NT - 12.07.1985, Blaðsíða 5

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 5
Orkukostnaður á Norðurlöndum: íslensk fyrirtæki greiða 150% meira ■ íslensk iðnfyrirtæki greiða að jafnaði 150% hærra verð fyrir raforku en fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum, og skattheimta hér á landi er að sama skapi mikil, að því er fram kemur í niðurstöðum samanburðarkönnunar á orkuverði tU iðnaðar á Norðurlöndum. íslensk iðnfyrirtæki, sem nota 5000 þúsund kílóvattstundir á ári greiða 3.46 kr. fyrir hverja kWh. Norsk fyrirtæki greiða minnst, eða 1.40 kr. á kWh. Þess ber þá að geta, að hluti skatta og gjalda af raforku er víðast endurgreiddur, nema hérlendis. ■ Vegagerðin er um þessar mundir að byggja nýja brú yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi. Brúin sem er til staðar yfir ána er meir en hálfrar aldar gömul, að sögn Jóns Valmundarsonar, brúarsmiðs, og undirstöður hennar þykja orðnar lélegar. Steinstaurar sem hún stendur á eru farnir að gefa sig og frá þeim hefur grafið. Nýja brúin mun verða 120 m löng, en sú gamla er 96 m.Við brúarsmíðina starfa 12 manns og ætlunin er að Ijúka við hana í haust, en hafist var handa um mánaðamótin apríl-maí, að sögn Jóns. NT-mynd: Sverrir í flokki iðnfyrirtækja, sem nota 23000 kWh á ári, greiða þau íslensku 3.46 kr., en' norsk og sænsk greiða 1.12 kr. Þriðji flokkurinn tekur til iðnfyrirtækja, sem nota um 1.5 gígavattstund við 1 mega- vatt. Þar er munurinn mestur á milli íslands og Svíþjóðar. Islendingar greiða 3.57 kr. en Svíar 1.24 kr. fyrir hverja kílóvattstund. Samanburðarkönnunin leiddi einnig í ljós, að í öllum löndum nema á Islandi lækkar orkuverð, eftir því sem notkunin eykst. Um 90% íslenskra iðnfyrirtækja greiða samkvæmt töxtum, og er það mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum, þar sem stórnotendur eru fleiri og orkuverð því enn lægra. I frétt frá Félagi íslenskra iðnrekenda segir, að íslensk iðnfyrirtæki séu reiðubúin til að greiða sanngjarnt raforkuverð, sem byggir á samræmingu taxta, sem háðir eru orkumagni, afli. nýtingartíma og hvenær orkan er notuð. Hærra raforkuverð muni leiða til þess, að fyrirtæki leiti á vit annarra orkugjafa. Segir í fréttinni, að fjölmargir iðnrekendur séu farnir að velta fyrir sér möguleikum á eigin raforkuframleiðslu. Portúgalar framlengja undan- þágu frá saltfisktolli: „Hefur gífur- lega þýðingu fyrir okkur“ - segir Sigurður Haraldsson skrifstofustjóri SÍF ■ „Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir okkur. Hún er fyrst og fremst fólgin í því, að þeim mun minni álögur, sem eru á vöru okkar, þeim mun samkeppnisfærari er hún við aðrar matvörur," sagði Sigurður Haraldsson skrifstofustjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda um þá ákvörðun Portúgala að framlengja undanþágu íslend- inga á 12% tolli á saltfiski til áramóta. Portúgalar ákváðu að setja toll á innfluttan saltfisk fyrir nokkrum árum, þegar þeir hófu viðræður um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Tollurinn var tvískiptur, annars vegar 3% fyrir þær þjóðir, sem veittu þeim fiskveiðiréttindi í lögsögu sinni, og hins vegar 12% fyrir þær þjóðir, sem veittu þeim ekki veiðiheimildir.íslendingar mótmæltu 12% tollinum og fengu undanþágu, en borguðu í staðinn 3%, eins og Norðmenn. Undanþága þessi átti svo að renna út hinn 1. júlí síðastliðinn. Tollur þessi er alls óskyldur 13% tollin- um, sem Efnahagsbandalagið hefur ákveðið að setja á saltfisk, og sem mun koma niður á íslendingum um áramótin, gangi Portúgal- ar í Efnahagsbandalagið og fáist ekki undan- þága frá honum. íslendingar hafa flutt út 16.500 tonn af saltfiski til Portúgals það sem af er árinu. Gert er ráð fyrir að heildarútflutningur þangað á þessu ári geti numið um 25.000 tonnum, að verðmæti rúmlega tveir mill- jarðar króna. Stjórnarráðið: Breyting gerð á skrifstofutíma ■ Ákveðið hefur verið að færa starfsdag í Stjórnarráðinu fram um klukkutíma yfir sumarmánuðina. Verða því skrifstofur Stjórnarráðs íslands opnar kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 23. júní-30. september 1985. Þittframlag bjargaði þessu bami! Gerum íslensku hjúkrunarfólki kleift að halda björgunarstarfinu áfram Munum heimsenda gíróseðla - Hjálparstofnun kirkjunnar - Eftirtalin fyrirtæki greiða þessa auglýsingu: Eimskipafélag íslands hf., Mjólkursamsalan, Samband íslenskra samvinnufélaga og Skrifstofuvélar hf

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.