NT - 19.06.1985, Blaðsíða 13

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 13
m Miðvikudagur 19. júní 1985 13 Utlönd Rajiv Gandhi segist vera hress eð heimsóknir sínar. Saudi-Arabía: Ríkisstarfs- menn haldnir skrópasýki Bahrain-Reuter ■ Þrír af hverjum fjórum ríkisstarfsmönnum í Saudi-Ara- bíu mætir reglulega of seint til vinnu og einn af hverjum sex vinnur yfirleitt ekki neitt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem hið opinbera lét gera meða! ríkisstarfsmanna í Saudi-Arabíu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dagblaðinu Al-Riyadh í Saudi- Arabíu nú í vikunni. Samkvæmt könnuninni skrópa 51% ríkisstarfsmanna stundum í vinnunni án leyfis og 69% þeirra skreppa oft burt úr skrifstofum sínum til einkaer- inda í leyfisleysi. Suður-Kórea: Laukútflutn- ingur vegna laukverðfalls ■ Stjórnin í Suður-Kóreu hef- ur ákveðið að flytja út 20.000 tonn af lauki til að draga úr framboði á lauk á innanlands- markaði þar sem laukverð hefur hrapað vegna góðrar laukupp- skeru á þessu ári. Það er áætlað að laukupp- skeran í Suður-Kóreu verði um 380.000 tonn í ár. Það er mikil aukning frá því í fyrra þegar laukuppskeran var aðeins 200.000 tonn. Suður-kóreski laukurinn verður líklega seldur í Japan. Afleiðingar kjarnorkustríðs: Meira en helmingur jarðarbúa dræpist - samhljóma niðurstaða sovéskra og vestrænna vísindamanna ■ Hvorki meira né minna en hálfur þriðji milljarður jarðar- búa færist ef kjarnorkustríð brytist út núna samkvæmt niðurstöðu sovéskra vísinda- manna, sem greint var frá á blaðamannafundi í Vínarborg í gær. Þessi niðurstaða er sam- hljóma því sem vestrænir vís- indamenn hafa komist að í sam- bærilegri könun. Miðast könnunin við, að 10.000 mega- tonn af kjarnorkuvopnum yrðu notuð, þar af tíu af hundraði í Evrópu, sem leiddi til dauða að minnsta kosti 100 milljóna sam- stundis og annarra 70 milljóna af völdum geislavirkni á næstu dögum. Að auki telja vísinda- mennirnir að 130 milljönir Evr- ópubúa þyrftu læknismeðferð eftir stríðið. Gull- og beinasmygl blómstrar í S-Kóreu ■ Tollayfirvöld í Suður- Kóreu segja að gífurleg aukning hafi orðið á gull- smygli og smygli á dádýra- hornum inn í landið á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Skartgripasmygl og raftækja- smygl hafi hins vegar minnk- að mikið. Tollgæslumenn fundu gull að verðmæti samtals 1,319 milljarða won (66 milljónir ísl. kr.)semer220% aukning frá því á sama tíma í fyrra. Dádýrahornin sem tollurinn fann eru metin á 141 milljón won (7 milljónir ísl. kr.) sem er 166% aukning. Dádýrahorn og bein úr ýmsum dýrum eru notuð í verðmæt náttúrulyf í Kóreu. Strangar reglur gilda um innflutning á dýdýrahornum og dýrabeinum og á þau eru lagðir háir tollar þar sem stjórnvöld iíta á þau sem óþarfa lúxusvarning. Frakkland: ■ Jesse Jackson, leiðtoga bandrískra blökkumanna^tókst í fyrra að fá Sýrlendinga til að láta bandarískan gísl lausan og vill nú reyna aftur. Rónará baneitruð Jesse Jackson vegnavöruhúsbruna fj| Líbanon? — yfirvöld algerlega ráðalaus Roussillon, Frakklandi-Reuter. ■ Eiturefni hafa valdið mikilli mengun í ánni Rón í Suðaustur- Frakklandi og talið er að íbúar um 15 sveitarfélaga hafi misst drykkjarvatn sitt og ríflega 50 tonn fiskjar hafi drepist, er um 300 tonn af eitri þeyttust út í ána þegar vöruhús í Rousillon brann í ljósum logum á laugardag. Embættismenn segja að enn sé leitað einhverra mótefna gegn menguninni. Fyrirtækið sem á vöruhúsið staðfesti að um eiturefni hefði verið að ræða og að þau væru meðal annars notuð til ilmvatns- framleiðslu, til að eyða illgresi og í gervitrjákvoðu. Haroun Tazieff, fulltrúi í því ráðuneyti sem hefur með meng- unarvarnir að gera sagði blaða- mönnum að yfirvöld stæðu ráðalaus gagnvart þessari mengun. Hann sagði að efna- fræðingar hefðu sagt sér að þeir vissu ekki um neitt mótefni sem hægt væri að hella út í ána til að stöðva mengunina. „Þetta er hræðilegt en við getum ekkert gert. Við verðum bara að bíða eftir því að það þynnist út,“ sagði fulltrúinn meðal annars. Detroit-Reuter ■ Jesse Jackson prestur og fyrrverandi forsetaframbjóð- andi í Bandaríkjunum sagðist í gær vera reiðubúinn til þess að fara til Líbanon og hjálpa til við að fá gíslana sem þar eru í haldi látna lausa. Jackson hvatti líka banda- ríska múhameðstrúarmenn úr flokki shíta til að reyna að hafa áhrif á trúarbræður sína sem rændu flugvél bandaríska flugfé- lagsins TWA því að hann tryði því að bandarískir shítar hefðu mesta möguleika á að koma frelsun gíslanna til leiðar. Blökkumannaleiðtoginn sagðist hafa tilkynnt múham- eðstrúarmönnum úr hópi shíta í Detroit að hann myndi reyna að koma á fundi með Reagan Bandaríkjaforseta og Shultz utanríkisráðherra til að ræða gíslamálið. Hann sagði að nú þegar hefði sér tekist að komast í samband við mannræningjana sem hefðu sjö Bandaríkjamenn í haldi í Beirút gegnum auglýs- ingar sem hann hefði sett í dagblöð í Beirút og Damaskus. Eins og menn muna tókst Jesse Jackson í fyrra að fá Sýr- lendinga til að sleppa flugmanni í bandaríska hernum sem þeir höfðu þá í haldi. Sovétmenn bjóða Finnum námuvinnslu á Kólaskaga Helsinki-Reutcr ■ Sovétmenn hafa boðið Finnum að taka þátt í auknum námurannsóknum á Kólaskaga rétt austan við landamæri Finn- lands og Sovétríkjanna. Að sögn fínnskra embættis- manna kom boðið um námu- vinnslu og námurannsóknir frá Ivan Arkhipov varaformanni efnahagssamvinnunefndar Finna og Sovétmanna fyrr í þessari viku. Að sögn sérfræðinga er mikið af námuefnum á Kólaskaga eins og t.d. kopar og nikkel. Lítið hefur verið unnið af þessum námuefnum hingað til en nú hyggjast Sovétmenn auka námuvinnsluna. Fyrir nokkru luku Finnar við byggingu námubæjar fyrir Sovétmenn í Kostamus nálægt Kólaskaga fyrir sem svarar um 20 milljörðum íslenskra króna. Finnar gera sér einnig vonir um að fá að taka þátt í byggingu járnbrautastöðva nálægt Moskvu og Leningrad og smíði pappírsverksmiðju og kjöt- vinnsluverksmiðju. Árleg verslun milli Sovétríkj- anna og Finnlands er nú metin á um sex milljarða dollara eða sem svarar 250 milljörðum ís- lenskra króna. Angólamenn reiðir Reaganstjórninni Lissabon-Reuter. ■ Angólamenn ásökuðu Bandaríkjastjórn um að vera að koma á fót bandalagi hægriskæruliða í Angóla, Nicaragua, Kampuchea, Laos og Afganistan og sögðu að þetta sýndi að Reagan- stjórnin hefði viðurkennt hryðjuverkastarfsemi sem opinbera stjórnarstefnu sína. UNITA samtök hægri- skæruliða í Angóla tók þátt í stofnun andsovéskra sam- taka ásamt hægriskæruliðum frá Nicaragua, Laos og Af- ganistan. Samtökin voru stofnuð að undirlagi Banda- ríkjamanna. Uppreisnar- mönnum frá Kampucheu var boðið að gerast stofnfélagar en þeir sendu engan fulltrúa á stofnfundinn. ~NEWSINBRIEF June 18, Reuter ■ BEIRUT - Greek pop singer Demis Roussos and two other passengers on the hijacked TWA-Airlin er were released today He said he sang for the hijackers, who were in credibly kind and nice. WASHINGTON - The White House said it wel comed the release of three of the passengers but de nounced „The piecemal exploitation of the cap tivity of innocent people Spokesman Larry Speakes said the U.S. took Shi’ite leader and Lebanese Just ice Minister Nabih Berri at his word when he said he had control over the hostages. If he could re lease three of them, he said, he could secure free dom for all. S * OC GQ JERUSALEM - Prime «6 Minister Shimon Peres said Israel would consider any appeal from The Ul International Red Cross ^ to freee Lebanese Shi’ite Moslems prisoners in ex- change for the airline host ages held in Beirut. WASHINGTON -Senior U.S. and Soviet Officials begin talks on Afghanist- an today. American offici als said Moscow hád becn hinting in recent weeks that moves towards a po litical solution would find favour with Soviet leader U. Mikhail Gorbachev. Uj CQ $ MUNICH - Nazi War t/j Criminal Josef Mengele æ lived for 30 years in South Uí America with the help ofl his Bavarian family and died with the conviction he had done no wrong, according to documents made public today. BONN - West German Foreign Minister Hans Dietrich Genscher, whose government made its first use of a veto last week called on the European Community to move to wards introducing majori ty decision-making at next week’s Milan Summit. sa Dr tQ LISBON - Portuguese President Antonio Ramal- '* ho Eanes urged political g parties, following the col lapse of the coalition last 56 week, to form að new Egovernment and avoid the need to dissolve Par- liament. NEW YORK - Six major U.S. banks, led by Mor- gan Guaranty, cut their prime lending rate from 10 to 9.5 per cent, the lowest level in almost sev en years. Other banks were expected to fall into line quickly. PARIS - Railway unions called a one-day strike from tonight which could disrupt the running of over half of france’s rail network. NEWSIN BRIEFA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.