NT - 13.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 13
suður-kóreska lögreglan hefur ra nemenda einnig verið ákærðir I irinnar trsíða fyrsta tölublaðs suður-kór- menntamálatímaritsins Minjung- k (Alþýðumenntun). Saksóknari fimmtán kennara frá meira en tíu m fyrir skrif í þetta tímarit. Þriðjudagur 13. ágúst 1985 13 Útlönd Bretland: Rigning- ar eyði* leggja kornupp- skeru | London-Rcutcr: ■ Miklar rigningar og óveður að undanförnu hafa gert vonir breskra bænda um nýja metupp- skeru á korni nú í ár að engu. Talsmaður lands- sambands breskra bænda segir að vindur- inn og regnið hafi bælt kornið á ökrunum og að menn óttist nú að korn- ið eyðileggist. Bændur hafa neyðst til að fresta uppskerustörfum vegna óveðursins. Breskir bændur náðu í fyrra 26,4 milljón tonna kornuppskeru sem var met og þeir höfðu gert sér vonir um að uppskera í ár yrði mjög svipuð. Engin hætta er sögð á kornskorti í Bretlandi þrátt fyrir horfur á lé- legri uppskeru þar sem þar eru nú 4,3 milljón tonn af korni í korn- skemmum. Flugslysið í Japan: Eitt mannskæðasta flugslys sögunnar Tokyo-London-Reuter ■ Flugslysið í Japan í gær, þar sem risaþota af gerðinni Boeing 747 SR fórst með 524 farþega, er eitt mannskæðasta flugslys frá upphafi flugsins. Aldrei áður hafa jafnmargir farþegar farist með einni flugvél og aðeins einu sinni áður hafa fleiri farþegar farist í flugslysi þar sem tvær vélar af gerðinni Boeing 747 rákust saman á Tenerife-flugvelli á Kanaríeyjum með þeim afleiðingum að 582 manns létust. Ekki er enn Ijóst hvað olli um flugmálayfirvöldum lögðu nokkur fyndist lifandi. Ættingjar farþeganna söfnuð- ust saman í hóteli skammt frá Haneda-flugvelli ogí flugstöð- inni í Osaka. Forseti flugfélags- ins, Yasumoto Takagi, kom og talaði við ættingjana og baðst fyrirgefningar þeirra. Hann beygði sig djúpt fyrir þeim og sagði: „Égbiðstfyrirgefningar.“ Eftir það lögðu ættingjarnir af stað með langferðabílum sem óku með þá um nóttina í áttina að slysstað. slysinu í Japan en flugmaður sagði bilaða hliðarhurð valda því að hann hefði ekki vald á flugvélinni. Talsmenn Boeing- verksmiðjanna segjast ekki muna til þess að bilun í hliðar- hurðum hafi valdið erfiðleikum áður hvað þá slysum. En tyrk- nesk DC-10 flugvél hrapaði ná- lægt París í mars 1974 eftir að hurð á farangursgeymslu bilaði. Pað er samt ekki talið útilok- að að bilun í hurðinni hafi leitt til þess að styrktarstoðir í flug- vélinni hafi gefið sig þótt sér- fræðingar Boeing-verksmiðj- anna segi það ólíklegt. Þeir segja að 747 séu mjög öruggar vélar og að öll slys, sem slíkar vélar hafi lenti í, hafi stafað af mistökum flugmanna eða veðurofsa. Sérfræðingar frá Boeing- verksmiðjunum og bandarísk- af stað til Japans í gær til að rannsaka flakið af flugvélinni. Flugstjóri vélarinnar, sem hét Masami Takahama, var 49 ára gamall og hann hafði samtals 12.404 flugtíma að baki frá því að hann byrjaði sem flugmaður hjá japanska flugfélaginu JAL árið 1966. Fjöllin þar sem flugvélin hrapaði eru mjög ógreið yfir- ferðar. Það var ekki fyrr en undir morgun að japönskum tíma að björgunarmenn komust á slysstaðinn sem er í 110 km fjarlægð frá Tokyo. Þyrlur sem flugu yfir slysstaðinn gátu ekki lent vegna slæmra skilyrða myrkurs og rigningar. Þyrlu- flugmenn sögðu að brakið hefði dreifst yfir stórt svæði og það hefði logað iengi í þvi. Þeir töldu hverfandi líkur á því að Júgóslavía: Verksmiðja eitrar á Bclgrad-Rcuter ■ Júgóslavnesk blöð skýrðu í gær frá því að um helgina hefðu 30 tonn af úrgangseiturefnum sloppið frá sellulósaverksmiðju í Ivangrad f Suður-Júgóslavíu og mengað ána Lim. Lintá er nú talin svo menguð að fólki hefur verið bannað að baða sig í henni og veiðar í ánni hafa einnig verið bannaðar. Lögreglubátar sigla nú um Limá og gæta þess að fólk hætti sér ekki út í hana. Það er talið að mengaða vatnið komist fljót- lega út í Drina-fljót sem tengist Danube. Japanskir stríðsglæpa- menn I Bandaríkjunum? loskva-Reutcr: I Sovéskir örveirusérfræðing- ir, sem hafa rannsakað heimild- r um sýklahernað Japana í einni heimsstyrjöldinni, halda >ví fram að Bandaríkjamenn íafi skotið skjólshúsi yfir íokkra japanska veirusérfræð- nga og bjargað þeim frá stríðs- éttarhöldum eftir stríð. í stað- nn hafi Japanirnir aðstoðað Jandaríkjamenn við að þróa bandarísk sýklavopn. Skýrsla sovésku örveirusér- fræðingannna, sem Tass-frétta- stofan sagði frá í gær, fjaliar um rannsóknir japönsku hersveitar- innar 731 á áhrifum ýmissa sýklavopna á stríðsfanga sem voru í japönskum fangabúðum í Mansjúríu í Norðaustur-Kína. Eftir stríð voru nokkrir yfir- menn hersveitarinnar dæmdir fyrir stríðsglæpi við stríðsglæpa- réttarhöldin í Khabarovsk. En svo virðist sem bandarísk hernaðaryfirvöld hafi hjálpað nokkrum vísindamönnum, sem tóku þátt í þessum sýklavopna- tilraunum með fanga, að sleppa undan réttvísinni gegn því að þeir miðluðu Bandaríkja- mönnum af þekkingu sinni. Hópur breskra fréttamanna sem að undanförnu hefur kann- að starfsemi 731 herdeildarinn- ar staðfestir þessar fullyrðingar Sovétmanna í heimildamynd sem sýnd verður í bresku sjón- varpi nú í dag að sögn Reuter- fréttastofunnar. í heimilda- myndinni kemur fram að Bandaríkjamenn hafi samþykkt að sækja ekki suma vísinda- mennina, sem unnu við rann- sóknirnar, til saka ef þeir störf- uðu fyrir Bandaríkin. Japanska flugslysið: Frægur söngvari í vélinni Tokyo-Rculcr ■ Japanski söngvarinn Kyu Sakamoto, sem varð heimsfrægur fyrir lag sitt „Sukiyaki“ árið 1961, var meðal farþega í japönsku risaþotunni sem fórst í innanlandsflugi í gær. Litlar líkur eru taldar á því að Sakamoto, sem var 43 ára, hafi lifað af. Hann var á leið til Osaka þar sem hann ætlaði að vera viðstaddur þegar vinur lians opnaði skrifstofu þar. 'leki hjá n Carbide fimmtán mínútum. Verksmiðjan er af sömu tegund og verksmiðjan í Bhopal á Indiandi þar sem 2.500 manns létust og 177.000 særðust þegar eitur lak út í andrúms- loftið í desember á seinasta ári. En talsmenn Union Carbide segja að eitrið sem nú lak út sé ekki af sömu tegund og eitrið sem varð Indverjun- um að bana. , Starfsmenn Union Cárbide segjast hafa kveikt á aðvörunarflautum strax og eitrunarinnar varð vart. En íbú- arnir í nágrenninu segja að þeir hafi byrjað að finna fyrir vanlíðan nokkru áður en aðvörunin kom. Framleiðsla hefur legið niðri í verk- smiðjunni frá því að Bhopal-slysið varð en þar er samt enn mikið af eiturefnum sem einhvern veginn sluppu úr í andrúmsloftið. Nokkur börn, sem voru í sunnu- dagaskóla í kirkju nálægt verksmiðj- unni, voru í hópi þeirra sem nú urðu fyrir eitrun. Stjórn Samvinnubankans hefur ákveðið hækkun vaxta Hávaxtareikninga við bankann, frá 11. ágúst 1985, sem hér segir: Fyrstu 2 mánuðina reiknast 22,00% ársvextir Eftir 2 mánuði 23,50% 3 25,00% 4 26,50% 5 28,00% 6 29,50% __ 12 31,60% Vextir leggjast á höfuðstól verður ársávöxtun 34,10% tvisvar á ári og Reykjavík, 6. ágúst 1985 <w Samvinnubanki íslands i

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.