NT - 12.07.1985, Blaðsíða 7

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 7
Fólki er talin trú um, að þessi skólastofnun auki frelsi fólks- ins í landinu til að velja milli skólaforma, sem það telur henta sínum börnum. Ég efast ekki um, að hinn nýi skóli geti orðið til gagns og gleði fyrir ýmsa, sem hann sækja. En hann á ekkert skylt við aukið frelsi annað en frelsi nokkurra aðstandenda 13-15 ára unglinga til að borga auka- lega fyrir að hafa þá í þessum skóla. Enginn veit hvort hann verður betri eða verri en aðrir skólar á skyldunámsstigi. Stofnun hans gefur einungis örfáum tækifæri til að sækja út úr ríkisreknu skólunum. Sam- kvæmt blaðafréttum er gert ráð fyrir, að í skólanum verði 100 nemendur hið flesta. Þeir verða valdir af skólastjóranum úr hópi þeirra um það bil 13000 nemenda, sem eru á aldrinum 13-15 ára. „Frelsið" er þá fólgið í því að geta sótt um skólavist, en líkurnar á að komst að eru minni en einn á móti hundrað og þrjátíu. Dregur þá þessi skóli úr kostnaði hins opinbera af skólahaldi í landinu? Svarið er nei. Reykjavíkurborg leggur til húsnæði, ríkið greiðir laun skólastjóra og kennara. Ríkið leggur nemendum einnig til námsgögn eftir þeim reglum sem gilda í ríkisreknu skólun- um. Ríki og sveitarfélög bera nákvæmlega sama kostnað af hverjum nemanda í Tjarnar- skólanum og þau gera í öðrum skyldunámsskólum landsins. Ffeildarkostnaður hins opin- bera hækkar vegna hans, þar gera i öðrum skyldunámsskólum landsins. eð kennaraliðið við skólann verður viðbót við kennarahóp- inn í grunnskólunum. Þar eð nemendur koma úr mörgum skólahverfum verður ekki í neinum skóla um þá nemenda- fækkun að ræða er réttlætir fækkun kennara. Með þetta í huga er augljóst, að Tjarnarskólinn verður að koma inn á fjárlög, og fjárveit- ingar til hans verða viðbót við framlög til skólahalds í land- inu. Ella verður fé lagt til hans úr sameiginlegum sjóði, og þá lækkað framlag til annarra skóla. Ríkisrekinn einkaskóli Tjarnarskólinn eykur ekki frelsi eins né neins til að velja milli góðra skóla og lakari skóla. Hann eykur aðeins frelsi nokkurra til að greiða meira til skóla en þeim ber samkvæmt lögum. Tjarnarskólinn er ekki heldur einkaskóli í neinni venjulegri merkingu. Hann er í raun og veru ekki annað en grunnskóli þar sem kennarar hafa leyfi til að fara í einhverju aðrar leiðir en hinar venjulegu. Nær væri að kalla þetta til- raunaskóla, sem ríki og bær kostar, en kennurum er hyglað aukalega af nemendum. Allt hjal um stórkostlega nýjung og aukið frelsi er hégóminn einn, að ekki sé talað um, að þessi skóli veiti „samkeppni" öðrum grunnskólum. Ég held, að hér sé enn eitt dæmið um röksemdafærslu þeirra, sem vilja draga sem flest yfir á svið einkahagsmuna og einka- rekstrar. Tjarnarskólinn er ekki einkaskóli nema í munni frjálshyggjunnar. Hann er ríkisrekinn, en gefur aðstand- endum sínum og kennurum möguleika á að græða örlítið á nemendunum, - án þess að nokkur trygging sé fyrir því, að nemendur fái nokkuð fyrir snúð sinn. Grundvallarregla í íslensk- um skólamálum er, að allir eigi að hafa jafnan aðgang að menntun án tillits til efnahags, búsetu, kynferðis. Frá þeirri reglu má ekki hvika. Umbætur og nýjungar í skólastarfi eiga að vera innan þess ramma. Það á ekki að hika við að brydda upp á nýjungum í menntamálum, tilraunir á að gera, og fjölbreytni má auka. En það verður ekki gert með gervi-einkaskólum, heldur með því að gefa skólastjórum og kennurum um land allt fært að standa fyrir umbótum og Hættunni bægt frá Að sjálfsögðu hefur þjóðin sýnt að hún kann að meta alla þessa hugulsemi, sem kjörnir fulltrúar sýna henni og em- bættismenn hennar sjá svo dyggilega um að haldin sé í heiðri. Hér sér aldrei vín á nokkrum manni, enda stranglega bann- að að selja nokkuð það áfengi sem er undir 15% að styrk- leika. Á heimilum ríkir hvorki upplausn né áfengisböl, því þar eru engar smáflöskur í ísskápum sem gætu ært upp í fólki vitleysuna, eins og skeði á Hótel Borg og blessunarlega hefur nú verið komið í veg fyrir. Vegna handleiðslu Al- þingis og annarra afskipta ríkisvaldsins er engin þörf á afvötnunarstöðvum né endur- hæfingu áfengissjúkra og geð- sjúkrahúsin þurfa hvorki að sjá af mannafla né húsrými til að sinna þeim sem orðið hafa bölinu að bráð. Börn og ung- lingar undir lögaldri bragða aldrei áfengi vegna þess að forsjáin forðar þeim frá öllum þeim skelfingum sem bjórsala veldur, og engir vinnudagar tapast. Þau gleðitíðindi bárust í gærmorgun að áfengissala ríkisins hafi aukist um 40% á síðustu þrem mánuðum. Auknum tekjum er sjálfsagt að verja til að auka áfeng- isvarnir og umfram allt að fjölga eftirlitsmönnum. Mætti t.d. setja einn í hvert hótelher- bergi til að fylgjast með því að þeir sem þar búa kaupi ekki áfengi á tímabilinu frá kl. þrjú að nóttu til hádegis. En sam- kvæmt bókstafnum mega hót- elgestir þamba allt það vín sem þeim sýnist í herbergjum sínum, aðeins ef það er keypt utan þess tíma. Ef svo stendur á að þeir séu nýkomnir í gegn- um ríkisrekna fríhöfn mega þeir mætavel kneyfa rótsterk- an bjór fyrir framan löggæslu- mennina, jafnvel á þeim for- boðna tíma, milli kl. þrjú að nóttu til hádegis. Svona er nú löggjöfin mikla fullkomin, réttlát og sveigjan- leg. Lög sem má brjóta Það er ekki nema von að löggæslan geti trauðla sinnt öllum þeim verkefnum sem henni eru falin þegar passa þarf svona vel upp á að áfeng- islögin séu haldin. Enda er heitl og velferð fólksins í landinu undir því komin að farið sé í einu og öllu eftir þessum frægu lögum. Aðrir lagabálkar mega eiga sig. Svo er til að mynda með umferðarlöggjöfina alla. Þar þarf enginn að fara eftir settum reglum. Það er alls ekki hlut- verk lögreglunnar að vera á varðbergi gegn umferðarlaga- brotum. í umferðinni á löggæslan ekki að gera neitt fyrr en skaðinn er skeður. Þá þarf að Föstudagur 12. júlf 1985 7 endurnýjunum, hver á sínum stað. Til að svo megi verða, þarf ríkisvaldið að taka launamál kennara til rækilegr- ar endurskoðunar, og greiða kennurum kaup í samræmi við mikilvægi starfs þeirra. Raunverulegir einkaskólar Ekki verður skilist svo við þetta mál, að ekki sé minnt á, að raunverulegir einkaskólar hafa verið starfandi hér á landi um langan aldur. Málaskólar, vélritunarskólar, tónlistarskól- ar, myndlistaskólar, iðn- og tækniskólar og tölvuskólar. Þeir foreldrar, sem vilja gera börnum sínum skólanámið auðveldara hafa áratugum saman keypt handa þeim einkatíma, eða sent þau í einkaskóla, hérlendis og er- lendis. Auðvitað er hægt að flokka þetta undir mismunun eftirefnahag. En ríkiðogsveit- arfélögin eiga ekki að ganga á undan og beinlínis hvetja til mismununar eða styðja mis- munun. Við skulum ekki láta hugmyndafræðilega glýju villa okkur sýn. Vonandi verður Tjarnarskólinn góður skóli, kennurum og nemendum til gagns og gleði. En látum ekki blekkingar frjálshyggju koma í veg fyrir, að skilja, að hann er tilraunaskóli, kostaður af okkur öllum, sem byggjum þetta land og greiðum í sam- eiginlega sjóði þess. Þetta „kerfi“ einkaframtaks tel ég ekki æskilegt. Ég er einnig andvígur því, að vel- ferðarstefnan sé fengin í hend- ur bröskurum. Að mínu mati á Framsóknarflokkurinn að vera í fararbroddi þegar stefnt er í átt til aukins frelsis, en það á að vera frelsi allra til að lifa góðu og heilbrigðu lífi, við sæmileg kjör. Hver og einn á að njóta afraksturs vinnu sinnar. Það er „kerfi" sem ég tel best til þess fallið að skapa hér „gróandi þjóðlíf“. Framsóknarflokkurinn á aldrei að leggja þeim öflum lið, sem fórna heildinni fyrir hina fáu. Þess vegna er sam- vinnuhugsjónin svo tengd hug- sjónum flokksins. Og þess vegna styður flokkurinn þau kerfi sem tryggja hag fjöldans. Um það verður fjallað í annarri grein og jafnframt rýnt í hið pólitíska ástand og hvers má vænta í þeim efnum á næstu árum. koma slösuðum á sjúkrahús, eða í líkhúsið. Og svo náttúr- lega að taka skýrslur, mæla út árekstrarstaði og kanna öll verksummerki vel og vandlega og setjast við skýrslugerð. Síð- an taka tryggingafélög og dómstólar við rústinni og þar eru enn teknar skýrslur. En það er borin von að lögreglustjóraembættin hafi aflögu mannafla til að sjá svo um að umferðarlögum sé fram- fylgt og er það hið síðasta sem því opinbera dettur í hug. Það er bersýnilegt að allur þorri íslenskra ökumanna býr hvorki yfir kunnáttu né viti til að stjórna ökutækjum og lætur sá vitnisburður ekki á sér standa. En til að koma í veg fyrir afleiðingar ökulagsins er ekk- ert gert. Það er allt í lagi að aka að staðaldri á ólöglegum hraða * jafnt úti á vegum sem í þéttbýli og brjóta yfirleitt öll þau um- ferðarlög sem sett eru. Enginn fylgist með því. Afengislöggjöfin og af- skiptasemi inni á hótelher- bergjum hefur allan forgang. Enda er áfengisbölsins vel gætt. Oddur Ólafsson Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson. Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík, Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. I Prentun: Blaðaprent h.f. , Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Hver réð hvern? ■ Grein Ingvars Gíslasonar „Bandalag kumpána- skaparins“ sem birtist hér í NT í fyrradag, hefur vakið verðskuldaða athygli. Höfundur er alþingis- maður og fyrrum ráðherra og gjörþekkir stjórnmál og fjölmiðlaheim hér á landi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að blaðamenn séu svo nátengdir embættis- og stjórnmálamönnum, að öll þrenningin verði gjörspillt og viðhaldi spilling- unni með því að líta framhjá mistökum og eiga flenniviðtöl við þá, sem jafnvel eru spilltastir. Einstaka stjórnmálamenn og embættismenn séu auk þess öðrum fremur leiknir við að ljúga og brosa á síðum dagblaða og njóti til þess kunningsskapar blaðamanna. Þeir sem eigi að vera aðhaldsmenn að valdamönnum, séu óafvitandi orðnir vinir þeirra og áróðursmeistarar. Grein Ingvars er alvarleg gagnrýni, sem blaða- menn munu ræða í sinn hóp og hún er laus við þann skæting, sem sumir þingmenn hafa tamið sér um blaðamenn úr ræðustól á þingi. Hvort blaðamenn muni svo almennt fallast á niðurstöður og forsendur Ingvars er önnur saga. Hæpið er t.d. að alhæfa um stétt blaðamanna á þann hátt, sem Ingvar gerir, en hitt er ljóst, að bein tengsl milli blaðamanna og stjórnmálamanna hér á landi eru miklu meiri en nokkurs staðar. Við megum heldur ekki gleyma því, að hér ekur forseti landsins um ein á eigin bíl í miðri umferðinni, án nokkurrar gæslu og það höfum við talið okkur til tekna. Ráðherrar eru í símaskránni og síminn er óspart notaður af blaðamönnum, eins og hverjum öðrum. Þetta höfum við einnig talið okkur til tekna. Allir geta hitt þessa menn að máli á skrifstofum þeirra eða á Alþingi og við höfum jafnan talið okkur til tekna, að vera ekkert upprifin yfir því, að næsti nágranni væri „þekktur“ eða „frægur“. Hvort þessi milliliðalausu tengsl leiði svo til spillingar og viðhaldi hennar er svo spurningin. í NT, eins og öllum öðrum blöðum, eru daglega birtar fréttir af mönnum og málefnum, sem einhver blaðamanna eðá annar starfsmaður blaðsins þekkir, tengist á einhvern hátt, var með í skóla, félagi, vinur vinar hans og svo fram eftir götunum. Þetta á við um alla fjölmiðla í 240 þúsund manna þjóðfélagi. Hvaða áhrif þetta hefur á íslenska fjölmiðlun og þjóðfélags- umræðu hefur aldrei verið kannað. Sömu sögu er að segja um það fólk, sem hugsanlega vildi láta meira frá sér heyra, miðla upplýsingum innan úr kerfinu. Hvaða áhrif hafa náin tengsl við embættismenn, stjórnmálamenn, jafnvel vinnufélagana á það? Hvaða áhrif hefur smæð þjóðfélagsins á umræðuna? Hér er samt ekki verið að skjótast undan ábyrgð. NT ber, eins og aðrir fjölmiðlar, ábyrgð á upplýsinga- miðlun til þjóðarinnar, sem síðan leiðir af sér þj óðfélagsumræðu. En spurningin er, hvort Ingvar Gíslason grípur niður í hringiðuna á réttum stað. Eiga ekki þeir, sem réðu óhæfa embættismenn, að reka þá? Blaðamenn ráða ekki í seðlabankastjórastöður. Blaðamenn skipa ekki menn í Kröflunefndir. Blaðamenn skipa ekki menn í bankaráð, stjórnir stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins. Það gerðu stjórnmálamenn, þingmenn. Og enn stærri spurningu hlýtur að verða að beina til þeirra, sem réðu stjórnmálamennina til starfa - kjósenda: Af hverju eru þeir, sem réðu þessa óhæfu embættis- r menn og nefndarmenn, alltaf endurráðnir?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.