NT - 12.07.1985, Blaðsíða 4

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 4
Verð fyrir gámafisk: ■ Gámur sem hefur verið ein- angraður í hliðum og göflum en ekki gólf og loft. NT-mynd: Sverrir þorski um 50-55 kr. og kola 60-70 kr. og jafnvel upp í 80 kr. en lang mestu verðsveiflurnar séu á honum. Sem dæmi um jafnaðarverð á fiski úr gámum héðan síðustu vikuna í júní nefndi Hafþór að þorskurinn hefði rokkað á bilinu frá 55 kr. og allt niður fyrir 30 kr. og á kola allt frá 55 kr. og niður í rúmar 8 kr. á kílóið. Bitnar einnig á þeim sem gera vel Sjómenn virðast þá vera að tapa stórfé miðað við hvað þeir gætu fengið fyrir fiskinn? - Alveg tvímælalaust. Og það sem verra er, að þeir sem gera best tapa líka. Pað sem illa er gert bitnar einnig á þeim vegna þess að kaupendurnir úti virtust búnir að setja hálfgert verðþak á íslenska gámafiskinn. Undantekningin frá því eru einstaka útflytjendur hér heima, sem búnir eru að vera í þessu lengi, hafa lagt sig fram um að fylgjast sem best með og læra hvað þarf að gera til að tryggja að fiskurinn sé eins góð- ur og hægt er þegar hann kemur á uppboð og hefur ekki brugðist í 1-2 ár að koma með góðan fisk. Þeir eru komnir einum verðflokki upp fyrir hina, alveg gegnumsneytt. Afialeysi í Norðursjó bjargaði Nú höfðu menn óttast lágt verð á Bretlandi þessa viku sem þú varst þar vegna gífurlegs framboðs? - Það var lægra verð að meðaltali þessa viku en þá næstu á undan. Það sem líklega bjarg- aði þessu var það, að enginn afli fékkst í Norðursjónum - bátarnir voru að koma þaðan með nokkur hundruð kíló eftir nokkurra daga túra. íslenski fiskurinn var því nánast sá eini á markaðinum. Strax í vikunni á eftir fór að fiskast betur í Norðursjónum og þá féll verðið fiskiskipunum og að lokum úr gámunum. Treysta togarafiskinum betur Er togarafiskurinn þá kannski betri? Kaupendurnir treysta miklu betur á hann. Ég er t.d. viss um að það kemur tæpast fyrir að 4. flokks fiskur komi úr fiskiskip- um og tiltölulega lítið af 3. flokki. Kaupendur keyptu aldrei óséðan fisk úr gánri - nema kannski frá 1-2 aðilum sem unnið hafa sér nafn á mark- aðinum - en þeir keyptu þarna hluta af skipsfarmi óséðan. Hvað úrbætur snertir telur Hafþór brýna nauðsyn að ein- angra gámana betur en almennt er gert og jafnframt að nota mun meiri ís í fiskikassana eða körin og í tómu rýmin í gámun- um meðfram og ofan á kössun- um. Brýnt að einangra gámana betur Algengast er að notaðir séu óeinangraðir gámar, eri síðan raðað tommu eða 1,5 tommu plasteinangrun upp með enda og hliðum. Misjafnt sé hve menn vanda sig við að skera plastið til þannig að víða séu göt í einangruninni sem rýri nota- gildi hennar mjög verulega. 1 flestum tilvikum sé frágangi á einangrun ofan á kassana mjög ábótavant svo og við dyr gám- anna. Þó einangrunarplötur séu lagðar ofan á efstu kassana verði þar gjarnan stórt óein- angrað loftrúm þar sem hitastig- ið verði álíka hátt og úti. Jafn- framt sé botn gámanna yfirleitt óeinangraður með öllu, enda hafi ís í flestum tilfellum verið búinn í neðstu kassaröðunum og farið að hitna í sumum þeirra. Hafþór tók fram að góð ein- angrun sé ekki minna virði yfir vetrarmánuðina þar sem oft hafi komið fyrir að fiskur úr illa eða óeinangruðum gámum hafi ver- ið svo frosinn að erfitt hafi verið að ná honum úr fiskkössunum fyrir uppboðin. Is-ís-ís Hvað snertir gæði hinna mis- lítra kassana. í þeim sé minnstur ís í upphafi og áberandi mest bráðnun í efstu lögunum í gám- unum - mun meiri en í 90 lítra kössunum. Stóru körin komi heldur ekki nógu vel út - enda bannað hér heima að geyma fisk í dýpri kössum en 60 cm. Minni körin virðist koma nokk- uð vel út, nema að vegna þess að þau eru einangruð freistist menn til að setja þau í algerlega óeinangraða gáma, þar sem þeim er staflað upp í 3 hæðir og plastpoki klæddur yfir. Efsta karið er þá haft opið og með þunnu íslagi. í þessum körum sagði Hafþór fiskinn í nær öllum tilfellum, sem hann sá úti, orði- inn skemmdan í efstu körunum enda hafi þau sum jafnvel verið orðin algerlega íslaus. Ólykt úr einnota-kössum Hvað snertir nýjungina ein- nota kassa úr einangrunarplasti, sagði Hafþór mönnum á fisk- mörkuðum í Bretlandi ekkert vel við þá. Bæði séu þeir ekki nógu sterkir og brotni í gámun- um á leiðinni og eins þegar verið er að bera þá úr gámunum og hvolfa úr þeim. Þar við bætist það furðulega atriði, að breskir fiskkaupendur fullyrði að fiskurinn í þeim taki í sig einhverja furðulega lykt við geymsluna, sem þeim líki ekki. Kvað Hafþór það atriði sem sérstök ástæða væri til að rann- saka hér heima hvort eigi við rök að styðjast. Ýsuflökin eins dýr í Reykjavík og Grimsby? Að lokum spurðum við Haf- þór hvort hann kynni skýringu á því að Bretar greiði fúsir upp í 60-80 kr. fyrir fisk sem aðeins fáist innan við 20 kr. fyrir hér heima. - Ég kann enga skýringu á þessu - sérstaklega ekki eftir að maður komst að því að líklega um helmingurinn af þessum fiski þarna úti er keyptur af mönnum sem reka frystihús og vinna þennan fisk í fry'star blokkir og annað eftir að hafa keypt hann á þessu verði, sagði Halþór. „Seljendum finnst það bara helv. gott“ en gætu fengið mun hærra verð fyrir betri fisk ■ Það kom margt í Ijós sem maður er ekki sáttur við - enda var þessi ferð m.a. farin í því augnamiði að hægt verði að gefa út einhverjar leiðbeiningar og reglur um útflutning á ísuð- um fiski í gámum. Ef þessi útflutningur - sem ég tel tví- mælalaust jákvæðan - væri eitthvað skipulagður og reynt að ganga eins vel frá fiskinum hér heima eins og framast er unnt og honum komið sem best- um á markaðinn, þá er ég alveg viss um að fyrir hann fengist bæði miklu hærra og jafnara verð að meðaltali en nú tíðkast. En til þess þurfa allir þeir sem að þessu standa að taka höndum saman og gera sitt besta,“ sagði Hafþór Rósmundsson, starfs- maður Sjómannasambandsins sem nýlega er kominn heim frá Grimsby og Hull þar sem hann kannaði aðstæður og ástand á íslenskum ísfiski á uppboðum í eina viku. Fiskurinn íslaus og úldinn Aðeins lítill hluti gámanna er framleiddur sem einangraðir kæligámar. í ljós kom að allt of algengt var að efsta kassaröðin í gámunum var orðin algerlega íslaus - stundum neðstu kass- arnir líka - og fiskurinn þar af leiðandi orðinn skorpinn og/eða úldinn, enda ekki óalgengt að hitinn í fiskholdinu væri kominn upp í 12-15 gráður. Við slíkar aðstæður skiptir hver sólar- hringur miklu máli, þar sem gámarnir geta þurft að bíða allt upp í 3 daga áður en uppboð fer fram og standa þá óvarðir með öllu á hafnarbakka í Imming- ham gjarnan í glampandi sól og hita á þessum árstíma. Gámarnir í 3ja daga sólbaði Hafþór kvaðst hafa séð fisk seldan úr tveim gámum frá sama sendanda með sama frágangi en selda sitt hvorn daginn og hafi þar komið fram mjög mikill gæðamunur, þ.e. hvað fiskinum hafði hrakað mikið á einum sólarhring. Þessa geymslu á óeinangruðum gámum á hafnar- bakka sólarhringum saman, sem enginn telur sig bera ábyrgð á, telur Hafþór mjög slæman punkt í þessum útflutningi. Og ekki bæti úr skák þegar gámarn- ir hafa jafnvel einnig verið óvarðir á efra dekki á flutninga- skipunum á leiðinni út. Seljendur allt of ánægðir með ástandið - Hverjar telur Hafþór ástæð- urnar fyrir því sem á bjátar - skilningsskort eða kannski kæruleysi? - Ég held að höfuðvandamál- ið sé að menn virðast almennt ekki gera sér grein fyrir því hvað gámarnir eru takmörkuð flutningatæki í því ástandi sem þeir eru og treysti þar með of mikið á þá. Jafnframt held ég að meinið liggi í því að menn eru allt of ánægðir með ástandið eins og það er. Það virðist sem menn sætti sig ágætlega við það sem þeir fá - kannski 30-40 eða upp í 45 kr. fyrir kílóið sem jafnað- arverð úr heilum gám - finnst það bara helv... gott, en virðast ekki átta sig á því að þeir gætu fengið miklu meira ef fiskurinn væri allur og alltaf í góðu lagi. Ég talaði t.d. um daginn við áhöfn á skipi, sem var þá að skila inn gám. Ég skoðaði fisk úr gámi frá þeim vikuna sem ég var úti, sem var orðinn skemmd- ur efst, og ætlaði að gefa þeim ábendingar um hvernig fiskur- inn í efstu kössunum mundi líta út þegar hann kæmi á markað. En svörin sem ég fékk voru: „Það hefur aldrei verið neitt að hjá okkur - við höfum alltaf fengið ágætt verð, um 47 kr. meðalverð hingað til -það hefur aldrei komið nein kvörtun yfir okkar fiski.“ Niður í 8 krónur fyrir kolann Algengt jafnaðarverð á góðri ýsu sagði Hafþór 50-60 kr., á gámafiskinum undir eins tölu- vert til viðbótar. Að hluta til stafar þetta af því að ef kaupendurnir úti geta fengið annan fisk, þá kaupa þeir hann. Uppboðin fara þannig fram að byrjað er á Norðursjáv- arfiskinum, síðan er selt úr munandi umbúða sagði Hafþór ljóst að hægt sé að ganga á fullnægjandi hátt frá fiskinum í öllum tegundum þeirra íláta sem send hafa verið út. Sum þeirra séu þó viðkvæmari en önnur. Viðkvæmasta sagði hann 70 Ekki vissi hann hvað sá fisk- ur kostar út úr búð, en í fiskbúð- um sá hann ný ýsuflök á um 150 kr. kílóið. Er það athyglisvert þar sem ný ýsuflök kosta 130 krónur í fiskbúðum hér heima, samkvæmt upplýsingum NT í gær. ■ Og svo standa gámarnir á hafnarbökkunum og bíða uppboðanna og á meðan bakast illa ísaður fiskurinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.