NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 20.06.1985, Qupperneq 20

NT - 20.06.1985, Qupperneq 20
 Fimmtudagur 20. júní 1985 20 I LJtl lönd Borgarstjórn Kobe ráðagóð: Flytur fjóll og býr til eyjar úr þeim - og bruggar eigið áfengi Kobe-ReuttT ■ Borgarstjórnin í japönsku borginni Kobe lætur smávanda- mál eins og lítiö landrými ekki hafa áhrif á þróun borgarinnar. Hún lætur einfaldlega flytja fjöllin í útjaðri borgarinnar og steypa þeim í hafið þar sem þeim er breytt í eyjar. Kobe er ein af mikilvægustu hafnarborgum í Japan. Land- þrengsli hafa lengi háð þróun borgarinnar þar sem hún er innikróuð á milli fjalla í Rokko- fjallgarðinum og hafsins. Borg- arstjórnin ákvað þess vegna fyr- ir tuttugu árum að búa til land frekar en að verða uppiskroppa með það. Þar sem tekjur borgarinnar af sköttum og þjónustugjöldum dugðu enganveginn til að greiða kostnað af útvíkkun borgarinn- ar inn í fjöllin og út á hafið var ákveðið að selja skuldabréf á erlendum mörkuðum. Skulda- bréfaútgáfan hefur gefist mjög vel þar sem útlendingar hafa gjarnan viljað fjárfcsta í Kobe sem hefur verið ein helsta hafn- arborgJapanafrá þvíárið 1860. Nú þegar hefur verið lokið Olían ætlar ekki að reynast Indverjum sú búbót sem þeir vonuðust til. „Við ætlum að verða sjálfum okkur næg með olíu árið 1990,“ sagði Indira Gandhi fyrrum forsætisráðherra Indlands, fyrir aðeins tveimur árum. „Hver einasta tunna sem við náum upp úr jörðinni hér heima sparar gjaldeyri." Nú hefur hins vegar ekki fundist ein einasta stór olíulind á Indlandi í meira en 18 mánuði og telja indverskir ráðamenn að mikið muni vanta á að orð frú Gandhi verði að veruleika nema eitthvað sérstakt komi til. Talið er að dæla megi einum 500 milljónum tonna upp úr jörð- við gerð Port-eyjar, sem er 430 hektarar og Roícko-eyja, sem er 580 hektarar, verður tilbúin árið 1990. Á þessu ári er ætlunin að flytja um 12,6 milljón tonn af jarðvegi úr fjöllunum og flytja hann með ferjum út í hafið til Rokko-eyju. Borgin lætur sér ekki nægja að fá lánað fé erlendis til að fjármagna útþensluna heldur tekur hún virkan þátt í atvinnu- uppbyggingunni og hefur fjár- fest í ýmsum fyrirtækjum sem skila borgarbúum góðum arði. Eitt af efnilegustu fyrirtækjum borgarinnar er brugghús sem borgin stofnaði árið 1983 til að brugga vín úr vínberjum, sem bændur í nágrenninu rækta. Fyrsta árið voru framleiddar þar 100.000 flöskurafvíniennú er stefnt að því að framleiðslan verði ein milljón flöskur árið 1988. Borgarstjóri Kobeborgar, Tatsuo Miyazaki, segir að eitt helsta vandamálið, sem hann sjái fyrir frekari þróun þessarar 1,4 milljóna manna borgar, sé hlutfallslega mikil fjölgun gam- almenna á næstu áratugum. Heilbrigðiskerfi borgarinnar sé enn ekki nægjanlega fullkomið til þess að hægt sé að sinna miklum fjölda rúmliggjandi fólks í einu. ■ Fyrír aðeins tveimur árum áleit Indira Gandhi að þjóð hennar yrði sjálfri sér næg með olíu árið 1990. Nú er annað upp á teningnum og það kemur í hlut sonarins Rajiv að fást við vandann. Olíuævintýri Indverja úti Flórída: Giftingarhring ur leystur upp inni og af hafsbotni á næstu 17 til 18 árum, sem er miklu minna en eldri áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrir tólf árum, hundrað áruni cftir að Indverjar fundu sína fyrstu olíulind í Assam í Norðausturhluta landsins, fannst gífurlega stór olíulind á botni Bombayflóans. Síðan hef- ur um milljarði dollara verið varið árlega til olíuleitar en árangurinn hefur látið á sér standa. Sérfræðingar telja, miðað við að innanlandsframleiðsla standi í stað, að olíuinnflutningur Ind- verja muni aukast um 7 af hundraði árlega til að anna eftirspurn, sem sífellt eykst. Miami-Reutcr ■ Alríkislögreglumenn og lögreglan í Suður-Flórída brutu nýlega upp starfsemi glæpahrings - „giftingar- hringsins,, svokallaða. Gift- ingarhringurinn útvegaði innflytjendum maka og þannig fengu þeir ólöglega varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Fjórtán manns voru hand- teknir, þar á meðal ólöglegir innflytjendur frá Haiti, sem meintir forsprakkar hrings- ins og nokkrir Bandaríkja- menn sem líklega hafa gift sig allt að 10 sinnum án þess að hafa nokkru sinni staðið í skilnaðarmáli. Víetnam: Menningarvitar teknir höndum Bangkok-Reuter ■ Víetnamar segjast hafa' brotið á bak aftur áætlanir ósvífinna uppreisnarseggja sem reynt hafi að hvetja almenning til uppreisna gegn yfirvöldum með því að flytja andvíetnömsk æsingarljóð, söngva og brandara. Dagblað kommúnista- flokksins Nhan Dan segir í grein nýlega að leiðtogar menningarhópanna hafi ver- ið handteknir og þeir hafi Undanfarna 18 mánuði hefur alríkislögreglan FBI, rannsakað mál af þessu tagi og talið er að innflytjendurn- ir hafi þurft að borga allt að 5.000 dollara fyrir gifting- una, eða 200.000 íslenskar krónur. Með gildan hjóna- bandsmiða í vasanum hefur innflytjandinn öðlast varan- legt dvalarleyfi í Bandaríkj- unum. Ólöglegu innflytjendurnir frá Haiti verða líklegast sendir heim aftur en hinir þurfa sennilega að dúsa í dimmum fangaklefum næstu 5 árin nema þeim takist að sanna sakleysi sitt. játað að hafa gerst sekir um „einstaklega illgjarnar and- byltingarsinnaðar áætlanir og athafnir". Dagblaðið sakaði menn- ingarhópana sem nefndu sig nöfnum eins og Hanfljótið, Steinhellirinn og Menning- areldurinn um að láta sér um munn fara uppreisnar- og æsingarkveðskap og segja „andbyltingarsinnaða brandara". Stundum hefðu þessir menn haldið drykkju- veislur þar sem þeir hefðu hástöfum sungið söngva sem samdir voru í tíð bandarísku leppstjórnarinnar í Suður-Ví- etnam. Ekki er vitað hvaða refs- ingu mennirnir hljóta fyrir þetta háttalag. ■ Alnxmusjúklingar eru nú orðnir 11.000 talsins og þess vegna skulum við vona að þessi bandaríski vísindamaður og franskir kollegar hans verði fljótir að fínna upp mótefni gegn alnæmu svo alnæmusjúklingarnir geti fengið bata og jarðarbúar andað léttar. Alnæma senn úr sögunni? - Frakkar og Bandaríkjamenn vinna að rannsókn á mótefni París-Reufcr ■ Franskar rannsóknarstofn- anir eru að hefja nýjar tilraunir til að finna mótefni gegn al- næmu. Starfskona í Pasteur-Vaccins- stofnuninni sem er að hluta til í eigu Pasteurstofnunarinnar frægu, sagði blaðamönnum að fyrirtæki sitt hefði gert samning við annað franskt rannsóknar- fyrirtæki um samvinnu á þessu sviði og að vonandi myndi sú samvinna leiða til þess að bólu- efni gegn sjúkdómnum fyndist. Starfskonan sagði að sam- vinnan fæli í sér rannsóknir á sýkli tengdum Lymphadenopat- hyvírusnum en stofnun sín hefði sannreynt fyrir tveimur árum að sá sýkill ylli alnæmu. Líklega myndu yfirvöld veita einhverju fjárntagni til verkefnisins en starfskonan vildi ekki gefa upp hversu háar upphæðir það yrðu. Pasteurstofnunin fann í apríl síðastliðnum upp efni til að sjúkdómsgreina alnæmu, en eins og kunnugt er veikir sjúk- dómurinn mótstöðuafl sýktra einstaklinga gegn sjúkdómum og leiðir að lokum til dauða. í Bandaríkjunum er líka ver- ið að vinna að rannsóknum á mótefni gegn alnæmu en þar hafa flestir sýkst af ainæmu sem Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð Tökum lyftara í umboðssölu LYFTARASALAN HF., Vitastíg 3, símar 26455 og 12452 Eiturf lóð I Dubai Abu Dhabi-Reuter ■ Lögregluyfirvöld í hafnarborginni Du- bai við Persaflóa hafa hert á aðgerðum sínum gegn eiturlyfjasmyglurum sem smygla árlega miklu magni af eiturlyfjum frá Pakistan, Afghanistan og Indlandi til Dubai. Eiturlyfin eru síðan send áfram þaðan til ýmissa staða í Evrópu. Yfirntaður glæpadeildar lögreglunnar í Dubai, Hareb Khalifa hershöfðingi skýrði fréttastofu Sameinuðu furstadæmanna frá því að á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefði lögreglan lagt hald á 1,17 tonn af eiturlyfjum samtals sambanborið við 815 kíló allt seinasta ár. Lögregluyíirvöld í þessari þrjú hundruð þúsunda íbúa borg hefur brugðist við fíkni- efnavandanum með því meðal annars að fjölga þefhundunt í eiturlyfjadeildinni og samræma aðgerðir strandgæslunnar. greinst hefur hjá 11.000 ein- staklingum víðs vegar um heim. Kínversku bolta- ruddarnir dæmdir Peking-Reuter ■ Sjö ungir boltaruddar sem létu ófriðlega eftir að Kínverjar töpuðu fyrir Hong Kongbúum í heimsmeistarakeppninni í fót- bolta 19. maí síðastiiðinn voru fyrir skemmstu dæmdir í fang- elsi, allt frá fjórum mánuðum til tveggja og hálfs árs vistunar. Boltaruddarnir sjö voru dæmdir sekir um að raska al- mannafriði og ástunda skrílshátt. Liu Goufang sem er 20 ára gamall hlaut þyngsta dóminn, tveggja og hálfs árs fangelsi og sekt upp á 22 dollara að auki. Liu sem starfar við að gróðursetja tré í Babaoshan garðinum fyrir byltingarhetjur í Vestur-Peking kastaði steini í lögreglubíl og særði með því lögreglumann og hermann. Alls voru 127 boltaruddar á aldrinum 14 til 25 ára handtekn- ir eftir fótboltaleikinn þar eð þeir brutu btlrúður og móðguðu útlendinga en fljótlega var öll- um sleppt úr haldi að undan- skildum þessum sjö ólánsömu boltaruddum sem verða nú að taka afleiðinum gerða sinna.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.