NT - 12.07.1985, Blaðsíða 2

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 2
í Föstudagur 12. júlí 1985 Starfsmenn Eddu fengu stóra vinninginn: „Út í pylsuvagn að halda upp á þetta“ ■ „Við getum þá kannsi gist á hótelum í stað þess að tjalda í sumarfríum okkar,“ sagði Gunnlaugur Sigurgeirsson, for- maður Happdrættisfélags Eddu við NT þegar hann var spurður hvað ætti að gera við vinnings- peninginn frá Happdrætti Há- skólans. f>að voru 17 starfsmenn Leidrétting ■ í frétt NT af Rainbow War- rior, sem sprengdur var í loft upp í fyrradag, urðu þau mistök að Auckland var sögð í Ástralíu en borgin er að sjálfsögðu á Nýja-Sjálandi, eins og flestum mun kunnugt. Prentsmiðjunnar Eddu sem lentu í lukkupottinum að þessu sinni og nam vinningsupphæðin rúmum fimm milljónum króna. Er fólkið saman um 25 tromp- miða, en þegar búið verður að deila pottinum niður verða um 300 þúsund á mann. „Það var góð stemmning í morgun þegar við fréttum af þessu, og ætli við séum komin með nema annan fótinn á jörð- ina,“ sagði Gunnlaugur. Starfsmennirnir voru sam- mála um að glaðningurinn kæmi á besta tíma, þar sem þeir væru margir að standa í að skipta um íbúðir og bíla. Því yrðu ekki minnstu vandræði að eyða þess- um peningum. „Við förum kannski bara út í pylsuvagn til að halda upp á Athugasemd ■ Athygli mín var vakin á því, að NT hefði heldur betur komist í feitt í bæklingi frá Ferðamála- ráði. Þar eð málið snertir mig og mína útgáfu varð ég mér út um eintak af blaðinu - og sé nú að ekki var ofmælt, að þarna fékk NT sannarlega himnasend- ingu. Af eigin reynslu í blaða- mennsku þekki ég þann ánægju- straum, sem fer um alla rit- stjórnina, þegar „góð“ mál ber- ast henni óvænt í hendur. Hún fær útrás og eðli hennar og vinnubrögð fíæða yfir síðurnar. Ég tel ekki ástæðu til að rifja málið upp frekar fyrir lesendum NT, því umfjöllun ykkar er svo rækileg, á þremur stöðum í blaðinu. Birgir Þorgilsson, ferðamála- stjóri, er gerður grunsamlegur um misferli (og mynd birt af honum til áhersluauka), hann og hans starfslið er talið „enn eitt dæmið um kæruleysi manna, sem ekki bera ábyrgð á neinu“ og loks eru getsakir um mútuþægni - þ.e. að hollenskur bjóríramleiðandi hafi verið í spilinu. Ferðamálaráð samdi á sínum tíma við mig og mína útgáfu um að annast framleiðslu þessa bæklings. Þótt Birgir sé í for- svari fyrir Ferðamálaráð og beri ábyrgð á því, sem það lætur fara frá sér, finnst mér, sem þekki alla innviði málsins, að þarna hafi NT leitt rangan mann til slátrunar. (Andinn í umfjöllun NT leyfir ekki að talað sé um að hengja bakara fyrir smið). Við hjá Iceland Review tók- um bæklinginn m.ö.o. að okkur, sendum m.a. ljósmynd- ara okkar Pál Stefánsson út af örkinni - hann tók þessa um- ræddu mynd. Við fórum í gegn um mikinn fjölda mynda - grandskoðuðum þær - og loks var endanlegt úrval lagt fyrir Birgi Þorgilsson. Öllum sást okkur yfir þessa örðu í myndar- jaðrinum (og bæklingurinn bú- inn að vera marga ntánuði í umferð, þegar einhver rekur augun í það, sem gæti verið bjórdós - því á frummyndinni er það ekki augljóst) - og Birgi er ekki láandi, þótt hann færi ekki með myndina í smásjár- skoðun. Samstarf okkar á þess- um vettvangi er orðið aldar- fjórðungsgamalt, og viðhorf okkar og þær kröfur, sem við gerum í þessum efnum, eru einfaldlega að einungis það besta fáanlega sé nógu gott. Hann treysti okkur. Við (Iceland Review) leggj- um yfirleitt hart að okkur til að ná sem bestum árangri í mynd- vali og prentun - og þeim mun sárara er okkur að uppgötva yfirsjónir. Sama er að segja um texta. Oft liggur ótrúlega mikil vinna í því að kemba hann, en eins og allir aðrir í útgáfu verð- um við stöku sinnum fyrir barð- inu á prentvillupúkanum. Hvort á umræddri mynd er bjórdós eða ekki - þá lít ég þessa örðu sömu augum og prentvillu eða stafabrengl í texta. Hvernig slíkt getur orðið dagblaði tilefni til að taka menn fyrir með dylgjum, glósum og aðdróttunum um embættisglöp er ekki hluti af minni löngu reynslu í blaðamennsku. En hvert blað verður auðvitað að finna sér þann vettvang, sem það telur sér best hæfa. Reykjavík 11. júlí 1985 Haraldur J. Hamar ritstj. Iceland Review Frá ritstjórn ■ Það er fáu við athugasemd Haraldar J. Hamar að bæta. En þó er rétt að taka fram eftirfar- andi. Bæklingurinn er gerður á ábyrgð Ferðamálaráðs, því var eðlilegt að tala við Birgi Þorgils- son um ágalla hans. Birgir er ekki gerður grunsamlegur um misferli, hann var einfaldlega beðinn um skýringu á þessum mistökum, semsjónvarpið hafði þegar vakið athygli á. En það er rétt að um málið var fjallað á þremur stöðum í blaðinu. Fyrst í frétt, þar sem Birgir var spurð- ur um skýringu á mistökunum, síðan í dálk, í tíma og ótíma, sem er dálkur sem túlkar skoðanir dálkhöfundar og ekki annarra. enda skrifaður undir nafni. I dálknum var aðeins bent á þetta atriði til áherslu hvatningar til landsntanna um að ganga vel um landið. Síðast er í dropadálk, þar sem yfirleitt er bcnt á hið broslega í tilver- unni, bent á tilviljun þá að bæklingurinn skuli vera prent- aður í Hollandi. eða framleiðslu- landi bjórdollunnar sem sést á myndinni. þetta þegar við fáum pening- inn,“ sagði Gunnlaugur, og bætti við að féð fengju þau í hendurnar eftir hálfan mánuð'. Ekki eru samt allir starfs- menn Eddu í happdrættisfélag- inu. Einn þeirra er Steinn Skaptason og sagðist hann ekki sjá eftir því að vera ekki með í félaginu. „Ég spila ekki í happdrættum," sagði hann. „Bara á bassa.“ ■ Hluti hópsins sem datt í lukkupottinn um helgina og vann sér inn 300 þúsund hvert. Lengst til vinstri er þó einn sem spilar ekki með í happdrættinu en vildi engu síður fá að vera með á myndinni NT-mynd: Árni Bjarna VIHHIIOHN Víðidalsá kolmórauð ■ „Þetta hefur gengið svona upp og ofan hjá okkur. Áin er núna kolmórauð eftir rigningarnar, en ntenn hafa þó verið að fá 2 til 4 eftir daginn,“ sagði Snorri Hauks- son í veiðikofanum við Víði- dalsá í samtali við NT í gær. Snorri sagði að veiðin hefði verið hræðilega dræm framan af. Nú væru aðeins komnir 84 laxar á land á móti við vel á þriðja hundrað á sama tíma í fyrra. En þeir laxar sem náðst hefðu undan- farna daga hefðu verið grá- lúsugir þannig að menn gerðu sér vonir um að vel veiddist þegarskilyrðin bötn- uðu. í Víðidalsá er veitt á átta stangirogopnað var 15. júní. Grímsá - hollið komið með 80 Hópur útlendinga hafði í fyrrakvöld fengið 80 laxa á átta stangir frá því á sunnu- dag, að sögn Sigurðar Fjeldsted, leiðsögumanns í Grímsá. Á miðvikudags- morguninn fékkst 20 punda lax þar og var Sigurður bjart- sýnn á mjög gott sumar í ánni. „Þetta er að verða eins og það var fyrir átta til tíu árum það hefur ekki veiðst jafn vel síðan þá,“ sagði Sigurður. Norðurá - 35 efftir daginn Það eru ekki síður góðar fréttir úr Norðurá. Á þriðju- daginn fengust þar 35 laxar, sem mun vera það besta hingað til í sumar. Mikið af laxi mun vera að ganga í ána. Hver skilur.....? ■ Yfirvöld liafa ýmsar að- ferðir við að koma málum sínum áfram. í frétt NT í dag um veitingu vínveitingaleyfa kemur fram að samkv. nýj- um reglum dómsmálaráðu- neytisins beri því að taka fullt tillit til umsagna áfengis- varnarnefnda þeirra sveitarfé- laga þar sem æskt er vínveit- ingaleyfis. Ef einhver skilur þessa röksemdafærslu, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við dropa- dálk. Upplýsingaflæði ■ Bandaríska sendiráðið virðist stunda nokkuð ein- hliða upplýsingadreifingu um þessar mundir. Ekki er liðin nema tæp vika síðan sendiherrann, Brement, lýsti því yfir að í hans sendiherra- tíð hefði aldrei nokkrum ís- lendingi verið neitað um vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna. Síðan gerist það að NT upplýsir um mann, sjómann á Ákranesinu, sem þurfti fyr- ir skemmstu að sitja viku í stofufangelsi um borð í skipinu í höfn í Bandaríkjun- um, því ekki fékkst vega- bréfsáritun. Er leitað var upplýsinga í sendiráðinu, var svarið: „No comment." Það er að segja, þetta virðist gilda því aðeins að nefndirnar séu mótfallnar viðkomandi leyfisveitingu. Aðspurður sagði fulltrúi ráðuneytisins, að ef áfeng- isvarnarnefnd sveitarfélags mælti með leyfisveitingu, en bæjarstjórn væri á móti, þá yrði tekið fullt tillit til bæjar- stjórnarinnar og synjað um leyfið. Ef hins vegar áfengis- varnarnefnd er erindinu andsnúin en bæjarstjórn meðmælt, þá skal taka tillit til óska nefndarinnar og synja um leyíið. Þeir eru frá Danmörku þessir og heita víst vík- ingar. Ætli þeir eigi bjór? Innrás víkinga á Laugarvatni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.