NT - 16.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 16.08.1985, Blaðsíða 2
Föstudagur 16. ágúst 1985 Vesturdalsá með 200 iaxa ■ Vciði í Vesturdalsá hefur verið með besta móti, miðað við fjögur síðastliðin ár. Nú þcgar unt þrjár vikur eru eftir af veiðitímanum hafa veiðst 200 láxar. Þyngsti laxinn vó 17 pund og hann dró Stcfán Pálmason Ncskaupstað. Veiði- félagiö sem er með ána á leigu skiptir veiðitímanum niður í þriggja daga holl og hafa hollin skilað á bilinu þrcntur löxum og allt upp í 3I lax. Veiðimenn cru að vonum ánægðir mcö vciðina. Þess má gcta að í fyrra veiddust 47 laxar í ánni. Um % hlutar laxins sem veiðst hefur eru smálax. Sigurjón Friðriks- son bóndi Ytri-Hlíð Vopnafirði sagði í samtali við Veiðihornið að nóg væri af vatni í ánni og gcngju því greiðlega göngur í ána. Talsvert magn bleikju hef- ur veiöst í sumar. Frelsunar- dagurinn Friðrik Stcfánsson fram- kvæmdastjóri SVFR sagði í samtali við Veiðihornið í gær, að hann væri sannfærður uin það að vciði færi að glæðast upp úr tuttugasta ágúst. „Pá gerir skýfall og allar flóðgáttir opnast. Nctin verða tekin upp í Hvítá, og ýmislegt annað bcndir til þcss að þá gangi fiskurinn á fullu upp í allar ár. Ég hcld að frclsunardagur lax- veiöimannsins verði þá." Friðr- ik sagði að nú þcgar væru menn orðnir varir við postulana í Svartá. „Án alls gamans, þá tel ég víst að við fáum rigningu fljótlcga og þá mun fiskur víðs- vcgar streyma í árnar.“ Svartá dyntótt Veiði í Svartá Itefur verið með undarlegu móti í ár. Um mánaðamótin júlí - ágúst leit út fyrir algcran dauða í ánni. Síðustu fregnir segja þó aðra sögu. Vciðst hafa 129 laxar það sem af er. Það er þremur löxum færra en í fyrra. 44 laxar hafa veiðst ofan gildru, og er viðbúið að nú fari fiskurinn að bunkast upp á efri svæðin. 355 laxar í Leirvogsá Þrátt fyrir mikið tal um lax- leysi í kjölfar vatnsleysis, er cin á sem hefur gersamlcga snið- gcngið öll náttúrulögmál sem scgja að har sem vatn er þar sé lax. Lcírvogsá hefur samt sem áöur gefið af sér 355 laxa í öllu vatnsleysinu. Veiðihorn - skotveiðihorn Veiöihorniö vcrður með fréttir af skotveiöi nú í vetur. F.r ætlunin að aflafréttir og vciðisögur scm rekur á fjörur Veiöihornsins vcrði birtar eftir efnum og ástæðum. Einnig vcrður fjallað um búnað sem tengist skotmennsku, ogætlun- in cr að Itér eftir vcrði birt efni frá þcim skotmennsku, og ætl- unin cr að hér eftir vcrði birt efni frá þeim skotsamböndum scm leggja sig eftir því að hafa samband við NT í síma 686562 cftir klukkan 13 virka daga. Ólögmæti sölu Flugleiðabréfanna: „Er þessu sjónarmiði algörlega ósammála“ - segir Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður „I þessari frétt er meðal annars fjallað um hina lagalegu hlið á sölu hlutabréfa ríkisins í Flug- leiðum til félagsins. Vísað er til skoðana einhvers, eða ein- hverra, sem ekki eru nafn- greindir, um að þessi gerningur sé ekki í samræmi við lög. Ég er þessu sjónarmiði algjörlega ó- sammála,“ sagði Gunnlaugur Claessen, ríkislögmaður, þegar liann var inntur álits á þeirri skoðun, sem fram kemur í frétt á forsíðu blaðsins á þriðjudag að sala hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum til félagsins sjálfs brjóti í bága við lög um hlutafé- lög. Gunnlaugur sagði ennfrem- ur: „Kjarni málsins er sá að í 46. grein laga númer 32 frá 1978 um hlutafélög er að finna takmark- anir á heimildum stjórnenda hlutafélaga til ráðstafana fyrir hönd viðkomandi félags. Þessi takmörkun felst í þvi, að hafi félag eignast meira en 10% af eigin hlutafé, erstjórn félagsins gert skylt að selja aftur innan þriggja mánaða svo mikið að 10% markinu verði náð. Þessi takmörkun lýtur ekki að því að eignast meira en 10% af hluta- fénu heldur að því að eiga meira en þessu nemur nema í tak- markaðan tíma, það er að segja þrjá mánuði lengst. Lagatextinn er skýr að þessu leyti og það er fullvíst, að hafi löggjafinn ætlað að setja frekari hömlur á heim- ildir hlutafélaga en þessar, þá hefði það orðið að koma fram í lagatextanum með ótvíræðum hætti. Þetta er ljóst. Ekki einungis við skoðun sjálfs lagatextans heldur einnig með hliðsjón af öðrum greinum þessara sömu laga. Til dæmis má nefna, að í 18. grein laganna kemur fram sú meginregla að hluti megi selja nema annað sé beinlínis ákveðið í lögum eða samþykkt- um viðkomandi félags. Ég nefni einnig 19. grein laganna, en þar er að finna ákvæði um forkaupsrétt. Það er með þeim hætti, að forkaups- réttarhafa, þar á meðal stjórn, er ekki heimilt að neyta for- kaupsréttar með þeim hætti, að aðeins sé beitt forkaupsrétti á hluta hins framboðna hlutafjár en ekki að öðrum hluta þess. Þetta á við nema að til annars sé sérstök heimild í samþykkt- unum. Forkaupsréttar verður þannig að neyta að öllu leyti eða ekki. Þetta þýðir auðvitað að með því að neyta forkaupsréttar síns gerist það hæglega að farið er fram úr þessum 10% af eigin hlutafé. Skyldan til að selja svo aftur hvílir svo að sjálfsögðu á stjórn fyrirtækisins. Frá gildistöku núgildandi hlutafélagslaga þá hefur það gerst í fjöldamörgum hlutafé- lögum, að félag hafi eignast meira en 10% eigin hlutafjár með beinum samingum og verið eigandi þess í allt að þrjá mán- uði. Og þessi framkvæmd er í samræmi við þá almennu skoð- un að slíkt sé fullkomlega lögum samkvæmt. Þarna er líka rétt að hafa í huga að, að þessum samningum og ákvörðunum hafa fjölmargir lögmenn staðið auk auðvitað fleiri. Um héraðsdóminn, sem nefndur er í blaðagreininni og gekk í fyrra fyrir aukadómþingi Kjósarsýslu, þá er í fyrsta lagi að segja, að í blaðagreininni er ekki farið rétt með, þar sem segir að 46. grein laganna „eigi aðeins við undir vissum kring- umstæðum, svo sem við sam- runa hlutafélaga“. í forsendum dómsins er ekki að finna neinar slíkar hugleiðingar héraðsdóm- ara í þessu máli. Hins vegar kemur sú afstaða fram i fjórum línum, að umrætt hlutafélag hafi ekki mátt eignast meira en 10% eigin hlutafjár. Nú um þennan dóm að öðru leyti verður að hafa í huga að hvert mál hefur sín einkenni og úrlausnarefnið í dómnum og öll málsatvik eru með allt öðru hætti en sú spurn- ing sem höfð er uppi varðandi sölu hlutabréfa ríkisins í Flug- leiðum til stjórnar Flugleiða. í héraðsdóminum er fjallað um mál aðila sem taldi forkaupsrétt sinn sniðgenginn. í málinu sem við höfum verið að fjalla um er engu slíku til að dreifa. Að lokum vil ég segja það, að það er auðvitað varhugavert að draga ályktanir af dómnum um- fram það sem hann með réttu gefur tilefni til.“ Drift-haglabyssuskot framleidd hérlendis ■ Sportvöruverslunin Sport- val hefur hafið framleiðslu á íslenskum skotum fyrir hagla- byssur. Efniö í skotin er flutt til landsins, frá hinum ýmsu vcrk- smiðjum. Púðrið er af gerðinni Dupont, forhlöðin frá Winc- hester og Remington og hylkin eru af gerðinni Federal. Þá eru hvellhetturnar frá Remington. Skotin cru hlaðin á verkstæði Sportvals og hlutu nafnið Drift, sem þýöir kraftur. Skotin eru framleidd í öllum gcrðum. BB skot á gæsina og allt niöur í no 6 fyrir rjúpuna. Þá geta menn með sérþarfir Hafrannsóknastofnun fundar um hvalveiðar: Opinn fundur hefst kl. 13.30 ■ Hafrannsóknastofnunin heldur kynningarfund , í dag, um hvalrannsóknir hér á landi og fyrirhugaðar veiðar í vísinda- skyni á næstu fjórum árum. Fundurinn verður opinn al- menningi og hefst klukkan 13:30 aö Borgartúni 6. Flutt verða sjö erindi um markmið og framkvæmd rann- sóknaráætlunar Hafrannsókna- stofnunar, unt gerð reiknilíkana af hvalastofnum, rannsóknir á hormónum og frjósemi hvala. Þá verða kynntar aðrar rann- sóknir sem fyrirhugaðar eru á næstu árum. leitað ráðlegginga hjá afgreið- slumönnunum og koma þeir til nreð að hlaða skot fyrir menn eftir pöntun. Garðar Kjartansson einn af eigendum Sportvals sagði í sam- tali við NT að liægt væri að endurhlaða skotin allt aö tíu sinnum. „Við tökum viðskotun- um aftur og hlöðum þau tyrir mcnn. Hvcrt hylki er tckið inn á tvær krónur og mcð tímanum geta menn sparað sér umtals- verðar fjárupphæöir" sagði Garðar. Tuttugu og fjögur skot eru í pakkanum, og fær hver maður því 48 krónur í afslátt við endur- hleðslu. Verð á gæsaskotum no l. er 795 krónur, og rjúpuskot no5. kosta595 krónurpakkinn. Hleðsla á riffilskotum, er á döfinni, að sögn Garðars, en þó hefur ekki enn verið tekin endanleg ákvörðun um hvenær eða hvort af henni verður. „Konur eru greindari en karlar,“ segir Flóki sem bæði hefur tekið þátt í samsýningum og haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis. Ég er fallinn engill Rabbað við Alfreð Flóka sem opnar sýningu á teikningum sínum í Listmunahúsinu um helgina ■ Alfreð Flóki opnar um helgina 20. einkasýningu sína, að þessu sinni í Listmunahúsinu við Lækj- argötu. Á sýningunni verða rúm- iega 40 teikningar sem Flóki hefur unnið með tússi, svartkrít, rauð- krít og litkrít á síðastliðnum tveimur árum. Blm. NT fór á stúfana i vikunni og hitti Flóka fyrir niðri í List- munahúsi þar sem hann var í óða önn að ganga frá uppsetningu sýningarinnar og spurði Flóka hvort sýningin hefði eitthvert sér- stakt þema. „Nei," sagði Flóki, „ekki get ég nú fullyrt það en ég er mjög hrifinn af konum, cnglum og djötíum. Ég cr til dæmis það hrifinn af konum að ég myndi aldrei sncrta á blýanti eða pensli ef ckki væru til konur. Og ég tck þær fram yfir karla af ýmsum ástæð- um, bæði finnst mér þær íallegri og greindari cn karlar. Þær standa nær skcpnunum." Nær skepnunum? „Já, skepnur eru mun greind- ari en homo sapiens. þú þarft ekki að líta lengra en á forsíður dagblaðanna til að sjá að eyð- ingaröflin sem eru í liöndum karlmanna eru allsráðandi í heiminum. Samkeppni, ofbeldi. græðgi og djöfulgangur. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á englum, ég sá engla þegar ég var barn að 'aldri. Já, þeir voru ekkert ósvipaðir engl- unum á renaissance-málverkun- um. höfðu 6 vængi flesta og voru klæddir í hvítt, blátt og rautt. Ég trúi á himneskt hírarki og englar eru birtingarmyndir hins góða en það cru líka til fallnir englar. Sjálfur er ég fallinn engill og ég cr mjög flughræddur því ég man glögglega eftir lirap- inu. Ég hef gengið í gegnuni mörg tilvistarskeið." En djöflarnir? „Þeir eru alltumkring og liver maður hefur a.m.k. 5 destrúkt- íva demóna í kringum sig sem allir eiga það sameiginlegt að vilja viðkomandi persónu feiga. En þessu bjarga hinir innvígðu með því að vera í góðu sam- bandi við verndarengilinn. En í guðs bænum, ég er á móti allri tvíhyggju þar sem allt er annað hvort málað svart eða hvítt. Þetta er allt í einum hrærigraut og ömurleg reynsla getur liaft ágætis hluti í för með sér."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.