ætlaði þá að gefa til Friðriks í mark- inu en hann skallaði knött- inn ekki eins og Friðrik vildi og boltinn lak inn, 1-0. Stuttu síðar var Guðmundur Steinsson nálægt því að jafna en hann komst einn frír inní teig en skot hans var ekki nógu gott. Guð- mundur Steinssori jafnaði síðan leikinn úr vítaspyrnu á 33.mín. sem dæmd var á Daníel Einars- son fyrir að handleika knöttinn, 1-1. Örstuttu síðar ná Framar- ar forystunni er markvörður Víðis missti inn langskot frá Guðmundi Torfasyni, 1-2 og þannig var staðan í hléi. Seinni hálfleikur var varla hafinn er Ómar Torfason var búinn að auka forystu Framara í 3-1. Hann komst einn gegn markverði og átti ekki í teljandi erfiðleikum með að skora. Áfram hélt markasúpan að krauma. Vilberg Þorvaldsson skoraði 2-3 eftir fyrirgjöf frá Grétari Einarssyni. Þegar 10 mt'n. voru til leiksloka innsiglaði Ómar Torfason sigur Fram með skoti af stuttu færi. Hann var aleinn eftir sendingu Guðmund- ar Torfasonar. Víðismenn áttu síðan lokaorðið í þessum leik er é HNOT- SKURN Góður leikur þar sem sjö mörk litu dagsins Ijós. Fjör nær allan timann. Mörkin: Víðir: Vilberg Þorvaldsson á 18. mín, Svanur Þorsteinsson á 85. mín. og eitt var sjálfsmark á 3. mín. Fram: Guðmundur Steinsson á 33. min. Guðmundur Torfason á 37. mín. og ómar Torfason á 52. og 81. min. hjá KR-ingum - unnu daufa Víkinga 2-1 ■ Það má með sanni segja að veðurguðirnir hafí verið í essinu sínu á laugardaginn þegar leikirnir í I. deild karla á ís- landsmótinu í knattspyrnu fóru fram. íþróttafréttaritarar gátu fækkað fötum og látið sér líða vel í stað þess að híma helbláir af kulda, algerlega ófærir um að skrifa. Hvort það var útaf góða veðr- inu eða einhverju öðru sem markaskorarar KR-inga og Vík- inga voru hálf iðjulausir lengi framan af leik liðanna á KR- vellinum skal ósagt látið. Það var stundum furðulegt, að því er manni fannst, að KR-ingar skyldu ekki setja mark í fyrri hálfleik. Þeir voru þá mun betri aðilinn og yfirspil- uðu Víkinga lengst af algerlega. Boltinn gekk skemmtilega á milli manna úti á vellinum og upp að vítateignum en þegar þangað var komið fjaraði sókn- in út. Reyndar skoruðu KR-ingar eftir 12 mínútur en markið var dæmt af vegna þess að brotið var á Ögmundi markverði Víkings. Gunnar Gíslason og Júlíus Þorfinnsson áttu einnig góð skot að marki en Ögmundur sá við þeim báðum. Þegar hér er komið sögu má segja að marktækifærin séu upp- talin í fyrri hálfleik. KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum og skyndisóknir Víkinga báru engan árangur. Ámundi og Atli voru alltof einmana frammi. í seinni hálfleik komu Víking- ar þó aðeins meira inní myndina og á 51. mínútu stóð Dúddi aleinn með boltann rétt utan markteigs eftir góða fyrirgjöf frá vinstri en hann hitti ekki markið. Þar fór gott færi for- görðum. En sókn KR-inga var mun betur skipulögð en Víkinga og á 65. mínútu kom markið sem legið hafði í loftinu svo lengi. Sæbjörn Guðmundsson vann boltann á miðjunni og gaf góða sendingu á Björn Rafnsson sem brunaði upp vinstri kantinn. Björn krækti í fríspark utanvið vítateigshornið. Reyndar hálf- hæpinn dómur það miðað við margt annað í leiknum. En frísparkið tók Hálfdán Örlygs- son. Hann sendi boltann listi- lega á höfuðið á Jósteini Einars- syni sem skallaði glæsilega í netið, 1-0. Aðeins átta mínútum seinna kom annað mark KR. Sæbjörn hirti boltann af tánum á varn- armönnum Víkings sem voru að dútla við að hreinsa frá, lék á þá og skaut föstu skoti rétt innan vítateigs í bláhornið niðri þannig að Ögmundur korn eng- um vörnum við. Loksins eftir þetta hljóp Víkingum virkilegt kapp í kinn og leikmenn fóru að berjast fyrir boltanum. Á 82, mínútu gaf Þórður Marelsson góða sendingu inn í vítateig KR og þar var Andri Marteinsson sem drap knöttinn skemmti- lega, vippaði honum aftur fyrir sig og yfir varnarmennina, tók tvö skref framhjá þeim og þrum- aði í netið. Fallega gert hjá Andra. Aðeins mínútu seinna skall hurð nærri hælum hinummegin. Sæbjörn gaf vel fyrir og Ásbjörn Bjöfnsson skallaði í stöngina, sannarlega óheppinn. Víkingar fengu eitt færi undir lok leiksins. Andri tók hornspyrnu og Jó- hann Holton skallaði til Aðal- steins Aðalsteinssonar sem skall- aði rétt yfir slána. En fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn KR- sigur var í höfn. Liðin voru þannig skipuð: KR: Stefán Jóhannsson, Hálfdán Örlygs- son, Jósteinn Einarsson, Hannes Jó- hannsson, Ágúst Már Jónsson (Jakob Pétursson) Willum Þórsson, Björn Rafnsson, Sæbjörn Guðmundsson, Ás- björn Björnsson, Gunnar Gislason, Júlíus Þorfinnsson (Jón G. Bjarnason). Víkingur: Ögmundur Kristinsson, Jó- hannes Bárðarson, Ólafur ólafsson, Þórð- ur Marelsson, Gylfi Rútsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Andri Marteinsson, Atli Einarsson (Einar Einarsson), Ámundi Sigmundsson, Magnús Jónsson (Jóhann Holton), Unnsteinn Kárason. GÞ HNOT- SKURN Leikurinn fór fram á KR-vellin- um við Frostaskjól og lengst af á vallarhelmingi Víkinga. KR-ing- ar spiluðu ágætlega á milli sin en lítið var um slíkt meðal Víkinga. Verðskuldaður sigur KR í þokka- legum leik. Dómari var Friðjón Eðvaldsson og var hann þokka- legur. Guðmundur Knútsson gaf inní teiginn á Svan Þorsteinsson sem skoraði 3-4 og þar við sat. Eins og fyrr segir þá var leikur- inn hinn fjörugasti og áttu Víð- ismenn sennilega sinn besta leik í deildinni til þessa. Með smá heppni hefðu þeir átt að ná jöfnu eða jafnvel sigra. Framar- ar halda áfram efsta sætinu í deildinni og liðið virkar mjög sterkt um þessar mundir. ■ Liðin: Víðir: Gísli Hreiðarsson, Kle- mens Sæmundsson, Helgi Sigurbjörns- son (Guðmundur Knútsson í hléi) Einar Ásbjörn Ólafsson (Svanur Þorsteinsson) 38 mín.) Ólafur Róbertsson, Sigurður Magnússon, Guðjón Guðmundsson, Vil- berg Þorvaldsson, Daníel Einarsson, Grétar Einarsson, Gísli Eyjólf sson. Fram: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þorsteins- son, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Ormarr Örlygsson, Kristinn Jónsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Steinsson (Örn Valdimarsson á 65imín.), Ómar Torfason, Guðmundur Torfason, Ásgeir Elíasson. AH/þb. STAÐAN Staðan i 1. deild er nú þessi: Fram ..........5 4 1 0 14- 7 13 ÍA.............5 3 1 1 12- 3 10 Þróttur........5302 6- 4 9 Þór............ 5 3 0 2 8- 7 9 Valur..........5212 9- 7 7 ÍBK............ 5 2 1 2 7- 7 7 KR ............5 13 1 5-6 6 FH ............5 113 2-8 4 Vikingur.......5104 4- 9 3 Víðir.......... 5 1 0 4 5-14 3 Markahæstu menn í deildinni eru þessir: Ómar Torfason, Fram............. 5 Guðmundur Torfason, Fram .... 5 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór...... 4 Guðmundur Þorbjörnss., Val .... 4 Páll Ólafsson, Þrótti .......... 4 Ragnar Margeirsson, ÍBK......... 4 Sveinbjörn Hákonarson, ÍA....... 4 Guðmundur Steinsson, Fram .... 3 Hörður Jóhannsson, ÍA........... 3 Jónas Róbertsson, Þór .......... 3 ,fk.á 'A'jt .‘t.'r.j

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.