NT - 19.06.1985, Blaðsíða 5

NT - 19.06.1985, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. júní 1985 5 Mannheld girðing reist um Reykjavíkurflugvöll „Daglegt brauð“ - að f ólk sé að þvælast inn á brautirnar segir slökkviliðsstjóri ■ Vegna tíðra mannaferða inn á brautirnar á Reykjavík- urflugvelli og slysahættunni sem því fylgir verður hafist handa í sumar við að reisa mannhelda girðingu utan um völlinn. Fólk er oft að stytta sér leið yfir völlinn, bæði fótgangandi og á bíl, að sögn Guðmundar Guðmundssonar, slökkviliðs- stjóra á vellinum. Pað er að stytta sér leið eða bara að rölta og virðist yfirleitt ekki gera sér grein fyrir slysahættunni sem fylgir þessu, sagði Guðmund- ur. í maí sagði hann að slökkvi- liðsmenn hefðu þurft að fjar- lægja 33 manns sem höfðu þvælst inn á völlinn. „Þetta er daglegt brauð hjá okkur," sagði Guðmundur. „Stundum bregst fólk illa við þegar við biðjum það að fara á brott og þurfum við að kalla á lögregluna til að koma því burt." Nýja girðingin mun verða samskonar þeirri sem umlykur Valsvölinn við Hlíðarenda. Til staðar er nú lág girðing sem fólk á auðvelt með að klifra yfir, og á köflum vantar alveg girðingu. Búið er að leita tilboða í girðingarsmíðina og til er fjármagn. Aðeins stendur á efninu í smíðina. „Við viljum endilega vara fólk við að fara í leyfisleysi inn á brautirnar," sagði Guð- mundur. „Það er mikil lukka að slys hafi aldrei orðið vegna þessa." Forseti Islands hélt til Frakklands í gær ■ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, dvelur í Frakklandi dagana 18.-25. júní í einkaerindum. Förinni er heitið til Parísar, Grenoble og Lyon. í Grenoble verður Vigdís Finnbogadóttir forseti sæmd heiðursdoktorsnafnbót við há- skólann l’Université de Gren- oble, en hún stundaði þar n.árn í tvo vetur á Frakklandsárum sínum. Forseti íslands verður einn- ig viðstödd tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Gren- oble 20. júní og í Lyon 21. júní, en dvelur síðan nokkra daga í París. I fylgd með Forseta íslands verður Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri á forsetaskrifstof- .ujini........ 'j..M........ ■ „Þetta hefur oft gerst á Patró, straumarnir þarna eru slæmir,“ sagði Magnús Ármann fram- kvæmdastjóri skipamiðl- unar Gunnars Guðjóns- sonar s.f. Olíuskipið Gamli Kyndill sigldi á bryggjuna í Patreksfirði með þeim afleiðingum að hann fékk tveggja feta gat á stefnið. „Hann náði ekki beygjunni inn í rennuna á höfninni og Ienti á kantinum,“ sagði Magnús. Eftir bráða- birgðaviðgerð var þó skipið farið út aftur. NT-mynd Ámi Bjama ■ Hér sést maður sem hafði álpast út á flugbrautina vikja sér naumlega undan flugvél. NT-mynd: Ámi Bjama. Arangursrík heimsókn Halldórs Asgrí mssonar sjávarútvegsráðherra til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna ■ „Ég tel að þessi opinbera heimsókn mín hafi verið nauð- synleg og gagnleg fyrir sam- skipti íslendinga við Grænlend- inga, Kanadamenn og Banda- ríkjamenn því það er áríðandi fyrir okkur að hafa gott samstarf við aðrar þær þjóðir hér á norðurhveli jarðar sem byggja afkomu sína á fiskveiðum," sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra sem er ný- kominn úr opinberri heimsókn til áðurtaldra þjóða. „í heimsókninni í Grænlandi ræddi ég samningamál þjóð- anna í sambandi við loðnustofn- ana en út úr því fékkst engin niðurstaða. Hins vegar ákváð- um við að vinna að gagnkvæm- um fiskveiðiréttindum á Dorm- banka milli íslands og Grænlands. Einnig var ákveðið að íslendingar stjórni sameigin- legum leiðangri þjóðanna til Austur-Grænlands síðar í sum- ar til að kanna möguleika á fiskveiðum þar úti fyrir. Árangur Kanadaheimsóknar- innar felst fyrst og femst í því að þjóðirnar munu taka upp nán- ara samstarf á vísindasviðinu. Við ætlum að styrkja samstarf okkar fyrir aukinni fiskneyslu Bandaríkjamanna og haldið verður áfram með athuganir á fiskveiðiréttindum íslendinga í kanadískri lögsögu þar sem fisk- stofnar okkar eru svo illa á sig komnir sem raun ber vitni. Hvað snertir fiskmarkaði ís- ■ „Við ætlum að styrkja samstarf íslendinga og Kanadamanna fyrir aukinni fiskneyslu Bandaríkjamanna,“ segir Halldór. lendinga í Bandaríkjunum tel ég vera of snemmt nú að segja þá í hættu vegna fyrirhugaði;a hvalveiða okkar í vísindaskyni. Vísindanefnd alþjóðlega hval- veiðiráðsins mun taka afstöðu til veiðanna á fundi sínum síðar í mánuðinum. Niðurstaða henn- ar er mjög mikilvæg fyrir fram- gang mála og við munum leggja áherslu á að fá hana jákvæða. Annars höfum við lýst því yfir að við erum tilbúnir til að ræða breytingar á þessum áætlunum okkar ef við verðum sannfærðir um að það sé hægt að standa að þessum rannsóknum með öðr- um hætti," sagði Halldór Ás- grímsson um árangur opinberr- ar heimsóknar sinnar til Grænlands, Kanada og Banda- ríkjanna - síðustu daga. Flugleiðir í banda- rísku flugmálariti - Sigurður Helgason fv. forstjóri á forsíðunni ■ Bandaríska flugmála- tímaritið Airline Executive helgar Sigurði Helgasyni frá- farandi forstjóra Flugleiða forsíðu maíheftis síns og inni í blaðinu er all ítarleg grein um fyrirtækið. í grein blaðamannanna Paul Seidenman og David J. Spanovich er m.a. fjallað um þá staðreynd, að á meðan öll flugfélög keppast við að bjóða breiðþotur á Norður- Atlantshafsleiðinni, þá noti Flugleiðir gamlar og þröngar DC-8 þotur, og sýni hagnað. Slíkt sé mörgum illskiljan- legt. Greinin fjallar síðan al- mennt um Flugleiðir, hvern- ig forverinn Loftleiðir varð brautryðjandi í lágum far- gjöldum yfir Atlantshafið, og um nánustu framtíðarhorfur. Greininni lýkur síðan á þeim orðum, að DC-8 og Boeing þotur Flugleiða muni halda áfram að þjóna lengi enn, og kannski löngu eftir að margir samkeppnisaðilar hafi lagt upp laupana. ■ Forsíða bandaríska tíma- rítsínk Airlme Executive.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.