NT - 22.06.1985, Page 20

NT - 22.06.1985, Page 20
Útlönd Spaghettistríð milli Kana og Evrópumanna - Reagan leggur verndartolla á hyggur á hefndir Brussel-Reutcr. ■ Spaghettistríð hefur brotist út milli Bandaríkjanna og Evr- ópubandalagsins. Ásakar Evr- ópubandalagið Bandaríkja- menn fyrir að hafa lagt verndar- tolla á spaghetti innflutt frá Ítalíu, sem komi mjög illa við ítalska spaghettiframleiðendur. Mál þetta er aðeins viðbót við röð annarra þar sem ásakanir um notkun verndartolla ganga á báða bóga. Reagan forseti hækkaði inn- flutningsgjöld á spaghetti frá löndum Evrópubandalagsins og sagðist hann vera að hefna fyrir háa og ósanngjarna tolla á cit- rusávexti, innflutta frá Banda- ríkjunum. Viðbrögð í höfuðstöðvum Evrópubandalagsins í Brussel létu ekki á sér standa: „Við eigum ekki annars kost en að grípa til hefndaraögerða," var haft eftir einum embættismanna bandalagsins í gær. George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, fer til Evrópu í næstu viku í vináttuheimsókn. Búist er við að spaghettimálið muni varpa skugga á heimsókn- ina og meiri tíma muni varið í umræður um niðurgreiðslu landbúnaðarafurða í löndum EB og verndartolla í Bandaríkj- unum en til stóð upphaflega. Tollurinn á spaghettíið mun hækka verð til neytenda í Bandaríkjunum um ein 40%, sem augljóslega mjög veikir samkeppnisstöðu ítölsku fram- leiðendanna á markaðnum, en þar hafa þeir haft algera yfir- burðastöðu hvað markaðshlut- deild snertir lengjurnar. Evrópubandalagið ■ Nú fer spaghettíið að verða munaðarvara í Bandaríkjunum því að verðið á því innflutta hækkar um 40% vegna verndar- tolla. ' Svíþjóð: Arkitekt velferðamkisins ■ Erlander var forsætisráðherra lands síns samfellt í 23 ár. ■ Tage Erlander, forsætis- ráðherra Svíþjóðar frá 1946 til 1969, lést í gær, 84 ára að aldri. Margir hafa eignað Er- lander heiðurinn af þeim gíf- urlega hagvexti sem var í Svíþjóð á árunum eftir stríð og var undirstaða sænska velferðarríkisins. Erlander var formaður Jafnaðarmannaflokks Sví- þjóðar og í hans formannstíð vann flokkurinn stóra kosn- ingasigra, náði til dæmis hreinum meirihluta í fyrsta sinn í kosningunum 1968 sem er látinn voru þær síðustu sem Er- lander bauð sig fram í. Erlander var þekktur fyrir frjálslega framkomu. Hann lét ljósmynda sig í náttfötum á svölum heimilis síns og þegar hann fékk erlenda stórhöfðingja í heimsókn bauð hann þeim gjarnan í bátsferð á árabát sínum. Meðal þeirra sem réru með Erlander voru bandaríski öldungadeildarþingmaður- inn, og síðar varaforseti Bandaríkjanna, Hubert Humphrey og Sovétleiðtog- inn Nikita Kruschev. Hong Kong: Heróínkóngur fékk 20 ár Ho«g Rong-Keuter ■ Forsprakki eiturlyfjahrings í Hong Kong hefur verið dæmd- ur í tuttugu ára fangelsi í ein- hverju stærsta eiturlyfjamáli sem upp hefur komið í bresku nýlendunni. Teddy Hung Hon Ye, 36 ára meðeigandi í næturklúbbi í Mongkok, sem er rauða hverfi Hong Kong. Við réttarhöldin kom í ljós að klúbburinn hefur verið miðstöð eiturlyfjasölu fyr- ir um 26 milljónir doílara á sjö ára tímabili, frá 1975 til 1982. Eingöngu var um dreifingu og sölu á heróíni að ræða. Eiginkona forsprakkans fékk tveggja ára fangelsisdóm og þrír aðrir, sem viðriðnir eru málið, mega dúsa í fangelsi milli 10 og 15 ár. Kviðdómur sýknaði tvo sem grunaðir voru um að vera viðriðnir málið. ■ Þó að lögregla í Austurlönd- um hafl hendur í hári fjölda eiturlyfjasala og margir þeirra séu dæmdir flæðir heróínið yfir hinn vestræna heini. Laugardagur 22. júní 1985 20 Allt getur nú gerst: Flugrán í Osló Osló-Reuter ■ 24 ára drukkinn lögreglu- maður rændi í gær farþega- þotu á Fornebuflugvellinum í Osló. Hann gafst upp eftir þrjár klukkustundir eftir að hafa sleppt þeim 115 farþeg- um sem voru um borð í flugvélinni. Farþegarnir og áhöfn vélarinnar sluppu með skrekkinn. Lögreglan í Osló sagði að flugræninginn væri atvinnu- laus lögreglumaður og hefði verið drukkinn. Flugvélin var á leið frá Þrándheimi og var lent á Fornebuflugvelli þegar mað- urinn tók upp byssu og rændi vélinni. Hann krafðist þess að fá að hitta að máli norska dómsmálaráðherrann og Ka- are Willock forsætisráð- herra. Farþegunum, sem flestir voru Norðmenn þótt þar hafi líka verið að finna Banda- ríkjamenn, Breta, Frakka og ítali, var sleppt í fjórum hópum. Ræninginn skipaði flugstjóranum að aka vélinni að aðalbyggingu flugstöðvar- innar og þar horfði fjöldi fólks á manninn henda byss- unni niður flugvélatröppurn- ar og gefa sig lögreglunni á vald. Þetta er fyrsta flugránið sem framið hefur verið í Noregi. Kaare Willock sagði blaðamönnum að hann myndi íhuga það að herða öryggisráðstafanir í innan- landsflugi. Austur-Þjóðverjar: Vilja ná forystu í tölvuiðnaðinum Austur-Berlín-Reuter ■ Erich Honecker leiðtogi Austur-Þýskalands hefur sett fram nýjar áætlanir til að brúa bilið milli austur-þýskrar og vestrænnar tækni og til að mæta auknum kröfum neytenda í Moskvu. Tónninn í ræðu Honeckers á fundi stefnuskrárnefndar aust- ur-þýska kommúnistaflokksins í vikunni var ekki eins hvass eða ákafur og í ræðum Mikhails Gorbachevs á liðnum vikum. En hann gerði mönnum ljóst að Austur-Þjóðverjar gætu þurft að horfast í augu við efnahags- lega hnignun ef þeir hefðu ekki sókn á lykilsviðum eins og í tölvumálum. „Við verðum að fylgja eftir alþjóðlegum ferlum í fram- leiðniaukningu og enginn ætti að vera í vafa um hvers það krefst. Austur-Þjóðverjar verða að berjast fyrir því að ná forystu í þessum rnálurn," sagði Hon- ecker á fundinum. Honecker gaf í skyn að ríkið ætlaði sér að koma á beinu samstarfi milli verksmiðja og rannsóknarstofnana^ að því er virðist til að koma í veg fyrir að tæknileyndarmál Austur- Þjóðverja kvisist út og á mark- aðinn komi eftirlíkingar af aust- ur-þýskum tölvum. Áustur-Þjóðverjar sjá aust- antjaldsríkjunum að mestu fyrir tölvuþörfum þeirra en tölvurnar eru hins vegar ekki samkeppnis- færar á Vesturlöndum. Honecker gagnrýndi ekki framkvæmdastjóra verksmiðj- anna eins og Gorbachev hefur gert, en hins vegar telur austur- þýski efnahagssérfræðingurinn Gunther Mittag að gera eigi framkvæmdastjórana ábyrga fyrir því að bæta gæði fram- leiðslunnar. Mittag segir að það sé ekki lengur nægilegt að skara fram úr í einni framleiðslugrein held- ur verðið að taka á allri fram- leiðslu Austur-Þjóðverja því að aðeins þannig verði tryggður grundvöllur fyrir útflutningi og þess að hægt verði að brauðfæða alla landsmenn. Austur-Þjóðverjar hafa feng- ið sem svarar tveim milljörðum dollara að láni á alþjóðlegum mörkuðum á síðustu tveimur árum. En höft sem Vesturlönd hafa sett gera þeim erfiðara með að flytja inn rafeindatækni frá viðskiptalöndum sínum eins og Japan. Frökkum mein- illa við sápu Paró-Reater. ■ Frakkar sem framleiða margar lyktarbestu og dýrustu ilmsápur og ilmvötn í heimi, eru skítugri en flestir nágrannar þeirra í Evrópu. Samkvæmt niðurstöðum ný- legrar skoðanakannana fara einungis 32% franskra kvenna og 19% franskra karla daglega í bað og meðaljóninn og -jónan í Frakklandi nota aðeins 4 sápu- stykki á ári. Bretar eru meira en tvisvar sinnum hreinlegri því að þeir spæna að meðaltali 8,3 sápu- stykki á ári, þar á eftir koma Vestur-Þjóðverjar með 6,4 sápustykki á ári og þar næst ítalir sem nota að meðaltali 5,5 sápustykki á ári. En Frakkar vilja helst ekki mæta skítugir til læknis því að 91% þeirra þvær sér vel og vandlega fyrir slíkar heimsóknir en hins vegar þvær ekki nema rúmur helmingur Frakka sér fyrir stefnumót við elskuna sína. Umsjón: Ragnar Bjidurssan og MargrétRún Guðmundsdóttir

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.