NT - 12.07.1985, Blaðsíða 21

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 21
Bandaríkin og Kanada: Verstu skógar- eldarí 30 ár - 400.000 hektarar hafa brunnið Boise, Idaho-Reuter ■ Um nítján þúsund slökkvi- liðsmenn berjast nú við verstu skógarelda sem komið hafa upp í Bandaríkjunum og Bresku Kólombíu í Kanada í þrjátíu ár. Eldarnir hafa þegar eytt um 400.000 hekturum skógiendis og tvö hundruð byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Tiltölulega fáir hafa látist í eldunum sem hófust um sein- ustu mánaðamót. Aðeins er vitað til þess að þrír hafi látist fyrir viku í eldum í Los Angeles sem talið er að brennuvargar hafi kveikt. En mörg þúsund manns hafa orðið að flýja heim- ili sín vegna eldanna. Alls hafa eldar kviknað á meira en þúsund stöðum í 14 bandarískum fylkjum og í bresku Kólombíu í Kanada hafa eldar kviknað á sex hundruð stöðum. Margir af skógareldun- um eru raktir til íkveikju. Bandaríska skógræktin hefur ráðið 15.600 slökkviliðsmenn til að berjast við eldana og í Kan- ada berjast 3.500 menn til við- bótar við skógarelda. Einna vestir hafa eldarnir í Kaliforníu verið en miklir skógareldar hafa einnig komið upp í Nýju Mexíkó, Arizona, Utah, Nevada, Colorado, Oreg- on, Washington, Idaho, Mont- ana, Norður Dakota, Suður Dakota, Nebraska og Wyom- ing. Chile: 300börn handtekin - ásökuð um kommúnisma Sanfiago-Rcuter ■ Rúmlega þrjú hundruð skólabörn voru handtekin í Santiago höfuðborg Chile nú á miðvikudaginn þegar óeirðalög- regla réðst inn í skólastofur sem nemendur höfðu lagt undir sig. Nemendurnir, sem voru átta til fimmtán ára gamlir, kröfðust þess að fá ókeypis strætisvagna- kort og frjálsar kosningar til nemendaráðs. Þeir lokuðu sig inni í Alessandri Palma skólan- um, nálægt miðborg Santiago, við upphaf kennslu á miðviku- dag. Að sögn lögreglunnar slösuð- ust sex manns lítillega á meðan á mótmælaaðgerðum nemend- anna stóð. Nemendurnir hentu grjóti og bensínsprengjum að lögreglunni. Talsmaður lögreglunnar segir að nemendurnir hafi verið handteknir mótspyrnulaust en sjónarvottar segjast hafa heyrt óp og öskur frá skólanum þegar lögreglan lagði til atlögu við nemendurna. Lögreglan hafi líka barið nemendur með kylf- um þegar hún rak þá upp í fangavagna. Aðalritari herstjórnarinnar í Chile, Francisco Cuadra, segir að stjórnvöld líti svo á að kommúnistar hafi staðið bak við nemendaóeirðirnar. ■ Pinochet einræðisherra í Chile heldur þjóð sinni í heljar- greipum. Hann sér kommún- isma í hverju horni og ásakar nú barnaskólanemendur og gagn- fræðaskólanemendur um að vera í slagtogi með kommúnist- um. Kannski ekki nema von þar sem börnin hafa lært að gera bensínsprengjur í skólanum. Föstudagur 12. júlí 1985 25 ■ Reagan Bandaríkjaforseti ræðir við ráðgjafa sína um það hvernig bregðast eigi við hryðjuverkum sem bitna á bandarískum ríkisborgurum. Bandaríkin: Sérsveit gegn hryðjuverkum Washington-Rcuter ■ Bandaríkjamenn vinna nú skipulega að því að efla varnir sínar gegn alþjóðleg- um hryðjuverkamönnum í framtíðinni. George Bush varaforseti Bandaríkjanna skipaði í gær James Hollow- ay aðmírál yfirmann sérsveit- ar gegn hryðjuverkum sem Reagan stofnaði eftir að bandarískri flugvél var rænt í 14. júní síðastliðinn. Holloway er sagður hafa mikla hernaðarreynslu. Hann tók þátt í heimsstyrj- öldinni síðari, Kóreustríðinu og Víetnamstríðinu. Holl- oway var yfirmaður sérstakr- ar rannsóknarnefndar sem skipuð var til að kanna mis- heppnaða tilraun Banda- ríkjamanna til að bjarga 53 bandarískum gíslum úr sendiráði Bandaríkjanna í Teheran 1980. Verkefni sérsveitarinnar gegn hryðjuverkum verður að tryggja að Bandaríkja- menn beiti öllum tiltækum aðferðum til að berjast gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti líka í gær aukin völd fyrir Bandaríkjaforseta til að bregðast við árásum hryðjuverkamanna. Smyglkóngur í Belgíu? Brussel-Reuter ■ Belgíska blaðið De Morgen hefur ásakað Baldvin konung Belga um að smygla fágætum öpum og fílabeini frá Zaire með konungsþotunni þegar hann kom úr opinberri heimsókn þaðan í seinustu viku. í grein, sem birtist í De Morgen í gær, segir meðal ann- ars að aðalritstjóri blaðsins, sem var í för með kóngi, hafi séð fílabeini hlaðið um borð í kon- ungsvélina í Gemena í Norður- Zaire á seinasta degi konungs- heimsóknarinnar til þessarar fyrrverandi nýlendu Belga. Blaðið segist einnig hafa ör- uggar heimildir fyrir því að farið hafi verið með tvo simp- ansa úr flugvélinni til dýragarðs í Antwerpen þar sem þeir séu nú. Ónefndurstarfsmaðurdýra- garðsins segir það opinbert leyndarmál að aparnir og fíla- beinið hafi verið gjöf frá Mo- butu forseta Zaire til konungs- ins. Landbúnaðarráðuneyti Belga, sem m.a. sér um að framfylgja alþjóðasáttmála um viðskipti með sjaldgæfar dýra- tegundir, mun nú hafa fengið mál þetta til rannsóknar. Sam- kvæmt sáttmálanum verður að sækja um innflutningsheimild fyrir öllum sjaldgæfum dýrum en ráðuneytið segist ekki hafa fengið neina slíka umsókn frá kóngi. HKX 620 4ra hjóla lyftutengd. Allir bændur þekkja VICON Acrobat-vélina. Hún er einföld í gerð og lipur í notkun. Vinnslugæði frábær og rakar þar að auki frá girðingum og skurðköntum. Vinnslubr. 2,25 m. Verð kr. 24.200.- (Gengi 15/5 ’85) H 820 5 hjóla, einnig Iyftu- tengd. Vinnslubr. 2,50 m. Verð kr. 31.000.- (Gengi 15/5 '85) Afkastamikil dragtengd rakstrarvél. Vinnuafköst allt að 6 ha. pr. klst. Vinnslubreidd 3 m. Mismunandi vinnslustillingar. Vökvahífír á rakstrarhjólum. Verð kr. 57.000.- (Gengi 15/5 85) Mest selda vélin. Gtobuse LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 BÆNDURNIR ÞEKKJA Acrobat wan Atleet H EYVIN N U VELARN AR Sprintmaster H 1020

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.