NT - 16.08.1985, Blaðsíða 1
■ Nýja íbúðahverfið í Setbergslandi við Hafnarfjörð. Mjög lítil hreyfing hefur verið á lóðum þar.
NT-mynd Sverrir
Reykt í
laumi?
■ Slökkvilið Reykja-
víkur þusti í gær að húsi
Sparisjóðs Reykjavík-
ur, en þcgar þangað
kom fannst enginn
eldur. Skeleggir menn
fundu hinsvegar fljótt
ástæðuna fyrir útkall-
inu, brunaboði á annarri
hæð hússins hafði farið í
gang vegna reykinga.
Hvernig er það, er ekki
bannað samkvæmt lög-
um að reykja í bönkum?
Heiðmörk:
Hafnfirð-
Safna
fræjum
ingar sjá
rautt
- sé póstkassi
sjá bls. 3
annarsvegar
List:
Fallinn
engill
- sjá bls. 2
■ Svo virðist sem Hafnfirðingar
sjái rautt þegar þeir berja póst-
kassa auguni. Að minnsta kosti
hafa slíkir kassar aldrei fengið að
vera í friði í Firðinum. Þeir eru
annaðhvort sprengdir upp og fyllt-
ir af rusli, rifnir af veggnum og
fleygt út á götu cða sprengjum
laumað inn um rifuna. Afleiðing
þcssara skemmdarvcrka er sú að
nú er enginn póstkassi utandyra í
Hafnarfirði og þeir sem ætla sér að
pósta eitt bréf vcrða að standa
hálftíma í biðröð á einu póstaf-
greiðslu þessa bæjarfélags sem tel-
ur á þrettánda þúsund íbúa.
Breskur dómstóll:
Konurverðaoftar
veikar en karlar
London-Kcuter.
■ Breskur dómstóll kvað í
gær upp þann úrskurð að það
væri eðlilegt að tryggingafélög
krefðust hærra iðgjalds af kon-
um en körlum þar sem konur
yrðu oftar veikar en karlmenn.
Kona að nafni Jennifer
Pinder, sem er tannlæknir,
hafði kært tryggingafélögin fyr-
ir brot á jafnréttislögum þar
sem þau létu hana greiða 50%
hærra iðgjald en karlmaður í
sömu stöðu.
En Denis McDonnel dómari
komst að þeirri niðurstöðu að
öll gögn bentu til þess að það
væri eðlilegt að iðgjald kvenna
væri hærra þar sem þær veiktust
oftar. Hann sagðist hins vegar
ekki kunna neina skýringu á
því hvers vegna konur þyrftu
oftar að taka sér veikindafrí en
karlar.
Flest bresk tryggingafélög
láta konur greiða hærri iðgjöld
en karla fyrir heilbrigðistrygg-
ingu en lægri iðgjöld fyrir líf-
tryggingu þar sem meðalævi
kvenna er lengri en karla.
Flugleiðabréfin:
Sjá álit
ríkislög-
manns á
bls.2
Fólk þorir ekki að byggja
Lítið spurt eftir lóðum og þeim skilað aftur
Nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum seljast ekki
■ Lítil eftirspurn hefur verið
eftir lóðum undir íbúðarhús-
næði í sumar á höfuðborgar-
svæðinu og margir þeirra sem
hafa fengið lóðir hafa skilað
þeim aftur; ekki treyst sér til að
byggja. Ástandið í Hafnarfirði
virðist þó sýnu verst. Þá gengur
illa að selja nýjar íbúðir í fjöl-
býlishúsum.
í Grafarvogi er fólki
gefinn kostur á að greiða gatna-
gerðargjöldin fyrirfram. Gunn-
ar Eydal, skrifstofustjóri hjá
Reykjavíkurborg sagði að þetta
fyrirkomulag hefði reynst mjög
vel og gert mörgum klcift að
ráðast í frantkvæmdir, sem ella
hefði orðið að hætta viö. Þrátt
fyrir það hefur verið mikill sam-
dráttur rniðað við í fyrra, og
margir skijað aftur lóðum.
Björn Árnason, bæjarverk-
fræðingur í Hafnarfirði, staðfesti
að eftirspurnin í ár hefði vcrið
lítil. Alls hefðu 15 lóðir sclst í
sumar. Gatnagerðargjöld eru um
bOO.OOO kr. og staðgreiöist
þriðjungur þess við afhendingu
Íóðarinnar. Eftirstöðvarnar er
svo hægt að semja um og verður
að greiða þær innan tveggja ára.
Sámtímis því sern fólk greiðir
gatnagerðargjöldin veröur það
svo að ráðast í framkvæmdir,
því botnplata hússins verður að
vera klár innan 5-9 mánaða.
Björn sagðist ekki hafa heyrt
neinar raddir um að breyta
þessu fyrirkomulagi í átt til þess
sem gildir í Reykjavík.
Eins og fyrr sagði er lítil
eftirspurn í nýjar íbúðir í fjöl-
býlishúsum. Jóhann Bergþórs-
son, forstjóri Hagvirkis, sagði í
samtali við N'F, að fyrirtækið
hefði reist fjölbýlishús í
Hvömmunum í Hafnarfirði en
ekkert gengur að selja íbúðirn-
ar. Ástæðan fyrir þessu er að
sögn Jóhanns sú, að fólk er
orðið svo hrætt viö vísitölu-
tryggðu lánin: „Þegar búiöer að
kippa úr sambandi tengslum
kaupgjalds og lánskjaravísitölu,
þorir fólk ekki að kaupa."
Fjölmennur fundur trillukarla:
Allir færi fómir
Markaðsmál:
Vöru-
kynn-
ingar
-sjá bls.4
segir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra
■ Trillukarlar í Reykjavík
héldu í gærkvöldi fund með
Halldóri Ásgrímssyni sjávarút-
vegsráðherra og nokkrum þing-
mönnum til að ræða helgar-
veiðibönn og aðgerðir stjórn-
valda í málefnum trillukarla 1.
september n.k. Fundurinn var
fjölmennur og mikill hiti í
mönnum.
Að loknum framsöguerind-
um sjávarútvegsráðherra og
Jakobs Jakobssonar forstjóra
Hafrannsóknarstofnunar rigndi
inn fyrirspurnum frá fundar-
mönnum auk þess sem þing-
mennirnir tóku til máls og sýnd-
ist sitt hverjum um ágæti kvóta-
kerfisins m.t.t. trillukarla.
Halldór Ásgrímsson sagði að
menn yrðu að sýna þolinmæði
og hjálpa til við að byggja upp
góðan fiskistofn fyrir síðari kyn-
slóðir. Trillusjómenn yrðu að
færa fórnir eins og aðrir sjó-
menn annars yrði enginn friður
í sjómannastéttinni. Halldór
sagðist ekki vera tilbúinn til að
skýra frá hvað ráðuneytið
myndi aðhafast í málefnum
trillusjómanna þar eð umsókn-
arfrestur trillumanna um áfram-
haldandi útgerð bátanna það
sem af lifir ári hefði runnið út í
gær og nokkuð erfitt væri að
segja til um hvaða menn hefðu
trillusjómennsku að aðal-
atvinnu og hverjir ekki. 700
umsóknir hefðu borist en alls
væru á níunda hundrað trillur í
landinu. Komið hefðu fram til-
lögur um að setja hámarkskvóta
á hvern bát t.d 5-7 tonn á hvern
og að sókn yrði takmörkuð í
upphafi hvers árs með því að
tilkynna strax hvaða daga ársins
mætti stunda veiðar.
Sömu sögu er að segja um
símklefa í Firðinum. Þeir hafa
aldrei fengið að vera í friði stund-
inni lengur fyrri skemmdarvörg-
um. Var íarið fram á það við
lögregluna að hún vaktaði kcfana,
svo hægt væri að veita Hafnfirðing-
um þessa þjónustu sem þykir sjálf-
sögð í öllum öðrum bæjarfélögum.
Lögrcglan sagðist skyldi vakta
klefann ef hann yrði settur upp
fyrir framan gluggann á varðstof-
unni. Þótti engin ástæða til að
setja símklefa þar, því þeir sem
þurfa að hringja og eru staddir í
nágrenni varðstöðvarinnar geta
hæglega skroppið inn fyrir dyrnar
og fengið aðgang að síma þar.