NT - 13.08.1985, Page 10

NT - 13.08.1985, Page 10
 fíp Þriðjudagur 13. ágúst 1985 10 LJJ Menning Einar Freyr: „Lofsöngur heimskunnar“ (Encomium moriæ) ■ Elízabeth I. drottning Englands 1558-1603. Hún var kristilegur húmanisti í anda Erasmusar. Hún gaf heiminum William Shake- speare. Hún kom í veg fyrir mörg hryðjuverk og styrjaldir með því að halda bæði kaþólsku kirkjunni og kalvinismanum í hæfilegri fjarlægð frá menningarlífi Englands. I. ■ A að gefa öllum fermingar- börnum Biblíu? Með því að ■ skrifa þessa grein á alveg sér- stakan hátt, ætla ég að reyna að svara þessari spurningu. Það skal tekið fram, að ég álít mig vera einlægan stuðnings- mann íslenzku þjóðkirkjunnar og tel hana einnig hafa mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í íslenzku þjóðlífi. Þetta hef ég að vísu sagt áður á opinberum vettvangi en vil samt endurtaka það hér. I tilefni af 170 ára afmæli Hins íslenzka Biblíufélags, er nú stefnt að því, að gefa öllum fermingarbörnum Biblíu. Um þetta mátti lesa í íslenzkum sumardagblöðum núna 1985. M.a. hefur verið rætt við þá Hermann Þorsteinsson fram- kvæmdastjóra Hins íslenzka Biblíufélags, Pétur Sigurgeirs- son biskup og Ástráð Sigur- steindórsson starfsmann Guð- brandsstofu. Þegar ég fer að bera saman hina íslenzku kirkju við ýmsa erlenda kirkjusöfnuði, þá finnst mér íslenzka þjóðkirkjan sýna meiri andlegan þroska og for-: dómaleysi en flestir aðrir trúar- söfnuðir víða um heim. Sérstak- lega á þetta við um afstöðu íslenzku kirkjunnar til Háskóla íslands. Ef t.d. allar aðrar kirkj- ur í heiminum tækju svipaða afstöðu til sinna háskóla og íslenzka þjóðkirkjan hefur tek- ið gagnvart Háskóla íslands, þá væru miklar líkur fyrir því, að t.d. hryðjuverkastarfsemi væri því sem næst óþekkt fyrirbæri á jörðinni. Prestar, biskupar og guð- fræðingar í Mið-Evrópu og víð- ar um lönd, sem trúa því, að ‘ það sé ekki nægilegt að predika Guðs orð í kirkjunum, bæna- húsum og við ýmis ólík tækifæri, - heldur sé einnig nauðsynlegt að sundra og eyðileggja vísinda- starfsemina í háskólanum, hafa ekki aðeins með slíkri fram- komu, aukið hættuna á ægilegu stórslysi fyrir allt mannkynið, heldur jafnframt eyðilagt og grafið undan öllu eðlilegu og heilbrigðu starfi sjálfrar kirkj- unnar. Að eyðileggja og sundra t.d. hinum húmanisku deildum há- skólanna mætti líka við það, að limlesta þýðingarmikla hluta mannsheilans. Og lítur heimur- inn ekki þannig út nú á dögum að eitthvað slíkt hafi þegar gerzt? Kirkjur víða um lönd gætu lært af íslenzku þjóðkirkjunni í þessum efnum. Gleymum því ekki, að Ari prestur hinn fróði Þorgilsson, var bæði trúaður og jafnframt mjög góður vísinda- maður. Og eigum við ekki að bera virðingu fyrir slíkri hefð? II. Á árunum 1957 og 1960, þeg- ar íslendingar færðu út land- helgi sína í 12 mílur þá kom í ljós, að brezki flotaforinginn sem stjórnaði aðförunum gegn íslendingum las upp úr Gamla testamentinu í hátalara herskips síns, þegar íhuguð var árás á íslenzku varðskipin. Sannleikurinn er sá, að Gamla testamentið var lengi einskonar stríðs og árásarbók hershöfðingja og þjóðhöfðingja víða um lönd. Napoleon Bona- parte las Gamla testamentið, Biskmarck kunni heilu kaflana úr Gamla testamentinu utan- bókar. Það sama má segja um Vilhjálm II., og marga aðra slíka. Á öllum hinum miklu byltiriga- og styrjaldartímum síðari alda var Gamla testa- mentið notað fyrst og síðast. Það var meira að segja gert mikið gys að Nýja testamentinu eins og greinilega má sjá í ýmsum bókmenntum m.a. í rit- um Nietzsches. Ekki bætti það úr skák fyrir heimsfriðinn þegar páfinn Leo XIII. lét rita sína frægu „Aet- erni patria“ 1879, og reyndi þar með að efla dulhyggjuna frá hinum gömlu klaustrum til að reyna að drepa hina húmanísku þróun innan háskólanna í Evrópu og víðar um heiminn. En öll slík vinnubrögð urðu aðeins til að auka ennþá meira alla hryðju- verkastarfsemi. Og því miður hefur kirkjan í Mið-Evrópu ekki ennþá gert sér ljósa grein fyrir hinum ægilegu mistökum sínum, sem leitt hafa bæði til styrjalda og hryðjuverka meira en nokkuð annað, og ýtt undir starfsemi allskyns ofstæícisflokka og stefna. Fimmta bók Móse er kölluð öðru nafni „Deuteronomium“. Lítum á örfá orð úr 19. og 20. kafla sem heita „Um mann- dráp“ og „Hernaðarreglur“: „Þegar Jahve, Guð þinn, upprætir þjóðir hverra, land Jahve, Guð þinn, gefur þér, og er þú hefir lagt þær undir þig og ert seztur að í borgum þeirra...“ Og ekki er síðari textinn af verra taginu: „Þegar þú býst til að herja á borg, þá skalt þú bjóða henni frið. Og ef hún vcitir friðsamleg and- svör.og lýkur upp fyrir þér, þá skal allur lýðurinn, sem í henni finnst, vera þér ánauðugur og þjóna þér.“ Já, þessi merkilegu orð eru ekki tekin úr Mein Kampf eftir Hitler, ekki heldur er þetta dagskipan frá Moskvu til her- manna sinna í Afganistan, ekki heldur ráðleggingar frá Milton Friedman og Chicago-háskóla hvernig eigi að fara með lönd eins og t.d. Chile. Nei, þetta eru bara heilræði frá fimmtu bók Móse. Jahve er grimmur og miskunnarlaus Guð. Gyðingur- inn Freud segir það á einum stað, að trúin á Jahve sé góð trú fyrir þjóð sem ætlar sér að fara í stríð.Og er ekki mikið til í þessu sem Freud segir? Dýrka ekki margir valdhafar og fram- kvæmdastjórar þennan misk- unnarlausa Jahve alveg ómeð- vitað. Væri ekki rétt að athuga þann möguleika nánar? III. Érasmus Roterodamus (1467-1536) er fyrsti maðurinn sem gerir sér ljóst, að draga má úr ófriðarhættu m.a. með því að fá fólk til að lesa fremur Nýja testamentið en Gamla testa- mentið. Og til að efla enn betur möguleikana fyrir heimsfriði vildi hann einnig auka þekkingu fólksins á hinum klassísku forn- ritum Grikkja og Rómverja. Árið 1500 hafði Erasmus þeg- ar verið í Englandi og kynnst m.a. þeim John Colet og Thom- asi Moore. Hann ritar á latínu sína frægu bók „Adagia“. Hann hafði strax eftir fyrstu ferð sína til Englands sannfærst um nauð- syn þess að endurþýða Nýja testamentið úr frummálinu. Hann sekkur sér niður í grískuna. Hausið 1502 segist hann geta skrifað um allt sem hann vilji á grísku. Erasmus gerir fyrstu hreinu og heilu þýð- inguna á Nýja testamentinu úr frummálinu þ.e. úr grísku yfir á latínu, en latínan var mál þáver- andi menntamanna og allra for- ystumannaþjóðanna. Kringum- stæðurnar voru þannig að Er- asmus gerði meira gagn með því að rita á latínu en t.d. móður- máli sínu hollenskunni. Menn voru heldur ekki búnir að upp- götva gildi þjóðtungunnar fyrir fjöldann. Erasmus barðist bókstaflega fyrir heimsfriði þegar upp úr árinu 1500. Hér verður ekki farið nákvæmlega út í þessa þýðingarmiklu sagnfræði, að- eins drepið á örfá atriði. Friðarbarátta Erasmusar er mjög lærdómsrík frá mörgum hliðum, og það væri rangt að halda því fram að þessi friðar- barátta hans hafi ekki náð nein- um árangri. Þvert á móti. Auk þess er friðarbarátta hans mjög lærdómsrík fyrir nútíma fólk. Árið 1499 kynntist Erasmus að einhverju leyti ensku kon- ungsfjölskyldunni og krónprins- inum unga sem síðar varð Henrik VIII., en hann var þá 9 ára gamall. Þegar Henrik VIII. varð 15 ára skrifaði hann á latínu bréf til Erasmusar. Henr- ik VIII. virtist ætla að verða einlægur fylgismaður húman- ismans. En því miður var Henr- ik VIII. svo fast mótaður í sinni gömlu kaþólsku trú frá barnsár- unum að honum tókst aldrei að gera sér grein fyrir húmanískum vísindum eða húmanisma. Hann var marggiftur og lét líf- láta fjórar af sínum drottningum og marga aðra einstaklinga þar á meðal Thomas Moore. Hinn raunverulegi árangur í friðar og menningarstarfi Er- asmusar bar ekki verulegan árangur fyrr en löngu seinna, eða á dögum dóttur Henriks VIII., Elízabethar I. Þegar Elízabeth I. varð drottning Englands 1558 varð ljóst, að hún var undir sterkum áhrifum frá húmanismanum og ritverkum Erasmusar. Til dæm- is hafði rit Erasmusar „Enchir- idium Militis Christiani“ verið þýtt á ensku þegar árið 1533 og kom síðar út í mörgum útgáfum m.a. í stjórnartíð Elízabethar I. Einnig mætti benda á rit eins og t.d. „Institutio Principis Christ- iani“ sem Erasmus samdi sem bæði gagnrýni og gagnstæðu við rit Machiavellis „11 Principe“. Það er augljóst að Elízabeth I. var ekki aðeins stórgáfuð kona, heldur áreiðanlega mjög vel menntuð í húmaniskum fræðum eins og sjá má á um- gengni hennar við ráðuneyti sitt, arlmenn sem flestir voru á leið að verða að sjóðvitlausum kalvinskum skrímslum eða púr- ítönum. Þegar til dæmis einn af valdamestu ráðgjöfum hennar sir William Cecil vildi fá hana til að samþykkja það, að England gengi í fararbroddi í baráttunni fyrir sigri kalvinismans gegn ka- þólsku kirkjunni, þá vísaði Elís- abeth I. þessari tillögu Cecils á bug með mikilli viljafestu og skýrri hugsun um hvílíkar af- leiðingar fyrir England slíkt brjá- læði myndi hafa í för með sér. Og hún gætti þess einnig vand- lega að halda kaþólsku kirkj- unni í hæfilegri fjarlægð frá ensku menningarlífi. Hennar mikla greind og góði lærdómur gerði henni fært að standa svo að segja alein í baráttunni gegn hinni trúarlegu geðveiki sem þá fór um heiminn eins og kóleru- pest. Hinirpólitískustarfsmenn hennar, allt karlmenn, voru hálfgerðir bjánar í samanburði við hana, en það mætti að einhverju leyti skrifa á reikning áhrifa frá púritönum sem héldu því blákalt fram að m.a. pestin sem gekk annað veifið í Lundúnum stafaði af leiklist- inni,Guð var að refsa fólkinu með pest af því að öll leiklist var dauðasynd. Það leið ekki á löngu þar til hinir kalvinsinnuðu ensku stjórnmálamenn fóru að vinna gegn Elízabethu I. Sir Robert Carey heimsótti einn dag frænku sína drottningu Elízabethu I, en hún á að hafa sagt: „Nei, Róbín, mér líður ekki vel. Það er lagt á mig ok. Ég get ekki treyst neinum.“ Þegar vel er að gáð, og reynt er að kafa dálítið undir yfirborð sögunnar þá verður ljóst, að án þessarar húmanísku afstöðu El- ízabethar I. gegn bæði kalvin- isma og kaþólskunni, þá hefði heimurinn aldrei getað eignast stórskáldið William Shake- speare, öll slík húmanísk fram- þróun hefði verið dauðadæmd ■ William Shakespeare. ef t.d. kalvinsinnar á borð við William Cecil hefðu fengið að ráða. í raun og veru er ekki hægt að hugsa sér hina sérstöku og jákvæðu menningarþróun á Englandi í stjórnartíð Elíza- bethar I. án hins vísindalega húmanisma Erasmusar og sem hann vann með hinum fjöl- mörgu og afburðagóðu ritum sínum, svo og hinnar mjög svo gáfuðu drottningar. Elízabeth I. lagði ekki aðeins grunn að glæsilegri menningar- þróun með hinni húmanísku afstöðu sinni, heldur kom hún einnig í veg fyrir margar stórar styrjaldir og hryðjuverk sem án efa hefðu átt sér stað ef hún hefði ekki blákalt og ákveðið hafnað hinum bjánalegu ráðum kalvinsinna á borð við t.d. Cecil. Og rétt er að taka það fram í þessu sambandi að Elíza- beth var mjög trúuð en fyrst og fremst kristin. Hún var að vissu marki eins og Erasmus sjálfur, kristinn húmanisti. Elízabeth I. var ekki fyrr komin í gröf (1603) sína en að kalvinsinnar og kaþólska kirkj- an fara að berjast af mikilli grimmd um undirtökin í þjóðlífi Englands, og vegna þess að kalvinsinnum veitti betur í þess- ari baráttu gripu hinir kaþólsku til þess örþrifaráðs að reyna árið 1605 að sprengja bæði kóng og þing í loft upp. Þegar svo kalvinisminn hafði náð völdum á Englandi bann- færði hann bæði leiklist, dans og sund, og allt sem gat orðið fólki til ánægju og gleði. Fólk mátti varla baða sig. Við skulum ekki gleyma því að höfundur kalvinismans Jean Calvin (1509-64), lét tillitsiaust lífláta alla þá er voru á annarri skoðun en hann. Calvin lagði áherzlu á Garnla testamentið. Kalvinisminn á Englandi hafði í för með sér styrjaldir og hryðjuverk um allt Éngland. Og það rofaði ekki til fyrr en upp úr 1688 eftir að Newton hafði getað laumað út bók sinni „Principa“ sem varð svo uppi- staðan í upplýsingatíð 18. aldar. En húmanisminn var orðinn of veikburða eftir m.a. brjálæðis- gang kalvinsinna svo að menn héldu áfram með styrjaldir og lestur Gamla testamentisins og bóka eins og „11 Principe“. IV. Ef Elízabeth I. myndi nú stíga upp úr gröf sinni og heimsækja hina frægu kynsystur sína Marg- aret Thatcher í ráðuneyti henn- ar að Downing Street 10, og ræða við hana um núveran ástand heimsins. Hvað myndi Elízabeth I. helzt segja við Margaret Thatcher? Elízabeth I. myndi segja eitthvað á þessa leið: „Ó, kæra Maggí, hvað hafið þið eiginlega gert við mína elskulegu ensku þjóð sem ég elskaði svo heitt og vildi svo vel? Það var af ást minni til Englands að ég reyndi að forða þegnum mínum frá hinu hræði- lega trúarofstæki sem allt ætlaði lifandi að drepa. Ég vissi mjög snemma hvernig kalvinisminn var í grunn og botn. Ég spurðist fyrir um þetta allt saman. Ég vUdi vita um innsta eðli þessarar nýju trúar. Og ég fékk svör og sannanir fyrir því, hvernig þessi trú var í raun og veru. Og ég fél^k fréttir um höfund þessarar trúar. Trúarhöfundurinn hét Jean Calvin. Og þegar ég hafði kynnt mér í hverju trúboð hans var fólgið, þá reyndi ég af öllum mínum lífs og sálarkröftum að bjarga Englandi og minni ensku þjóð úr helgreipum þessara hræðilegu trúarbragða. Ég bað ráðherra mína að halda þessum Calvin og trúboði hans í hæfi- legri fjarlægð frá ensku þjóðlífi. Trú þessa manns er ekki annað en andleg pest er gerir út af við okkar menningu. Maggí mín, Jean Calvin trúði því og vildi láta ensku þjóðina trúa því líka, að aðeins 5 prósent af öllu fólkinu kæmist til himna- ríkis, en 95 prósent þjóðarinnar færu beinustuleið til helvítis. Ég neitaði að láta þjóð mína trúa á þvílíkar brjálæðis hugmyndir. Og ég get sagt þér það í trúnaði Maggí mín, að einn dag tók ég ráðgjafa minn sir William Cecil til alvarlegra bæna vegna áhuga hans á hinum hræðilega Jean Calvin, þessu andstyggilega trú- arskrímsli og mannhatara.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.