NT - 12.07.1985, Blaðsíða 13

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 13
— sjónvarp Föstudagur 12. júlí 1985 17 Útvarp,sunnudag kl. 15.05: Nýtt leikrit: Boðið upp í morð ■ Nú hafa „Raddir sem drepa“ runnið sitt skeið á enda í útvarpinu, en nýtt framhaldsleikrit hefur göngu sína á sunnudaginn kl. 15.05. Nefnist það „Boðið upp í morð“ (The Nine Wrong Answers) og er byggt á skáld- sögu eftir John Dickson Carr. Útvarpsleikgerð er eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem jafnframt þýddi verkið og leikstýrir því. Leikritið er í sex "þáttum og verður hver þáttur endurtek- inn á þriðjudagskvöldum kl. 22.35. Aðalpersóna leikritsins er fátækur ungur Breti sem af tilviljun býðst óvenjulegt tækifæri til að auðgast. Málið reynist þó bæði flóknara og hættulegra en hann hafði ímyndað sér í fyrstu. Leikendur í fyrsta þætti eru: Hjalti Rögnvaldsson, Sigurður Sigurjónsson, Lilja Sjónvarp, föstudag kl. 22.35: Við heimilisarininn með James Mason ■ Við heimilisarininn (Spring and Port Wine) nefn- ist bresk bíómynd frá 1970 sem sýnd verður í kvöld kl. 22.35. Leikstjóri myndarinn- ar er Peter Hammond, en ■ James Mason leikur aðal- hlutverkið í föstudagsmynd- inni. með aðalhlutverk fara James Mason, Diana Coupland, Susan George og Rodney Bewes. Rafe Crompton (James Mason) er verkstjóri í spuna- verksmiðju. Pau hjónin eiga fjögur börn og komast vel af þó þau megi muna tímana tvenna. Rafe er góður og reglusamur heimilisfaðir, sem býr fjölskyldu sinni fyrir- myndarheimili, en strangur, siðavandur og ráðríkur með afbrigðum. Fjölskyldan hefur nokkurn beyg af honum þó hún beri rnikla virðingu fyrir honum, enda Rafe mikill ágætismaður. Konan hans hugsar eins vel um fjölskyld- una og hægt er og nýtur ástríkis barnanna. Kjarni myndarinnar er árekstur milli föðurins og yngri dótturinnar sem gefur sigekki frekaren hann. Veld- ur þetta uppgjöri innan fjöl- skyldunnar. Pýðandi myndarinnar er Rannveig Tryggvadóttir. ■ Karl Ágúst Úlfsson þýddi leikritið, bjó það til útvarps- flutnings og leikstýrir því. Sjónvarp, laugardag kl. 20.35: ■ Annað kvöld kl. 20.35 verður sýndur fyrsti þáttur af 8 í nýjum breskum framhalds- myndaflokki. Á íslensku hefur honum verið gefið nafnið Allt í hers höndum og virðist það sannarlega réttnefni eftir lýs- ingu á þeim að dæma. Sögusviðið er hernumið Frakkland í síðari heimsstyrj- öldinni, nánar tiltekið á kaffi- húsi Renés. Þar þjónar hann yfirmönnum í þýska hernum til borðs ásamt aðstoðarstúik- um sínum Yvette og Maríu á sama tíma og tveir breskir flugmenn eru í felum í skáp uppi á lofti og stúlka úr and- spyrnuhreyfingunni liggur á hleri um hvað fram fer í veit- ingasalnum. René þarf að sigla á milli skers og báru, en honum ■ Það gengur á ýmsu á kaffihúsi Renés og vissara að vera varkár á meðan stúlka úr andspyrnuhreyfingunni er í húsinu á sama tíma og þar iðar allt af þýskum hermönnum! Guðrún Þorvaldsdóttir, Ró- bert Arnfinnsson, Steindór Hjörleifsson, Hallmar Sig- urðsson, Erla B. Skúladóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Karl Ágúst Úlfsson og Aðalsteinn Bergdal. Tæknimenn eru Óskar H. Ingvarsson og Ástvaldur Kristinsson. Athygli er vakin á breytt- um útsendingartíma fram- haldsleikritsins. Það var áður á dagskrá kl. 16.20 en er nú eins og fyrr segir kl. 15.05. Nýr framhaldsflokkur: Allt í hers höndum stendur þó minni ógn af þýsku hermönnunum en því til hvaða ráða kona hans Edith kynni að grípa ef hún kæmist að því hvernig sambandi hans og gengilbeinanna er háttað. Kemur þetta svið eitthvað kunnuglega fyrir sjónir? Eitthvað þessu svipað bar fyrir augu t.d. í Hulduhernum. En í þessum þáttum, Allt í hers höndum, er tekið allt öðru vísi á söguþræði. Höfundar þeirra leggja þó áherslu á að þeir vilji síður en svo gera lítið úr störf- um andspyrnuhreyfinga, þó að þeir geri þessu efni gamansöm skil. Þýðandi þáttanna er Guðni Kolbeinsson. Rás 2, sunnudag kl. 15. Tónlistarkrossgátan Sjónvarp, föstudag kl. 21.35: indunum. Formið þjónar þægindunum - litirnir ást- inni." Svo mælti Coco Chanel sem um hálfrar aldar skeið setti sín óafmáanlegu merki á tískuna. Hún fæddist 1883 af fátæku bændafólki. 88 ára æviferill var viðburðaríkur og hún beygði sig ekki undir almenn- ingsálit. Meðal ótal margra elskhuga hennar var t.d. þýskur liðsforingi á síðari stríðsárunum. En tískan hennar naut alltaf almennrar hylli. /3 Hún stjórnaði tísk- unni í hálfa öld ■ „Tískan þjónar tveim OgnúhefurKarlLagerfeld húsbændum - ástinni og þæg- tekið upp merki hennar. eftir Þorstein Valdimarsson. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Iþróttaþáttur Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 22.50 „Óvæntir gestir“, smásaga eftir Heinrich Böll Herdís Hubner þýddi. Erlingur Gíslason les. 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. áv? Föstudagur 12. júlí 10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson. 14:00-16:00 Pósthólfiö. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Lög og lausnir Spurn- ingaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Adolf H. Emilsson. 21:00-22:00 Bergmál Stjórnandi: Siguröur Gröndal. 22:00-23.00 Á svörtu nótunum Stjórnandi: Pétur Guömunds- son. 23:00-03:00 Næturvakt. Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá Rásar 1. Laugardagur 13. júlí 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Anna S. Melsteð og Einar Gunnarsson. 14:00-16:00 Við rásmarkið Stjórn- andi: Jón Ólafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erl- ingssyni íþróttafréttamönnum. 16:00-17:00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 17:00-18:00 Hringborðið Stjórnandi: Árni Þórarinsson. Hlé 20:00-21:00 Línur Stjórnendur: Heiö- björt Jóhannsdóttir og Sigriöur Gunnarsdóttir. 21:00-22:00 Djassspjall Stjórnandi: Vernharöur Linnet. 22:00-23:00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sveinsson. 23:00-00:00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjónsson 00:00-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá Rásar 1. Föstudagur 12. júlí 19.25 Dýrasögur 1. Refurinn og fiskimaðurinn 2. Björninn fer á fiskiveiðar Finnskar teiknimyndir geröar eftir þjóösögum. (Nordvis- ion - Finnska sjónvarpiö). 3. Bangsi og býflugnabúið Sovésk teiknimynd. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Japanskt tónaflóð Bresk heimildamynd um dægurtónlist í Japan sem er snar þáttur í lífi ungu kynslóöarinnar. Þá er fjallað um forna tónlistarhefö Japana sem hefur farið halloka í samkeppninni viö vestræn dægurlög líkt og þjóö- arrétturinn súkiakí hefur þokaö fyrir frönskum kartöflum. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.35 Tískudrottningin Coco Chanel Bresk heimildamynd um franska tískuhönnuðinn Coco Chanel. Rakinn er litríkur æviferill tiskudrottningarinnar og brugðið er upp myndum af fatasýningum i Chanel-tískuhúsinu þar sem Karf Lagerfeld mótar nú stefnuna. Þýö- andi Kristrún Þóröardóttir. 22.35 Við heimilisarininn (Spring and Port Wine) Bresk biómynd frá 1970. Leikstjóri Peter Hammond. Aöalhlutverk: James Mason, Diana Coupland, Susan George og Rodney Bewes. Rafe Crompton er verkstjóri í spunaverksmiöju. Þau hjónin eiga fjögur stálpuö börn og komast vel af þótt þau megi muna tímana tvenna. Rafe er góö- ur heimilisfaðir en strangur og siöavandur. Af því myndast tog- streita í fjölskyldunni, þegar yngri dóttírin rís gegn vilja föður síns. Þýöandi Rannveig Tryggvadóttir. 00.15 Fréttir í dagskrárlok Laugardagur 13. júlí 17.30 l’þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin Sjö- undi þáttur. Sænsk teiknimynda- saga i tíu þáttum. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögumaöur Karl Ágúst Úlfsson. (Nordvision - Sænska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Allt í hers höndum (Allo, Allo!) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur-í átta þáttum. Leikstjóri David Croft. Aðalhlutverk: Gorden Kay. Þætt- irnir, sem gerast á veitingahúsi í Frakklandi á hernámsárunum, eru skopstæling á myndaflokkum á borð viö „Hulduherinn“ sem sýnd- ur var hér í Sjónvarpinu. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.05 Hjuskaparmiðlarinn (The Matchmaker) Bandarisk gaman- mynd frá 1958. Leikstjóri Joseph Anthony. Aðalhlutverk: Shirley Booth, Paul Ford, Anthony Perkins og Shirley MacLaine. Ekkja nokkur hefur ofan af sér með þvi aö útvega fólki maka viö sitt hæfi. Feitasta bitann, auöan en fésáran kaupmann, ætlar hún sjálfri sér þótt hann sé á höttunum eftir yngra konuefni. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 22.45 Hljómleikar gegn hungri (Band Aid) Bein útsending frá John F. Kennedy leikvangi í Philadelphiu. Tónleikar á vegum „Live Aid" til ágóöa fyrir hjálparstarf i Eþíópíu og Súdan. Dagskrá er ekki fullfrá- gengin en liklegt er aö eftirtaldir listamenn og hljómsveitir skemmti meðan á sendingu islenska sjón- varpsins stendur: Billy Joel, Rick Springfield, Eric Clapton, Power Station, Duran Duran, Hall & Oats, Mick Jagger, Tina Turner, Huey Leyvis, Cyndi Lauper, Bob Dylan o.fl. 02.00/03.00 Dagskrárlok Sunnudagur 14. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Guöni Þór Ólafsson, Melstaö flytur. 18.10 Róbinson Krúsó Bandarísk teiknimynd gerö eftir sigildri sögu eftir Daniel Defoe. Þýöandi Eva Hallvarðsdóttir. 19.00 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.55 Saga og samtíð. Hús og heimilisfólk II Hvaö verður um gamla torfbæinn á tækniöld? Því svarar heimilisfólk aö Hofi í Öræf- um, sem man vel vistina í bursta- bænum, og einnig er komið viö í Skaftafelli. Höröur Ágústsson fer nokkrum orðum um merk menn- ingarverðmæti sem við erum aö glata og loks er rætt viö Guörúnu Jónsdóttur arkitekt um hús og skipulag í þéttbýli nútimans. Um- sjónarmaður Hörður Erlingsson. Klipping: ísidór Hermannsson. Stjórn upptöku: Óli Örn Andreas- en. 21.30 Einsöngvarakeppni BBC í Cardiff 1985 - Undanúrslit 24. mars sl. fór Söngkeppni Sjón- varpsins fram ööru sinni. Ingibjörg Guðjónsdóttir var þá valin til aö taka þátt i þessari keppni ungra einsöngvara af Islands hálfu. Þessi þáttur er frá keppni i riðli Ingibjarg- ar en úrslitin veröa á dagskrá Sjónvarpsins mánudagskvöldiö 15. júlí. 22.20 Demantsborg (La Plaza del Diamante) Spánskur framhalds- myndaflokkur i fjórum þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Merce Rodoreda. Leikstjóri Francisco Betriu. Aöalhlutverk: Silvia Munt, Lluis Homar, Lluis Julia og Jose Minguell. Saga ungr- ar konu í Barcelona og síöar fjölskyldu hennar á timum borgara- styrjalda og á fyrstu stjórnarárum Francos. 23.30 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.