NT - 29.06.1985, Page 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEE P. 20 TTT
stúdenta
hafa síðan breyst og því telja
íbúar garðanna sig ekki lengur
bundna af samkomulaginu.
t>ess vegna greiddu íbúar
Hjónagarða 4000 krónur í leigu
fyrir maímánuð, en það hefur
verið fast leiguverð í vetur, en
stjórn F.S. vildi meina að leigan
ætti að hækka í 4400 samkvæmt
áðurgreindu samkomulagi.
Stjórn F.S. reiknaði síðan út
nýtt leiguverð fyrir næsta leigu-
tímabil sern hefst í júlí n.k. Þar
er farið fram á 5280 króna leigu
Ollum íbúum Hjónagarða
skipað að koma sér út!
■ Framtíðin er ekki björt fyrir
Qölskyldumar sem búa á Hjóna-
görðunum. Félagsstofnun hefur
sagt öllum upp húsnæðinu og
íbúarnir neita að borga. Mögu-
legt er að nokkrar fjölskyldur
verði bornar út eftir helgina.
NT-raynd: Ari.
' Ekið á
«konu
! og barn
vegna deilna um leiguupphæð
■ Allir íbúar Hjónagarða hafa
fengið símskeyti frá Félags-
stofnun stúdenta þar sem þeim
er sagt upp húsnæðinu og sumar
fjölskyldurnar fá aðcins 7 sólar-
hringa frest til að koma sér í
burtu með allt sitt hafurtask,
haii þærekki greitt meinta skuld
sína við stofnunina fyrir þann
tíma.
Skeytasendingar þessar eru
til komnar vegna deilu íbúa
Hjónagarðanna og stjórnar
Félagsstofnunar stúdenta um
forsendur fyrir útreikningi á
leigu fyrir húsnæðið. í byrjun
síðasta árs gerðu íbúar garð-
anna og stjórn F.S. með sér
samkomulag um leigugrunn.
Forsendur þessa leigugrunns
á mánuði og er þá gert ráð fyrir
20% verðbólgu yfir árið, fyrir-
framgreiðslu og að leigan hækki
á 3ja mánaða fresti samkvæmt
byggingavísitölu. Garðbúar
reiknuðu hinsvegar út 4100
króna Ieiguupphæð og bjóðast
til að borga haná bundna bygg-
ingarvísitölu.
Arsæll Harðarson fram-
■ Fimleikastúlkurnar í Fimleikafélaginu Björk dönsuðu i takt við tónlist niðri á Torgi í gær.
Ætlunin með því var að vekja athygli á fímieikahátíð sem haldin verður í Laugardalshöll 6.-12
júlí næstkomandi.
kvæmdastjóri F.S. sagði að erf-
itt væri að reka stofnunina og
peninga vantaði til rekstursins.
Hann sagði því Félagsstofnun-
ina ætla standa á sínum ákvörð-
unum, segja fólkinu upp og
leigja fólki sem gengst að skil-
málunum sem F.S. setti upp.
í samtali við NT sagði Olafur
Örn Ólafsson einn talsmanna
garðbúa að þeir hafi alltaf verið
tilbúnir til viðræðna en að Félags-
stofnun vilji bara æsing. Ólafur
sagði að þeirra leiguboð væri
reiknað út frá sama leigugrunni
og F.S. hafi reiknað út frá. í
máli Ólafs kom fram að stjórn
F.S. hafi boðað leigunefnd
Hjónagarða á sinn fund, en sýnt
þeim dónaskap með að senda á
fundinn einn mann sem ckki
hafði umboð til samninga viö
íbúa Hjónagarðanna.
■ Tvívcgis var ekiö á
gangandi vegfarendur í
Reykjavík í gær. Klukkan
12.40 varð barn fyrir bíl á
Snorrabraut móts við út-
sölu ÁTVR og var það
flutt á slysadeild.
Klukkan 16.20 var ekið
á konu á horni Laugavegs
og Nóatúns. Konan var
flutt á slysadeild. í hvor-
ugu tilfellinu mun hafa
verið um alvarleg meiðsl
að ræða.
Er ríkisstjórnin á sléttum sjó?:
Samninqarnir af-
stýrðu kollsteypu
■ Hvað þýða nýafstaðnir samningar fyrir framtíð ríkisstjórnarinn-
ar? Hefur kollstcypunni svokölluðu verið afstýrt og sléttur sjór
framundan? „Þessir samningar valda ckki kollsteypu, en hins vegar
er alveg Ijóst að þeir krefjast mjög mikils aðhalds. Það þarf að
fylgjast mjög vel með þróuninni og reyna að hafa áhrif á hana,
þannig að þessi verðlagsmörk standist," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, þegar þcssar spurningar voru bornar
upp við hann. „Frá sjónarhóli okkar sjálfstæðismanna hafa þau mál
sem landsfundurinn setti sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnar-
samstarfí náð fram að ganga,“ sagði Þorstcinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins og nefndi nýsköpun atvinnulífsins, útvarpsfrels-
ið, breytingar á bankakerfínu, samkomulag um afstöðu til friðar-
og afvopnunarmála. „Það er einnig mikilvægt og í samræmi við
okkar stefnu að það hefur tekist að gera samninga sem verja
kaupmátt án þess að valda verðbólgu.“
Þorsteinn sagði að á hinn
bóginn væru mörg vandamál
framundan. Það þyrfti að vinna
að því að um næstu áramót yrði
hægt að gera kjarasamninga til
lengri tíma á sömu forsendum
og nú. Bæði hann og forsætis-
ráðherra nefndu vandamál
sjávarútvegsins, sem brýnasta
vandann. „Það er ljóst að þessir
samningar auka vanda fisk-
vinnslunnar og það verður að
taka á vanda hennar eftir öllum
leiðum, öðrum en mikilsháttar
gengisfellingar, því slíkt myndi
eyðileggja verðlagsforsendurn-
ar og þar með stefna í voða
möguleikunum á að ná samn-
ingum án þess að allt verði
vísitölutryggt." Forsætisráð-
herra sagði að þegar væri verið
að vinna að ýmsum aðgerðum
til lausnar þessum vanda, nám-
skeið fyrir fiskvinnslufólk væru
hafin að frumkvæði sjávarút-
vegsráðherra, en þeim væri í
senn ætlað að bæta vinnslu
afurðanna og kjör þess fólks
sem námskeiðin sækja. Þau
væru svo slæm að skortur væri á
fólki til starfa sem sýndi að ekki
væri allt unnið með því að halda
kaupinu niðri. Þá nefndi for-
sætisráðherra að hann hefði
þegar um áramótin óskað eftir
því við Framkvæmdastofnun að
fram fari úttekt á tæknivæðingu
í fiskvinnslunni, en þar óttaðist
hann að íslendingar hefðu þegar
dregist aftur úr Dönum til
dæmis.
Þorsteinn Pálsson lagði
áherslu á að leysa þyrfti vanda
sjávarútvegs og fiskvinnslunnar
án þess að auka erlendar lántök- •
ur, sem hefðu keyrt úr hófi
fram. „Það eru mjög mikil og
vandasöm verkefni framund-
an,“ sagði Þorsteinn, „og ég
minni á að sum efni hefur ekki
verið gert út um á milli stjórn-
arflokkanna, svo sem húsnæðis-
mál, frekari sala ríkisfyrirtækja
og uppstokkun í ríkiskerfinu.
Það verðup að koma í ljós hvort
grundvöllur verður fyrir áfram-
haldi á þeirri stefnu sem fylgt
hefur verið á þessum sviðum og
við munum fylgja þeim hug-
myndum fast eftir.“