NT - 12.07.1985, Blaðsíða 19

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 19
 Föstudagur 12. júlí 1985 23 styrkir Auglýsing um styrki Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) á sviði heilbrigðis- þjónustu árin 1986 og 1987 Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hef- ur til ráðstöfunar nokkurt fé til styrktar starfsfólki á sviði heilbrigðismála. Lögð er áhersla á, að styrkir komi að notum við eflingu á heilsugæslu og við forvarnir sjúk- dóma í samræmi við langtímamarkmið um heilbrigði allra árið 2000. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og á skrifstofu landlæknis. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 8. ágúst n.k. Umsóknir, sem þegar hafa verið sendar, þarf ekki að endurnýja. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. júlí 1985 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ddddt Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍML45000 INNANHUSS OG UTAN ALLA LAUGARDAGA t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, Kristjáns P. Sigurðssonar, Grímsstöðum, Hólsfjöllum. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir Páll Kristjánsson Guðný Daníelsdóttir Þóra Kristjánsdóttir Jóhannes H. Pétursson Aldís M. Kristjánsdóttir Guðjón Óskarsson Kristjana E. Kristjánsdóttir Rögnvaldur Ingólfsson og barnabörn Þökkum innilega auösýnda samúö vegna fráfalls sonar okkar og bróöur, Hallgríms Sæmundssonar Hrafnhildur Hallgrímsdóttir Sæmundur Gunnarsson Linda Björk Sæmundsdóttir Dallilja Sæmundsdóttir Gunnar Þröstur Sæmundsson Sæunn Anna Sæmundsdóttir Daviö Sæmundsson Útlönd Filippseyjar: Senda stjórnarherrar fé sitt til útlanda? Manila-Reuter ■ Mikil reiði er nú á Filipps- eyjum vegna frétta um að margir helstu stjórnmálamenn landsins, þar á meðal Marcos forseti og eiginkona hans, Imelda, hafi sent fé með ólög- legum hætti úr landi og fjárfest erlendis. Marcos hefur nú séð sig tilneyddan til að fyrir- skipa rannsókn vegna þessara ásakana. Fréttin um fjármagnsút- flutning filippseysku megtar- mannanna birtist fyrst í banda- ríska blaðinu San Jose Merc- ury News. Þar er því ekki haldið fram að þessi fjár- magnsútflutningur sé ólögleg- ur heldur segir blaðið að oft sé um mjög flókin viðskipti að ■ Marcos forseti Filippseyja er ásakaður um að hafa sent fé sitt ólöglega til Bandaríkjanna og fjárfest þar. ræða þar sem erfitt sé að rekja hverjir raunverulegir eigendur séu. Mörg stjórnarandstöðublöð á Filippseyjum tóku fréttina um fjármagnsútflutninginn upp úr bandaríska blaðinu og kröfðust tafarlausrar rann- sóknar. Fréttir urn fjárntagns- tlótta frá Filippseyjum eru ekki nýjar á nálinni en hátt- settir stjórnmálamenn á Fil- ippseyjum hafa hingað til ekki þurft að svara slíkum ásökun- um opinberlega. Filippseyingar eiga við mik- inn efnahagsvanda að stríða og þykir mönnum þar því fjárfestingar stjórnmálamanna erlendis í eiginhagsmunaskyni í hæsta máta glæpasamlegar. Zúlpich: Adolf Hitler sviptur heiðursborgaratitli Zúlpich-Reuter ■ Borgarráðið í Zúlpich í Vestur-Þýskalandi svipti í gær Adolf Hitler fyrrverandi al- ræðisherra Þjóðverja heiðurs- borgaratitli sínum fjörutíu árum eftir að hann lést. Hitler var gerður að heiðurs- borgara í mörgum þýskum borgum á fjórða áratugnum. Götur og torg voru skírð í höfuð honum. Eftir stríðið sviptu flestar borgir hann heið- ursborgaratitlinum en sumar borgarstjórnir virðast hafa gleymt að strika hann út af listum sínum yfir heiðursmenn. Kristilegir demokratar í Zúlpich urðu fyrir miklu aðkasti í seinasta mánuði þegar þeir neituðu að fallast á tillögu sós- íaldemokrata um að svipta Hitl- er heiðursborgaratitli sínum. Þá hélt meirihluti borgarráðs- manna því fram að Hitler hefði Rúmenía: Ungherjar troðast undir í þrumuveðri Búkarest-Reuter ■ Vestrænir sendiráðsstarfs- menn í Rúmeníu segja að a.m.k. sjöungmenni hafitroðist undir á fjöldafundi ungkomm- únista í borginni Ploiesti fyrir skömmu. Fjöldi manns var samankom- inn í íþróttahöll borgarinnar þegar skyndilega skall á þrumu- veður og eldingu laust niður í raflínur þannig að öll ljós slokknuðu. Ungmennin þyrpt- ust út að dyrum íþróttahallar- innar sem reyndust lokaðar. Að minnsta kosti sjö manns tróðust til bana og margir slösuðust. Fundurinn var liður í herferð stjórnvalda til að efla kommún- íska hugsjón meðal æskufólks. Rúmensk blöð hafa enn ekk- ert birt um þennan atburð, sem gerðist í seinasta mánuði. En erlendir sendifulltrúar í Búka- rest segja að rannsókn hafi verið fyrirskipuð og allir fjöldafundir hafi verið bannaðir um nokkurn tíma. sjálfkrafa misst þennan titil við stríðslok. En borgarráðsmenn hafa síðan skipt um skoðun og þeir ákváðu í gær að svipta hann heiðursborgaratitiinum í gær svona til vonar og vara. ■ Iniclda forsetafrú á Fil- ippseyjum á sjálf umtalsverðar eignir sem sagt er að hún hafi að hluta til flutt til Bandaríkj- anna. í fréttatilkynningu forseta- hallarinnar um rannsóknina var ekki minnst einu orði á ásakanir unt að Marcos og eiginkona hans taki þátt í fjármagnsútflutningunum. í tilkynningunni segir einungis að rannsaka verði fullyrðingar um ólöglegt athæfi embættis- manna og einstaklinga sem ásak- aðir séu um að hafa brotið lög, hagnast á ólöglegan hátt og sent gróða sinn til annarra landa. þessar fullyrðingar „virðast byggðar á dylgjum, orðrómi og gróusögum.“ BLAÐBERA VANTAR Blaðburðarfólk óskast fyrir eftirtalin hverfi: Laugarásvegur, Sunnuvegur, Austurbrún, Norðurbrún, Kambsvegur, Dragavegur, Hamraborg, Álfhólsvegur Síðumúli 15. Sími 686300

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.