NT

Ulloq

NT - 29.06.1985, Qupperneq 21

NT - 29.06.1985, Qupperneq 21
CD Laugardagur 29. júní 1985 21 Utlönd Frakkar fúsir til að verja Þýskaland París-Reuter: ■ Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun í Frakklandi telur meirihluti Frakka að þeiri eigi að aðstoða við varnir Vestur-Þýskalands ef öryggi Þjóðverja er ógn- að alvarlega. Franska dagblaðið Le Monde fékk óháða stofnun, IFOP, til að framkvæma könnunina fyrir sig. Le Monde segir að 57% að- spurðra telji að Frakkar eigi að tryggja öryggi Vest- ur-Þjóðverja. Allt frá því á sjöunda ára- tugnum hafa leiðtogar Frakk- lands og Vestur-Þýskalands reynt að auka samvinnu ríkja sinna en lengst af hefur minningin um heimsstyrjöldina síðari dregið úr áhuga almenn- ings fyrir nánu samstarfi. Frakkar og Vestur-Þjóðverjar lögðu einmitt fram í þessari viku nýjar tillögur um aukið samstarf ríkja Efnahags- bandalags Evrópu með stofn- un Bandaríkja Evrópu fyrir augum. Samkvæmt skoðanakönnun Le Monde telja 58% franskra kjósenda að einungis sé hægt að byggja upp Evrópubanda- lag ef Frakkar og Þjóðverjar hafa þar höfuðfrumkvæði. 42% sögðust álíta að Vestur- Þjóöverjar ættu að korna upp eigin kjarnorkuvopnum til að Iryggja öryggi sitt. I Frakka dreymir um stórt hlutverk í vörnum Evrópu. Þeir hafa m.a gert margar tillögur um sameiginlega smíði evrópskrar orustuþotu. Þótt þotan sem myndin er af verði kannski aldrei að veruleika telja Frakkar sig samt verða að hjálpa Vestur-Þjóðverjum við varnir sínar, með kjarnavopnum ef allt annað bregst. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Dauðarefsing fyrir njósnir á friðartímum ■ Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti nýlega að koma aftur á fót dauðarefsingu á friðartímum fyrir liðsmenn hersins sem gerast sekir um njósnir. Þessi viðaukatillaga við fjárlög til hermála á næsta ári var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli og án nokkurra umræðna þar eð þingmennirnir voru enn mjög reiðir vegna nýlegs njósnamáls, en fjórir menn eru ákærðir fyrir að hafa verið meðlimir í njósnahring sem í 18 ár seldi hernaðarleyndarmál til Sovétríkjanna. En þar eð atkvæðagreiðslan var ekki skráð þótti samþykkt tillögunnar heldur iítilvæg og öll líkindi væru á að hún yrði felld þegar samræmingarnefnd fulltrúardeildarinnar og öldungadeildarinnar koma saman til að samræma breytingartillögur deildanna við fjárlagafrumvarpið. Dauðarefsing er eitt umdeildasta málið sem kemur fyrir löggjafann í Bandaríkjunum. Sri Lanka: Blaðamanni rænt á reiðhjólastýri Colombo-Reuter ■ Skæruliðar tamilskra þjóðern- issinna á Sri Lanka leystu í gær úr haldi blaðamann sem þeir rændu á reiðhjólastýri daginn áður. Cecil Wikrewmanayake blaða- maður hjá ríkisreknu dagblaði á Sri Lanka varð á vegi hóps skæruliða sem hjóluðu í gegnum borgina Jaffna norðarlega á Sri Lanka þar sem tamilskir þjóðernissinnar hafa töluvert fylgi. Skæruliðarnir beindu byssum að blaðamanninum og neyddu hann til að setjast á stýri eins reiðhjólsins. Síðan hjóluðu þeir með hann út úr borginni Skæruliðarnir tilheyrðu Eelam al- þýðubyltingarfrelsisfylkingunni sem er ein margra skæruliðasamtaka sem berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Tamila á norður- og austur- hluta Sri Lanka. Þar eru Tamilar einna fjölmennastir en annars stað- ar eru Shinhalesar í meirihluta. Fimm samtök tamilskra skæruliða samþykktu vopnahlé 18. júní síðast- liðinn að sögn stjórnar Sri Lanka. En vopnahléð hefur þegar verið brotið nokkrum sinnum. Skæruliðar hafa drepið a.m.k. einn skólastjóra, rænt þrem mönnum og framið rán á ýmsum stöðum undanfarna daga. ALFA-LAVAL MJALTAKERFf Margra ára reynsla tryggir gæðin. Hannað til vinnuhagræðingar. Hagkvæmni - hreinlæti - gæði. Vilt þú spara þér tíma við fjósstörfin? _____ Alfa-Laval hjálpar til þess. BUNADARDEILD ARMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.