NT - 19.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 6
Niðurstöður skýrslu OECD um ístensk efnahagsmál 1984-85: ■ Fyrsti áfangi efnahags- stefnunnar, sem mörkuð var í maí 1983, varð mjög árangurs- ríkur. Afnám vísitölubinding- ar launa, lögbundnar takmark- anir á launahækkunum og til- tölulega stöðugt gengi Ieiddu til þess, að mjög dró úr verð- bólgu, eða úr rúmlega 130% á öðrum ársfjórðungi 1983 í um 15% á þriðja ársfjórðungi 1984 miðað við árshraða. Pessi árangur er ekki síst athygl- isverður með tilliti til þess, að hann náðist án þess að atvinnu- ástand versnaði að marki og þrátt fyrir verulega umframaf- kastagetu og rekstrarerfiðleika í sjávarútvegi. Hins vegar hef- ur reynst þrautin þyngri að varðveita þennan árangur. Á síðasta hausti kom nokkur afturkippur í baráttuna við .verðbólguna, þegar kjara- samningar í kjölfar mánaðar- langs verkfalls opinberra starfsmanna urðu til þess að ný verðbólgualda reið yfir og gengið var fellt. Þvert á markmið stjórnvalda jókst hallinn á viðskiptum við útlönd verulega á árinu 1984, en mjög hafði úr honum dregið á árinu 1983. Eins og raunar hafði blasað við um alllangt skeið voru afnám vísitölubindingar launa og stöðugt gengi nauðsynlegar forsendur þess, að hægt væri að brjótast út úr víxlhækkun- arhring launa og verðlags við íslenskar aðstæður. Reynslan undanfarin misseri er hins veg- ar gott dæmi um vandkvæðin, sem eru á því að hemja verð- bólguna til frambúðar, nema jafnframt sé gripið til sam- stilltra aðgerða í peninga- og ríkisfjármálum. Erfiðleikarnir hafa reynst mun meiri fyrir þá sök, að kaupmáttur launa minnkaði snögglega á sama tíma og eftirspurn eftir vinnu- afli var töluvert mikil. Þrálát verðbólga á íslandi undanfarin ár og það hlutverk, sem gengis- stefnan hefur gegnt í skiptingu þjóðartekna, ollu því hins Vettvangur Miðvikudagur 19. júní 1985 6 Eini raunhæfi kosturinn að fylgja stjórnarstefnunni vegar, að hinar rótgrónu verð- bólguvændir breyttust lítið. Nauðsynlegt hefði verið að grípa til markvissari aðgerða á sviði gengis-, peninga- og ríkis- fjármála til að koma í veg fyrir, að þessum verðbólgu- vændum fylgdu auknar kaup- kröfur og verðhækkanir. Ýms- ar aðgerðir stjórnvalda á þess- um sviðum meðan hjöðnun verðbólgunnar stóð yfir voru ekki til þess fallnar að varð- veita þann árangur. Bætt af- koma ríkissjóðs á árinu 1984 stafaði reyndar fremur af auknum tekjum af óbeinum sköttum vegna mikillar eftir- spurnar en aðhalds í útgjöld- um. Ljóst er, að eigi frekari árangur að nást í baráttunni við verðbólguna og viðskipta- hallann, þarf að beita aðhalds- samari stjórn á eftirspurn en til þessa hefur verið gert. Um mörg undanfarin ár hef- ur skortur á nægilega öflugum stjórntækjum torveldað mark- vissastjórn peningamála. Þrátt fyrir breytingu til batnaðar í þá veru að auka hlut markaðarins í ákvörðun vaxta, hafa raun- vextir ekki fengið að hækka nóg til að stemma stigu við mikilli eftirspurn eftir lánsfé. Rúmur yfirdráttur innláns- stofnana hjá Seðlabankanum og endurkaup hans á afurða- lánum með hagstæðum kjörum hafa dregið úr virkni aðhalds að útlánum. Hertar reglur um yfirdrátt frá því í ágúst hafa heldur ekki komið að verulegu gagni enn. Einnig hefur halli ríkissjóðs verið jafnaður með lánum frá Seðlabankanum ásamt erlendum lánum. Af- leiðingin hefur orðið sú, að heildarstærðir peningamála hafa vaxið mun örar en svarar til verðbreytinga. Til sanns vegar má færa, að aukin eftir- spurn eftir peningum hafi að hluta til átt sér eðlilegar skýringar þegar úr verðbólgu dró og peningaeign varð fýsi- legri kostur en fyrr. En þrálát- ar og sterkar verðbólguvændir og skortur á aðhaldi í peninga- málum röskuðu fljótlega jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, jafnt inn á við sem út á við. Fyrir vikið dró úr tiltrú á, að gengis- stefnunni yrði fylgt til lengdar - yfirvofandi gengisfelling jók eftirspurn eftir lánsfé og magn- aði um leið verðbólguvændir. Spákaupmennsku gegn krón- unni linnti, þegar gengið var fellt í nóvember 1984. En þar sem kaupliðir kjarasamning- anna frá því í nóvember eru uppsegjanlegir frá og með 1. september næstkomandi blasa nú við stjórnvöldum í megin- atriðum sömu erfiðleikar og fyrir ári. Ef ekki reynist unnt að halda aftur af aukningu útlána og raunvextir fá ekki að laga sig að markaðsaðstæðum, er hætt við að stefna ríkis- stjórnarinnar í baráttunni gegn verðbólgunni bíði varanlega hnekki. Eins og áður hefur verið haldið fram í skýrslum OECD verður jafnvægi ekki komið á nema með aðhaldi í búskap hins opinbera. Þótt skortur á samræmdu heildaruppgjöri opinbera búskaparins valdi því, að torvelt sé að meta heildaráhrif hans í þjóðarbú- skapnum, er næsta víst að eftirspurn hins opinbera er enn of mikil. í fjárlögum fyrir árið 1984 var upphaflega gert ráð fyrir því, að dregið yrði úr opinberum útgjöldum. Svo varð þó ekki og farið var verulega fram úr lánsfjáráætl- un ríkisins. Ekki er ólíklegt, að þessi þróun tengist að ein- hverju leyti hinu mikla launa- skriði, sem varð í sumum greinum, en það ásamt ríkri tilhneigingu til að bera saman laun milli stétta ýtti mjög undir kröfur um endurskoðun kjara- samninga. Þessi framvinda var óæskilegri en ella vegna þess að erlendar lántökur fóru langt fram úr því sem áætlað hafði verið. Nauðsynlegt er, að út- gjöld hins opinbera á árinu 1985 verði skorin niður í a.m.k. þeim mæli sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og láns- fjáráætlun. Hins vegar má halda því fram, að svo mikið sé í húfi, að niðurskurðar- áform stjórnvalda gangi ekki nógu langt. Úr því að nauðsyn- legt er að halda aftur af launa- hækkunum, minnka viðskipta- halla og létta greiðslubyrði af erlendum lánum, væri æskilegt að herða aðhald í fjármálum hins opinbera. Erlendar skuldir eru áhyggjuefni, enda er hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu hið næsthæsta meðal aðildarríkja OECD. í lánsfjáráætlun fyrir árið 1985 er að þvi' stefnt, að hlutfall langra erlendra lána af þjóðarframleiðslu vaxi ekki. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema með því að auka skammtímalán og ganga á gjaldeyrisforðann. Skuldastaðan gagnvart útlönd- um mun því halda áfram að versna, en fyrirsj áanlegt er að sú þróun verður fyrr eða síðar að taka enda. Leggja verður mikla áherslu á að sporna við frekari hækkun erlendra skulda í hlutfalli við þjóðar- framleiðslu. Raunvextir af erl- endum lánum íslendinga eru nú um 5% og næsta víst að þeir munu í náinni framtíð verða hærri en árlegur hagvöxtur í landinu. Nauðsynleg forsenda þess að á vexti erlendra skuldi hægi er, að viðskiptajöfnuður að vaxtagreiðslum undanskild- um batni, sem í raun þýðir að vöxtur innlendrar eftirspurnar verður að vera hægari en vöxt- ur eftirspurnar erlendis. Með hliðsjón af skuldavandanum má færa að því rök, að æskilegt sé að halda genginu stöðugu og að leggja beri aukna áherslu á innlendan sparnað. Þótt lægra gengi geti verið nauðsyn- legt til að bæta stöðu útflutn- ingsgreina, veldur gengisfell- ing því að raungildi greiðslu- byrðar af erlendum lánum eykst og skaðar hún því skuld- um vafðar greinar. Aukinn sparnaður innanlands yrði til þess að síður þyrfti að grípa til erlendrar skuldasöfnunar til að standa straum af eðlilegri fjár- festingu og myndi um leið auðvelda stjórn peningamála. Nauðsynlegt hefur reynst að flytja inn fjármagn svo að hægt væri að auka fjölbreytni efna- hagslífsins með því að hagnýta frekar auðlindir landsins. Þetta er ein helsta ástæða mikillar skuldasöfnunar erlendis. Samt sem áður er þjóðarbúskapur- inn enn mjög háður sjávarút- vegi. Aukin fjölbreytni í at- vinnulífinu kæmi sér vel, ef breytingar á lífsskilyrðum í sjónum yrðu til þess að draga varanlega úr framleiðslugetu núverandi útflutningsgreina, þar eð hún skyti fleiri stoðum undir lífskjörin í landinu. Með fjölþættara atvinnulífi gæti einnig dregið úr sveiflum í þjóðarframleiðslu og útflutn- ingstekjum, sem koma í kjöl- far tímabundinna breytinga á aflabrögðum og viðskiptakjör- um. Fram að þessu hefur ekki nema lítill hluti af orkulindum landsins verið virkjaður. En vandamálin, sem við er að fást, eru flókin og erfitt er að gera upp á milli þeirra kosta sem bjóðast. Á síðustu tíu árum hefur tekist að draga verulega úr þörfinni fyrir inn- flutta olíu, svo að frekari árangur á því sviði eru skorður settar. Við fyrstu sýn virðist vera fyrir hendi umtalsvert svigrúm til að koma á fót fleiri orkufrekum stóriðjufyrirtækj- um. Hins vegar er nú hörð samkeppni milli landa um að laða að væntanlega fjárfesting- araðila á þessu sviði, jafnframt því sem mikil óvissa ríkir um þróun eftirspurnar í heiminum eftir framleiðsluvörum hinna orkufrekari iðngreina. Einnig er brýnt að forðast að mikil umframgeta myndist í orku- kerfinu. Þá er þess að gæta að hætta er á því, að mjög ör nýsköpun í atvinnulífinu gæti magnað það misvægi, sem ein- kennir þjóðarbúskapinn, við þau þröngu innri og ytri skil- yrði sem nú ríkja. Almennt má segja, að nýsköpunarátakið eigi ekki að einskorðast við orkufrekan iðnað. Endur- skipulagning og bættur rekstur í hefðbundnum greinum ásamt eflingu nýrra útflutningsgreina á borð við fiskeldi og þjónustu- útflutning gæti orðið undir- staða hagvaxtar í framtíðinni. Að öllu samanlögðu er ljóst að fara verður með gát í stjórn efnahagsmála og leggja mikla áherslu á aukna hagkvæmni í fjárfestingum. Framundir lok áttunda ára- tugarins einkenndist þjóðarbú- skapur íslendinga af mikilli verðbólgu án þess þó að veru- lega drægi úr hagvexti eða lífskjörum. En breyttar að- stæður valda því, að ekki er hægt að beita sömu aðgerðum og áður. Sjávarútvegurinn, sem er undirstaða atvinnulífs í landinu, á við mikinn vanda að stríða; erlendar skuldir þjóðar- innar eru miklar og raunvextir háir; mikill halli er á viðskipt- um við útlönd; verð- og kaup- hækkanir hafa færst í aukana á nýjan leik. Við slíkar aðstæður er ekki um annan raunhæfan kost að ræða en að fylgja fast eftir þeirri stefnu, sem ríkis- stjórnin markaði í baráttunni við verðbólguna fyrir mitt ár 1983. Hvernig til tekst, mun ekki eingöngu fara eftir því, hvort viðeigandi og trúverð- ugri stefnu verður fylgt, heldur einnig því hvort allir aðilar, sem hlut eiga að máli, eru reiðubúnir að axla þær byrðar sem eru óhjákvæmilegur fylgi- fiskur aðhaldsaðgerða. Ofanritað er þýðing Þjóð- hagsstofnunar á lokakafla skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu (OECD) um íslensk efnahagsmál 1984-85, sem birt var í París, 13. júní 1985. Fyrirsögn er blaðsins. „American Style“ á 17. júní ■ Ekki brást 17. júní frekar en fyrri daginn. Smávægileg rigning en milt veður og Jón Sigurðsson verður æ fastari í vitund æskunnar sem fyrsti forseti lýðveldisins. Fjórir af hverjum fimm sem Þjóðviljinn spurði um það mál töldu að svo væri. Svona skrifar sagan sig sjálf og eftir nokkra áratugi munu fáir efast um að svo hafi verið. Margt fólk var á götum bæjarins, en flestum leiddlst ekíci síst börnunum sem sáu ekkert. Um morguninn höfðu fyrirmenn farið með blómsveig „frá þjóðinni að styttu Jóns Sigurðssonar" eins og einn sjónvarpsfréttamaður orðaði það (löng leið það) og þar flutti forsætisráðherra ávarp og' það nokkuð gott. Oftast koma tilvitnanir í slíkum ávörpum eins og skrattinn úr sauða- leggnum en þarna tókst Stein- grími að flétta Ijóðatilvitnanir sínar inn í ræðuna með eðlileg- um hætti og fjalla síðan um landið og þjóð út frá eigin reynslu. Nokkuð sem ekki hef- ur verið svo algengt í seinni tíð, hvorki hjá honum né öðrum. Skilaboð hans voru einföld, þó að launin séu lág þá er af landi og náttúru nóg. Fariði bara út að labba. Og það skulum við endilega gera. Þegar upp á fjöllin er komið eru þó allir jafnir og sá dýrleiki sem felst í fjallalofti, útiveru og fegurðarskyni spyr ekki um þjóðfélagsstöðu eða tekjur og sá nútímamaður sem hirðir ekki um að nýta sér þessi gæði hann lifir snautlegu lífi hvað sem líður húsakosti og bíla- eign. Og Steingrímur hefur örugglega ekki meint það að menn ættu að gleyma verkefn- um sínum félagslegum þó að labbað væri, því að ýmsilegt má betur fara í okkar samfélagi ekki síst það að við þurfum á næstu árum að auka kaupmátt dagvinnutékna þannig að af dagvinnu einni saman geti menn lifað. Og það er rétt að þjóð sem gleymir ekki gjöfum landsins, óspilltri náttúru, fjöllum og náttúruundrum hún verður á allan hátt hæfari til að takast á við lífið. Og hún lifir lengur a.m.k. ef hún gætir þess að verða ekki úti. „American Style“ Það var margt sem yljaði manni um hjartáræturnar á þjóðhátíðardaginn t.d. flug- vélin sem hringsólaði yfir mið- bænum í Reykjavík með helj- armikinn auglýsingarborða hangandi aftur úr sér. Á hon- um stóð: „American Style“. Þetta fór vel í bland við þjóð- hátíðarlögin og hátíðar- stemmninguna og var raunar skrambi táknrænt fyrir okkur sem hægt og sígandi höfum verið að færast af evrópska menningarsvæðinu yfir á það ameríska. En ósköp eru það menn lítilla sanda sem nota þjóðhátíðardaginn til auglýs- ingaherferðar fyrir kjúklinga- stað með þessu þjóðlega nafni. En kannski var undirritaður einn um að pirrast af þessu svo og hinu að búllueigendum skulu blygðunarlaust líðast að skreyta bæinn með erlendum nöfnum. Það ætti að vera keppikefli okkar að hafa ís- lenskan svip á Reykjavík og það eru einmitt nöfn fyrirtækja og sölubúða sem gefa bænum svipmót og eiga sinn mikla þátt í að skapa þann andblæ sem þar ríkir. Hér er ekki verið að agnúast út í Bandaríkin eða þeirra menningu, enda brosa þeir sjálfsagt góðlátlega'yfir þess- um molbúahætti sem algengur er meðal fáfróðra eyjar- skeggja, sem eru á því stigi að þeir skammast sín fyrir eigin menningu. Vopnahlé á vinnumarkaði Það er ástæða til að gleðjast yfir vinnufriðnum sem væntan- lega ríkir hér til áramóta svo framarlega sem fjármálaráð- herra semur við BSRB á sömu nótum og ASÍ og VSÍ hafa nú samið um. Þó er ástæðulaust að gleðjast yfir samningnum sem slíkum, 12-15% hækkun næstu sex mánuði gerir tæpast meira en að halda í við verð- bólguna og koma í veg fyrir að kaupmáttur hrapi á tímabilinu. Það má því segja að þessir samningar séu einskonar vopnahlé. Raunar er það mjög slæmt að kjör fiskvinnslufólks skuli ekki batna strax umfram þetta því að svo virtist að allir væru sammála um að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að bæta þau verulega. Nú þurfa fiskverkendur að flytja inn fólk til fiskvinnu og það gefur auga leið að það tekur tíma að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.