NT - 12.07.1985, Blaðsíða 6

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 6
lill Haraldur Ólafsson: Æskileg ■ í hinni pólitísku umræðu á íslandi kemur hvað eftir annað fyrir skammaryrðið „kerfis- flokkur“, „kerfiskarlar" eða einhver önnur samsetning með -kerfi- og á að merkja eitthvað slæmt, eitthvað óæskilegt, eitthvað niðrandi. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess hve einfalt er að stunda stjórn- málaskrif með þeim hætti að hamra á einstökum orðum, hugtökum, sem aldrei eru skil- greind til hlítar og ekki einu sinni notuð af samkvæmni. „Kerfisflokkur" er eitt þessara orða, senr notuð eru í stað rökræðna. Merkingarlítið hugtak er gert að áróðurs- atriði, síendurteknu. Þetta á að verka eins og viðvörunar- bjalla: kerfisflokkur, þ.e. vondur flokkur með óæskileg stefnumið. Enginn flokkur á íslandi er jafn oft kallaður kerfisflokkur og Framsóknarflokkurinn. Það er eiginlega með ódæmum hve oft andstæðingar flokksins úr öllum áttum gefa honum þessa einföldu og merkingar- lausu einkunn: kerfisflokkur. Það nær yfir allt sem þeir vilja saka flokkinn um. Það er svo margt, sem mönnum hefurtek- ist að troða inn í þetta hugtak, að erfitt er að greina hvaða þættir það einkum eru sem fara svo mjög fyrir brjóstið á þessum áróðursmönnum. Oft virðist átt við, að Framsóknar- flokkurinn standi gegn breyl- ingum á ríkjandi skipan mála í íslensku þjóðlífi. Hann vilji hvorki breytingar á efnahags- kerfi né stjórnkerfi. Þar með sé flokkurinn dragbítur á fram- farir. Þá eru framsóknarmenn oft sakaðir um að vera á móti frelsi. Þeir styðji „auðhring- inn“ SÍS og hugsi um það eitt að viðhalda spilltu kerfi kunn- ingsskapar og valda. Ábyrgð fylgir áhrifum Ástæða væri til að kanna nákvæmlega hvaða rök verða færð fyrir þessum áróðri. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt þótt sá flokkur, sem átt hefur þátt í að móta íslenskt þjóðlíf í hartnær sjö áratugi, og staðið fyrir víðtækum breytingum á næröllum sviðum efnahagslífs, menningarlífs og félagsmála, sækist ekki eftir breytingum breytinganna vegna. Miklu fremur leitast hann við að styrkja þær stofnanir sem reynst hafa þjóna hlutverki sínu vel, en hikar ekki við að hverfa inn á nýj ar brautir þegar við á. Það er einnig athygl- isvert, að þegar framsóknar- menn standa fyrir víðtækum skipulagsbreytingum í at- vinnumálum eins og nú á sér stað, þá hafa andstæðingar flokksins ekkert annað um það að segja en að í raun og veru sé ekki um neinar breytingar að ræða! Tilgangurinn með starfi stjórnmálaflokks er að hafa áhrif og til að hafa áhrif verður að fara með völd. Stjórnmála- baráttan stendur nú einu sinni um völd. Stjórnmálaflokkur sem afsalar sér áhrifum í stjórnkerfinu er til einskis nýtur. Framsóknarmenn hafa aldrei hikað við að taka á sig þá ábyrgð sem fylgir völdum. Flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn í rúmlega fjóra ára- tugi fra' 1927 og jafnframt átt fulltrúa í flestum helstu stjórn- stöðvum ríkisins. Þetta hefur gefið flokknum tækifæri til þess að hafa áhrif, en hinu er ekki að leyna, að áhrifum fylgir ábyrgð. Mistök hafa verið gerð og verða gerð. Framsóknar- flokkurinn hefur, eins og aðrir stjórnmálaflokkar sem lengi hafa verið við völd, tekið á sig ýmsa skelli, sem hinir siða- vöndu og „hreinu“ stjórnmála- loddarar hafa sloppið við. Skammaryrðið „kerfisflokk- ur“ á við flokkinn ef átt er við að hann hafi um langa hríð verið virkur í íslenskum stjórn- málum, en það getur ekki átt við þá ásökun, að hann standi gegn framförum og breyting- um. Hreyfanleiki og opinn hugur er einmitt eitt helsta einkenni Framsóknarflokks- ins. Skortur á strangri og ósveigjanlegri hugmyndafræði er að mínu mati einn helsti kostur hans. Hann er fyrst og fremst sprottinn úr íslenskum aðstæðum og hlutverk hans er Föstudagur 12. júlí 1985 6 kerf i og óæskileg að leysa viðfangsefni íslend- inga í samræmi við þjóðskipu- lag okkar, auðlindir og menn- ingararf. Frelsishugtakið er misnotað Framsóknarflokkurinn telur ríkjandi valdaskipan langt frá því að vera hina bestu og æskilegustu. Hann vill gera þar ýmsar breytingar á, og hefur reyndar staðið fyrir veru- legum breytingum nú að undanförnu, t.d. í sambandi við Byggðastofnun, verðlagn- ingu og stjórnun í landbúnaði og sjávarútvegi, o.s.frv. Flokkurinn heíur einnig fitjað upp á og stutt nýjungar í húsnæðismálum. En það eru vissir hlutir, sem ég tel, að framsóknarmenn eigi að leggja aukna áherslu á í starfi sínu og stefnumótun. Ég tel t.d., að frelsishugtakið sé misnotað og afskræmt af ýmsum sterkum aðilum í þjóð- félaginu. Það frelsi, sem marg- ir úr forystuliði samstarfs- flokks okkar í ríkisstjórninni boða, er ekki það frelsi, sem ég tel að eigi að vera undir- staða þjóðskipulags okkar. Það frelsi, sem stærstu dagblöð landsins boða er frelsi auð- magnsins til að ráða landinu. Það er frelsið til að fara með völd í krafti fjármagns. Hags- munir heildarinnar verða að víkja fyrir frelsinu til að taka veigamiklar ákvarðanir án þess að farið sé að vilja þjóðarinn- ar. Framsóknarmenn eiga ekki að afhenda gróðamönnum völdin í landinu. Þeirra frelsi er að ráðskast að vild með afraksturinn af vinnu fólksins í landinu. Þeir stefna að frelsi hinna fáu til að ráða yfir hinum mörgu. Á undanförnum ára- tugum hefur þjóðin byggt upp fjölmargar stofnanir og fyrir- tæki. Ríki og sveitarfélög hafa sameinast um margs konar verkefni. Þetta hefur verið greitt úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna. Nú vinna sterk pólitísk öfl í landinu að því að afhenda einka-aðilum mörg þessara fyrirtækja, fyrst Tjarnarskólinn á ekkert skylt við aukið frelsi með því að gefa þeim kost á að kaupa í þeim hlutabréf. Þetta er réttlætt með því, að einstak- ir athafnamenn muni gæta meiri hagkvæmni í rekstri en hið opinbera. Einnig er því haldið fram, að ríkið sé að losa sig við óþarfa bagga með að selja fyrirtæki. í nokkrum til- vikum getur þetta verið rétt, þótt stundum efist maður um snilli þeirra „framkvæmda- manna“ sem eiga að bjarga við rekstri opinberra fyrirtækja. Að baki þessum sakleysislegu aðgerðum liggur þó annað og öllu alvarlegra, sem sé sú stefna, að einkaframtakið taki smám saman að sér fjölmörg þjónustuf^rirtæki, sem eru undirstaða þess velferðarríkis, sem allir flokkar telja þó að beri að varðveita og helst að efla. Vera má að ég geri of mikið úr þessari stefnu, en ég get ekki varist þeirri hugsun, að hér liggi ekki að baki umhyggja fyrir velferðarríkinu og tilraun til að snúa því frá villu síns vegar, heldur það sjónarmið, að einkafjármagnið eigi að hafa leyfi til að valsa um sem flest svið, - í nafni samkeppni og hagkvæmni. Sannleikurinn er sá, að þegar um margvíslega þjónustu er að ræða verður ekki um neina samkeppni að ræða. Kemur þar til fámenni þjóðarinnar, og mikill stofn- kostnaður þjónustunnar. Ekki mundi líða á löngu áður en einkaframtakið væri búið að ná einokunaraðstöðu, og réði kostnaðarhliðinni. Svo væri kallað á hið opinbera um leið og á bjátaði og það fengið til að bera tapið. Gott dæmi um notkun frels- ishugtaksins, eða réttara sagt: misnotkun þess, er umræðan um einkaskólann við Tjörn- ina. Hugmyndin lítur ósköp vel út. Tveir ungir og áhuga- samir kennarar taka sig saman og stofna „einkaskóla“. Skól- inn á að starfa með nýju sniði (þótt allt sé enn á huldu með nýjungarnar) og einhverjum öðrum aðferðum á að beita í uppeldi en tíðkast í hinum opinberu skyldunámsskólum. Þetta er auglýst sem dæmi um framtak, og meria en það: Tjarnarskólinn er sagður auka frelsi í landinu. Þetta frelsi er í því fólgið, að gegn gjaldi á að tryggja „betri“ kennslu en í öðrum skólum á sama stigi. ■ Ríki og sveitarfélög bera nákvæmlega sama kostnað af hverjum nemanda í Tjarnarskólanum og þau ■ Sigurður Gíslason hótelstjóri er kallaður fyrir vegna hreintrú- arstefnu í áfengislöggjöf á sama tíma og hundruð lögbrjóta á götum úti eru látin með öUu afskiptalaus. NT-mynd: Róberi. ■ LögreglaníReykjavíkhef- ur í mörgu að snúast. Nýjustu fréttir af þeim vettvangi er samviskusamleg og einstak- lega smásmuguleg framkvæmd til að fylgja fram strangri á- fengislöggjöf. Málavextir eru þeir að Hótel Borg hefur tekið upp þá nýbreytni hér á landi, að koma fyrir litlum ísskáp í hverju gestaherbergi og sér hótélið um að þar sé hressing fyrir gestina, ef þcir kæra sig um. Meðal þess sem þarna var á boðstólum voru litlar flöskur sem í var áfengi. Þessu fyrir- bæri þarf vart að lýsa fyrir jafn veraldarvönu og ferðafúsu fólki og íslendingar eru sagðir vera. En árkvökulir embættis- menn komust að því, að þarna væri framið brot á áfengislög- gjöfinni og hótelstjórinn hefur tvisvar verið kallaður fyrir vegna þess arna. Var hótelstjóranum skipað að hætta að veita þessa þjón- ustu þar sem hún samrýmdist ekki áfengislöggjöfinni. Vökul augu löggæslunnar Það má segja árvökulum lögregluyfirvöldum til hróss að þau líða ekki brot á áfeng- islöggjöfinni og láta einskis ófreistað til að hún sé í heiðri höfð, jafnvel ekki aó snuðra inni í hótelherbergjum til að athuga hvort að þar sé neytt áfengis, með hvaða hætti það er fengið og á hvaða tíma sólar- hringsins gestinum þóknast að taka það út úr skápnum í herberginu sínu og kvitta fyrir móttökuna. Þar sem brotamaðurinn Sig- urður Gíslason hótelstjóri mun síður vilja verða talinn til sí- brotamanna hefur hann hætt við að veita gestum á Hótel Borg þessa þjónustu. í viðtali við Morgunblaðið segir hann orðrétt: „Við höfum leyfi til að afgreiða áfengi til gesta frá tólf á hádegi til klukk- an þrjú á nóttunni en lögreglan lítur svo á, að það sé verið að afgreiða áfengi utan þess tíma ef gesturinn getur fengið sér hressingu úr skáp í sínu her- bergi sem er auðvitað ekki annað en hans heimili meðan hann dvelur hér. Ég nenni hreinlega ekki að vera að mæta til að gefa skýrslu einu sinni í mánuði út af þessu svo við fjarlægðum allt áfengi úr skápunum í síðustu viku.“ Þessi rök eru náttúrlega haldlítil gegn hinni einörðu áfengislöggjöf og einurð þeirra sem eru á kaupi til að sjá um framkvæmd hennar og forsjá með þeim vesalingum sem vilja fá að ráða hvenær þeir fá sér einn lítinn og hvenær þeir vilja láta það vera. Bókstafurinn blívur Það liggur í augum uppi að lagabókstafurinn stjórnar drykkjuskap á íslandi. Hið há- virðulega Alþingi, sem enn jók verulega á virðingu sína í meðferð bjórmálsins, veit sem er, að því ber skylda til að halda þjóðinni edrú og forða henni frá að verða áfenginu að bráð. Þar eru því samdir merk- ir lagaparagrafar um það hvernig fólk eigi að haga neyslu sinni og sér í lagi hvar, hvenær og hvernig það má verða sér úti um dropann, af hvaða styrkleika og tegund hann má vera og hvar, hvern- ig og hve mikið má láta í sig af veigunum. Það er aðeins einu sinni á ári sem áfengisbölið fær á sig aðra mynd í hinum bláleitu sölum við Austurvöll. Það er þegar fjárlög eru lögð fram. Ofsa- gróði ríkisins af einokuninni færist tekjumegin en gjaldmeg- in eru færð mörg og þörf verkefni. Meðal þeirra eru á- fengisvarnir og kostnaður við embættismannakerfi, sem m.a. hefur af því atvinnu að gæta þess vel og vandlega hvað fram fer í hótelherbergjum og að þar séu ekki brotin lög.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.