NT

Ulloq

NT - 29.06.1985, Qupperneq 10

NT - 29.06.1985, Qupperneq 10
Laugardagur 29. júní 1985 10 Ekta þýskar og danskar pylsur - framleiddar hjá Kjötbæ úr íslenskum hráefnum ■ Kostakaup hf. og Kjöt- bær hf. hafa tekið að sér umboð fyrir tvö erlend fyrir- tæki sem vinna að þróun í matvælaframleiðslu, og er ætlunin að auka og gera fjöl- breyttara úrvalið af áleggi og fleiri kjötvörum hér á landi. Fyrirtæki þessi eru v-þýska fyrirtækið India og danska fyrirtækið Aage Gregersen. „Framleiðslan mun fara fram hér á landi og hráefnið er íslenskt," sagði Hákon Sigurðsson kaupmaður í Kostakaup og Kjötbæ, „en við fáum nákvæmar leiðbein- ingar og uppskriftir að utan og einnig umbúðir sem sum- ar hverjar eru mjög frumleg- ar og skemmtilegar. Úrval og framboð kjötvöru kemur til með að aukast um helming á íslenskum markaði þegar framleiðsla er komin í fullan gang allskyns spægipylsur, smuráleggspylsur, laukpvls- ur, kjötbúðingar og um 30 aðrar tegundir sem landinn hefur hingað til bara gætt sér á i útlöndum sjást nú hér á landi. Við leggjum áherslu á að nota hvorki litarefni né fvll- ingarefni eins og hveiti og kartöflumjöl, en því miður finnst mér hafa borið of mik- ið á því hingað til í íslenskri kjötvöru.“ Ennfremur sagði Hákon að fulltrúar frá fyrir- tækjunum tveimur hefðu verið mjög ánægðir með og litist vel á íslenska hráefnið og ætti þá ekkert að vera því til fyrirstöðu að íslensk kjötvara jafnaðist á við danska og þýska, sem hefur löngum verið talin sú besta í heimi. msam „Kúnnarnir vilja fjölbreytni“ - segir Gunnar Snorrason eigandi Hólagarðs ■ Byggingarframkvæmdir á þriðja og jafnframt síðasta liluta verslunarmiðstöðvarinn- ar Hólagarðs munu hefjast á þessu ári. Að sögn Gunnars Snorra- sonar stofnanda og eiganda Hólagarðs mun nýbyggingin verða um 1900 fermetrar á tveimur hæðum, sem er þriðj- ungs stækkun á verslunarhús- næðinu. Hólagarður hefur verið byggður í áföngum; þeim fyrsta lauk 1975 og á því 10 ára afmæli í ár. Annar áfanginn var síðan tilbúinn í hitteðfyrra og bættist þá við fjöldi versl- ana. Segir Gunnar að þegar sé byrjuð eftirspurn eftir verslun- arhúsnæði í nýbyggingunni er hún verður tilbúin. Munu þá verslanir og þjónustufyrirtæki eins og rakara- og snyrtistofur, skóverslun, pósthús, veitinga- staður o.fl. taka til starfa. Byrjað verður á grunninum í sumar og samkvæmt áætlun- um ætti byggingarframkvæmd- um að verða lokið eftir 3-4 ár. Avaxtadrykkir f rá Coca-Cola ■ Vífilfell hf. hefur hafið framleiðslu á ávaxta- drykkjum frá Coca Cola, Hi-C drykkjum, og verður fyrst um sinn boðið upp á tvær bragðtegundir, app- elsínu og sítrónubragð. Hi-C ávaxtadrykkir eru seldir í Va lítra pappafern- um og innihalda vatn, hreinan sítrónu- og app- elsínusafa (11%), sykur, sítrónsýru, askorbinsýru, bragðefni og rotvarnar- efni. Þá innihalda þeir fulla dagsþörf C-vítamíns. Þetta er í fyrsta skiptið sem Coca Cola setur ávaxtadrykki á markað- inn. Verðið á Hi-C er svipað og á öðrum hlið- stæðum ávaxtadrykkjum sem hér eru á markaði. ■ Karl Kristensen hjá kjötdeild Kostakaups og hinn þekkti v-þýski markmaður Sepp Maier virðast báðir jafn hrifnir af fótboltaspægipylsunni sem fæst brátt hér. Nt-mynd ah ■ Gunnar Snorrason eigandi Hólagarðs virðist tilbúinn í lokaáfangann. NT-mynd : ah ■ Þannig mun Hólagarður líta út cftir viðbótina. Bjarni Marteinsson arkitekt teiknaði húsið.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.