NT - 29.06.1985, Síða 5

NT - 29.06.1985, Síða 5
Laugardagur 29. júní 1985 5 Hrossaáhugi Skagfirðinga mikill sem fyrr: Um 40 Skagfirðingar á hestamennskunámskeiðum - og fjögur hestamannamót það sem af er sumri Óhöppum fækkar ■ Starfsmenn umferðar- deildar borgarverkfræð- ings hafa gert miklar breytingar á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs. í gær var þar kveikt á nýjum umferðar- ljósurn sem komið hafði verið fyrir. Beygjuakrein- ar hafa verið gerðar, mið- eyja verið lagfærð, gang- brautum komið fyrir og Ijósker fyrir fótgangendur sett upp. Þetta hefur allt verið gert því á þessum stað hefur verið mikið um um- ferðaróhöpp. Nú þegar Ijósin eru komin upp von- ast umferðardeildin að sjálfsögðu til að óhöppun- um fækki og að vegfarend- ur eigi greiðari leið þarna um. Frá fréttaritara NT í Skagafírði, Ö.Þ.: ■ Samtals um 40 manns á aldrinum frá 7 til 60 ára tóku þátt í tveim námskeiðum í hestamennsku sem Hesta- mannafélagið Svaði gekkst fyrir á Hofsósi og í Fljótum nú í sumar, enda áhugi á hestamennsku, sem fyrr, mikill hjá Skagfirðingum. Þátttakendur voru jafnt konur sem karlar og allt frá algerum byrjendum til þaulvanra hestamanna. Að sögn kennarans, Jóhanns Friðgeirssonar á Hofi, var námskeiðunum skipt í tvo hópa. Byrjendum voru kennd öll undirstöðuatriði í meðferð, en þó sérstaklega áseta á hrossum. Þeim sem lengra voru komnir var einkum kennd meðferð hrossa í keppni. í lok námskeið- anna gengust nemendur undir hæfnispróf. Jóhann sagði fleiri verkefni á döfinni, m.a. kvaðst hann ætla að halda eitt nám- skeið fyrir börn og unglinga síðar í sumar. Fjögur hestamannamót hafa verið haldin í héraðinu það sem af er sumri. Nú síðast úrtökumót fyr- ir Norðurlandsmót í hestaíþrótt- um sem haldið var á Vindheima- melum s.l. sunnudag. Áðurhafa verið haldin innanfélagsmót Svaða á Hvannkotseyrum við Hofsós og sýning á kynbóta- hrossum Skagfirðinga. Hestaeign færist sífellt í vöxt á Hofsósi og Sauðárkróki og fjölgar þar stöðugt þeim er þar stunda útreiðar og hesta- mennsku. Einnig virðist fjölga reiðhrossum í sveitum og sífellt meira lagt upp úr kynbótum og ræktun hrossastofnsins. ■ Nokkrir þeirra Skagfirðinga sem þátt tóku í námskeiði í hestamennsku sem Hesta- mannafélagið Svaði gekkst fyrir í Fljótum fyrir nokkru. NT-mynd: Öm Þórarinsson. ':•••:*.■ .-’■• sK A, - L ^ 'vii*. -ÁJxJíí Heimsreisa III endurtekin Brottför 11. október 3 vikur Ævintýraferö Útsýnar KENYA HJARTA AFRIKU Land óviðjafnanlegrar____________ náttúrufegurðar og fjölbreytni við miöbaug jarðar Flogiö beint til Nairobi um London. Þessi safarihöfuðborg heimsins í um 2.000 m hæð er með fögrum byggingum, litríkum gróöri og loftslagi, sem er með því dásamlegasta á jörðinni. Spennandi safariferð um frægustu villidýrasvæöi Af- ríku — Amboseli og Tsavo, niöur að strönd Indlandshafsins. ÆVINTÝRAFERÐIR ÚTSÝNAR Á FJAR- LÆGA STAÐI — FERÐIR í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI VERÐ KR. 69.50O Gisting: Nairobi: _ . , — Hótel Intercontlnental Mombasa: Hótel Diani Reef Nairobi — 2 dagar — gisting og morgun- veröur Safari — 5 dagar um Amboseli og Tsavo — fullt fæöi. Mombasa — 12 dagar — hálft fæði Aukagjald f. einbýli kr. 9.215 Viðbótarvika á Diani Reef kr. 9.300 (meö hálfu fæöi) Feróaskrifstofan HEIMSREISU- KLÚBBURINN ^ r Austurstræti 17, símar 26611 — 23510

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.