NT - 22.06.1985, Blaðsíða 22
Útboð
Vegavinnuskúrar til sölu
Til söiu eru ýmsar gerðir af vegavinnuskúrum og eru þeir til
sýnis við áhaldahús Vegagerðar ríkisins, samkv. eftirfarandi
skrá: Tilboðs nr.: Gerð: Stærð m2 Staðsetning:
SK1 Eldhúsáhjólum AE1-67 20 m2 Sauðárkrókur
SK2- Eldhús án Innréttinga SE1-75 17m2 Sauðárkrókur
SK3 Verkstjóraskúr TV1-66 10m2 Sauðárkrókur
SK4 Snyrting AS1-75 12m2 Sauðárkrókur
SK5 íbúðarskúr Sl 1-65 12m2 Sauðárkrókur
SK6 íbúðarskúr Sl 3-67 12 m2 Sauðárkrókur
SK7 íbúðarskúráhjólum Sl 1-73 20 m2 Sauðárkrókur
SK8 íbúðarskúr Sl 2-64 12m2 Sauðárkrókur
SK9 Verkfæraskúr Sl 1-60 Sauðárkrókur
SK10 Forstofa AF3-75 8m2 Sauðárkrókur
SK11 Forstofa AF1-73 8m2 Sauðárkrókur
BL 1 íbúðarskúr Sl 1-64 10m2 Blönduós
BL2 Ibúðarskúr Sl 3-73 10m2 Blönduós
BL3 Snyrting AS4-76 12m2 Blönduós
V01 Verkstjóraskúr FV1-58 10 m2 Vopnafjörður
V02 íbúðarskúr Bl 1-69 12 m2 Vopnafjörður
V03 íbúðarskúr Fl 3-64 10m2 Vopnafjörður
V04 Búr FB1-74 7m2 Vopnafjörður
EG1 Verkstjóraskúr FV1-63 10m2 Egilsstaðir
EG2 íbúðarskúr Fl 1-65 10m2 Egilsstaðir
EG3 Forstofa FF2-70 7m2 Egilsstaðir
RE1 Verkstjóraskúr FV1-69 12m2 Reyðarfjörður
RE2 Verkstjóraskúr FV1-66 10m2 Reyðarfjörður
RE3 íbúðarskúr Fl 2-64 10m2 Reyðarfjörður
RE4 ibúðarskúr Fl 1-67 12m2 Reyðarfjörður
RE5 íbúðarskúr Fl 2-68 12m2 Reyðarfjörður
RE6 Búr FB1-73 7m2 Reyðarfjörður
B011 Verkstjóraskúr NV1-66 12m2 Borgarnes
B02 Verkstjóraskúr TV1-60 10m2 Borgarnes
B03 íbúðarskúr Bl 1-64 10m2 Borgarnes
B04 íbúðarskúr Bl 1-65 10m2 Borgarnes
B05 íbúðarskúr Bl 1-63 10m2 Borgarnes
ÓL1 ibúðarskúr Rl 2-60 12m2 Ólafsvík
ÓL2 íbúðarskúr Tl 2-67 12m2 Ólafsvík
Gera skal tilboð í skúrana í því ástandi sem þeir eru og skulu
kaupendur taka við þeim á sýningarstað.
í tilboðum skal tilgreina tilboðsnúmer þeirra skúra, sem boðið er í (sjá
skrá, t.d. SK1 eða RE6 o.s.frv.).
Tilboð skulu berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni
7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 11:00 fh., þriðjudaginn 2. júlí n.k.,
merkt: „Útboð nr. IR-3135/85 - Vinnuskúrar" og verða þau þá opnuð
í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
Til sölu límtré í skemmu
6 stk. burðarrammar úr límtré til byggingar
skemmu. Stærð grunnflatar 12x25 m.
fc^RARIK
HK. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
byggingadeild
Laugavegi118
105 REYKJAVÍK.
Þróttarar í 2. sætið
eftir sigur á Víking
- unnu 1-3 á Laugardalsvellinum í gær
■ Þróttur tyllti sér í annað sæti 1.
dcildar í gærkvöldi er liðið sigraði
Víking 1-3 á Laugardalsvellinum. Það
var varamaðurinn Sigurjón Kristins-
son sem var öðrum fremur maðurinn
á bak við þennan sigur liðsins. hann
kom inn á í hálflcik er staðan var
1-0 fyrir Víking og skoraði tvö mörk
og átti stóran leik í hinu þriðja. Eftir
þessi úrslit eru Víkingar í neðsta sæti:
deildarinnar, hafa einungis þrjú stig.
HNOT-
SKURN
■ Allgóður leikur, þótt svo skemmtilegt
spil sæist alltof sjaldan. En þegar fjögur
mörk eru skoruð er engin ástæða til að
kvata. Andri Marteinsson skoraði mark
Víkings á 30. mín. Atli Helgason jafnaði,
1-1. á 53. mín. og Sigurjón Kristinsson
skoraði tvö, á 68. og 87. mín. Ámundi
Sigmundsson fékk áminningu. Dómari
var Sveinn Sveinsson og hefur margur
oft gert betur. Áhorfendur voru tæplega
800.
r
Þróttarar voru sterkari framan af í
leiknum í gær. Sigurður Hallvarðsson
átti tvö þokkaleg marktækifæri, ann-
að skot hans var varið og hitt fór
framhjá.
Víkingar áttu einnig sín færi en á
30. mínútu skoraði svo Andri Mart-
einsson fyrsta mark leiksins eftir
sendingu frá Atla Einarssyni.
Skömmu síðar átti Ársæll skalla í
stöng Víkingsmarksins eftir auka-
spyrnu Daða.
Þróttarar komu til síðari hálfleiks
ákveðnir í að jafna og það tók þá
aðeins átta mínútur. Sigurjón, sem
kom inn á fyrir Sigurð, sendi knöttinn
inn á vítateig Víkings og þar skaut
Pétur Arnþórsson knettinum í Atla
Helgason og í netið. Sárabót fyrir
Pétur sem rétt áður hafði brennt
herfilega af, skaut í innkast af mark-
teig.
Á 60. mínútu komst Atli Einarsson
frír inn á teig Þróttara, hafði betur í
baráttu við Loft Ólafsson, en er að
skotinu kom var hann búinn að missa
jafnvægið og það misheppnaðist al-
gjörlega.
Aðeins nokkrum mínútum síðar
tók Þróttur forystuna. Theódór tók
aukaspyrnu og sendi knöttinn að
vítateig Víkings. Þar stökk Ársæll
upp og framlengdi knöttinn með
skalla á Sigurjón og hann klikkaði
ekki, 1-2.
Næstu mínúturnar sótti Víkingur
mjög, en lánleysi leikmanna liðsins
var algjört upp við mark andstæðing-
anna. Ámundi skallaði yfir í góðu
færi á 72. mínútu og rétt á eftir
bjargaði Guðmundur Erlingsson vel
skoti Einars í horn. Þá fengu V íkingar
aukaspyrnu á 78. mínútu og Jóhann
Holton skaut naumt framhjá.
Lokamark leiksins var svo klaufa-
legt. Daði Harðarson vann knöttinn
af varnarmönnum Víkings rétt utan
við teiginn, og sendi á Sigurjón.
Hann skaut hnitmiðuðu skoti í blá-
hornið, 1-3 og sigurinn í höfn.
Á lokamínútunni skaut svo Jóhann
Björnsson í stöng Þróttaramarksins.
Liðin: Víkingur: Jón Otti Jónsson, ólafur ólafsson,
Pórður Marelsson (Jóhann Björnsscíh 75. mín.),
Magnús Jónsson, Kristinn Helgason, Einar Einars-
son, Andri Marteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Jóhann Holton, Ámundi Sigmundsson og Atli Einars-
son. f’róttur: Guðmundur Erlinesson, Arnar Friðriks-
son, Kristján Jónsson, Loftur Ólafsson, Ársæll Krist-
jánsson, Pétur Amþórsson, Daði Harðarson, Theódór
Jóhannsson, Sverrir Pétursson, Sigurður Hallvarðs-
son (Sigurjón Kristinsson 45. mín.) og Atli Helgason.
sag
Iveruskúrar til sölu
Tilboð óskast í íveruskúra sem vinnuflokk-
ar hafa notað, stærð 2,5 x 7,5 m og 2,5 x 5,5
m. Skúrarnir verða til sýnis dagana 24.-28.
júní.
Tilboð verði merkt: RARIK 85009 og verða
þau opnuð þriðjudaginn 2. júlí ki. 14.00.
fcJRARIK
1^.^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
innkaupadeild
Laugavegi 118
105 REYKJAVÍK
VEIÐIDAGUR
FJÖLSKYLDUNNAR
23. JÚNÍ ’85
1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu:
Víðir náði jöfnu
Jafntefli, 1-1, á Akureyri
Frá Gylfa Kristjanssyni, fréttaritara NT á Akureyri.
■ Það urðu Víðismenn sem urðu
fyrstir til að taka stig af Þórsurum á
heimavelli þeirra fyrir norðan, en Þór
og Víðir gerðu jafntefli þar l-l í
gærkvöldi í slökum leik, sem mótað-
ist mjög af slæmum ytri aðstæðum og
lítilli knattspynru. Víðismenn voru
ánægðir í leikslok, enda útkoman
nánast sigur fyrir þá. Þórsarar voru
að sama skapi afar súrir, enda voru
þeir betri aðili leiksins, án þess þó að
sýna mikið.
Þórsarar byrjuðu með látum og
strax á 144. mínútu tóku þeir foryst-
una. Nói Björnsson átti þá mjöggóða
sendingu á Kristján Kristjánsson,
sem skoraði eftir að hafa snúið af sér
einn varnarmann. Mark svo snemma
leiksins hefur sennilega orðið til þess
að Þórsarar héldu að nú yrði eftir-
leikurinn auðveldur, en svo fór ekki.
Nói Björnsson átti þó skot sem fór
í varnarmann og rétt framljjá, en á
38. mínútu jafnaði Víðir. Þórsvörnin
galopnaðist, Guðmutidur Knútsson
gaf á Guðjón Guðmundsson sem var
óvaldaður og hann skoraði auðveld-
lega.
Þórsarar hófu síðari háifleik á sama
hátt og þann síðari. Siguróli Kristjáns-
son átti þrumuskot í stöngina strax á
48. mínútu eftir mikla pressu í teign-
um.
Svo fóru Víðismenn að komast inn
í leikinn. Á 60. mínútu átti Guðjón
Guðmundsson hörkuskot í þverslá
Þórsmarksins. Tveimur mínútum síð-
ar small bolti í slá Víðismarksins eftir
skot Kristjáns Kristjánssonar. Mark-
vörðurinn var þá alltof framarlega.
Nokkrum mínútum fyrir leikslok
fengu fjórir Þórsarar boltann í mark-
teig Víðis fyrir miðju marki, mark-
I
' HNOT-
SKURN
■ Leikurinn slakur af beggja hálfu.
Veður kalt og völlurinn blautur og háll.
Kristján Kristjánsson skoraði mark Þórs
á 14. mínútu, en Guðjón Guðmundsson
jafnaði fyrir Víði á 38. minútu. Sigurður
Magnússon, Vilberg Þorvaldsson og
Guðmundur Knútsson, Víðismenn,
fengu allir að sjá gula spjaldið hjá dóm-
ara leiksins, Kjartani Ólafssyni og einn-
ig Þórsarinn Sigurbjörn Viðarsson.
vöröurinn víðs fjarri eftir skógarferð,
en engum þeirra tókst að skora.
Furðulegt.
Llðin: Þór: Benedikt Guðmundsson, Sigurbjörn
Viðarsson, Árni Stefánsson, óskar Gunnarsson,
Siguróli Kristjánsson, Nói Björnsson, Jónas Róberts-
son, Júlíus Tryggvason, Halldór Áskelsson, Kristján
Kristjánsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Einar Arason
(vm.). Víðir: Gísli Hreiðarsson, Klemen? Sæmunds-
son, Daníel Einarsson, Einar Ásbjörn Ólafsson,
ólafur Róbcrtsson, Sigurður Magnússon, Guðjón
Guðmundsson, Vilberg Þorvaldsson, Guðmundur
Knútsson, Grétar Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Rúnar
Georgsson (vm.) og Helgi Sigurbjömsson (vm.).
FHsigraðií4 800m
■ Sveit FH sigraði í æsispenn-
andi einvígi við sveit ÍR í
4x800 m boðhlaupi á fyrri
hluta Meistaramóts íslands í
frjálsum íþróttum sem hófst í
Laugardalnum í gær. Það var
öðrum fremur Jón Diðriksson
sem tryggði FH-ingum sigurinn
á lokasprettinum, en hann
keppti þarna í fyrsta sinn á
brautinni fyrir FH. Tími FH
var 7:58,4 en ÍR hijóp á 8:00,3.
í sveit FH voru auk Jóns Finn-
bogi Gylfason, Magnús Har-
aldsson og Viggó Þórisson.
Eftir fyrri dag tugþrautarinnar
var Þorsteinn Þórsson ÍR með
forystu, 3807 stig.
I sjöþraut leiddi Birgitta
Guðjónsdóttir, HSK með 2920
stig og önnur var Bryndís
Hólm, IR með 2885 stig.