NT - 12.07.1985, Blaðsíða 23

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 23
• ' "p^turfagúr 12. júfi ÍÖ8S ' ’' 2? íg^BTÓttÍ^ Norrænirsparka á gervigrasinu Þórður í bann Bannað ■ í vikunni voru staddir hér á landi norrænir íþróttafréttarit- arar og héldu ráðstefnu. 18 manns frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku komu til Keflavíkur á sunnudaginn og fóru heim snemma í morgun. Dagskráin var stíf með ferða- lögum, fundum og gríni. Mynd- irnar hér til hliðar og fyrir neðan tók Sverrir ljósmyndari NT á knattspyrnuleik einum miklum þar sem áttust við ís- lenskir íþróttafréttaritarar annarsvegar og gestirnir frá hin- um Norðurlöndunum hinsveg- ar. Leikurinn var hinn skemmti- legasti, sannkölluð markasúpa ■ Þórður Marelsson, Víkingi var dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KSÍ á þriðjudag vegna brottvísunar af leikvelli. Að auki voru tveir leikmenn í 3. deild dæmdir í eins leiks bann fyrir sömu sakir, sem og einn í þeirri 4. Þórður fékk að sjá rauða spjaldið í leik ÍBK og Víkings á dögunum og mun hann því missa af leiknum við Val hinn 20. þessa mánaðar. Jón B.G. Jónsson, Reyni frá Sandgerði og Þórarinn Ingólfs- son, Selfossi voru reknir út af í leik þessara liða fyrir austan fjall á dögunum og verða því nú að taka afleiðingum gerða sinna. Valur Jóhannesson, sem leik- ur með Haukum, verður einnig að sitja einn leik á varamanna- bekknum. Þá fékk Logi Ólafsson, liðs- stjóri FH, einnig lausn frá em- bætti sínu í einn leik og Björn Gunnarsson, þjálfari kvenna- liðs ÍR, fékk einnig bann í einn leik. innan 14 og var létt yfir mönnum. Úrslitin urðu 8-3 landann. Velkominn heim Zico ■ Argentínumennirnir snjöllu Daniel Passarella og Diego Maradona hafa boðist til að leika í Iiði með öðrum góðum vinum Brasilfumannsins Zico í tilefni af því að Zico er nú aftur kominn til gamla liðs síns, Flam- engo í Brasilíu. Þaðan var hann seldur til Udinese á Ítalíu, sem nú hefur selt hann til Brasilíu aftur á 1,8 milljónir dollara. Hann kostaði Udmese um 4 milljónir dollara er liðið keypti hann fyrir tveimur árum. Meðal annarra vina Zico, sem ■ Zico á góða vini. hafa boðist til að leika gegn liði hans, Flamengo, má nefna landa hans Junior, Edinho, Falco og Socrates. Síðari landsleikur við Færeyinga: Stórar tölur á ný? ■ Síðari tveir landsleikirnir við Færeyjar í knattspyrnu verða í kvöld. Drengjalandslið- ið leikur gegn Færeyingum á KR-vellinum við Frostaskjól, en A-landsliðið mætir því fær- eyska uppi á Skipaskaga. Færeyingar fengu herfilega útreið á miðvikudagskvöld, töp- uðu þá 24-0 samanlagt og þeir munu væntanlega selja sig dýrar í kvöld. Þrír nýliðar munu leika með landsliðinu á Akranesi, þar af tveir úr liði heimamanna, Guð- jón Þórðarson og Hörður Jó- hannesson.AðaukimunBjarni Sveinbjörnsson leika sinn fyrsta landsleik í kvöld, en Bjarni leik- ur með Þór frá Akureyri. Tveir aðrir leikmenn koma inn f landsliðshópinn nú, Halldór Áskelsson, Þór og Pétur Péturs- son, Antwerpen. . . Pétur er eim atvinnumaðurinn, sem leikur með liðinu í kvöld, en í fyrri leiknum var enginn af „útlend- ingunum" með. Báðir leikirnir hefjast kl. 18. ■ Alþjóða tennissamband- ið ákvað í gær að banna keppendum undir 14 ára aldri að taka þátt í keppnum atvinnumanna frá og með 1. janúar næsta ár. Þá ákvað sambandið að yngri en 14 ára gamlir ungl- ingar mætti að eins taka þátt í átta mótum á ári. Þegar þeir eru orðnir 14 ára mega þeir vera með í 12 mótum á ári, en við 16 ára aldur öðlast þeir rétt til að taka þátt í eins mörgum keppnum og þeim sýnist. Loks samþykkti nefndin að banna alþjóðlegar keppn- ir fyrir börn undir 12 ára aldri. Sjálfsmark gaf sigur ■ Sjálfsmark færði Magna þrjú dýrmæt stig í hinni hörðu og tvísýnu keppni 3. deildar. Á mið- vikudagskvöld sótti liðið Austra heim á Eskifjörð og sigraði 0-1. Fyrir þennan leik voru liðin jöfn að stigum, en nú er Magni komið í 2. sæti B-riðils. Hefur 17 stig, einu minna en Tindastóll. Grótta vann ■ Grótta sigraði Vík- verja öruggiega á teppinu í Laugardalnum í gær- kvöldi. Úrslitin 0-4, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0-2. Grótta er því komið með 19 stig, fimm færri en ÍR, sem er í efsta sæti A-riðils 4. deildar. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og Víkverji fékk tækifæri til að skora snemma í leiknum, en tókst ekki. Á 30. mínútu skoraði svo Ottó S. Hreinsson með skalla eft- ir homspyrnu og nokkr- um mínútum síðar bætti Valur Sveinbjömsson öðru marki við. Víkverji skaut tvívegis í stöng í fyrri hálfleik. Eftir hlé tók Grótta leikinn í sínar hendur og Víkverji fékk ekki rönd við reist. Gamli KR-ing- urinn, Sverrir Herberts- son gerði þriðja markið eftir að hafa leikið á þrjá varnarmcnn og ýtt svo knettinum með tánni yfir marklínuna. Bernhard Petersen innsiglaði svo sigurinn er hann renndi knettinuin gegmnn klof markmanns Víkverja og i Pollamót Eimskips og KSÍ ■ Pollamót Eimskips og KSÍ, hið óopin- bera íslandsmót 6. flokks í knattspyrnu hefst um helgina. Undankeppnin. fer fram dagana 13. og 14. júlí og úrslitakeppnin fer síðan fram á Akureyri 27. og 28. júlí. Undankeppnin fer fram á fimm stöðum á landinu, Reykjavík, Kópavogi, Keflavfk, Eiðum og Húsavík. Alls taka 66 lið þátt í keppninni, 36 í A-flokki og 30 í B-flokki, en í þessum liðum leika alls um 800 drengir. I úrslitakeppnina á Akureyri komast sex lið í hvorum flokki og verður þar keppt um margvísleg verðlaun auk farandbikara og gull-, silfur- og bronspeninga. Allir þátttak- endur í mótinu fá viðurkenningarskjal með áfestri litljósmynd af liði sínu. fþróttahátið - á Selfossi um helgina ■ Nú um helgina verður á Selfossvelli Íþróttahátíð H.S.K., þar sem héraðsmót allra aldursflokka í frjálsíþróttum innan sambandsins fer fram um sömu helgina. Mótið hefst í dag, 12. júlí kl. 17, og stendur til kl. 13 á sunnudaginn, og kl. 14 þann dag hefst vegleg hátíðardagskrá, sem m.a. er helguð 75 ára afmæli H.S.K. og ári æskunnar. 2-300 manns frá 20 félögum innan H.S.K. munu taka þátt í mótinu. Ljóst er að hart veröur barist á íþróttavell- inum alla helgina, og verður garrian að sjá spennandi keppni. jafnt afreksfólks á lands- mælikvarða, sem ungra og leikglaðra barna og búast má við að hin ýmsu met fjúki. Frjálsíþróttanefnd H.S.K. Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík, 13. júlí 1985 Eldgjá - Ófærufoss Hin árlega sumarferð framsóknarfélag- anna verður farin laugardaginn 13. júlí n.k. Farið verður í Eldgjá um Landssveit, framhjá Heklu. Síðan verður farin hin þekkta Dómadalsleið, framhjá Land- mannahelli, að Frostastaðahálsi. Síðan um Landmannalaugar og áð í Eldgjá við Ófærufoss. Á heimleið verður ekið um Skaftártungur og síðan sem leið liggur um Mýrdalssand og Vík til Reykjavíkur. Steingrímur Hermannsson flytur ávarp á áningastað. Aðalfararstjóri verður Heimir Hannesson. Farið verður frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 stundvíslega. Fargjald er kr. 650 fyrir fufSorðna og kr. 450 fyrir börn 12 ára og yngri. Þátttakendur taki með sér nesti. Alíar nánari upplýsingar og sala farmiða verður að Rauðarár- stíg 18, sími 24480. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.