NT - 12.07.1985, Blaðsíða 3

NT - 12.07.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. júlí 1985 3 Hverjir fá að heimsækja Bandaríkin? Hertar reglur undir Reagan - segirTime ■ „No comment" var svarið sem NT fékk frá bandaríska sendiráðinu í gær er það leitaði skýringa á landgöngubanni því sem Sigurður Björgvinsson loft- skeytamaður var beittur er hann kom í bandaríska höfn á síðast- liðnu vori. Hjá Eimskip og Skipadeild Sambandsins fengum við þær upplýsingar í gær að engin nýleg dæmi væru um slíkt land- göngubann hvað þeirra starfs- menn varðaði, en starfsmanna- stjóri Sambandsins sagði í gær að slíkt hefði verið mjög algengt á McCarthy tímanum. í viðtali sem Marshall Bre- ment sendiherra Bandaríkjanna átti við blaðamann Morgun- blaðsins fyrir skömmu sagði hann að hömlur af þessu tagi væru á undanhaldi. Sigurður Björgvinsson sagði í samtali við NT að sér virtust að þvert á móti væri hert á nú undir Reagan stjórninni. Fleiri eru greinilega sama sinnis. I tímaritinu Time frá 6. maí sl. er greint frá því að kanadískum rithöfundi, Farley Mowat hafi verið neitað um leyfi til að heimsækja Bandarík- in til að kynna nýja bók sína. Mowat þessi mun flokkast undir það sem kallað er að vera rót- tækur í skoðunum en er annars þekktur fyrir dýrasögur sínar. í frétt Time er haft eftir talsmanni bandarískra mannréttindasam- taka að það hafi færst mjög í vöxt á stjórnartíð Reagans að fólki sé meinað að heimsækja Bandaríkin. Mowat þessum var boðið að ræða málin við banda- rísk yfirvöld en hann afþakkaði. Mowat var skráður í svokallaða „Look out book,“ eftirlitsbók, sem að sögn Time inniheldur nöfn 50.000 manna sem banda- rísk yfirvöld telja óæskilega gesti af pólitískum ástæð- um. Meðal þeirra sem hafa Truedau, fyrrum forsætisráð- herra Kanada! ■ Svar við vegabréfsumsókn Sigurðar Björgvinssonar. Neðst á plagginu stendur: „Þú hefur verið meðlimur í Alþýðubandalaginu frá stofnun þess og uppfyllir því ekki skilyrði til vegabréfsáritunar. Mælt með undanþágu. Ríkisútvarpið: Kurteisleg ábending um að skrá viðtækin ■ „Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að gefa öllum, sem ekki hafa skráð afnot af viðtækjum, tækifæri til að tilkynna þau með því að fylla út og endursenda neðri hluta þessa seðils,“ segir í seðli sem Ríkisút- varpið sendir um þessar mundir frá sér til Islendinga á aldrinum 20 til 67 ára. „Afnot hafa þeir, sem eiga tök á að hlusta og/eða horfa á útsendingar Ríkisútvarpsins. Hvert heimili, þ.m.t. sumarbústaður og bifreið skal einungis greiða eitt afnota- gjald,“ segir jafnframt í seðlinum. „Samkvæmt reglugerð RÚV á heimili aðeinsað borga. eitt afnotagjald af öllum þeim tækjum sem finnast innan veggja heimilisins,“ sagði Theódór Georgsson, inn- heimtustjóri um þennan seðil stofnunarinn- ar. „Hins vegar kemur þar einnig fram að ef tvö til þrjú uppkomin börn eru á heimilinu, vinna úti og eru með eigiösjónvarpstæki þá þurfa þau að borga af sínum tækjum eins og þau væru með sér heimili." Hann sagði að gjaldið byggðist á afnotum á viðtækjum og því skipti ekki máli hver ætti tækin heldur að borgað væri af þeim sam- kvæmt afnotum. „Þessi seðill er tilraun Ríkisútvarpsins til að biðja fólk í fullri kurteisi að skrá sjón- varps- og útvarpstæki sín,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri RÚV aðspurð- ur um tilkynninguna. „Við viljum ná til allra þeirra sem eru með óskráð tæki fyrir 1. september næstkomandi. Síðan verður þess- um seðlum ef til vill fylgt eftir með því að senda seðla til þeirra sem ekki hafa tilkynnt um afnot. Það er rétt að okkur hefur verið boðinn bíll frá Danmörku að láni til að miða út viðtæki í húsum. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það og verður ekki gert í þessari umferð. Slíkar miðanir tíðkast þó mikið erlendis og ef til vill kemur að því að hann verður fenginn að láni,“ sagði Hörður Vilhjálmsson. Framsóknarferð í Eldgjá ■ Hin árlega sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin á morgun og að þessu sinni liggur leiðin í Eldgjá um Landmannalaug- ar. „Þetta er eitt mesta náttúruundur íslands og jafnvel alls heimsins og nú gefst einstakt tækifæri til að fara þangað í góðum hópi,“ sagði Heimir Hannesson aðalfararstjóri ferðarinnar í samtali við NT og lét í Ijós þá ósk að ferðin mætti verða til þess að þátttakendur kynntust landinu betur og tengdust náttúru þess traustari böndum. Sérstakir heiðursgestir ferðarinnar verða Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir. Forsætisráðherra mun flytja ávarp í Eldgjá. Úr Eldgjá verður ekið niður í Skaftártungur og þaðan sem leið liggur til Reykjavíkur um kvöldið. Fargjald er kr. 650 fyrir fullorðna og kr. 450 fyrir börn 12 ára og yngri. Lagt verður upp frá Rauðarárstíg 18 og þar eru miðar til sölu í síma 24480. föstudag og laugardag að Höfðabakka 9 Við kynnum: Opel Corsa Opel Kadett GL Opel Kadett GSI Opel Kadett Caravan Opel Ascona Opel Rekord Á þessari kröftugu sýningu getur þú kynnst á einu bretti því besta í bílaflota okkar. Pú skoðar, reynsluekur, færð góð ráð og gagnlegar upplýsingar. Þú færð með öðrum orðum svar við því hvers vegna svo margir velja Opel bifreiðar einmitt þessa dagana. Sýningin er opin föstudag kl. 9.00-18.00 og laugardag kl. 13.00-17.00. Við bjóðum hagstæðari greiðslu- skilmála en gengur og gerist og tökum jafnvel gamla bílinn þinn upp í þann nýja! Sjáumst á alvöru bílasýningu BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.